Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986
, ... 3— ----------;—• i , i ■. i f ■:: • >„t, .u.
Platini og Laudrup til I slands
— Valsmenn duttu í lukkupottinn á af mælisári félagsins
ÍA fékk Sportin Lissabon og Fram óþekkt lið frá Póllandi
• Besti knattspyrnumaður Evrópu, Michel Piatini, mun leika gegn
Valsmönnum f haust. Svo gœti fariö að þessi frœgi knattspymusnill-
ingur leiki tvívegis hér á landi á þessu ári, með franska iandsliðinu
og svo með Juventus.
Örlögin skiptu lukkunni svo
sannarlega ójafnt á milli íslensku
liðanna þegar dregið var í Evr-
ópukeppnum félagsliða í Ziirich í
gær. Valur dróst á móti einu
frægasta félagsliði heims Juvent-
us en Skagamenn og þó einkum
Framarar voru óheppnari — ÍA
mætir Sporting Lissabon og Fram
leikur gegn pólska liðinu
Katowice.
Juventus er stjörnum hlaðið lið
og dregur hvarvetna að mikinn
fjölda áhorfenda. Fremstir í flokki
eru Frakkinn Platini og Daninn
Michael Laudrup, en í liðinu eru
einnig nokkrir heimsfrægir ítalskir
knattspyrnusnillingar eins og fyrir-
liði landsliðs ítala, Geatano Scirea,
bakvörðurinn Antonio Cabrini og
sóknarmaðurinn Aldo Serena. Þó
hefur félagið nýlega keypt lan
Rush frá Liverpool en knattspyrnu-
samband Ítalíu hefur ekki ákveðið
hvort hann geti ieikið með liðinu á
komandi keppnistímabili.
Sporting frá Lissabon er eitt af
þekktustu liðum Portúgals ásamt
Porto og Benfica. Með þessu liði
leika nokkrir landsliðsmenn og má
nefna Jaime Pacheco, sem um
árabil hefur verið einn af sterkustu
varnarmönnum landsins. Besti
leikmaður liðsins er hins vegar
Manuel Fernandez, sem var
markahæsti leikmaður Portúgal á
síðasta keppnistímabili (fyrir ofan
Gomes t.d.) en hann neitaði að
leika með landsliðinu vegna ósætt-
is við Torres þjálfara þess. Fjarvera
Fernandez er talin ein af ástæðun-
um fyrir ógöngum landsliðsins í
Mexíkó.
Katowice, liðið sem Fram fékk
er óþekkt hérlendis, og utan Pól-
lands. Með því leikur þó að
minnsta kosti einn landsliðsmað-
ur, Jan Furtok að nafni. Hann er
skæður útherji, 24 ára og var val-
inn efnilegasti leikmaður Póllands
1984 og Besti útherji landsins í
fyrra. En ef eitthvert íslensku lið-
anna á möguleika á að komast í
aðra umferð í Evrópukeppninni í
ár, þá eru það Framarar.
„Grindavík í kvöld
Juventus í september"
— sagði lan Ross, þjálfari Vals, þegar hann
heyrði um mótherjana í Evrópukeppninni
„ÞETTA er stórkostlegt fyrir íslenska knattspyrnu, ís-
lendinga og sérstaklega krakkana," sagði lan Ross,
þjálfari Vals, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins
í gærmorgun, þegar Ijóst var að Valur hafði dregist
gegn Ítalíumeisturunum Juventus.
„Grindavík í kvöld, Juventus í
september, hreint ótrúlegt. En
eins og áður þá tökum við að-
eins einn leik fyrir í einu. En ef
Platini og Rush leika ekki með
Juventus gegn okkur þá eigum
við ef til vill möguleika,“ sagði
Ross hlæjandi. „Að öllu gamni
slepptu, þá er svona happa-
dráttur geysilega mikilvægur
fyrir ísland og íslenska knatt-
spyrnu. ísland er á landakortinu,
íslensk knattspyrna er víða
þekkt, en á eftir að vekja enn
meiri eftirtekt á næstu mánuð-
um. í liði Juventus eru margir
af frægustu knattspyrnumönn-
um heims og nú fá íslenskir
knattspyrnuunnendur tækifæri
til að sjá þá leika á Laugardals-
vellinum,“ sagði Ross yfir sig
ánægður og hélt að því loknu í
sund.
• lan Ross var mjög ánægður
með dráttinn í Evrópukeppninni,
enda Juventus eitt besta og fræg-
asta félagstið heims.
• Michael Laudrup er einn snjallasti knattspymumaður Evrópu og
það sannaði hann með danska landsliðinu (heimsmeistarakeppninni
í Mexíkó. Laudrup er einn vinsælasti iþróttamaður Dana.
EFTIRTALIN lið drógust saman ( Evrópukeppni meistaraliða. Það
lið sem fyrr er nefnt á heimaleik á undan:
PSV Eindhoven, Hollandi — Bayem Miinchen, Þýskalandi.
FC Portó, Portúgal •— Rabat Ajax, Möltu.
Avenir Beggen, Lúxemborg — Austría, Vín, Austurríki.
Juventus, Ítalíu — Valur, Islandi.
Apoel Nicosia, Kýpur — HjK Helsinki, Finnlandi.
Rosenborg, Noregi — Linfield, N-írlandi.
örgryte, Svíþjóð — Dynamo, Beríín, A-Þýskalandi.
Shamrock Rovers, írlandi — Celtic, Skotlandi.
St. Germain Paris, Frakklandi — Vitkovice, Tókkóslóvakíu.
Red Star, Júgóslavíu — Panathinaikos, Grikklandi.
Bröndby, Danmörku — Honved, Ungverjalandi.
Beroestara, Búlgaríu — Dynamo Kiev, Sovétríkjunum.
Young Boys, Sviss — Real Madrid, Spáni.
Anderíecht, Belgíu — Goruikzabrze, Póllandi.
Besiktas, Tyrklandi — Dynamo, Albaníu.
Evrópumeistararnir, Steu Búkarest, sátu hjá í fyrstu umferö.
ÞESSI lið leika saman í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa:
Rapid Vín, Austurríki — FG Brugge, Belgiu.
Roma, Ítalíu — Real Zaragoza, Spáni.
Benfica, Portúgal — Lilleström, Noregi.
Nentori Tirana, Albaníu — Dynamo Bukarest, Rúmeníu.
Aberdeen, Skotlandi — Sion, Sviss.
Bordeaux, Frakklandi — Waterford Utd., fríandi.
Malmö FF, Svíþjóð — Limassol, Kýpur.
Bursaspor, Tyrklandi — Ajax, Hollandi.
Wrexham, Wales — Zurrieg, Möltu.
Valkeakosken Haka, Finnlandi — Torpedo Moskva, Sovótríkjunum.
Katowlce, Póllandi — Fram, Íslandí.
B 1903, Danmörku — Vitocha, Búlgaríu.
Glentoran, N-írlandi — Lokomotiv Leipzig, A-Þýskalandi.
Vasas Búkarest, Ungverjalandi — Vales Mostar, Júgóslavíu.
Stuttgart, V-Þýskalandi — Spartak Tmava, Tékkóslóvakíu.
Ol. Pireus, Grikklandi — US, Lúxemborg.
ÞESSI lið leika saman í UEFA-keppninni:
Bayer Uerdingen, V-Þýskalandi — Carl Zeiss Jena, A-Þýskalandi.
— Linz, Austurríki — Widzew Lods, Póllandi.
Neuchatel Xamax, Sviss -- Lingby, Danmörku.
Severn, Belgíu — Valrengen, Noregi.
Ofi Krít, Grikklandi — Hadjuk Split, Júgóslavíu.
Flamurtari, Albaníu — Barcelona, Spáni.
Floia Nicosia, Kýpur — Sportual Stdentec, Rúmeníu.
Galatasaray, Tyrklandi — Standard Liege, Belgíu.
Napolí, Ítalíu — Toulouse, Frakklandi.
Lucerne, Sviss — Spartak Moskva, Sovótríkjunum.
Lens, Frakklandi — Dundee United, Skotlandi.
Groningen, Hollandi — Galway Utd. íríandi.
Sporting Ussabon, Portúgal — ÍA, íslandi.
Atletico Bilbao, Spáni — Magdeburg, A-Þýskalandi.
Atletico Madrid, Spáni — Werder Bremen, V-Þýskalandi.
Jeunesse Esch, Lúxemborg — Gehnt, Belgíu.
Pecs, Ungverjalandi — Fayenoord, Hollandi.
Sparta Prag, Tékkóslóvakíu — Hearts, Skotlandi.
Torino, Ítalíu — Nantes Frakklandi.
Bayer Leverkusen, V-Þýskalandi — Kalmar, Svíþjóð.
Dynamo Minsk, Sovétríkjunum — Györ, Ungverjalandi.
Gautaborg, Svíþjóð — Olomuc, Tókkóslóvakíu.
Coleraine, N-írlandi — Stahl Brandenburg, A-Þýskalandi.
Legia Varsjá, Póllandi — Dnyeproprotovsk, Sovétríkjunum.
Rangers, Skotlandi — Tampere, Finnlandi.