Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 37 Guðbergur Finn- bogason — Minning Fæddur 9. febrúar 1919 Dáinn 3. júlí 1986 Guðbergur eða Beggi eins og hann var alltaf kallaður ólst upp að Hóli í Bakkadal í Amarfirði. Hann var sonur hjónanna Finnboga Jónssonar og Sigríðar Gísladóttur og elstur í hópi sjö systkina. Ungur fluttist hann suður til Reykjavíkur og hóf þar almenn störf. Fljótlega hneigðist hugur hans til verslunar- starfa og starfaði hann lengst af sem sölumaður. Árið 1943 kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni Huldu Guðmunds- dóttur frá Móhúsum á Stokkseyri. Eignuðust þau þijár dætur, Haf- dísi, gift Þórhalli Magnússyni, Stefaníu, gift Óla Birni Torfasyni, og Sigríði, gift Símoni Kristjáns- syni. Alls eru barnabörnin orðin sex. Það er sárt að sjá á bak góðs vinar og ljúfmennis sem Beggi var, því það var hann svo sannarlega. Það fengu fjölskyldur okkar að reyna. Það voru ófá skiptin sem Hulda og Beggi komu eða hringdu ef eitthvað bjátaði á, og óðara til- búin að rétta hjálparhönd eða bjóðast til að létta undir ef á móti blés. Það þekkja þeir sem reynt hafa. Velferð fjölskyldunnar var ofar öllu. Þar var engum mismunað, þar stóðu allir jafnir. Heimili þeirra stóð okkur alltaf opið hvemig sem á stóð, þangað var gott að koma. Þar fundum við hlýjuna og góðvildina. Beggi lagði mikið upp úr að flöl- skyldan héldi vel saman, minnumst við sérstaklega jólanna og annarra samverustunda. Þá var oft glatt á hjalla enda Beggi hrókur alls fagn- aðar. Honum var einkar lagið að tala við fólk og fá aðra til að ræða málin. Afa Begga .verður sárt saknað af barnabömunum. Nú er enginn afí til að vera með litlu bömunum og láta vel að þeim. Við biðjum góðan Guð að geyma Begga og kveðjum hann af ein- lægni og virðingu. Huldu vottum við okkar innilegustu samúð og biðj- um Guð að gefa henni styrk á þessum erfíðu tímum. Hin langa þraut er iiðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst soigar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Vald. Briem) Tengdasynir t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, BJÖRNS ÞÓRÓLFSSONAR, Richard Þórólfsson, Allý Lárusdóttir, Salla Sigmarsdóttir, Emil Sigurðsson. og fjölskyldur. t Þökkum samúö og vinarhug vegna fráfalls og jarðarfarar manns- ins míns ANDRÉSAR ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR sem hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við Iseknum og starfsfólki Landakotsspít- ala, starfsmannafélagi Áburðarverksmiðjunnar, Álafossi hf. Mosfellssveit. Margrót Sigurðardóttir, Brekkulundi 6, synir, tengdadætur og barnabörn. íslandsmótið í svif- flugi hefst á morgun FLUGMÁLAFÉLAG íslands gengst fyrir íslandsmóti í svif- flugi, og hefst það á Hellu- flugvelli laugardaginn 12. júlí nk., og mun standa í 9 daga, þ.e. til og með sunnudagsins 20. júlí. Eftirfarandi 11 keppendur og svifflugur verða í keppninni: Bald- ur Jónsson (Speed Astir II, TF-SIP), Bjöm Bjömsson (K-8B, TF-SAV), Daníel Snorrason (K- 8B, TF-SAM), Eggert Norðdahl (Ka-6E, TF-SAE), Gylfí Magnús- son (Ka-6, TF-SBH), Höskuldur Frímannsson (K-8B, TF-SAR), Magnús Óskarsson (Ka-6CR, TF-SAS), Sigmundur Andrésson (Standard Astir, TF-SOL), Stefán Sigurðsson (Vasama, TF-SIK), Steinþór Skúlason (Club Libelle, TF-SIS), og Þorgeir Ámason (BG-12/16, TF-SON). Auk kepp- anda em í hveiju keppnisliði einn til þrír aðstoðarmenn. Fimm sviffluganan em í eigu Svifflugfélags islands og ein er eign Svifflugfélags Akureyrar. Hinar fímm em í einkaeign, og em þtjár þeirra smíðaðar úr trefjaplasti. Dráttarflugvélar draga svif- flugumar á loft I 600 metra flughæð þar sem svifflugan slepp- ir dráttartauginni. Reynir kepp- andinn síðan að fljúga þá keppnisleið, sem mótsstjóm ákvað fyrir þann dag. Svifflugumar haldast á lofti með því að notfæra sér hitaupstreymi, en til þess að það myndist af nægjanlegum krafti þarf að vera sólskin á svæð- inu. Aðallega verður keppt í hraða- flugi, t.d. á 100 km þríhymings- leiðum, eða á leiðum að tilteknum stöðum og tilbaka að með því að ljósmynda þá úr lofti samkvæmt alþjóðlegum flugkeppnisreglum. Mótsstjóri fyrri hluta mótsins verður Þorgeir Pálsson, en seinni hlutann verður mótsstjóri Þór- mundur Sigurbjarnason. Á meðan á íslandsmótinu stendur verður yfírleitt hægt að ná sambandi við mótsstjóm á Hellu-flugvelli í síma 99-5910. Skrá yf ir verðlauna- hafa á Islandsmóti í svifflugi íslandsmót í svifflugi er haldið af Flugmáiafélagi íslands, og er einstaklingskeppni í hraða og/eða fjarlægðarflugi á svifflugum. Árið 1961 var ekki haldið mót, en ákveðið að sá tilteknu tveggja- mánaða tímabili, teldist Islands- meistari það ári. Mótin 1969 og 1972 urðu ógild þar eð ekki náð- ist tilskilinn lágmarksfjöldi gildra keppnisdaga. íslandsmeistarinn hlýtur að verðlaunum Jóhannes Hagan bikar, en handhafar hans hafa verið eftirfarandi: 1. 1958 Þórhallur Filippusson 2. 1961 Runólfur Sigurdsson 3. 1963 Sverrir Þóroddson 4. 1967 Þórður Haflidason 5. 1970 Leifur Magnússon 6. 1974 Sigmundur Andrésson 7. 1976 Leifur Magnússon 8. 1978 Leifur Magnússon 9. 1980 Leifur Magnússon 10. 1982 Leifur Magnússon 11. 1984 Sigmundur Andrésson Fyrir bestan árangur í mark- flugi fram og til baka er veittur Ráðherrabikar. Handhafar hans hafa verið eftirfarandi: 1. 1963 Sverrir Þóroddsson 2. 1967 Þórhallur Filippusson 3. 1970 Leifur Magnússon 4. 1974 Leifur Magnússon 5. 1976 Leifur Magnússon 6. 1978 Leifur Magnússon 7. 1980 Garðar Gíslason 8. 1982 Þorgeir Áraason Fyrir bestan árangur í 100 ' þríhymisflugi er veitt Pfaff-skál. Handhafar hennar hafa verið eft- irfarandi: 1. 1974 Leifur Magnússon 2. 1976 Leifur Magnússon 3. 1980 Leifur Magnússon 4. 1982 Baldur Jónsson 5. 1984 Tom L. Knauff t Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR, bakarameistara Aöalgötu 6, Sauðárkróki. Blrna Guðjónsdóttlr, Gunnar Þ. Guöjónsson, Guörún S. Snæbjarnardóttir, Sigurgeir V. Snæbjarnarson, Eva M. Snœbjarnardóttir, Snæbjörg Snæbjarnardóttlr, barnabörn og Björn Björnsson, Sólrún Steindórsdóttir, Auöur Hannesdóttir, Kári Jónsson, Kaj Jörgensen, barnabarnabörn. V. NÝTT SÍMANÚMER 69-11 -OO Atvinnuástand betra en undanfarin þrjú ár ATVINNUÁSTAND á landinu í heild hefur verið mun betra á fyrri- hluta þessa árs en á sama tímabili undanfarin 3 ár og virðist þensla á vinnumarkaði vera minni nú en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Þar segir að fyrstu sex mánuði þessa árs hafí verið skráðir 144 þúsund at- vinnuleysisdagar á landinu öllu, sem jafngildi 1.100 manns at- vinnnulausum að meðaltali á þessu tímabili, eða 0,9% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Skráðir atvinnuleysisdagar á sama tímabili í fyrra voru hins vegar 181 þúsund, árið 1984 voru þeir 246 þúsund og árið 1983 158 þúsund. Þessar tölur jafngilda 1,2% at- vinnuleysi árið 1985, 1,6% árið 1984 og 1,1% árið 1983. í júnímánuði sl. voru skráðir tæplega 15 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu, sem jafngildir því að um 700 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn, sem eru 0,5% af mannafla á vinnu- markaði. Atvinnustigið var nánast hið sama í júnímánuði í fyrra þeg- ar litið er til landsins í heild, en dreifing atvinnuleysis nokkuð önn- ur. Þannig var t.d. skráð atvinnu- leysi á höfuðborgarsvæðinu í júnímánuði í fyrra tæplega 50% af heildarfjölda atvinnuleysisdaga, en rúmlega 40% í júní í ár. Breyt- ing milli ára var mest á Suðurlandi og Norðurlandi vestra, en óbreytt ástand eða minni háttar breytingar á öðrum svæðum. í júní sl. fækkaði skráðum at- vinnuleysisdögum um 2 þúsund frá mánuðinum á undan, en í fyrra var fækkunin 5 þúsund milli sömu mánaða. Segir í fréttatilkynning- unni að af þessu megi ráða að minni þensla sé á vinnumarkaði nú en á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.