Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Tölvur í skólastarfi eftir Jón Torfa Jónasson Fimmta staðhæfingin fjallaði um hraðvaxandi notkun tölva í skólum erlendis og það að við megum ekki dragast langt aftur úr. Þetta er svolítið snúið mál. í fyrsta lagi er erfitt að meta hve útbreidd notkun tölva er í nágrannalöndum okkar. Við vitum að vísu svona nokkum veginn hve mikið af tölvum er í skólanum, en erfitt er að meta hve mikið þær eru almennt nýttar. Síðan eru afar litlar upplýsingar um gagnsemi þessarar notkunar, raunar ótrúlega litlar miðað við þann Qáraustur sem ver- ið hefur í þennan búnað. Ég met það svo að það eina sem er nokkuð ljóst, er að tölvur skipta máli í sér- kennslu, en jafnvel þar er fátt um góðar rannsóknir þessu til stað- festingar. Síðan má nefna að ýmsir telja tölvunotkun við kennslu ýta undir náms- og kennsluhætti sem em taldir sérstaklega árangursríkir þegar til lengri tíma er litið. Hvað sem um þetta má segja er að mínum dómi alls ekki sýnt enn að það sem er í vexti í nágrannalöndum okkar, sé nokkuð annað en að tölvukaup aukist hröðum skrefum. En ef mikið er keypt af tölvum, er þá eitthvað, sem bendir til að þær nýtist vel í námi? Em þær gagnlegar til kennslu? Þegar rætt er um nám og kennslu er oft vitnað til Sókratesar og hans aðferða við uppfræðslu. Hugmyndir hans um samræðu nemanda og kennara, em enn í fullu gildi, jafn- vel þegar rætt er um tölvur og kennslu. Viðurkenning á gildi að- ferða Sókratesar enn þann dag í dag staðfestir að hugmyndir okkar um góða kennslu hafa ekki breyst svo ýlg'a mikið síðan hann ræddi við iærisveina sína fyrir meira en tveimur árþúsundum. Vitaskuld hafa komið fram ágætar hug- myndir um starfshætti og fram- setningu efnis, sem em frábmgðnar því sem Sókrates iðkaði, enda em aðstæður oft á tíðum allt aðrar en þær sem hann vann við. En í gmnd- vallaratriðum em aðferðir hans í fullu gildi og lykilatriði þeirra er þetta: sá sem nemur verður stöðugt að vera með á nótunum og námið verður ávallt að vera miðað við hann sérstaklega. Beinasta leiðin til þess að tryggja þetta er sú að kennari og nemandi ræði saman og kennarinn geti þannig miðað kennslu sína við skilning og þekk- ingu nemandans hveiju sinni. (Sókrates leit að vísu svo á að öll þekking væri fyrir í huga hvers og eins, en það væri hlutverk kennar- ans að laða hana fram). En þótt allir fái góða einstaklingskennslu þá kostar allt nám sem er einhvers virði samt sem áður mikla vinnu og aga. Þetta átti við á tímum Sókr- atesar og á einnig við nú. Tölvur munu í sjálfu sér litlu breyta um þetta, enda þótt tilurð þeirra hafi líklega einhver áhrif á hvað það er sem mestu máli skiptir að læra. Það er því lítil ástæða til að ætla að tölvur muni að þessu leyti gera námið auðveldara í sjálfu sér, þótt námsefnið verði að ýmsu leyti að- gengilegra. Hér hef ég dregið fram aldagamlar hugmyndir Sókratesar til að minna á að manneskjan sjálf, einstaklingurinn, sá sem ætlar að læra, eða er ætlað að læra, á jaf- nauðvelt og jafnerfitt með nám fyrir og eftir tölvubyltingu. Ég hef þegar nefnt hina ástæðu þess að ég minni á hugmyndir, þessa hugsjónamanns um menntun. Hugmyndir í ætt við þær sem Sókr- ates hafði, hafa einmitt verið þær sem helst hafa verið notaðar til að réttlæta notkun tölvu við kennslu. Oft er talað um að með tölvu sé hægt að líkja eftir samtali nemanda og kennara, að vísú oftast á afar frumstæðan hátt, en þó þannig að tölvan tekur mið af spumingum eða svörum nemandans. Þetta opnar að margra mati fjölmargar leiðir í skynsamlegri, áhrifaríkri notkun tölvu við kennslu. Nú geta nemandi og kennari hans, þ.e. tölvan, verið í nánu samstarfi, kennarinn spyr spuminga, leiðréttir villur, stað- festir rétt svör, svarar spumingum nemandans, sýnir þolinmæði og er alltaf tiltækur þegar nemandanum hentar. Enn sem komið er, er sveigj- anleiki tölvunnar þó heldur lítill, en fyrir því eru fremur fjárhagslegar en tæknilegar ástæður. Um leið má minnast þess að aragrúi verk- efna sem nemendur glíma við í skólum í dag eru heldur fábrotin og má að ósekju setja í tölvu, þar sem tæknilegur frágangur þeirra þarf ekki að vera á sérlega háu stigi. Þegar er tiltækt afar mikið af kennsluefni sem hægt er að setja í tölvur, en merkilegasta dæmið er Plato-kerfið bandaríska, sem drepið var á hér að framan. Þar hefur verið safnað saman tugum þúsunda kennslustunda í öllum mögulegum greinum. Vandinn er sá að kennslu- efni á tölvum er ýmist mjög dýrt (eins og aðgangur að Plato-kerfinu) eða lélegt, nema hvort tveggja sé. Þótt möguleikamir séu miklir virð- ist vera töluvert langt í land með skynsamlega nýtingu þeirra. Full- yrðingar úr ýmsum áttum um að þegar sé til töluvert af aðgengilegu góðu kennsluefni standast einfald- lega alls eekki. Það er að mínu mati óskynsamlegt að byggja kröf- ur um allsherjar tölvuvæðingu íslenskra skóla á hástemmdum staðhæfingum um gagnsemi tölvu við beina kennslu. í sjöttu staðhæfingunni var reynt að sýna fram á nauðsyn kennslu í tölvunarfræði á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi. Gildi einhvers konar almennrar tölvufræðslu fyrir alla er ótvírætt og fjalla ég um það nánar hér á eftir, en eiginleg tölvun- arfræði á ekki við fyrr en í háskóla eða í sérskólum á háskólastigi. Það verða tiltölulega fáir tölvunarfræð- ingar þótt tölvur verði mikið notaðar. Hér á nákvæmlega það sama við og um önnur svið þjóðlífs- ins. Það verða tiltölulega fáir útlærðir læknar þótt heilsufar skipti alla máli. Það þarf ekki nema til- tölulega fáa bifvélavirlga þótt flestir noti bfla töluvert. Jafnvel þótt við ætlum að búa okkur undir alvöru þátttöku í tæknikapphlaupi næstu áratuga, verður skynsamlegt átak í þeim efnum ekki nema að litlum hluta gert með almennum undir- búningi á grunnskóla- eða fram- haldsskólastigi. Sjöunda staðhæfingin var skyld þeirri sjöttu og fjallaði um nauðsyn á breyttri áherslu í flestum þáttum skólastarfsins. Af ijölmörgum ástæðum — sumar hafa verið nefndar hér að ofan — mun tölvu- væðing margra þátta í þjóðlífinu smám saman speglast í skólastarf- inu. Það gæti ekki gerst skjótt, jafnvel þótt við vildum, og réttlætir alls ekki í sjálfu sér tölvuvæðingu skólanna. En þessi staðhæfing á mestan rétt á sér af þeim sem rædd- ar eru hér um tölvuvæðingu skól- anna, en knýr samt ekki á um að hlaupið verið til. Hún gerir ekki annað en að benda á að eðlilegt sé að taka tölvur inn í skólastarfið í auknum mæli þegar fram líða stundir. í ljósi hennar fyrst og fremst mun ég rökstyðja þá nauð- syn, sem ég sé á tölvuvæðingu skólanna. Hér að framan hef ég reynt að hrekja ýmis þau rök, sem færð hafa verið fyrir notkun tölvu í skóla- starfi, en með því er ég ekki að segja að ekki séu til gild rök fyrir því að taka tölvur til handargagns í ýmsum þáttum skólastarfs. Ég mun nú víkja að nokkrum þessara raka. 1. Tölvur geta nýst kennurum afar vel til efnis- og verkefnavinnu og orðið þeim dijúgt hjálpartæki þar sem þeir búa oft við erfiðar vinnuaðstæður hvað þetta varð- ar. Eigi þeir auðveldara með að tilreiða námsefni og verkefni munu þeir geta sinnt ólíkum Jón Torfi Jónasson Síðari hluti „Af því sem sagt hefur verið hér að framan mætti álykta að ég vildi útiloka tölvur algerlega frá grunnskólanum. Það er samt ekki skoð- un mín. En það er full ástæða til að gera sér grein fyrir því hvernig skynsamlegt er að draga tölvur hægt og sígandi inn í skól- ana___“ nemendum betur. Til upprifjunar má minna á að tölvur má nota til þess að auðvelda sér ýmis verk. Þær hafa lengi verið notað- ar til útreikninga og nú getur t.d. fólk, sem þekkir lítið til töl- fræði, samt sem áður gert flókna tölfræðilega útreikninga. Með hjálp ritvinnslu er miklu auð- veldara að koma frá sér rituðu máli en áður. Á þetta hefur ver- ið drepið áður. Tölvu er líka hægt að nota til þess að leggja fyrir nemendur margvísleg til- tölulega einföld verkefni, sem giska stór hluti skólastarfsins byggist á og þannig geta kenn- arar sparað sér vinnu og leiðindi við yfirferð. í mörgum tilvikum væri hugsanlegt að nota tölvuna til að gera verkefnin fjölbreyti- legri og skemmtilegri en nú er og taka meira mið af getu nem- andans, en þó er ekki mikið af aðgengilegum dæmum um slíkt. Af þessu sem hér er tínt til er þegar ljóst að tölvan léttir mörg störf og fleiri dæmi mætti nefna. Það verður svo að meta það í hveiju tilviki fyrir sig hve eftir- sóknarvert það er að nota tölvur til þess að létta þessi störf í skólastarfinu, eða til þess að temja nemendum viðeigandi vinnubrögð. Þessi dæmi sem hér eru nefnd gefa kennurum tilefni til að flétta tölvuna inn í skóla- starfið í einhveijum mæli. 2. Tölvur opna nýjar leiðir. Þeir sem þekkja best til tölva og hafa kynnt sér mögulega skyn- samlega nýtingu þeirra í ein- stökum fræðigreinum hafa áttað sig á því hve margar nýjar leið- ir opnast eða eldri leiðir verða auðfarnari. I sumum tilvikum býður tölvunotkun upp á ný vinnubrögð og ný viðhorf. En það á við um þetta eins og aðrar nýjungar, það tekur langan tíma að velja úr það sem vel reynist, og það samlagast síðan lötur- hægt starfshefðum einstakra greina. Jafnhliða því sem þetta gerist er eðlilegt að flétta það inn í skólastarfið. í mörgum kennslugreinum er sjálfsagt að nota tölvur við verk- legar æfingar, t.d. við söfnun upplýsinga og útreikninga niður- staðna. Þá er gerð reiknilíkana eða hliðstæðra líkana að verða sjálfsagður hlutur í öllum grein- um náttúru-, mál og félagsví- sinda. Það er ekki tímabært að hella sér út í slfld nú, menn ráða ekki einu sinni við þetta í miklum mæli á háskólastigi, en hér er vissulega um að ræða hugsun og vinnubrögð, sem við viljum undirbúa nemendur okkar undir. Til slíkrar vinnu tel ég t.d. LOGO-málið miklu hentugra en önnur tiltæk verkfæri. Notkun og jafnvel gerð upp- lýsingabanka verður afar ríkur þáttur í starfi margra og það er e.t.v. sá þáttur tölvunotkunar- innar, sem verður hvað mest áberandi þegar fram í sækir og hvað mestra byltinga er að vænta af. Menn verða að fara að umgangast vitneskju á nýjan hátt og í raun gera sér almennt mun betri grein fyrir gildi upp- lýsinga, hvemig þeirra er aflað, hvemig hægt sé að nota þær ' og hvemig sé hentugast að skrá þær og vinna með þær. Sérfróð kerfi (expert systems) eru nefnd til sögunnar og það eru til margvíslegar leiðir til vinnu með gagnabanka, sem nú er rétt að gefa sérstakan gaum með það fyrir augum að tengja náminu þar sem við á. Þær hugmyndir sem hér er rætt um má nota til þess að réttlæta tölvuvæðingu skólans, en þýða þó ekki endilega að miklum peningum eigi að veija í kaup á tölvum á næstu ámm. Aftur á móti er nauðsynlegt að undirbúa kennara og útbúa efni og leggja þannig gmnn að framtíðarstarfi. Hér er raunar verið að gera tillögu um að skólakerfið leggi gmndvöll að virkri þátttöku og frumkvæði kennara í tilteknum þætti marg- umrædds upplýsingaþjóðfélags, sem þætti, sem nær til flestra og þar sem þekking okkar á ólík- um sviðum nýtist best. 3. Enginn vafi er á því að gmnn- námskeið um tölvur og tölvu- tækni eiga heima í skólakerfinu. (Sjá tillögur starfshóps á vegum menntamálaráðun. frá 1983 undir stjóm Höllu Bjargar Bald- ursdóttur um eitt slíkt nám- skeið.) Hins vegar er ekki ljóst hve umfangsmikil þau eiga að vera, né hvar í kerfinu þau eiga best heima. Eins og mál standa nú og í næstu framtíð er eðlilegt að slík kennsla verði í fyrsta bekk framhaldsskóla. Þau rök fyrir tölvunotkun, sem nefnd hafa verið hér að ofan, eiga fyrsta kastið öllu frekar við um framhaldsskólann og þar er eðli- legt að byggja tölvukostinn upp fyrst. Þar em sem stendur fleiri kennarar tiltölulega sem em undir það búnir að sinna bita- stæðri tölvukennslu — enda þótt ástandið þar sé samt furðu slæmt. Það er fáránlegt að dreifa kröftum á tvö ólík skóla- stig eins og nú er að gerast í auknum mæli. Frekar ætti að einbeita sér að 10. bekk. Til námskeiðanna þarf auðvitað nokkum tölvukost, enda þótt ekki þurfi nema hluti námsins að byggjast á vinnu við tölvu- skjá. Til viðbótar slíku gmnn- námi er eðlilegt að til boða standi eitt valnámskeið auk sérhæfðari starfsmiðaðra námskeiða (sbr. næsta lið hér á eftir). Hins veg- ar er ástæðulaust að kenna mikla forritun eða tölvufræði á þessu skólastigi, en til þess hef- ur verið nokkur tilhneiging. Þessi almenna niðurstaða má skoðast sem rök á móti notkun tölva í gmnnskóla. Hún á samt að duga til að benda á fánýti þess að fást við í 8. eða 9. bekk grunnskólans hrafl úr þí sem reynt verður að gera í samstilltu átaki þar á eftir. Hins vegar er margt skynsamlegt hægt að gera í gmnnskólanum eins og vikið verður að hér á eftir. En almennir skylduáfangar í tölvu- fræðslu fyrir allt landið ættu að vera miðaðir við 10. bekk. 4. Tölvur em þegar orðnar ríkur þáttur í fjölmörgum störfum og það er sjálfsagður hlutur að sér- hæfð markviss kennsla þar að lútandi sé liður í hnitmiðuðu starfsnámi. í slíkum tilvikum er e.t.v. auðveldara að réttlæta tölvukaup og umtalsverða tölvu- kennslu en í öðm samhengi. samt sem áður efast ég um gagnsemi þess að kenna ítarlega á tiltekin kerfi, slík kennsla ætti að fara fram í sem nánustum tengslum við vinnuveitanda, þ.e. við þau kerfi sem viðkomandi kemur til með að nota. Þetta yrði almennt gert á vinnustað eða á stuttum sérskipulögðum námskeiðum. í skólanum yrði meiri áhersla lögð á kennslu um almenn gmndvallaratriði þeirra kerfa sem notuð em. Svipuð rök gilda hvað varðar tæknibrautir. Þar á heima nokkur kennsla um vélbúnað tölva, sem krefst sér- stakrar tölvuaðstöðu umfram það sem gerist á öðmm braut- um. 5. Einn er sá þáttur skólastarfsins, sem mér finnst vera nokkuð sér á báti í umfjöllun um gagnsemi tölvunnar en það er sérkennsla, kennsla þeirra bama sem eiga erfitt með nám, annaðhvort vegna sambandsörðugleika (t.d. blindu eða hreyfihömlunar) eða em seinfær. Hér tel ég að tölv- una megi nota til afar mikils gagns og oft án mikillar tækni- væðingar. Af ýmsum ástæðum tel ég að skynsamlegt sé að vinna að þessum málaflokki sér, enda þótt ég geri ráð fyrir að flest, sem hér væri unnið, skilaði sér til hins almenna skóla. Ég tel að vel skipulagt átak mundi fljótt skila sér vel. 6. Nú em uppi æði margar ólíkar hugmyndir um það hvemig megi nota tölvu í skólastarfinu, sumar em góðar eins og gengur, en aðrar em slæmar, sumar ganga eftir að búið er að sníða af þeim stærstu vankantana, sumar ganga strax og aðrar alls ekki. Það er býsna áríðandi að virkja þann áhuga sem víða er fyrir hendi til að prófa nýjar hug- myndir, sem við fyrstu sýn virðast nokkurs virði, en það verður að sjálfsögðu að koma á það starf einhveijum böndum þannig að bæði þeir sem em að prófa sig áfram og aðrir læri af reynslunni. Af því sem sagt hefur verið hér að framan mætti álykta að ég vildi útiloka tölvur algerlega frá gmnnskólanum. Það er samt ekki skoðun mín. En það er full ástæða til þess að gera sér grein fyrir því hvemig skynsamlegt er að draga tölvur hægt og sígandi inn í skólana, þ.á m. gmnnskólann. Tölvuvæðing gmnnskólans hefur valdið tölu- verðum deilum og þess vegna set ég hér fram nokkrar hug- myndir þar að lútandi. Hvað á að gera í grunn- skólanum? (1.—9. bekkur, 7—15 ára) Ákvarðanir í sambandi við tölvu- væðingu gmnnskólans ráðast af því hvað er eftirsóknarvert að gera, er fjárhagslega mögulegt og ekki síst af því hvað menn hafa þekkingu og tíma til að gera. Þessi fyrirvari er gerður meðal annars vegna þeirra vandkvæða, sem komið hafa í ljós við tölvuvæðingu framhalds- skólastigsins. Miðað við það sem reifað hefur verið hér að framan tel ég ekki ástæðu til þess að kenna forritun forritunarinnar vegna í gmnnskóla, né heldur að kynna ítarlega notkun tölvukerfa (sbr. Eplaþríeykið Appel- works). Það sem ber að gera í nánustu framtíð er eftirfarandi: — Nota kennsluforrit og þá fyrst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.