Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986
15
Skilyrðislaus endur-
greiðsla og „vægir“
vextir
Úrræði ráðherrans felast einkum
í tvennu: Skilyrðislausri endur-
greiðslu lána og „vægurn" vöxtum.
Þessir vægu vextir eiga að nema
3.5% af höfuðstól iánsins, segir ráð-
herrann. Þeir skulu greiðast árlega.
Endurgreiðsla skal fara fram á 30
árum án tillits til tekna eða annarra
aðstæðna (skilyrðislaus endur-
greiðsla).
Sú vaxtatala sem hér er nefnd,
3.5% eins og ráðherrann talar um
í skýrslu sinni til aiþingis um þessi
mál, virðist ekki vera há í fljótu
bragði, en það er vert að skoða
þetta aðeins nánar, bæði vextina
og endurgreiðslu lána á 30 árum.
Hér er sett upp dæmi:
Einhleypur námsmaður tekur lán
í 4 ár, 21.000 kr. á mánuði, 9
mánuði á ári. Lánsupphæð er að
námi loknu 756.000 kr. Námsmað-
urinn greiðir lánið á 30 árum, með
jöfnum greiðslum á ári og 3.5%
ársvexti. Allar upphæðir eru á föstu
verðlagi, reiknað er með að lán-
skjaravísitala og kaupgjaldsvísitala
hækki jafnt.
skyldi nú vera ódýrara fyrir ríkið
að greiða hærri laun á alla línuna
eða hafa endurgreiðslu námslána
vægari og í samræmi við laun í
landinu"?
Svarið finnst mér vera einfalt og
liggja í augum uppi.
A það skai minnt að í dæminu
hér að framan er reiknað með að
lánskjaravísitala og kaupgjaldsví-
sitala hækki samstiga. Menn geta
gert sér f hugarlund hvemig þetta
dæmi liti út ef þeim „fantatökum",
sem beitt var árið 1983, yrði beitt
á nýjan leik, og launafólk þyrfti að
greiða af námslánum með þeim
kjörum sem ráðherrann vill.
Hagsmunum fjár-
magnsins gætt en ekki
fólksins
í þeim hugmyndum sem ráð-
herrann hefur sett fram í málefnum
lánasjóðsins, er það gegnumgang-
andi sjónarmið að staðið er vörð
um hagsmuni fjármagnsins, og þess
sem lánar það, en öllu minna fer
fyrir hugsuninni um þá sem eiga
að greiða lánin til baka eftir fyrr-
greindum kjörum, og jafnframt lifa
af þeim launum sem opinberir
Yfirlit um árlega stöðu höfuðstóls og greiðslur vaxta og afborgana
Ar. HðfuðstóUi V&xtagreiðsla Afborgun Heildar-
árslok greiðsla
1 730.800 26.400 25.200 51.600
705.600 25.578 25.200 50.778
680.400 24.696 25.200 49.896
655.200 23.814 25.200 49.014
630.000 22.932 25.200 48.132
604.800 22.050 25.200 47.250
579.600 21.168 25.200 46.368
554.400 20.286 25.200 45.486
529.200 19.404 25.200 44.604
10 504.000 18.522 224.910 25.200 43.722 476.910
20 252.000 136.710 388.710
30 0 48.130 300.510
410.130 756.000 1166.130
Hvert námsár tók þessi einstakl-
ingur að láni 189.000 kr. Námsárin
voru 4. Hann greiðir til baka
1166.130.- kr. eða sem svarar verð-
mæti 6.17 námsára (1166.130/
189.000 gera 6.17). Námsmaðurinri
fær sem svarar 4 árum en hann
greiðir sem svarar 6.17 árum!
Það er auðséð að hér hafa hend-
ur verið látnar standa fram úr
ermum. Þegar einstaklingur leitar
sér menntunar sem bæði hann og
þjóðfélagið njóta síðan, er hann
krafinn um yfir 50% meir en hann
fékk að láni. En lítum í framhaldi
af þessu á launapólitík rikisins í
dag. Hvemig ætli kennarar með ca.
30.000 kr. á mánuði í laun standi
undir greiðslubyrði sem þessari?
Hvað með hjúkrunarfræðinga,
meinatækna og aðra viðlíka starfs-
hópa í heilbrigðiskerfinu? Vafalaust
má tína til fleiri hópa langskóla-
gengis fólks sem hefur smánarleg
laun, en er ætiast til að greiði
gríðarlega vexti af því fjármagni
sem það fær lánað til að mennta
i sig, þjóðfélaginu til hagsbóta. Ljóst
er að ef greiðslubyrði námslána
verður aukin, eins og ráðherrann
leggur til, kallar það á hærri
kaupkröfur. En þær launahækkan-
ir, sem hugsanlega tækist að knýja
fram, myndu ekki einungis koma
þeim til góða sem þurfa að greiða
þessi námslán, heldur einnig hinum
sem tóku lán með vægari endur-
greiðslum. Þá er spurt: „Hvort
launataxtar bjóða upp á. Hruna-
dans speningahyggjunnar virðist
hafa gegnumsýrt hugi manna þann-
ig, að þeir hafi ekki lengur fótfestu.
Ráðherrann fær ekki séð að náms-
menn muni um 25.000 kr. skerð-
ingu framfærslufjár, sem deilist
yfir 6 mánuði. í Danmörku gerir
þetta ca 20% skerðingu á mánuði.
En 25 þús kr. eru vitanlega lítil
upphæð í augum þeirra sem hafa
fullar hendur fjár. Gróði — hag-
kvæmni og arðsemi eru þau lausn-
arorð sem öllu eiga að bjarga og
ekkert annað kemst að. Gagnrýni
á þennan hugsunarhátt var kallaður
„afdankaður marxismi" af varafor-
manni Sjálfstæðisflokksins á fundi
í Jónshúsi sl. vor, og málið afgreitt
þannig. En mér finnst full ástæða
til að menn íhugi það í alvöru hvaða
nám er hagkvæmt að leggja fyrir
sig og hvað ekki sem fjármagnað
er með námslánum, er skulu greið-
ast til baka eftir vilja ráðherrans,
og af þeim launum sem bjóðast á
almennum vinnumarkaði á íslandi
í dag. Víst er að ýmsar nauðsynleg-
ar starfsgreinar yrðu harla lítið
eftirsóknarverðar, væri þessum
hagkvæmnisskala beitt til hlítar.
Að lokum
Það hefur verið þymir í augum
ráðherrans hve margir fá lánað fyr-
ir háum skólagjöldum í USA og
Bretlandi, og því hefur verið hætt
að lána fyrir þeim við almenna
óánægju námsmanna. En er nokkuð
mál að hafa námslán og lán fyrir
skólagjöldum á sitt hvoru skulda-
bréfinu og lánið fyrir skólagjöldun-
um yrði greitt upp á skemmri tíma
en framfærslulánið. Síðan gæti hver
og einn gert það upp fyrir sig hvort
svaraði kostnaði að stunda nám í
þessum löndum, aðrar leiðir væru
opnar og keki lokað á neinn.
Að síðustu eru dregnir hér saman
nokkrir áherslupunktar um framtí-
ðarskipan námslána:
— Námslán verði vaxtalaus með-
an sú kaupmáttarrýmun sem átt
hefur sér stað á undanfömum
ámm, er enn við Iýði.
— Endurgreiðslur verði áfram í
hlutfalli við tekjur.
— Námslán verði verðtryggð eft-
ir kaupgjaldsvísitölu.
— Þeir sem læra til þeirra starfs-
greina sem lægst em launuð, fái
hluta námslána felldan niður við
námslok.
Ég vil að endingu láta þá ósk í
Ijós að aðgerðir menntamálaráð-
herrans í lánamálum taki í framtí-
ðinni frekar mið af gæðum en
magni og fyrirgangi.
Höfundur er námsmaður í Kaup-
mannahöfn.
FORYRKJA
Vatnsaflveita
við llulissat/ Jakobshavn, Grænlandi
Vegna verktöku:
A: Vatnsaflsveitu
B: Háspennulínu
Byggingameistari:
Grænlenska heimastjórnin mun verða bygginga-
meistari en orkudeild grænlensku tæknistofnun-
arinnar mun verða fulltrúi hennar.
Útboðsform:
Takmarkað útboð í aðalverkefni milli hæfra verk-
taka eða verktakaviðskiptafyrirtækja frá Græn-
landi, Danmörku, íslandi, Noregi og Svíþjóð.
Verktakaviðskiptafyrirtæki:
Þegar um verktakaviðskiptafyrirtæki er að ræða
á einn samstarfsaðili að hafa umboð gagnvart
byggingameistara. Hver einstakur samstarfsað-
ili á að lýsa sig samábyrgan fyrir því að verkið
verði framkvæmt.
Útboðsgrundvöllur:
Aðaláætlun með tilheyrandi sérkröfum (SB) sem
að öðru leyti byggist á sameiginlegum skilyrðum
GTO (FBG 79), sem reistar eru á AB 72. Samn-
ingurinn verður á dönsku.
ÚTBOÐIÐ NÆR YFIR:
A. Vatnsaflsveitu
Lagninga- og byggingavinnu fyrir neðanjarðar-
veitu með tveim aðflutningsgöngum, sal fyrir
neðanjarðaraflstöð, frárennslisgöng og ýmiss
konar aðgöngu- og hringrásargöng. Stöðin er
um 35 kílómetra frá llulissat við brún jökul-
breiðunnar.
Aðalmál:
8.600 lengdarmetra fjallagöng þvermál 7-20 m3.
7000 m3 rými í fjalli, aflstöð o.fl.
600 m3bústaða- og verkstæðispláss ofanjarðar.
3 stk. neðanjarðarmunnar fyrir inn- og út-
rennsli á allt að 60 m3 vatni.
Mikill hluti stöðvarinnar er í sífrosnu fjalli.
Aðalverktaki, sem valinn er, á að skuldbinda
sig til að taka að sér samhæfingu og stjórn á
þeim verkþáttum sem seinna verða boðnir út,
þar með taldir véla- og rafverkþættir.
B. Háspennulínan
Lagningavinna, möstur og leiðslur fyrir 50 km
60 kV háspennulínu.
Aðalmagn:
218 stk. stálgrindamöstur með stögum.
206 stk. boltaundirstöður í fjalli.
12 stk. undirstöður í sífrosinni lausamöl.
560 lengdarmetra leiðsla yfir fjörð.
Verkþættirnir tveir A og B verða boönir út sitt
í hvoru lagi með möguleika á að einn aðili taki
báða að sér.
Tímafrestur:
Ætlað er að undirbúningsvinna hefjist sumarið
1987. Hin eiginlega lagning og byggingavinna
hefst vorið 1988. Veitan verður sett af stað í
ágúst 1991.
Heimild:
Þau fyrirtaeki sem áhuga hafa, geta, samkvæmt
skriflegri beiðni frá 1. júlí 1986, fengið sendar
nánari upplýsingar og spurningalista með hæfn-
iskröfum. Heimildarumsóknir skulu berast ekki
seinna en 4. ágúst 1986. Þeir hæfu munu síðan
fá tilkynningu ekki seinna en þann 15. ágúst
1986. Það eru áætlanir uppi um vettvangsskoð-
un á vinnustað í 36. viku.
Fjárveitingar:
Gert er ráð fyrir að gengið hafi verið frá fjár-
mögnun verksins nú fyrir áramót.
GRONLANDS TEKNISKE ORGANISATION
DIREKTORATET
Bygge- og anlœgsafdelingen
Hauser Plads 20
1127 Köbenhavn K.
Vegna forfalla eigum við örfá sæti laus til RIMINI22/7 og á ÍTÖLSKU RIYIERUNA 28/7
Mjög hagstætt verð og
góðir greiðsluskilmálar.
Útborgun 20% og eftir-
stöðvar greiðast á 8
mánuðum.
Nú er tækifærið að
tryggja sér frábæra
sumarleyfisferð.
FERCASKRFSTÖFAN
Laugavegi 28, 101 Reykjavlk. Sími 29740