Morgunblaðið - 11.07.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.07.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Viðbrögð við niðurstöðum Kjaradóms Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Eykur þrýst- inginn á að laun annarra stétta hækki „Mér kemur það nokkuð á óvart að dómur í sérkjarasamn- ingi skuli með þessum hætti notaður til almennrar hækkun- ar á launum háskólamanna, umfram það sem gerst hefur i samningum almennt," sagði Ásmundur Stefánsson forseti Aiþýðusambands íslands um þá niðurstöðu Kjaradóms að hækka laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna um 2-4 launa- flokka. „Hér er um að ræða beina hækkun á launum hóps, sem þrátt fyrir allt er hvað hæstur, á tímum þegar samið hefur verið um mjög litlar kauphækkanir og verkafólk almennt hefur ákveðið að freista þess að ná kaupmáttaraukningu með minni verðbólgu frekar en stórum kauptölum,“ sagði Ás- mundur. Ásmundur sagðist ekki vera í aðstöðu til að meta hvaða bein áhrif þessi úrskurður kæmi til með að hafa á samningagerð ASÍ. „En auðvitað eykur þetta þrýstinginn á að kaup annarra sétta hækki," sagði hann. Þórarinn Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSÍ: „Síst til að auðvelda samninga- gerð um áramótin“ Hjúkrunarfræðing- ar í BSRB krefjast samræmingar NIÐURSTAÐA Kjaradóms um sérkjarasamninga aðildarfé- laga Launamálaráðs BHMR gæti aukið á spennu á vinnu- markaði, magnað kröfur og minnkað líkur á að árangur febrúarsamninganna varðveit- ist til frambúðar. Þetta er skoðun Þórarins V. Þórarins- sonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands ís- lands. „Kjaradómur hefur ekki bein áhrif á kjarasamninga á almennum markaði en hann hefur óbein áhrif og ég óttast að þessi niðurstaða muni síst auðvelda gerð nýrra kjara- samninga um áramótin,“ sagði Þórarinn í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Hann sagði að sér hefði komið á óvart sú 9-15% launahækkun til háskólamanna í þjónustu ríkis- ins umfram almennar hækkanir, sem Kjaradómur ákvað á miðviku- daginn. Hann benti á, að lífeyris- réttindi opinberra starfsmanna umfram lífeyrisréttindi starfs- manna einkafyrirtækja væru metin sem 10-15% af launum. „Ég hef að vísu ekki séð allar forsend- ur dómsins en samkvæmt lögum á Kjaradómur að miða við að kjör ríkisstarfsmanna séu sambærileg við kjör launþega á almennum markaði að teknu tilliti til ein- stakra þátta í launakerfum," sagði Þórarinn. „Einfaldur taxta- samanburður gefur villandi mynd en ég treysti því að Kjaradómur hafi haft efnislegar forsendur fyr- ir niðurstöðu sinni því auðvitað á ríkið og starfsmenn þess ekki að leiða launaþróun í landinu," sagði hann. Krislján Thorlacius formaður BSRB: Meiri hækkanir hefðu stofnað tilraun febrúarsamn- inganna í voða KRISTJÁN Thorlacius formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja telur að ekki hefði verið æskilegt að háskóla- menntaðir starfsmenn ríkisins hefðu fengið meiri launahækk- un en Kjaradómur ákvað. Segir hann að meiri hækkanir hefðu getað stofnað þeirri tilraun febrúarsamninganna í voða að reyna að ná fram auknum kaupmætti með þvi að halda verðlagi í landinu niðri. „Mér sýnist að félagsmenn BHMR hafí fengið mjög svipaða launahækkun nú og þau aðildarfé- lög BSRB sem náðu mestu fram í sérkjarasamningum. Ég tel því ástæðulaust hjá háskólamenntuð- um ríkisstarfsmönnum að harma mjög þessa niðurstöðu Kjara- dóms. Kjami þessa máls er sá að ef félagsmenn BHMR hefðu náð kröfum sínum fram að fullu, að hækka launin um 40%, hefði það stofnað tilraun febrúarsamning- anna í voða. Menn komust þá að samkomu- lagi um að reyna að ná auknum kaupmætti með því að halda verð- lagi niðri, og það gefur augaleið að slíkt er ekki hægt nema allar stéttir þjóðfélagsins leggist á eitt,“ sagði Kristján Thorlacius. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins: „Hefur trú- lega áhrif tilhækk- unar annarrau Segir kjaradóm ekki gefa tilefni til umsagnar Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins tel- ur að kjaradómur sem upp er kveðinn og byggir á lögum, gefi ekki tilefni til umsagnar. Hann segir þó að hann telji að þessi niðurstaða Kjaradóms um sérkjarasamninga Bandalags háskólamenntaðra manna eigi eftir að leiða til launahækkana í þjóðfélaginu. „Kjaradómur sem upp er kveð- inn og byggir á lögum, gefur ekki tilefni til umsagnar," sagði Jón Baldvin í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að spumingin væri einfaldlega um það, hvaða áhrif þessar niðurstöður hefðu á kjaraþróun á vinnumarkaðnum til loka samningstímans. „Þessar niðurstöður munu trú- lega hafa áhrif til hækkunar á kjörum annarra opinberra starfs- manna," sagði Jón Baldvin. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: BHM fái fullan samn- ingsrétt“ Segir eðlilegt að breyta lögum þannig að svo verði Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins telur að breyta beri lögum um Kjara- dóm og launaákvarðanir Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarf smanna, þannig að þeir fái frjálsan samningsrétt. „Ég er ekkert undrandi á þeim viðbrögðum sem hafa komið fram frá Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna í tilefni af þess- um Kjaradómi, fyrst og fremst vegna þess að þeim hafði verið lofað að tillit yrði tekið til þróunar á almennum launamarkaði í ítrek- uðum yfírlýsingum frá fjármála- ráðherra á undanfömum árum,“ sagði Svavar í samtali við Morg- unblaðið. Svavar sagðist telja að BHMR hefði gert sér vonir um talsverða hreyfíngu umfram það sem dóm- urinn kvæði á um. Því hefði verið haldið fram að þessi niðurstaða bryti í bága við það sem gerst hefði í almennum kjarasamning- um, en þeir hjá BHMR hefðu aftur svarað því þannig að í rauninni væru þeir einungis að óska eftir aðild að hinum almenna vinnu- markaði með sínum kröfum og með því að miða sig við hann. „Það náttúrlega tekur engu tali, að háskólakennarí á fyrsta ári, það er að segja prófessor, er með 43 þúsund krónur á mánuði, en þannig er kaupið í dag. Þess vegna er það mín skoðun, að það sé eðlileg krafa háskólamanna í framhaldi af þessu, að þeir krefj- ist fyrst og fremst óskoraðs samnings- og verkfallsréttar," sagði Svavar. Hann kvaðst telja að það væri betra, bæði fyrir háskólamenn, almennan launamarkað og allt þjóðfélagið að menn bæru þá ábyrgð sem fylgdi verkfalls- og samningsrétti að fullu. „Þess vegna tel ég eðlilegt að breyta lögum þannig að um slíkan rétt verði að ræða, til handa þessum mönnum," sagði Svavar. „Það er hættulegt fyrir ríkið að bjóða upp á laun sem eru mik- ið lakari en í viðmiðunarhópum, vegna þess að það hefur í för með sér atgerfísflótta frá ríkinu. Þar með verður sú þjónusta sem ríkið þarf að veita, hvort sem það er í skólum, á spítölum, eða annars staðar, lakari en ella þyrfti að vera." Stefán Benediktsson þingmaður BJ: „Ekkert sem kemur í stað frjálsra samninga“ „MÉR FINNST nú liggja í loft- inu eftir þetta, hvort sem það heitir kjaradórnur eða Garða- strætissamningar, að það kemur ekkert í staðinn fyrir fijálsa samninga," sagði Stefán Benediktsson þingmaður Bandalags jafnaðarmanna, er hann var spurður álits á úr- skurði Kjaradóms. Sagðist hann eiga við það, að þegar samið væri í fijálsum samning- um, þá gætu menn engu öðru um kennt en sjálfum sér, hvern- ig til tækist. Stefán sagði að greinilegt væri að Kjaradómur hefði verið að taka tillit til fjölda annarra hluta, en beinna hagsmuna samningsaðila. „Meðal annars, er Kjaradómur að taka tillit til sín sjálfs, og þess hvemig hann stendur í þessum málum, sem kemur hagsmunum þessa fólks að sjálfsögðu ekkert við,“ sagði Stefán. „Það er náttúrlega annað sem er mjög greinilegt af þessu, en það er hvaða áhrif þessar flokka- breytingar hafa. Meðaltalssamn- ingagerð kemur heldur ekki í staðinn fyrir vinnustaðasamn- inga,“ sagði Stefán og bætti við: „þetta er að verða rétt eins og hjá Marx gamla, en samkvæmt hans kenningu, þá mátti ekki verðleggja vinnu eins og vöru, vegna þess að það var ómannúð- legt. Við höfum eiginlega tekið þetta alveg upp hér á íslandi eins og það er í Rússlandi, þvi allir sem vinna, hafa sömu laun, lág laun og allir sem stjóma hafa há laun.“ Stefán sagði að samkvæmt nýjustu upplýsingum sem hann hefði í höndunum um framfærslu hér á landi, þá þyrfti tvo prófess- ora til þess að framfleyta tveimur fullorðnum og tveimur bömum, og vitnaði þá til þess að fjögurra manna fjölskylda þyrfti 85 þúsund krónur á mánuði til framfærslu, en prófessor hefði liðlega 40 þús- und krónur á mánuði. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalista: „Hlýtur að kalla á geysi- hörð viðbrögð“ „ÞESSI dómur endurspeglar einfaldlega stefnu stjórnvalda í launamálum, þau hafa skammtímasjónarmið að leiðar- ljósi og telja það sparnað að halda fólki niðri í launum," sagði Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans í samtali við Morgunblaðið um dóm Kjaradóms í sérkjara- samningum BHMR. Kristín sagði þessa stefnu þó leiða af sér meiri kostnað því hún skapaði vandamál sem væm þjóð- félaginu geysidýr úrlausnar. „Þessi láglaunastefna grefur und- an því að ungt fólk laðist að ýmsum menntunarkostum, sem eru þjóðfélaginu þarfír og nauð- synlegir," sagði Kristín, „og hún veldur því meðal annars, að ríkis- stofnanir eru eins konar uppeldis- stöðvar fyrir einkareksturinn í landinu, því um leið og ríkisstarfs- menn eru orðnir vel að sér og klárir í sínu fagi, býður einka- markaðurinn í þá.“ Kristín sagði að það sæist kannski hvað gleggst hvað svona stefna gæti verið dýr, þegar ekki fengjust menn fyrir þessi lágu laun, til að hala inn í ríkiskassann ailar þær milljónir sem lægju hjá skattsvikurum landsins. „Þótt fæstir hafi kannski búist við fyllilega sanngjamri leiðrétt- ingu launa, fyrir háskólamennt- aða ríkisstarfsmenn," sagði Kristín, „þá er þessi niðurstaða aldeilis furðuléleg og ekki í neinu samræmi við forsendur dómsins og öll rök í máiinu. Rökin fyrir verulegri leiðréttingu liggja á borðinu og eru viðurkennd. Og þótt þessum dómi verði ekki áfrýj- að, hlýtur hann að kalla á geysi- hörð viðbrögð, þar á meðal kennara, sem hafa dregið fram lífíð á loforðum og virðist ætlað að gera það áfram." Steingrímur Hermannsson f orsætisráðher ra: Geta bara sagt upp o g farið á aimennan markað — telji þeir sig geta fengið svona miklu betri laun þar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist ekki skilja óánægju BHMR með dóm Kjaradóms um sérkjarasamn- inga Bandalags háskólamennt- aðra manna, þar sem þeir fái á bilinu 9 til 16% launahækkan- ir umfram það sem gerst hefur á almennum vinnumarkaði. Hann segir að ef þeir séu svona óánægðir, þá geti þeir einfald- lega hætt störfum hjá ríkinu og farið til starfa á hinum al- menna vinnumarkaði. „Við samþykktum það, eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag, að gera þessa samanburðar- athugun og í henni yrði tekið tillit til allra hlunninda," sagði Steingrímur í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Hann sagði að það kæmi skýrt fram í skýrslu Kjaradóms að ákaflega erfitt væri að bera saman dag- vinnu þeirra sem í BHMR væru við þá sem væru í BHM, því það væru svo miklar greiðslur hjá ríkinu sem erfítt væri að meta. „Við þetta verður að sjálfsögðu stuðst í þeim leiðréttingum sem eru framundan," sagði Steingrím- ur, „en því hefur aldrei verið lofað að taka einhliða tillit til krafna BHMR, enda hljóðuðu þær upp á 66% kauphækkun að meðaltali, ef ég man rétt. Ég verð nú að segja það alveg eins og er að ég er mjög undr- andi á óánægju þeirra BHMR- manna, því þeir fá á bilinu 9 til 16% umframhækkun miðað við það sem gerst hefur á hinum al- menna markaði — og það er ekki lítið. Mér fínnst það mjög mikið. Þetta mun valda okkur miklum vandræðum, því nú er aftur orðinn launamunur við kennara, sem eru ekki í BHM og hjúkrunarfræðinga sem eru í BSRB. Ef þetta gengur svo í gegnum alla línuna, þá er gengisstefnan brostin og verð- bólgan komin á fleygiferð á nýjan leik. Ef BHMR-menn geta fengið svona miklu hærri laun á hinum almenna markaði, þá eiga þeir bara að segja upp og fara þang- að,“ sagði Steingrímur. Aðspurður hvort þessi dómur myndi gera ríkisstjóminni erfitt um vik að ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér í efnahags- málum, svaraði forsætisráðherra: „Ekki eitt út af fyrir sig, en þetta mun valda samanburðarerfiðleik- um aftur, og ef látið verður undan öllum kröfum aftur, og ég undir- strika ef, þá yrði það bara til þess að hleypa öllu af stað á nýjan leik, því þá yrði fiskvinnslufólkinu og lægst launaða fólkinu neitað um slíka hækkun.“ Steingrímur sagði að ríkis- stjómin myndi standa mjög stíft á því sem um hefði verið samið — á gengisstefnunni, á því að halda verðbólgunni niðri og ekki gera neitt sem gæti valdið breytingum á því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.