Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 19
H 19 h MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 Þessir krakkar sögðust mynda „minnsta en langbesta hópinn". Þeir voru að mála og gera við leiktæki af leikvöllum borgarinnar. Meðan sumir unglingar keyrðu möl í stíginn voru aðrir að laga kantana og hlaða hnausum utanmeð í anda spakmælisins: „vel skal það vanda sem lengi á að standa“. þeir séu í vinnuskólanum suma daga vikunnar, og dæmi er þekkt um að óskað hafi verið eftir vinnu á þriðjudögum eingöngu. í vinnu- skólanum eru líka nokkrir fatlaðir eða vangefnir unglingar og er vinnugleði og áhugi þeirra til fyrir- myndar, að sögn forsvarsmanna skólans. Ekki var annað að heyra á þeim unglingunum, sem Morgunblaðið talaði við, en að þeir kynnu ágæt- lega við vinnuna. Helst var það að þeim þætti vinnan nokkuð einhæf ef þeir eru alltaf í því sama, slá og raka, eða að gróðursetja tré. Meðal verkefna í sumar er lagn- ing gangstíga um Viðey. Ekki er vinnuskólinn þar einn að verki, heldur koma fleiri aðilar á vegum borgarinnar þar inn í. Þeir unglingar sem vaxa upp úr vinnuskólanum fara margir í sum- arvinnu hjá öðrum aðilum á vegum borgarinnar, s.s. hreinsunardeild- inni, gatnadeildinni eða garðyrkju- deildinni. Hafa menn oft villst á vinnuflokkum frá vinnuskólanum og garðyrkjunni og fundu því menn hjá garðyrkjunni upp á því að merkja verkfæri sín með því að mála þau blá, en vinnuflokka vinnu- skólans má þekkja á því að verkfæri þeirra eru rauð og gul. _ ká r Vinnuvélar fluttar út i Viðey. Miðneshreppur áfrýjar í lögtaksmálinu: Sættum okkur ekki við þá niðurstöðu að flugstöðin sé vamarliðsbygging — Segir Jón K. Olafsson sveitarstjóri „VIÐ sættum okkur ekki við nið- urstöðu undirréttar í þessu máli. Þetta er meira en úrskurður um lögtak því dómarinn tekur efnis- lega afstöðu og þá afstöðu getum við ekki sætt okkur við og ég held að það geri ekkert sveitarfé- lag hér í nágrenninu“, sagði Jón K. Ólafsson, sveitarstjóri í Mið- neshreppi, en hreppsnefnd hefur ákveðið að áfrýja úrskurði í svo- nefndu lögtaksmáli til Hæsta- réttar. í úrskurði fógetaréttar var synjað lögtakskröfu Miðnesshrepps í eign- um ríkissjóðs fyrir álögðu bygging- arleyfísgjaldi vegna byggingar flugstöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli. Jón K. Ólafsson sagði að úrskurðurinn hefði komið sér mjög á óvart. „Niðurstaða dómarans er annars vegar að byggingamefnd innan flugvallar sé lögleg, en með þeirri reglugerð var þáverandi utan- ríkisráðherra að ákvarða það að vamarsvæðið sé sérstakt sveitarfé- lag. Hins vegar komst dómarinn að þeirri niðurstöðu að flugstöðin væri að hálfu leyti vamarliðsbygg- ing og sú niðurstaða kemur mér statt að segja mjög á óvart,“ sagði Jón. NÝTTSÍMANÚMER 69-11-00 „í úrskurðinum segir að nota megj bygginguna á ófriðartímum en það gildir um allar aðrar bygg- ingar. I lögum almannavama er heimild fyrir því að taka megi hvaða byggingu sem er til nota í slíkum tilfellum," sagði Jón ennfremur. Sumartónleikar eru nú haldnir i Skálholtskirkju um hverja helgi. Um þessa helgi verða eins og ávallt þrennir tónleikar. Kl. 15 á laugardag mun kór Menntaskólans í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur m.a frumflytja nýtt kórverk eftir Haf- liða Hallgrímsson. Einnig leikur Kolbeinn Bjamason á flautu tvö verk eftir Leif Þórarinsson. Annað „T.V. tilbrigði" er frumflutt. „Að mínum dómi er það alvarlegt mál, að taka ákvörðun um að flug- stöðin sé vamarliðsbygging að hálfu, eftir margar yfírlýsingar á þingi um það að þetta sé íslensk framkvæmd. Við getum því alls ekki sætt okkur þessa niðurstöðu og munum áfrýja málinu til Hæsta- réttar." Seinni tónleikana, kl. 17 á laug- ardag, kallar Helga Ingólfsdóttir „Vinaminni". Hún leikur þá á semb- al tónlist, sem samin til að minnast vina, látinna og lifandi, frá 17. og 18. öld. Helga endurtekur þessa tónleika svo kl. 15 á sunnudag. Áætlunarferðir verða á tónleik- ana frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 13 báða dagana og til baka kl. 18.15. Þrennir Skálholtstónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.