Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Gott kast eftir misheppnað högg Golf er íþrótt sem reynir á taugamar. Stundum meira en góðu hófí gegnir, eins og með- fylgjandi myndir bera vott um en þær eru teknar á golfvellin- um á Korpúlfsstöðum í gær. Raunar hefur óræk staðfesting ekki fengist á því hvemig kylf- an komst á þennan stað, en það þarf ekki mikið ímyndun- arafl til að geta sér þess til að einhver kylfingurinn hafí sent hana til himna í bræði sinni yfír misheppnuðu höggi. Kastið hefur greinilega heppn- ast betur en höggið, líklega betur en til stóð. Við snerting- una við háspennulílnumar hefur jámið brunnið í sundur og bútamir tveir bráðnað fastir við línumar. Um kylfínginn sjálfan fer litlum sögum, hvað þá um höggafjöldann sem hann fór hringinn á. Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson 3 Mál Guðmundar J. og Alberts hjá ríkissaksóknara: + Akvörðun- ar að vænta í dag ÁKVÖRÐUNAR ríkissaksókn- ara varðandi rannsókn á máli Guðmundar J. Guðmundsson- ar og Alberts Guðmundssonar vegna Hafskipsmálsins er að vænta í dag, að sögn Braga Steinarssonar saksóknara hjá ríkissaksóknaraembættinu. „Eg geri mér vonir um að við getum látið eitthvað frá okkur fara á morgun," sagði Bragi Stein- arsson í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvenær ákvörðunar ríkissaksóknara væri að vænta, varðandi það hvort rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins á máli Guðmundar J. Guð- mundssonar og Aiberts Guð- mundssonar teldist fullnægjandi, eða hvort óskað yrði eftir fram- haldsrannsókn. Hann sagðist telja að ákvörðun gæti legið fyrir seinni partinn í dag. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kringlan risin Á morgun verður lokið við að reisa Kringluna, hið nýja hús Hag- kaups í Nýja miðbænum. Verður þeim áfanga fagnað með reisugildi að hefðbundnum hætti. Kringlan mun opna eftir rúmt ár, nánar tii tekið í ágúst 1987. Framundan er geysimikil vinna við innréttingu hússins og frágang. Myndin var tekin af Kringlunni i gær. Fiskverð hækkar í Hull o g Grimsby AGÆTIS VERÐ fékkst fyrir þorsk og ýsu á fiskmarkaðn- um í Hull og Grimsby á fimmtudag. Verð á kola var hins vegar lágt. Meðalverð á þorski fór í rúmar 62 krónur, en var á tímabili komið niður fyrir 50 krónur. Fyrir kíló af kola fékkst hins vegar Diskódrottning hér á tónleikum Diskódrottningin Gloria Gay- nor kemur til landsins í dag, föstudag, og heidur tónieika í veitingahúsinu Broadway í kvöid og annað kvöld. Gloria Gaynor er eina söng- konan sem hefur verið krýnd „diskódrottning" af alþjóðasam- tökum plötusnúða. Hún hefur þar að auki unnið til Grammy-verð- launa og eitt laga hennar, I Will Survive, hefur selst í 5 milljónum eintaka og verið gefið út á arabí- sku, spænsku, frönsku, japönsku og fleiri tungumálum. Af öðrum þekktum lögum Gloriu má nefna I am what I am, Honey Bee, Never can Say Goodbye og Reach Out. aðeins rúmlega 31 króna, sem er um 20 krónum lægra en það varð hæst í vor. Börkur NK seldi 163 lestir í Grimsby á miðvikudag og fimmtu- dag. Heildarverð var 8.825.000 krónur, meðalverð 54,18. Aflinn var nær eingöngu þorskur og ýsa. Ottó Wathne NS seldi 136 lestir, mest þorsk og ýsu í Grimsby. Heildarverð var 8.050.000 krónur, meðalverð 58,90. Bæði skipin voru með góðan fisk, en endanleg gæða- flokkun lá ekki fyrir í gær. Stafnes KE seldi 47 lestir, mest kola í Hull. Heildarverð var 1.514.000 krónur, meðalverð 31,87. 70% aflans fóru í annan flokk og 30% í þriðja. Loks seldi Krossanes SU 86 lestir í Hull á fimmtudag. Heild- arverð var 5.160.000 krónur, meðalverð 59,90. Meðalverð fyrir þorsk var 62,68 og ýsu 61,27. Aflinn fór allur í annan flokk. o INNLENT JT) arís erfull af lífi og krafti, fjöri og feröamanna JTIúxus. Þar blómstrar lifandi menning og sérdeilis lystaukandi matarlist; kræsingarfyrir líkama og sál á hverju götuhorni. Lúxus-París fyrir Æt aðeins kr. 28.390.- Jm J' þessum viku hópferöum 6. og 20. ágúst er markmið okkar aö stjana Jjj viö þig og láta París sýna þér sínar M bestu hliöar. Gisterálúxushótelinu Lutetia Æ Concorde - einu glæsilegasta JSBr hóteli Parísar. JBT ry ararstjórinn Áslaug ± Marinósdóttir gjör- þekkir borgina. Hún mun standa fyrir skoöunarferöum um París og Versali og leiöbeina þéráeinn eöa annan hátt. V' erö pr. mann í iM tvíbýlierkr. 28.390.- W Verðið er mjög hagstætt því innifaliö er:Gisting, flug, morgunverður akstur frá og að flugvelli í París, skoöunarferöir og örugg íslensk fararstjórn. Góöur barnaafsláttur. Ferdaskrifstolan Úrval v/Austurvöll. Simi (91) 26900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.