Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986
33
MENTHOL
brjóstsykur
Frá samkomu á vegum félagsins.
Vegurmn með vakningar-
samkomur í Reykjavík
VEGURINN, félag um kristilegt
samfélag, mun standa fyrir
vakningarsamkomum og kynn-
ingarátaki dagana 11. til 24. júli
i Reykjavik.
Haldnar verða kvöldsamkomur í
Langholts-, Fella- og Hólakirkjum
en einnig verða útisamkomur á
Lækjartorgi.
Þessu átaki á síðan að Ijúka með
móti að Hlíðardalsskóla um verslun-
armannahelgina.
Vegurinn hefur nú nýlega sent
frá sér kynningarbækling þar sem
segir m.a. að í félaginu sé fólk á
öllum aldri sem eigi það sameigin-
legt að það hafí fengið að reyna
að Jesús Kristur sé sá sem hann
segist vera. Flest séu þau í þjóð-
kirkjunni en hafí tekið höndum
saman og stofnað samfélagið og
fríkirkjuna Veginn.
í frumkirkjunni hafi oft verið
skírskotað til „vegarins" og hafi þá
verið átt við þá sem gengu á vegi
Drottins Jesú.
Þau séu því kristin hreyfíng með
það að markmiði eins og svo marg-
ar aðrar slíkar að ná til þjóðarinnar
með fagnaðarerindi Krists sem hafí
breytt lífí okkar svo mikið.
Fyrsta samkoman verður í Lang-
holtskirkju sunnudaginn 13. júlí kl.
20.30. Allar samkomumar verða
auglýstar í dálknum um félagslíf
hér í blaðinu.
' MeHttiBi
locMtypfe
r Bif B.P.C.
WPnlhnl n \
**a**C*tK*rJmjr
Barnott’s
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Sími 641005/6
Vinsamlegast
FRAMVÍSID BANKAKORTI
þegar þið greiðið með tékka
Morgunblaðið/ÓB
Særós snertir sjóinn í fyrsta sinn.
Skagaströnd:
Nýr bátur
sjósettur
Skagaströnd.
SJÓSETTUR var nýr bátur sl.
laugardag frá Mánavör hf.
Báturinn heitir Særós NK 86 og
er sex tonn, smíðaður úr plasti eins
og aðrir bátar Mánavarar hf. Særós
verður gerð út frá heimahöfn sinni,
Neskaupstað í sumar en hún er
útbúin til færa- og línuveiða. í bátn-
um er 77 hestafla Ford-vél og öll
algengustu siglingatæki. Eigandi
Særósar er Sigurþór Valdimarsson
frá Neskaupstað.
Ný sýning í
Arbæjarsafni
NÝLEGA opnaði í Arbæjarsafni
sýning í Prófessorshúsinu frá
Kleppi og verður hún opin alla
daga milii kl. 13.30 og 18:00.
Sýningin er lokuð á mánudögum.
Gullborinn verður til sýnis og í
gangi alla laugardaga og sunnu-
daga.
Sunnudaginn 13. júlí nk. mun
gítarleikarinn Þórarinn Sigurbergs-
son leika á staðnum milli kl. 15 og
17.
to-sramJ!
„nnS
0300 0000 000^ 5b0 - —'
BRTHHltDUP SlOH iif 1 Unctebankl ktands
_____ __ ,
'r£° 00£j3
m
^býóubanki °On^^r^
Oan«no hf % s. '
0800 Ooon „ S*'
°eV 5 °°°^ 8 lon
0/1 ....
75
Bankakortið - tákn um traust tekkaviðskipti
Alþýðubankinn - Búnaðarbankinn - Landsbankinn - Samvinnubankinn
Útvegsbankinn - Verzlunarbankinn - Sparisjoöirnir
AUK W./SlA X2.5