Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 hópar eru staðsettir á athafnasvæð- um íþróttafélaganna og hjálpa til við umhirðu þeirra og gera út það- an til nærliggjandi svæða. Líta vinnuskólamenn á þetta sem hluta af aðstoð borgarinnar við íþróttafé- lögin í borginni. Um borð í gamla varðskipinu Þór, sem nú er í eigu Slysavamafé- lagsins og notað við björgunar- kennslu, er einn hópur. Sér hann um þrif skipsins og smærra við- hald, og fær að auki smáfræðslu um sjóvinnu. í lokin er svo farin skemmtiferð út á Faxaflóann. í ár fá hópamir sem em við vinnu í Heiðmörk að fara um borð í Þór, en þeir hafa verið í einna einhæf- ustu störfunum og á afskekktasta staðnum. Leyndi sér ekki þegar blm. Morgunblaðsins var þar á ferð að unglingamir hlökkuðu til til- breytingarinnar eftir að hafa gróðursett tré allt sumarið. Þá em þrír hópar bara í því að hjálpa ellilífeyrisþegum með um- hirðu garða þeirra. Er þetta mjög eftirsótt þjónusta, sem færri fá en vilja. Að sögn Sigurðar hafa nú um 180 manns beðið um hjálp með garða sína og er búið að fara í um 90 garða. Mjög er misjafnt hvað langan tíma tekur að vinna einn garð. Fer það eftir stærð og ástandi garðanna. Sumir garðamir em tveggja daga verk. Það leiðinleg- asta við þetta er, að alltaf er til fólk sem misnotar þessa þjónustu, t.d. ef fleiri en ein íbúð er um garð og kannski bara ellilífeyrisþegar í einni, þá panti fólk samt aðstoð. Þetta er illa séð þar sem ekki geta allir fengið hjálp sem vilja. Er nú svo komið að fólk sem hringir er bara skráð niður, en ekki er hægt að lofa því hjálp í sumar. Var sleg- ið á að ef fagmenn væm fengnir til að taka garðana í gegn eins og vinnuflokkamir gera myndi það kosta eigenduma a.m.k. 20.000 krónur, en vinnuskólinn tekur á bilinu 250 til 1000 krónur fyrir garðinn. Alls er gert ráð fyrir að rekstur vinnuskólans í ár kosti rúmlega 20 milljónir króna. Stærstu útgjaldalið- imir em eðlilega vinnulaun til stjómenda, leiðbeinenda og ungl- inganna. Auk þess em efiiiskostn- aður og reiknuð afnot af tækjum sem flest era fengin hjá öðmm aðiium á vegum borgarinnar en samt talfy vinnuskólanum til gjalda. Eins er það með strætisvagnamiða sem vinnuskólinn lætur unglingun- um í té ef þeir þurfa að nota strætisvagna til og frá vinnu. Samt bera strætisvagnamir engan auka- kostnað af þessum unglingum. Vinnuskólinn starfar f júní- og júlímánuði hvert sumar. Þótt reynt sé að kenna fólki „rétt“ viðhorf til vinnu, og hægt sé að reka fólk fyr- ir slælega frammistöðu leggja umsjónarmenn skólans áherslu á að vera sveigjanlegir í viðskiptum sínum við unglingana og forráða- menn þeirra. Þannig geta þeir farið frá í lengri eða skemmri tíma, t.d. í sumarfrí með fjölskyldum sínum, og komið aftur. Þá er einnig til að Nokkrir hópar frá vinnuskólanum eru við vinnu í Heiðmörk. Litlu vélknúnu trogin, eða þjólbörumar, eru mjög vinsæl verkfæri hjá ungl- ingunum. Vinnuskóli Reykjavíkur heimsóttur: „Fólk vanmetur vinnu- framlag unglinganna“ — segja forráðamenn skólans í Vinnuskóla Reykjavíkur eru nú um 1.100 unglingar, sem starfa i um 60 vinnuhópum á 33 stöðum viðs vegar um borgina, allt frá Grandagarði upp í Heið- mörk. Vinnuskólinn tekur inn öll böm sem um það sækja og em fædd árin 1971 og 1972, þ.e. þau sem vom í 7. og 8. bekk síðastliðinn vetur. Er tæpur helmingur unglinga f þessum árgöngum nú f vinnuskól- anum að sögn Amfinns Jónssonar skólastjóra. Vinnutfminn er 4 tfmar á dag hjá yngri árganginum og 8 tímar á dag hjá þeim eldri, og vinna ungiingamir mest við hreinsun, þrif og annað sem lýtur að því að halda borginni hreinni. Amfinnur Jónsson skólastjóri sagði að margt fólk hefði of nei- kvæðar hugmjmdir um vinnuskól- ann, margir foreldrar litu á hann sem sfðasta úrræðið fyrir bömin, en þetta væri ekki rétt. Þetta væri ekki svo slæmur sumarvinnuval- kostur fyrir unglingana. Kaupið hefði hækkað og væri nú kr. 72.30 á tímann hjá yngri árganginum og kr. 80.80 hjá þeim eldri, og ofan á það kæmi oft 10% hóp-bónus fyrir vei unnin störf. Auk launa er svo reynt að kenna unglingunum já- kvætt viðhorf til vinnunnar. Sigurður Lyng yfirkennari vinnu- skólans tók f sama streng. Hann sagði að enn væri til fólk sem liti á þetta sem nokkurs konar atvinnu- bótavinnu, „eitthvað þurfi þau að fá að gera, greyin", en þetta fólk athugi ekki hve gott og þarft starf þessir unglingar vinni. Borgin hald- ist ekki hrein og snyrtileg af sjáifu sér, og sem dæmi um afrakstur af þessu starfi nefndi hann að árlega planti vinnuhópar vinnuskólans um 150.000 tijám á Heiðmerkursvæð- inu og séu þeir í allt búnir að gróðursetja yfir milljón tré þar. Þá séu alltaf mun fleiri verkefni fyrir- liggjandi en hægt sé að anna. Auk þeirra Amfinns og Sigurðar hefur Kjartan Gíslason, sem er yfir- verkstjóri, umsjón með starfi vinnuskólans. Þetta er fyrsta ár þeirra allra með vinnuskólann, en áður sá Hjálmar Guðmundsson um skólann uns hann hætti vegna ald- urs. Að auki em leiðbeinendur með hveijum vinnuhópi. í þeim hópi er mest um kennara, kennaranema, námsmenn og íþróttamenn, og em flestir um og yfir tvítugt. Að sögn Sigurðar er það mikið undir leið- beinendunum komið hvemig starfið gengur. En vinnuskólinn er ekki bara vinna. í starfsreglum skólans, sem borgarstjóm hefur sett honum, er kveðið á um að félagsstarf og nátt- úmskoðun skuli stunda í vinnutfm- anum. Þrír dagar á sumri em teknir í þetta. Einn í náttúmskoðun, einn dagur fyrir hvem hóp í félagsstarf, og svo er einn dagur tekinn í svo- kallaða hverfíshátíð, þar sem hópar úr sama hverfi koma saman, halda grillveislu og skemmta sér. Alls er borginni skipt í átta hverfi. En vinnan er náttúrlega aðalat- riðið. Auk umhirðu skrúðgarða, gróðurreita og þess háttar em allt- af hópar í einhveijum sérstökum verkefnum. Einn hópur leggur til hjálparkokka á gæsluvelli og starfs- velli, einn ungling á völl. Annar hópur hefur unnið að hreinsun og viðhaldi við skeiðvöll Hestamanna- félagsins Fáks við mjög góðan orðstfr, að sögn Sigurðar. Vinnu- Tfu strákar eru að smíða tvo vinnuskúra undir leiðsögn tveggja alvanra smiða, Odds Sigfússonar og Guðmundar Gfslasonar. „Þetta er hörku-duglegt fólk og tekur nýög vel tilsögn,'1 sagði Oddur um unglingana. Hér máta þeir eina hliðina á botnplötuna undir Jeiðsögn Odds. Þessi hópur var að snyrta garða fyrir ellilífeyrisþega. Mornunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.