Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11 JÚLÍ 1986 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöaistræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Skoðanakönnun Ríkisútvarpsins Ríkisútvarpið hefur látið gera skoðanakönnun um afstöðu fólks til nokkurra þátta í starfsemi stofnunarinnar, þ.á m. til fréttaflutnings sjón- varps og útvarps svo og dagblaðanna í heild sinni. I könnun þessari var m.a. spurt um hversu ábyrgar og trúverð- ugar þátttakendur teldu fréttir sjónvarps og útvarps og dag- blaðanna. Skoðanakönnun þessi var framkvæmd af Hag- vangi hf. Niðurstaða þessarar könn- unar var sú, að um 71-76% þátttakenda töldu fréttir ríkis- fjölmiðlanna mjög ábyrgar og trúverðugar eða frekar ábyrgar og trúverðugar en liðlega 21% höfðu þá skoðun á fréttaflutn- ingi dagblaðanna. Þá kemur fram, að um 85% þátttakenda telja breytingar á fréttatíma sjónvarps hvað varðar skipulag og fréttaflutning mjög jákvæð- ar eða fremur jákvæðar. Loks kemur fram að um 56% að- spurðra eru sammála því, að fréttaflutningur sjónvarpsins markist í ríkara mæli en áður af æsifréttastíl en um 73% að- spurðra eru sammála því, að fréttaflutningur sjónvarpsins hafí í seinni tíð „orðið mark- vissari varðandi ýmis mál, sem til umfjöllunar eru á hverjum tíma“. Markús Öm Antonsson, út- varpsstjóri, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær um niður- stöður þessarar könnunar: „Ég tel, að það hafi verið ákaflega þýðingarmikið fyrir Ríkisút- varpið að fá með þessum hætti fram viðhorf notenda á fréttum útvarps og sjónvarps. Ekki sízt vegna þeirra umræðna, sem orðið hafa að undanfömu í út- varpsráði, þar sem hafa verið uppi þær skoðanir, að breyting- ar á framsetningu sjónvarps- frétta hafí boðið heim vissum trúnaðarbresti vegna þess, að þar hefði borið á miður trúverð- ugum fréttaflutningi upp á síðkastið. Þessi sjónarmið hafa verið túlkuð alloft í útvarpsráði að undanfömu. Það er því ákaf- lega mikilvægt fyrir okkur að fá viðhorf notendanna í þessum efnum, eigenda þessarar stofn- unar, sem er fólkið í landinu." Fréttaflutningur ríkisfjöl- miðlanna um svonefnd Haf- skipsmál og ýmsa þætti þeirra hefur verið töluvert til umræðu og gagnrýndur m.a. í útvarps- ráði. Það getur stundum verið dálítið vandasamt að lesa úr niðurstöðum skoðanakannana. í raun og vem þarf engum að koma á óvart, að fréttaflutn- ingur útvarps og sjónvarps njóti trausts. Báðar þessar stofnanir standa djúpum rótum í þjóðlífí okkar og hljóðvarpið á sér langa sögu og sterka hefð í vinnubrögðum. Einmitt þess vegna hlýtur það að verða forráðamönnum þessarar stofnunar nokkurt áhyggjuefni að meira en helmingur þátttak- enda í könnun Hagvangs telur fréttaflutning sjónvarpsins markast í ríkara mæli en áður af æsifréttastfl. Hingað til hef- ur fréttastofa sjónvarps ekki verið kennd við æsifréttir en nú bregður svo við að meira en helmingur aðspurðra í skoð- anakönnun telur þess gæta í ríkara mæli en áður. Þessi nið- urstaða er að sjálfsögðu í samræmi við þá gagnrýni, sem fram hefur komið í útvarpsráði og m.a. hjá formanni útvarps- ráðs. Það væri því rangt af útvarpsstjóra að draga þá ályktun af þessari skoðana- könnun, að með henni séu fréttastofur Ríkisútvarpsins sýknaðar af þessari gagnrýni. Þvert á móti er tekið undir þá gagnrýni, sem fram hefur kom- ið í útvarpsráði. Það er svo mál út af fyrir sig, hvort eðlilegt er að fram- kvæma skoðanakönnun um traust fólks á fréttaflutningi, þar sem öll dagblöð eru sett undir einn hatt. Það er auðvitað ljóst, að þau eru mjög ólík og afstaða þeirra til fréttaflutn- ings sömuleiðis. Að því er Morgunblaðið varðar er blaðið mjög sátt við niðurstöðu þeirrar „skoðanakönnunar", sem fram kemur í upplagseftirliti Verzl- unarráðs Islands. Morgunblað- ið er eina dagblaðið í Reykjavík, sem tekur þátt í þessu upplags- eftirliti. Dagur á Akureyri, sem kemur út 5 daga vikunnar, er einnig þátttakandi. Hingað til hefur upplagseftirlitið birt tölur um dreifð eintök. Nú fyrir skömmu voru í fyrsta sinn birt- ar tölur um greidd eintök. Þar kemur fram að meðaltal greiddra eintaka af Morgun- blaðinu var á sl. ári 44.194 eintök en á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs 45.377 eintök. Þetta er um 2,7% aukning, sem er auðvitað veruleg aukning miðað við fólksfjölgun og upp- lag Morgunblaðsins. Það traust landsmanna til Morgunblaðs- ins, sem fram kemur í þessum tölum um greitt upplag er það sem máli skiptir fyrir Morgun- blaðið og starfsmenn þess. >íý bók um sprengingarnar á Rainbow Warrior: Slapp aðalút- sendarinn undan lögreglunni? Misskilningur að danskan sé í hnignun Wellington. Nýja Sjálandi, AP. í BÓK, sem gefin verður út! dag, er áður óþekktum frönsk- um útsendara gefið að sök að hafa komið fyrir tveimur sprengjum, sem sökktu flaggskipi Grænfriðunga, Rainbow Warrior, í Auckland-höfn á Nýja Sjálandi í fyrra. Höfundur bókarinnar, Michael King, sagði í samtali við útvarps- stöð á Nýja Sjálandi á þriðjudag, að aðeins einn franskur útsend- ari, Jaeques Camurier, hefði komið sprengjunum fyrir í Rain- bow Warrior. Hafí hann svo komist undan áður en lögregl- unni varð kunnugt um tilvist hans. í bókinni, Dauði Rainbow Warrior kemur fram að Camurier hafí verið í einum þriggja flokka útsendara frönsku stjómarinnar, sem sendir voru til að vinna skemmdarverk á skipinu. í fyrsta flokknum voru skötu- hjúin Alain Mafart og Dominique Prieur, sem voru handtekin í fyrra. í öðrum hópnum var áhöfn snekkjunnar Ouvea, en King heldur því fram að franskir njósn- arar hafí verið um borð í snekkj- unni og hafí þeir haft meðferðis sprengiefni frá Nýju Kaledóníu, sem notað var til að sprengja Rainbow Warrior. Samkvæmt frásögn Kings, var þriðji hópurinn skipaður frosk- mönnum og var Camurier á meðal þeirra. Hann var sá sem kom sprengjunum fyrir þegar skipið var í höfn í Auckland. Auk hans voru í hópnum stjómandi aðgerðarinnar, Jean Louis Dor- man, Alain Tonel og Francois Verlet. í bókinni hefur King eftir ónefndum heimildum innan frönsku leyniþjónustunnar að hvorki áhöfnin á Oueva né Prieur og Mafart hafí verið beinlínis við- riðin sprengingu skipsins. Hann segir að á meðan á aðgerðinni stóð, hafí 13 franskir njósnarar verið á Nýja Sjálandi. Áhöfnin á Oueva hafí látið bera talsvert á sér á meðan hún dvaldist í bæn- um Whangarei, til að beina athygli nýsjálensku rannsóknar- lögreglunnar að áhafnarmeðlim- um, fremur en hinum sem beinan þátt tóku í sprengingu Rainbow Warrior. Áhöfnin var yfírheyrð í skamman tíma á Norfolk-eyjunni nokkmm dögum eftir að Rain- bow Warrior var sökkt, en var síðan sleppt. Lögreglan gaf síðar út aðra handtökuskipun á hendur skipvetjum en þeir hafa enn ekki fundist. King segir einnig að stjómvöld á Nýja Sjálandi hafí fengið upp- lýsingar um að franskir leyni- þjónustumenn og yfírmenn í franska hemum hafí haft fyrir- skipanir um að myrða Prieur og Mafart, fremur en að hætta á að upp kæmist um hlut franskra stjómvalda í skemmdarverkun- um. Það hafí verið ástæða þess að geysileg öryggisgæsla var við- höfð á meðan á gæsluvarðhaldi skötuhjúanna stóð. Forsætisráðherra Nýja Sjá- lands, David Lange, sagðist hvorki vilja staðfesta né neita staðhæfingum Kings. Prieur og Mafart vom dæmd í 10 ára fangelsi fyrir þátt sinn í aðförinni að Rainbow Warrior. Þau verða bráðlega flutt í fang- elsi í franskri herstöð á Huo- kóralrifínu, skammt frá eyjunni Muruora, þar sem kjamorkutil- raunir Frakka fara fram. Frönsk og nýsjálensk stjómvöld komust að samkomulagi um að flytja skötuhjúin sl. mánudag, og hefur sú ákvörðun verið mikið gagn- rýnd á Nýja Sjálandi. Stærsta dagblaðið þar, New Zealand Her- ald fordæmdi á þriðjudag ákvörð- un stjómarinnar aið láta undan þrýstingi Frakka um að flytja fangana tvo. Sagði blaðið að þau yrðu væntanlega laus úr haldi innan þriggja ára eftir að þau væra flutt, og væri það skömm fyrir stjóm Nýja Sjálands að sleppa morðingjum, sem dæmdir hefðu verið í landinu, í hendur Frakka. Rainbow Warrior, fyrrum flaggskip Grænfriðunga, m&rar í hálfu kafi í höfninni í Auckland, eftir sprengingarnar i júli í fyrra. Prófessor Erik Hansen, formaður dönsku málnefndarinnar. Hann telur þær breytingar sem orðið hafa á dönsku máli siðustu aldir eðlilega þróun. Pia Riber Petersen, starfsmaður dönsku málnefndarinnar. Hún seg- ir tökuorð ekki vera meðal kjarnaorða i dönsku máli, þau séu á útjaðri málsins. orð væri svarið já. Tökuorð em fyrst og fremst orð sem fólk skilur ekki. Danir hata þau orð sem þeir ekki skilja en hafa ekkert á móti orðum eins og satellit og appelsin." Of seint að hreinsa málið — Finnst þér sjálfum að reyna beri að halda málinu hreinu? „Það er of seint, því hlutfallið af tökuorðum er svo gífurlega hátt. Það er því ekki til umræðu að hreinsa öll tökuorð úr málinu, þá yrði það ekki lengur danska. Aftur á móti getum við íhugað hvort gera skuli eitthvað til að halda fjölda tökuorða í lágmarki. Og það hafa menn eiginlega ekki gert almenni- lega upp við sig. Ég skrifaði fyrir nokkm grein um orðmyndun í dönsku þar sem ég reyndi að kanna í hve mörgum tilfellum við innlim- um tökuorð í málið og hve oft við fömm að dæmi íslendinga. Ég komst að þeirri niðurstöðu að á tímabilinu 1955—75 bjuggum við í aðlögun orða. Aðspurður segir hann samt að oft fínnist honum útlend orð skera í eyra, mörgum þeirra sé ofaukið. „Hvers vegna ættum við t.d. að segja research þegar við höfum orðið undersógelse? Það fínnst mér rangt og ræð fólki frá því að gera það. Sama gildir um orðið policy og plan, því þó plan sé tökuorð líka þá er það gamalt og gróið tökuorð. Menn skyldu ekki halda að við elskuðum útlend orð, en við sættum okkur við mörg þeirra." — Ertu sammála því að Danir séu fjarskalega hrifnir af enskum orðum? „Það má til sanns vegar færa og það eigum við sameiginlegt með Norðmönnum og Svíum, Þjóðveij- um og Frökkum. Menn virðast hafa tekið þá afstöðu að þessi orð eigi heima á málsvæðinu. En undir mörgum kringumstæðum þykir þó „töff“ að nota þau. Það sést á aug- lýsingum og í sumum blöðum. Stundum em þau notuð þegar gefa á einhverju alþjóðlegan blæ.“ — Líta þá Danir á sitt eigið mál sem gamaldags og skammast sín jafnvel fyrir það? „Nei, það er alls ekki gamal- dags, vegna þess að það endumýjar sig stöðugt. En það em samt marg- ir sem vilja færa það til enn nútímalegra horfs.“ — Verður danskan þá ekki að ensku fyrr eða síðar? „Nei, alls ekki, vegna þess að í þau þúsund ár sem danskan hefur orðið fyrir áhrifum erlendis frá hef- ur málfræðin afar lítið breyst. í orðaforðann mun hins vegar bætast mikið af tökuorðum. Við vitum aft- ur á móti ekki hvort það em einhver takmörk fyrir því hve miklu málið getur tekið við. En það má benda á það að þótt enska hafí orðið fyrir enn meiri áhrifum en danska er hún enn við lýði.“ Hvor aðferðin er betri? Erik segir norræna málvísinda- menn vera að reyna að afla fjár til að rannsaka stöðu tökuorða og heimasmíðaðra nýyrða í norrænu málunum. „Þegar við ræðum við málnefnd- armenn frá íslandi, Færeyjum og Finnlandi fáum við oft að heyra að það að þýða og forðast tökuorð sé ekki bara hefð og sjálfstæðisvið- leitni, heldur eigi fólk auðveldara með að skilja nýyrðin og muna hugtökin. Þess vegna viljum við núna taka venjuleg nútímaorð, s.s. administration og acceleration, þýða þau á hin Norðurlandamálin og spyija síðan fólk hvort það skilji orðin. Það væri mjög athyglisvert ef í Ijós kæmi að íslendingar, Fær- eyingar og Finnar væm betri en við hin. Þá ættum við kannski að reyna meira að forðast tökuorð í dönsku. Það væri líka athyglisvert ef þeir væm ekki betri, ef það skipti engu máli hvor aðferðin væri not- uð.“ — Að lokum Erik, hvaða sess skipar danska málnefndin í hugum almennings? „Ef miða á við allar þær fyrir- spurnir sem við fáum, um 8 þús. á ári, er hún mjög mikilvæg. Með þeim mannafla sem við höfum get- um við ekki sinnt meira. En það er ekki stór hluti þjóðarinnar sem hefur samband við nefndina. Engu að síður er mikill áhugi fyrir henni og það er oft vitnað í hana og skrif- að um hana. En við skipum ekki þann sess í vitund almennings sem norsku og fslensku málnefndimar skipa, kannski af því við tökum ekki fmmkvæðið í nýyrðasmíði og slíku." Þess má geta í lokin að dönsku málnefndinni er ætlað þríþætt hlut- verk, að safna nýjum orðum, vinna að nýjum réttritunarorðabókum og svara fyrirspurnum, bæði munnleg- um og skriflegum. Grein og myndir: Rúnar Helgi Vignisson — segir prófessor Erik Hansen, form. dönsku mál- nefndarinnar, en hann telur mikinn fjölda nýrra tökuorða merki um eðlilega endurnýjun málsins „Danir geta ekki lengur taiað dönsku. Flóðbylgja af bandarískum orðum er að skola tungumálinu okkar burt. Heimskulegt snobb og sýndarmennska fær okkur til að blanda svo stómm skömmtum af amerísku slangri inn í setningamar að nýtt tungumál hefur orðið til: amerídanska." Þannig komst blaðamaðurinn Flemming Berg að orði í grein í Politiken 19. apríl sl. Grein hans er lýsandi dæmi um þann kvíðboga sem margir bera fyrir framtfð döns- kunnar og danskrar menningar. Flemming heldur því fram að menn séu nánast famir að skammast sín fyrir að vera Danir og tala dönsku: „Að vera Dani er ferlega „lousy", meðan það er svakalega „cool“ að vera Ameríkani, og því hermum við eftir af öllum mætti og verðum duglegir Amerídanir." Þetta telur hann vera að bera landa sína að feigðarósi: „Við viljum ekki vera Danir en getum ekki orðið Amerík- anar og því endum við með að busla í sjónum milli tveggja stranda, án þess að gera okkur grein fyrir að við emm að drukkna." Og víst er um það að víða blasa hin bandarísku áhrif við hér í Dan- mörku, bæði í ræðu og riti. Það er ekki síst í viðskiptalífínu sem þetta er áberandi, staðir em nefndir upp á ensku, ýmiss konar tæknibúnaður ber ensk heiti og auglýsendum þyk- ir stundum ekkert lakara að auglýsa á ensku. Meðan heimsmeistaraæðið stóð sem hæst birtist daður Dana við ensku mjög skýrt. Þá kytjuðu þeir „We are red, we are white, we are Danish dynamite!" í marga mánuði var þetta nánast þjóðsöngur þeirra. En það er ekki samdóma álit allra að danskan sé á undanhaldi vegna erlendra áhrifa. Sumir, þ. á m. virt- ir málvísindamenn, álíta þvert á móti að hæfni málsins til að inn- byrða tökuorð sé lífsmerki. Pia Riber Petersen, sem er starfsmaður dönsku málnefndarinnar og sá um útgáfu á bók um tökuorð, heldur því t.d. fram að þau séu ekki með- al kjamaorða í dönsku, heldur séu þau á útjaðri málsins. Gömlum og gildum dönskum orðum sé ekki varpað fyrir róða og tökuorð tekin í staðinn. Þessu til áréttingar segir hún vera u.þ.b. tíu sinnum fleiri nafnorð en orð úr öðmm flokkum meðal tökuorðanna og einkum sé um stutt nafnorð að ræða. Yfír- gnæfandi meirihluta orðanna sagði hún koma úr ensku. Til að fræðast frekar um erlend áhrif f dönsku fyrr og nú og um viðhorf Dana til málsins leitaði blm. til Eriks Hansen prófessors í nútíma dönsku við Hafnarháskóla og for- manns dönsku málnefndarinnar. Eðlilegþróun, ekki hnigriun „Það er útbreiddur misskilningur að danskan sé í mikilli hnignun. Það sem menn telja hnignun er í raun.eðlileg þróun eða breyting sem er í fullu samræmi við þær breyting- ar sem orðið hafa á málinu síðustu tvö þúsund ár,“ segir Erik Hansen. Erik skrifaði þ. 24. april sl. grein í Politiken og virðist hún vera svar við skrifum Flemmings Berg. í greininni segir hann m.a.: „Áður fyrr tóku sagnimar gale, grave og male sterkri beygingu: gale — gol, grave — grov, male — mol, en hin linjulegu og bamalegu veiku form galede, gravede og malede þrengdu sér smám saman inn í málið. Þau vom röng, og þau hljómuðu hræði- lega í samanburði við hin þróttmiklu gol, grov og mol. En það stoðaði ekki, hin veiku form em fyrir löngu orðin góð og gild danska". Þessi tilvitnun segir töluvert um afstöðu Eriks til málsins. Þó grein- in sé full af háði í garð málhreinsun- armanna, þá viðurkennir Erik að honum fínnist gömlu formin fal- legri. Hann bætir hins vegar við að það skipti engu máli hvað honum fínnist persónulega. En telur hann þá eðlilegt að tungumálið einfaldist í tímans rás? „Ég er ekki viss um að það hafí einfaldast. Það verða breytingar sem fylgja áður þekktu mynstri. Það em fleiri veikar sagnir í málinu nú og því tilhneiging til að sterkar sagnir verði veikar, en fjöldinn allur af sterkum sögnum hefur samt ekki breyst. Það em líka dæmi um að orðaröð hafí orðið flóknari." Sjálfstæðisbarátta og málvernd Muninn á þróun íslensku og dönsku telur Erik auðvelt að skýra. „fsland er eyjarsamfélag og til- tölulega einangrað, meðan Dan- mörk hefur haft mjög mikil samskipti við stóm menningarþjóð- imar sunnar í álfunni. Að auki hefur Island haft þörf fyrir að sýna fram á menningarlegt, pólitískt og tungumálalegt sjálfstæði sitt með því að skera sig frá Danmörku. Þetta tel ég hvatann að baki viljan- um til að vemda tungumálið. Það er hins vegar erfiðara að skýra hvers vegna danska hefur þróast meira en norska og sænska, en þau tungumál em nokkuð íhaldssamari Hluti af seðlasafni dönsku málnefndarinnar. Það gegnir lykilhlut- verki í starfi nefndarinnar. alls ekki haft erindi sem erfiði, m.a. vegna þess að þeir hafa ekki haft stuðning almennings. Samt er mjög oft rætt um að of mörg erlend orð séu í dönsku, en sú umræða snýst ekki aðallega um að hreinsa málið, heldur um að almenningur skilji ekki orð sem notuð em á ákveðnum sviðum þjóðlífsins. Aðal- atriðið er sem sagt að fólk skilji þau orð sem notuð em.“ — Tengjast málvemdun og sjálf- stæðisviðleitni ekki í huga Dana? „Nei. Ég er heldur ekki hræddur um að þjóðin tapi menningarlegu sjálfstæði sínu. Okkur fínnst þessi tökuorð ekki svo framhandi og í gmndvallaratriðum ólík öðmm. Hefðin fyrir þeim er svo gömul að þau eiga heima í okkar málsam- félagi. Heitið tökuorð (fremmedord) er líka dálítið villandi, því þegar við notum það er það í málvísindalegu tilliti, þ.e. sögulegu, en ef maður spyr fólk á götunni hvort orð eins og station, appelsin og cigaret séu tökuorð segir það þvert nei. Ef það væri síðan spurt um gömul norræn 90% tilfella til ný orð á dönskum granni." — Hver er það sem býr til þessi orð? „Það er nú verkurinn. Það væri kannski hægt að taka ákvörðun um að nú skuli ekki hafa jafn mörg tökuorð í málinu, en hvaða mögu- leikar em á að fylgja þeirri ákvörð- un eftir? Við höfum enga sterka hefð fyrir að stýra málinu, skipa svo fyrir að frá og með mánudegi eigi hlutimir að vera svona og svona. Danska málnefndin getur gert samþykktir og kynnt þær og í vissum tilfellum er farið eftir þeim, en þá hefur yfírleitt verið gert út um málið áður, þvl við fáum oftast ekki spumingarnar fyrr en farið er að nota orðin í málinu. Það er mjög erfitt að losna við orð úr málinu þegar á annað borð er farið að nota það.“ Hann nefnir tilfelli þar sem nefndin hafi verið beðin að búa til orð, það hafí hún gert (reyndar bjó hún til tökuorð) og nú sé farið að nota það. „Þetta er eitt af fáum tilfellum sem þetta hefur gengið og það var af því við vomm beðnir um að fínna orð. Þegar svo háttar eigum við möguleika ef okkur tekst vel upp. En sú staða að búin séu til nýyrði og almenningur noti þau sfðan, hún er óþekkt hér.“ Danskan ekki gamaldags Erik telur engum vafa undirorpið að erlend orð falli betur að dönsku en íslensku, þar sem íslenskan hafi beygingakerfí sem torveldi mjög en danska. Samt hafa þessi þijú mál búið við mjög svipaðar aðstæð- ur. Í þessu viðfangi skyldi maður heldur ekki gleyma að íslenskur framburður hefur þróast gífurlega rnikið." — Hafa Danir þá ekkj þann vilja til að vemda málið sem íslendingar hafa? „Danir hafa vilja til að halda sinni tungu, en þeir hafa ekki þann vilja til að halda henni frá utanaðkom- andi áhrifum sem íslendingar hafa. Þar spilar inn í að sú hefð skapað- ist mjög snemma í dönsku að taka ýmislegt utanaðkomandi að láni. Á vissum tímabilum hefur þó komið fram mjög greint menningarfólk og boðað að nú skyldi reynt að halda málinu hreinu og fjarlægja útlendu orðin. Á þessu var fyrst imprað á 17. öld og þessar raddir hafa heyrst annað slagið. En þrátt fyrir margar tilraunir hafa málhreinsunarmenn Frá kl. 10 til 14 alla virka daga svara starfsmenn dönsku málnefndar- innar fyrirspurnum almennings um málnotkun. Er þar spurt um allt milli himins og jarðar, stafsetningu, orðaröð, málfræði, útlend orð o.s.frv. Yfirleitt tekst að svara spurningum fólks. Milli 30 og 40 manns notfæra sér þessa símaþjónustu daglega. * S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.