Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986
fclk í
fréttum
Marlon Brando:
Hjartaknúsarinn gerist hippi
á efri árum
að er ekki svo ýkja langt síðan
að nafn hans, eitt og sér, fékk
kvenmannshjörtun til að slá hraðar,
þær kiknuðu í hnjáliðunum og af-
brýðisglampi kom í augu karlanna.
Marlo Brando var innihald dag-
drauma flestra kvenna á öllum
aldri. En það heyrir nú víst sögunni
til. Hjartaknúsarinn, sem orðinn er
62ja ára að aldri, minnir nefnilega
einna helst á hippa, sem skilinn var
eftir er blómaskeiðinu lauk. Hann
gengur venjulega nokkuð vel til
fara, klæðist einna helst dökkum
jakkafötum og er ávallt í nýburstuð-
um skóm, það vantar ekki. Þess
þá heldur stingur steingrár stertur
hans í stúf við ímynd mannsins.
Hvers vegna hann tók upp á því
að safna hári og setja það í tagl,
er engum ljóst — og þora menn
ekki að spyrja, því hann hefur löng-
um verið sérvitur mjög og upp-
stökkur. Margir tala enn í dag um
Marlon Brando sem svarta sauðinn
í Hollywood. Hann fór frá upphafi
sínar eigin leiðir og lét sem sér
kæmu ekki við skoðanir annarra á
honum, hvað þá heldur skrif.
Það er heldur ekkert leyndarmál
að Brando hefur um langa hríð átt
við áfengis- og lyfj'avandamál að
stríða. Þeir, sem til hans þekkja
segja hann nú dýpra sokkinn en
nokkru sinni fyrr — hann hafi ein-
göngu nærst á pillum síðan
sambýliskona hans til margra ára,
Yachio Tsubaki, yfirgaf hann fyrir
nokkrum mánuðum. Yachio er ung,
japönsk stúlka sem kunnugir segja
að Brando sé afskaplega ástfanginn
af og hafi hann vonað í lengstu lög
að hún vildi ganga upp að altarinu
með honum. Sú varð hinsvegar
ekki raunin, og nú er Marlon óham-
ingjusamur og þunglyndur þó hann
hafí höndlað allt það í lífinu, sem
hægt er að kaupa. Hann á fjárfúlg-
ur vænar, Paradísareyju í Suður-
höfum, glæsilegt hús í Beverly Hills
og fjögur böm, að ógleymdum öll-
um hans fríðindum og forréttindum
út um allan heim.
Lífið hefur ekki verið neinn dans á rósum hjá
hinum 62ja ára gamla leikara, Marlon Brando.
Mynd þessi var tekin af honum í London fyrir
skömmu.
Hann bræddi hjörtu kvenfólksins á augabragði.
Marlon Brando á „glansmyndaárum" sínum.
„Ekkjan“
Tina
Turner
Kjamorkukvendið Tina Tum-
er er hæfileikarík með
eindæmum. Ekki einungis kyijar
hún kröftugar en flestar konur,
heldur ku hún þar að auki luma
á leikrænum tilþrifum. Hefur hún
nú fallist á að leika í framhalds-
myndaflokki einum breskum, sem
ber heitið „Ekkjumar". Þættimir
fjalla, að sögn, um fjórar fínar
frúr, sem allar hafa misst menn
sína, samskiptum þeirra og
skrautleg uppátæki. Hveijar hinar
ekkjumar verða, er enn óráðið,
en meðal þeirra sem nefndar hafa
verið í því sambandi em þær
Elisabeth Taylor og söngkonan
Cher.
Kannski ekki beint „ekkjuleg" — en við virðum viljann fyrir verk-
ið. Tina Tumer á fullri ferð.
„Sennilega er
ég bara svolítið
seinþroskau
- segir rokkstjarnan
Keith Richard
Tónlistamaðurinn Keith Ric-
hards, meðlimur sveitarinnar
Rolling Stones, hefur aldrei þótt
„par fínn pappír" meðal fína,
fræga fólksins. Hann er þekktur
fyrir flest annað en að vera þægi-
legur í umgengni, vingjamlegur
og viðkvæmur. Alls kyns trölla-
sögur fóru af berserksgangi þeim,
sem hann gekk á hótelum víða
um heim á ferðalögum hljómsveit-
arinnar. Nú mun Richards hins-
vegar hafa róast töluvert, enda
er maðurinn orðinn 42ja ára að
aldri. Hann er giftur 29 ára gam-
alli konu, sem heitir Patti. Þau
hittust fyrst í afmælisveislu kapp-
ans, sem haldin var þann 18.
desember 1979 í New York. Síðan
þá hafa þau verið allt að því óað-
skiljanleg og giftu þau sig í árslok
1983. Rúmu ári seinna eignuðust
þau sítt fyrsta bam, dótturina
Theodoru, sem nú er 15 mánaða
gömul. „Eg hefði aldrei trúað því
að ég myndi breytast svona mikið
við tilkomu hennar," segir Keith
vandræðalegur. „En hún er svo
sannarlega augasteinninn minn í
þessu lífí.“ Keith á 2 böm frá
fyrra hjónabandi, þau Marlon,
sem er 16 ára og Angelu, sem
orðin er 14. Er foreldrar þeirra
skildu bjuggu bömin fyrst í stað
hjá móður sinni, Anitu Pallenberg,
en ólust sfðan að mestu leyti upp
hjá afa sínum og ömmu í móður-
ætt. Nú hafa gömlu hjónin
hinsvegar slitið samvistum og býr
Angela hjá ömmunni í Englandi
en Marlon með afa í New York.
En nú er von á einu baminu
enn. Patti er nefnilega ólétt og á
reyndar að eiga síðar í þessum
mánuði. „Það verður frábært að
fá að fylgjast með annrri fæð-
ingu,“ segir Keith Richards. „Ég
veit að það hlýtur að vera fyndið
að heyra mig dásama svona fjöl-
skyldulífið," bætir hann við og
hlær. „En það er fyrst núna sem
ég nýt þess að vera með bömum
mínum. Ég hef sennilega bara
verið svona seinþroska á þessu
sviði. Og sunnudagssteikin, sem
ég hafði gert svo mikið grín að
er nú orðin að meiriháttar helgi-
stund hjá mér. Og bráðum mun
einn diskur enn bætast við á borð-
ið. Mig hefði aldrei grunað að
hversdagsleikinn sem mér þótti
svo hailærisiegur gæti verið svona
skemmtilegur," segir hann.
Hjónin Patti og Keith Richards. Senn mun fjórða barn hans koma
í þennan heim.