Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 9 Bestu þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á 60 ára afmœli mínu 11. júní, meÖ heimsókn- um og á annann hátt. Þorsteinn Einarsson frá Nýjabæ Skiphóli, Garði. Brottför alla miðvikudaga í sumar frá og með9.júlí. 1. DAGUR: EkiðSprengisandoggistíNýjadal.2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns-og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. Snæland Grímsson hf. Ferðaskrifstofa, Símar 14480 og 75300 Uppl. hjá BSI’ í Umferðamiðstöðinni s. 22300 Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351 LACOSTE Kemuruppum þinn góóa smekk! fterra- GARÐURINN AÐALSTFVETI9 S:12234 „Samstarf á vinstri vængnum“ Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, hefur margoft ýjað að möguleikum á stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn (viðreisn) eða við Sjálfstæðisflokk og Al- þýðubandalag (nýsköpun). Fyrir skemmstu reit hann hinsvegar grein í Morgunblaðið þar sem kveður við annan tón. í Ijósi þess verður að telja forystugrein í Alþýðublaðinu í gær meir en athyglisverða, einkum fyrir sjálfstæð- isfólk. Staksteinar gefa lesendum sínum kost á að kynnast þessum nýja kratatón hér og nú. Samstaða fé- lagshyggju-, jafnaðar- og samvinnu- fólks Forygtugrein Alþýðu- blaðsins i gser hefst á þessum orðum: „Umræða um auldð samstarf á hinum svo- nefnda vinstri væng íslenzkra stjómmála hef- ur verið meiri og háværari að undanfömu en gerst hefur um langt árabil. Rætt er um sam- starf félagshyggjufólks í viðu samhengi, samvinnu verkalýðsflokka og sam- stöðu félagshyggjufólks, jafnaðar- og samvinnu- manna. Þótt ýmsir hafi gengið svo langt að tala í alvöru um einhverskonar regn- hlífarsamtök þessara pólitisku afla, hefur um- ræðan öll verið fremur laus i reipunum og engar gagngerar raunhæfar tillögur verið lagðar fram. Hvað mesta at- hygii hefur vakið Siglu- fjarðarfundurinn 1. mai sl., þar sem formenn Al- þýðuflokks og Alþýðu- bandalags ræddu nauðsyn þess, að pólitisk- ur styrkur verlcalýðs- hreyfingarinnar yrði meiri og öflugri en nú er. Báðir flokksformenn- imir ráku hins vegar slika vamagla i umfjöll- un sinni um málið að vart verður virkið reist á þeim grunni. Rauði þráður þeirrar umræðu, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, er sú staðreynd, að fjöldi fólks, einkum af yngri kynslóðinni, er orðinn langþreyttur á þvi hvem- ig Sjáífstæðisflokknum hefur tekizt að deila og drottna i íslenzkum stjórnmálum. Einföld, pólitisk söguskoðun hef- ur sýnt og sannað, að öll átök á hinum svokallaða vinstri væng, stofnun nýrra flokka og barátta innan verkalýðshreyf- ingarinnar, hefur verið vatn á millu sjálfstæðis- manna; drifkrafturinn í orkubúskap þeirra." Samstarf gegn nýfijáls- hyggju Alþýðublaðið heldur áfram: „Það sem mest áhrif hefur til að vekja hug- myndimar og umræðuna um samstarf og sam- vinnu félagshyggjuafl- anna, er andúð og ótti við uppgang nýfijáls- hyggjunnar innan Sjálf- stæðisflokksins. Ný- fijálshyggjan hefur í hótunum við helgustu markmið félagshyggj- unnar og jafnaðarstefn- unnar, þ.e. velferðar- þjóðfélagið. Nýfijáls- hyggjumennimir í Sjálfstæðisflokknum hafa þegar gert harðar atlögur að velferðarkerf- inu og hafa i hótunum um enn frekari aðgerðir. Gagnvart þessum niður- rifsöflum nægir ekkert annað en gagnsókn. Umræðan um sameig- inlegt átak gegn nýfijáls- hyggjunni, einhveiju hættulegasta tízkufyrir- bæri stjómmálanna hin síðustu árin, er leit að valkosti. Jafnaðar- mannaflokkar í V-Evrópu hafa sett bar- áttuna gegn nýfijáls- hyggjunni á oddinn. Sú barátta hefur gengið vel og borið umtalsverðan árangur. Jafnhliða hafa flokkar jafnaðarmanna varað við öfgum til vinstri og lagt á það sívaxandi áherzlu, að jafnaðarstefnan sé þriðji valkosturinn í hinni tvilitu heimspólitík. Þessi þriðji valkostur gildir jafnt hér á landi sem úti i hinum stóra heimi, þótt öfgamar séu ekki jafn áberandi hér. íslenzka flokkakerfið er að mörgu leyti úrelt. Allt- of margir feta að svipuðu marld en eftir mismun- andi leiðum. íslenzkum stjómmálum yrði ekki meiri greiði gerður en að fækka stjómmála- flokkum . . .“ F élagshyggju- flokkur? Leiðara Alþýðublaðs- ins lýkur með þessum orðum: „Fæstir neita þvi að skynsamlegasta breyting flokkakerfisins væri efl- ing voldugs flokks lýðræðisjafnaðarmanna, sem ættí sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni. Slíkur flokkur getur spannað vítt svið og yrði raunhæft mótvægi við hægri öflin i landinu. Langflestum vinstri mönnum er ljóst, að slikur flokkur er hugsan- legi valkosturinn i því pólitiska samfélagi, sem nú blasir við. — En þótt þessi staðreynd sé ljós hafa menn ekki fundið leið að markinu, eins og umræðumar um sam- starf bera með sér. — Það þarf mikinn pólití- skan kjark og átök til að hrinda þessu áhugamáli i framkvæmd. Umræðan er ekki að hefjast og henni lýkur ekki á morg- un. En slíkur flokkur verður til áður en þessi öld er liðin.“ STÓRELDHÚS MÖTUIMEYTI VEITIIMGAHÚS Eigum til afgreiðslu af lager þessar handhægu og af- kastamiklu grænmetis- skurðar-og hrærivélar. Einnig eigum við afkasta- minni vélar. jonco Jón Jóhannesson & Co. sf. Umboðs- og heildverslun, Hafnarhúsinu. Símar 15821 - 26988. BLANGO Juno KRUPS ÍTIEIKO Schönwald Senking

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.