Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Lögreglan í Arbæ með nýtt vaktakerfi — „óreglubundara en áður var“, segir varðstjórinn LÖGREGLAN í Árbæ hefur í nokkrar vikur unníð samkvæmt nýju vaktakerfi, sem norskir sérfræðingar gerðu tillögur að. Kerfi þessu er ætlað að draga úr óhóflegri yfírvinnu og gera starf lögregiu skipu- legra. „Þetta er alt annað vaktafyrir- komulag og stærsta breytingin er sú, að menn sem áður unnu á föstum vöktum, A, B, C, eða D vakt færast nú á milli vakta. Áður voru alltaf sömu menn á sömu vakt“, sagði Jón Þorbergsson, varðstjóri lögreglunn- ar í Arbæ. „Við byijuðum þessa tilraun í byrjun júní, svo það er e.t.v. ekki komin nægjanleg reynsla á þetta. Það var upphaflega meiningin að menn myndu eiga meiri mögu- leika á helgarfríum og fríum um nætur, en það hefur ekki orðið svo. Þar munar að vísu mestu, að nú yfir sumarið er erfítt að fá afleys- ingamenn á meðan fastir starfsmenn eru í sumarfríum", sagði Jón. _ Varðstjórar lögreglunnar í Árbæ vinna vaktir frá klukkan hálf átta að morgni til miðnættis og var gerð í illaga um að stöðinni þar og Mið- bæjarstöð lögreglunnar yrði lokað um nætur. Myndu þá Jögreglumenn vera á einni bifreið í Árbæ að nóttu tO, en hafa aðgang að stöðinni. Þetta cagði Jón ekki hafa verið fram- kvæmt enn. Sagði hann að það gæti reynst erfitt í Árbænum þar sem lögreglan verður m.a. að hafa ntöðugt eftirlit með birgðageymslum Áfengis- og tóbaksverslunarinnar. Norsku sérfræðingamir gerðu fleiri en eina tillögu að breyttu vaktafyrirkomulagi og sagði Jón, að tillögur þessar yrðu prófaðar smátt og smátt. Núverandi fyrirkomulag hefði ekki vakið mikla íukku í her- búðum lögreglunnar í Árbæ, því lögreglumennimir vildu hafa vaktir INNLENT r Svavar Guðnason Norræna húsið: Tvær sýningar- helgar eftir á verkum Svavars Guðnasonar SÝNINGUNNI á verkum Svav- ars Guðnasonar í Norræna húsinu lýkur 20. júli. Sýningin er opin daglega kl. 14 til 19. Sýningin verður ekki framlengd. Hún var opnuð 14. júní. Hefur aðsókn verið góð að sögn forsvarsmanna hennar, einkum um helgar. Eiga þeir því von á nokkurri örtröð síðustu dagana og ráðleggja því þeim sem hug hafa á að sjá sýninguna að vera heldur tímanlega á ferð- inni. Á sýningunni er úrval verka Svavars Guðnasonar, sem á að gefa gott yfirlit yfir list hans, einkum áratuginn 1940-50. sínar reglubundnari en nú er. Einnig stendur til að lögreglan á Reykjaví- kursvæðinu öllu reyni nýtt fyrir- komulag í haust og líklega verði einnig svo um lögreglu víðs vegar um landið. Mikil vinna á Bíldudal Bíldudalur. SUMARIÐ er komið á Bíldudal. Síðan um helgi hefur verið hér sól og hiti og hingað er stöðugur straumur ferðafólks. Atvinna er mikil, aðaliega við fisk- vinnslu. Togarinn Sölvi Bjamason landaði 140 tonnum á mánudaginn og handfærabátamir sex, sem gerð- ir eru út héðan, landa 2-4 tonnum á dag hver um sig. Á þeim bátum era einn og tveir menn. Fimm bátar era gerðir út á dragnót en afli þeirra hefur verið frekar tregur. í Fisk- vinnslunni vinna nú um 100 manns frá sex á morgnana til sjö á kvöld- in, alia daga nema sunnudaga. Af menningar- og listasviðinu er það að frétta, að leikhópur frá Þjóð- leikhúsinu kom hingað í siðustu viku og sýndi gamanleikinn „Með vífið í lúkunum" fyrir fullu húsi. Undirtekt- ir áhorfenda vora feiknalega góðar. Fyrsti stórdansleikurinn í sýslunni f sumar verður haldinn hér á laugar- dagskvöldið á vegum Björgunar- sveitarinnar og kvennadeildar SVFI. Væntanlegum ágóða af dansleikjum á að veija til byggingar nýs áhalda- húss fyrir sveitimar. • Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að uppbyggingu nýs íþrótta- vallar hér á staðnum og var fyrsti leikur sumarsins í 4. deildinni í knattspymu háður hér á sunnudag- inn. Þar mættust lið ísfirðinga og Bílddælinga. Heimamenn sigraðu með flóram mörkum gegn einu. í sumar verður áfram unnið að upp- byggingu vallarins, lagðar hlaupa- brautir og fleira gert til að bæta aðstöðu til iðkunar fijálsra íþrótta. - Hannes Stórgóður árangur af áburðar- dreifingu í Eyjum: Áburðar- flugvélin í listflugi Vestmannaeyjum. EINS OG undanfarin ár kom flugvél Landgræðslu ríkisins TF-TÚN hingað til Vestmanna- eyja fyrr f sumar til áburðar- dreifingar á Heimaey. Markvisst hefur verið unnið að uppgræðslu hér síðustu árin í góðri samvinnu bæjaryfirvalda og iandgræðslu. Er þegar sýni- legur stórgóður árangur af þessu þarfa verki víða á eynni. Bæjarbúar hafa jafnan fylgst af athygli með störfum flugmanna landgræðsluvélarinnar og dáðst að leikni þeirra og kunnáttu í vægast sagt erfiðu flugi. Er ekki laust við að oft á tíðum hafi sótt að mönnum beygur þegar þeir fylgdust með, að því er virtist, glæfralegu flugi vélarinnar þar sem hún rennir sér ýmist upp eða niður með hlíðum Helgafells og Sæfelis eða skreið með jörðu inn í Heijólfsdal. Mátti oft heyra feginsstunur fólks með aðdáunarblæ þegar vélin sveigði frá eftir að hafa losað áburðar- farminn og renndi sér síðan tígu- lega inn á flugbrautina tii þess að taka næsta skammt. Engum blandaðist þó hugur um að hér var á ferð afburðaflugvél og við stjómvölinn sat snjall og öraggur flugmaður. _hkj. Verðlagsstjóri ræðir við sljórn Félags stórkaupmanna: Viðræðurnar breyta engu um könnunina né túlkun á henni — segir Georg Ólafsson VEMDLAGSSTJÓRI, Georg ÓI- afsson, átti á miðvikudag fund með stjóm Félags íslenskra stór- kaupmanna, að hennar beiðni. Til umræðu var könnun Verðlags- stofnunar á verði matvöm í Glasgow og Reykjavík. „Við ræddum málin í hreinskilni og fórum yfir niðurstöðumar," sagði Georg í samtali við blaðamann. „Ljóst var að við voram sammála um að siíkar kannanir era þarfar, þó alltaf megi deila um einstök at- riði.“ Taldi hann að viðræðumar breyttu engu um könnunina né þær ályktanir sem stofnunin hefur dregið af þeim. Á fundinum báru stórkaupmenn upp athugasemdir sínar við fram- kvæmd könnunarinnar, sem komið hafa fram f viðtölum í Morgunblað- inu undanfama daga. M.a. töldu þeir að Verðlagsstofnun hefði að nokkru leyti stuðlað að því að ijöl- miðlar hafí mistúlkað upplýsingam- ar. „Mér finnst eðlilegt að við höfum samráð, þótt hagsmunaaðilar geti auðvitað aldrei stjómað vinnubrögð- um okkar. Af niðurstöðunum drógum við ýmsar ályktanir. Það er fréttnæmt að í 22% tilvika borgi heildsalar hærra verð en neytendur í Glasgow. Að mínu mati er minni frétt að í 78% tilvika geri þeir það ekki.“ Sagði Georg að á fundinum hefði verið rætt um það að þegar annar hluti könnunarinnar verður birtur innan fárra vikna muni félag- ið fá að sjá niðurstöðumar áður en þær eru kynntar ijölmiðlum. Georg var spurður hvort hann tæki undir orð Áma Reynissonar að rangt hefði verið að birta verð sem miðast við tollskrána fyrir síðustu kjarasamn- inga. „Tölumar vora réttar þegar könnunin var gerð, og þannig kynnt- um við þær. Tollur hefur að vísu breyst á nokkram vörategundum, en alls ekki öllum. Sú gagnrýni að við höfum dregið söluskatt frá skoska verðinu á heldur ekki rétt á sér — hann er ekki lagður á mat- vöra þar frekar en hér.“ Sagði Georg að menn jirðu að lesa rétt útúr tölun- um — heildsalamir hefðu hvort eð er ekki áhrif á skattlagningu ríkis- ins. „Á fundinum töluðum við um innflutningsverðið og markaðsstöðu stórkaupmanna í Bretlandi. Menn vora sammála um að gera oftar sam- anburð á verði hér og í öðram löndum." Krafa Bandaríkjamanna: Islendingar neyti meg- inhluta hvalkjötsins Frá Jóni Ásg-eiri Sigurdssyni, fréttaritara Morgunbladsins f Bandaríkjunum. „Ef íslendingar neyta ekki sjálfir meginhluta hvalaafurðanna, æskjum við þess að færri dýr verði veidd sem því svarar,“ sagði Dan McGovem, lögfræðingur og talsmaður sjávarútvegsdeildar bandaríska viðskiptaráðuneytisins, í viðtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í gær. „Við teljum að innanlandsneyslan sé helsta þrætueplið. Við æskjum þess að meginhluti hvalaafurðanna fari til neyslu á íslandi. í viðræðum við Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra Islands, var okkur hinsvegar tjáð að það sé takmörkun- um háð, hversu mikið hvalkjöt sé hægt að nýta í landinu sjálfu. Þetta vora opinskáar og vinsam- legar viðræður og báðir aðilar vonast greinilega til að takist að jafna ágreininginn. Það er því ekki tíma- bært að ræða um frekari þróun mála. Engin ákvörðun var tekin um fundahöld á næstunni, en við munum halda áfram að skiptast á skoðun- um,“ sagði Dan McGovem, talsmað- ur sjávarútvegsdeildarinnar (National Oceanic and Atmospheric Administration).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.