Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 23 Víetnam: Le Duan látinn Óvíst um eftirmann Bangkok, AP. VALDAMESTI leiðtogi í Víet- nam, Le Duan lést í Hanoi á fimmtudag, 78 ára að aldri. Útvarpið í Hanoi skýrði frá þessu og sagði að hann hefði látist eftir langvinn veikindi. Ríkisútför er ráð- gerð. Le Duan tók við Ho Chi Minh, þegar Ho lést árið 1969. Le Duan gegndi embætti aðalritara flokks- ins, en var aldrei kosinn formaður hans, en því embætti gegndi Ho Chi Minh allt til dauðans. í útsendingu útvarpsins var Le Duan mærður sem „dyggur læri- sveinn Ho Chi Minh“ og hann sagður hafa verið „öflugur baráttu- maður fyrir þjóðarsjálfstæði, frelsi og sameiningu [Norður- og Suður- Víetnam]". Le Duan fæddist árið 1908 og varð snemma þekktur sem mikill kommúnisti, hatrammur andstæð- ingur frakka og hávær gagnrýnandi nýlendustefnunnar. Vegna ýmissa aðgerða var hann dæmdur til fang- elsisvistar hvað eftir annað og eyddi rúmlega tíu árum samtals í fangels- um. Eftir fengið sjálfstæði reis stjama hans hratt, og var hann kjörinn aðalritari flokksins, annað hvort árið 1959 eða 1960. Á 3. flokksþingi kommúnista árið 1960, var það Le Duan sem lagði drögin að þeirri stefnu, sem lauk með falli S-Víetnam. Þrátt fyrir að Le Duan væri allt- af mikill rússavinur, gerði hann þeim og öðrum kommúnistaríkjum ljóst, að Víetnam hefði ekki hrakið bæði frakka og bandaríkjamenn af Le Duan, fyrrverandi leiðtogi Víetnam skaganum, til þess eins að rússar kæmu í staðinn. Að undanfömu gekk Le Duan ekki heill til skógar og herma ónafn- greindar heimildir að hann hafí þjáðst af nýrnasjúkdómi og því oft verið frá stjómarstörfum um lengri eða skemmri tíma. Ekki er enn ljóst hver arftaki Le Duan verður, en einn helsti vandi víetnama undanfarin ár, hefur verið að finna nýja leiðtoga til þess að taka við af hinum gömlu. Líklegast- ir þykja þó tveir menn, þeir Truong Chin, formaður ríkisráðsins, og Pham Van Dong, forsætisráðherra. Líbanon: Líkur á að franskur gísl verði látinn laus Beirút, AP. LÍKUR eru taldar á því að franskur gísl, sem hreyfingin Jihad (Heil- agt stríð) hefur á valdi sínu, verði leystur úr haldi fljótlega, að því er dagblaðið Am-Nahar í Líbanon skýrði frá á miðvikudag. Dagblaðið hafði þessar upplýs- ingar- eftir háttsettum, ónefndum stjómarerindreka í Beirút og sagði hann að Frakkinn, sem er starfs- maður franska sendiráðsins, yrði leystur úr haldi jafnvel í næstu viku. Sendiráðsstarfsmaðurinn, Marcel Carton, var numinn á brott í vestur- hluta Beirút þ. 22. mars í fyrra og sögðust samtök múhameðstrúar- manna, Heilagt stríð, bera ábyrgð á brottnámi hans og þriggja ann- arra Frakka. Þau samtök hafa einnig sagst bera ábyrgð á brott- námi fimm Bandaríkjamanna á Líbanon. Dagblaðið sagði frá því í síðasta mánuði að franskir, íranskir og sýrlenskir embættismenn hefðu set- ið á leynilegum samningafundum um tíma, til að fá franska gísla lausa úr haldi. Heimildamaður blaðsins sagði á miðvikudaginn að viðræðumar hefðu verið mjög árangursríkar undanfarið og af þeim sökum yrði Carton leystur úr haldi. Priðja pósisjón Jallatte öryggisskórnir eru svo léttir og þægilegir, að ganga í þeim er sem ánægjulegur dans. Þeir draga úr þreytu vinnudagsins og auka vellíðan. Stál í tá er vernd gegn þrýstingi og höggi. Stálþynna í sóla er vernd gegn nöglum og hvössum hlutum. JALLATTE ER ALLT SEM ÞARF I HINN DAGLEGA DANS Skeifan 3h - Sími 82670 SÝNING Föstudag kl. 14—21 á Háskólavellinum v/Hringbraut. Færanleg áhorfendasæti fyrir 1. Útihátíöahöld 2. Félagsheimili 3. íþróttaleiki úti/inni 4. Leiksýningar o.fl. PÓSTHÓLF 165 HAMRABORG 1 800 KÓPAVOGUR ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.