Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986
Mjólkurbikarinn:
Valur í basli
í Grindavík
— jaf nt eftir venjulegan leiktíma
ÍSLANDSMEISTARAR Vals áttu í
stökustu vandræðum með 3.
deildarlið Grindvíkinga í bikar-
keppninni í knattspyrnu í
Grindavík t gærkvöldi. Staðan var
jöfn eftir venjulegan leiktíma, 2:2.
Staðan í hálfleik var 0:2 fyrir Val.
En Valsmenn skoruðu síðan 4
mörk í framlengingunni og
tryggðu sér sæti 18-liða úrslitum.
Valsmenn fengu óskabyrjun er
Guðni Bergsson skoraði eftir að-
eins 43 sekúndur. Þvaga myndað-
ist fyrir framan mark Grindvíkinga
eftir hornspyrnu, boltinn barst
síðan út til Guðna, sem var rétt
utan markteigs og skoraði með
föstu skoti. Valsmenn sóttu nær
látlaust allan fyrri hálfleikinn, en
þegar þeir nálguðust vítateig
Grindvíkinga rann allt út í sandinn.
ÍA og FRAM
leika fyrst
á heimavelli
FRAM og Akranes leika fyrri leiki
sína hér á landi í Evrópukeppn-
inni í knattspyrnu. Fram leikur við
GKS Katowice 16. september og
Skagamenn mæta Sporting
Lissabon daginn eftir. Báðir leik-
irnir fara fram á Laugardalsvelli.
Seinni leikirnir verða ytra 1. októ-
ber. Valur leikur gegn Juventus
17. september í Torino á Ítalíu
og heimaleikinn 1. október.
Það var eins og þeir ættu í vand-
ræðum með að fóta sig á malar-
vellinum. Undir lok fyrri hálfleiks
komu heimamenn meira inn í leik-
inn og áttu þá margar góðar
sóknartilraunir.
Sigurjón Kristjánsson bætti
öðru markinu við fyrir Val á 50.
mínútu. Fékk sendingu inn í víta-
teig Grindvíkinga frá Hilmari
Sighvatssyni og átti auðvelt með
að skora af stuttu færi. Valsmenn
héldu sig nokkuð örugga er þarna
var komið sögu, en Grindvíkingar
voru ekki á sama máli.
Steinþór Helgason skoraði fyrir
Grindavík aðeins tveimur mínútum
síðar, fékk sendingu fyrir markið
sem varnarmönnum Vals mistókst
að hreinsa frá, og skoraði af stuttu
færi. Grindvíkingar héldu áfram
uppteknum hætti og sóttu án af-
láts og uppskáru jöfnunarmarkið á
73. mínútu. Gunnlaugur Jónsson
skoraði þá með því að vippa yfir
Guðmund markvörð, sem kom út
á móti.
Það sem eftir var hálfleiksins
sóttu Grindvíkingar mun meira en
náðu þó ekki að skapa sér nægi-
lega hættuleg marktækifæri.
Leikurinn var því framlengdur í
2x15 mínútur.
í fyrri hálfleik framlengingarinn-
ar jafnaðist leikurinn. Grindvíking-
ar fengu þá gulliö marktækifæri til
að ná forystunni. Þórarinn Ólafs-
son komst einn og óvaldaöur inn
í vítateig Vals og var fyrir opnu
marki, en hann hrasaði og féll við
og Valsmenn björguðu. Seinni
hálfleikur framlengingarinnar var
• Grindvíkingar komu mjög á óvart gegn (slandsmeisturum Vals f bikarkeppninni í gærkvöldi. Valur sigr-
aði 2—6, eftir að staðan eftir venjulegan leiktfma hafði verið, 2—2.
algjörlega eign Valsmanna. Ingvar
Guðmundsson skoraði þriðja mark
Vals strax í upphafi með þrumu-
skoti, óverjandi fyrir Ögmund. Jón
Grétar Jónsson, sem kom inná
sem varamaður í framlengingunni,
bætti síðan tveimur mörkum við
með þriggja mínútna millibili. Hilm-
ar Sighvatsson átti svo síðasta
orðið er hann skoraði sjötta mark-
ið er ein mínúta var eftir.
Grindvíkingar komu mjög á
óvart með baráttu sinni og gáfust
aldrei upp. Ögmundur Kristinsson,
markvörður, var langbesti leikmað-
ur heimamanna og varði oft á
tíðum meistaralega. Steinþór
Helgason og Hjálmar Hallgríms-
son áttu einnig góðan dag. Hjá
Val voru Hilmar, Sigurjón og
Þorgrímur bestir.
Magnús Jónatansson dæmdi
leikinn og gerði það vel.
Ó.T.
1. deild kvenna:
Valur ósigrandi
— unnu ÍA, 1:0, í gærkvöldi, KR vann Hauka, 8:0
TVEIR leikir fóru fram í 1. deild
kvenna í knattspyrnu í gærkvötdi.
Valur sigraði ÍA, 1:0, og KR vann
Hauka, 8:0.
Valsstúlkurnar eru þær einu í
deiidinni sem ekki hafa tapað leik
til þessa og eru í efsta sæti deildar-
innar. Það var Kristín Arnþórs-
dóttir sem skoraði sigurmark Vals
á Valbjarnarvelli í gærkvöldi.
KR-ingar unnu stórsigur á Hauk-
um í Hafnarfirði. Arna Steinsen
skoraði þrennu fyrir KR. Kolbrún
Jóhannsdóttir, Guðrún Jóna Magn-
úsdóttir, Mínerva Alfreðsdóttir,
Helena Ólafsdóttir og Margrét
Leifsdóttir skorðu eitt mark hver.
• Lið Grimsby, eins og það var skipað fyrir ári. Meðal leikmanna þarna er Chris Nicholl, sem nú er
framkvæmdastjóri Southampton.
Grimsby Town til Islands
Kemur hingað á vegum Þróttar
frá IMeskaupstað í byrjun ágúst
LIÐ Grimsby Town er væntanlegt til íslands eftir um það bil þrjár vikur
í boði Þróttar frá Neskaupstað. „Þetta má heita fastmælum bundið",
sagði Guðmundur Ingvason, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, í
samtali við Morgunblaðið f gær. „Heimsókn þessa liðs er mikil lyfti-
stöng fyrir íþróttina hér fyrir austan og gaman að fá lið frá Grimsby
hingað, en sem kunnugt er hafa samskipti fslands og Grimsby verið
mikil i' gegnum tfðina. Og svo eru nfna tfu ár frá því þorskastrfðinu
lauk“, sagði Guðmundur.
„Hugmyndin er sú að liðið fljúgi
til Keflavíkur 5. eða 6. ágúst, leiki
þar einn eða tvo leiki og komi svo
hingað austur og leiki við Þrótt á
Neskaupsstað. Það er ekki búið
að ganga frá leikdögum, og ekki
endanlega ákveðið heldur hverjir
mótherjarnir verða. En þeir hjá
Grimsby hafa mikinn áhuga á
þessari íslandsferð og ég er ekki
í vafa um að leikir íslenskra félags-
liða eða úrvalsliða við þá verða vel
sóttir", sagði Guðmundur.
Lið Grimsby leikur í annarri deild
í Englandi, og var um miðja deild
á síðasta keppnistímabili. Árið þar-
áður barðist liðið lengi um sæti í
fyrstu deild en gaf eftir undir lokin.
Með Grimsby hafa leikið nokkrir
þekktir knattspyrnumenn, en eins
og flest lið í annarri deild verður
það að selja sína bestu leikmenn
til að láta fjárhagsdæmiö ganga
upp. Kevin Drinkall sem er marka-
kóngur Norwich og einn eftirsótt-
asti leikmaður ensku knattspðyrn-
unnar um þessar mundir lék t.d.
með Grimsby þar til fyrir einu og
hálfu ári.
„Það er alls ekki ætlun okkar
að hagnast fjárhagslega á þessu,"
sagði Guðmundur. „Þetta er fyrst
og fremst gert til að efla knatt-
spyrnuna hér fyrir austan og til að
efla samaskiptin við þessa ná-
granna okkar. Við gerum varla
meira en að koma sléttir út úr
þessu peningalega".
Ásgeir Elíasson þjálfari Fram:
Aldrei heyrt á
þetta minnst
„Ég á fremur erfitt með að
tjá mig um þetta þvf ég minnist
þess ekki að hafa heyrt á þetta
lið minnst fyrr,“ sagði Ásgeir
Elíasson, þjálfari Fram, þegar
hann var spurður hvernig hon-
um litist á mótherjana í Evr-
ópukeppninni.
„Austantjaldslið eru náttúru-
lega það sísta sem menn óska
sér í svona keppni. En eins og
ég segi þá veit ég svo lítið um
þetta lið að ég get ekkert sagt
um möguleika okkar", sagði Ás-
geir.
Sigurður Lárusson fyrirliði ÍA:
„Mjög
ánægður"
„ÉG ER mjög ánægður með að
fá Sporting Lisabon f fyrstu
umferð," sagði Sigurður Lárus-
son fyrirliði Skagamanna er
hann var spurður um álit á
mótherjum IA í Evrópukeppn-
inni.
„Ég þekki þetta lið ekki mikiö
en ég hef trú á að þetta séu
mótherjar sem hægt sé að vinna,
leika þannig bolta. Það er ekkert
annað sem kemur til greina hjá
okkur nema að komast í aðra
umferð UEFA-keppninnar. Ég var
ekkert farinn að spá í mótherja
okkar en eftir dráttinn andar
maður léttar að þurfa ekki að
fara austur fyrir járntjald," sagði
Sigurður Lárusson.