Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986 © 1986 Universal Press Syndicate „Hflnn vos mjöQ rómantiskur fyrsl eftir cá> vÁár g)ftum okkur, en f>& veist hvem'ig péir breytast." Nei, ég er ekki að baka kleinur! í þessu atriði áttu um leið að stanga úr tönnunum með hægri hendinni! HÖGNTI HREKKVISI „ HANN STDRC3RÆDP1 A RVi APLEIkA í SJÓNVARPSAUGLVSlNQUM U/VI KArrA/rtAT.' Maradona mótmælt Völlur Knattarson skrifar: „Kæri Velvakandi! Hvaða ruglukollur er þessi álfur sem ætlar sér þá dul að heita Diego Maradona? Hann krefst þess að öll heimsmeistarakeppnin í knatt- spymu verði sýnd aftur, en aðra eins fásinnu hef ég sjaldan heyrt. Undirritaður er áhugamaður um knattspymu og skal það játað hér og nú að ég hyggst velta heims- meistarakeppninni fyrir mér áfram. En að ég ætlist til þeirrar fírru að sjónvarpið áyni hana aftur, er útí hött. Sjónvarpinu væri nær að sýna meira af almennilegum amerískum kvikmyndum, en ekki þetta skand- inavíska væi, sem tröllríður skján- um siðkvöldin löng. Af hveiju gerði „Diego Mara- dona“ ekki eins og aðrir knatt- spymuáhugamenn og tók leikina upp á myndband. Styður það kenn- ingu mína um að maðurinn sé óforsjáll með afbrigðum. P.S. Mætti ég beina því til sjón- varpsins að það sýndi frekar myndir, sem ekki er hægt að leigja á myndabandaleigum þar sem mað- ur hefur séð þetta flest.“ Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostu- daga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrir- spumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuð- borgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. Munið — björgunarvesti fyrir Ofhlaðið ekki bátinn og jafnið alla bátsveija. Klæðist hlýjum þunganum rétt. Hreyfið ykkur fatnaði og góðum hlífðarfötum sem minnst og sýnið sérstaka í áberandi lit. varúð, er skipta þarf um sæti. Víkverji skrifar Að undanfömu hefur töluvert verið rætt um samanburð á verði í Glasgow og Reykjavík. Ásmundur Stefánsson gekk svo langt að tala um fjárdrátt kaup- mannastéttarinnar vegna þess, hvað verðlag var í mörgum tilvik- um til muna hærra hér en í Skotlandi. Af þessu tilefni kom einn af lesendum Morgunblaðsins að máli við Víkverja og sýndi hon- um innflutningsskjöl yfir lítinn hlut, sem sendur hafði verið til viðgerðar í Bretlandi. Hér var um að ræða hluta af móttakara í sjón- varpstæki, sem sendur hafði verið til viðgerðar og endurbyggingar í Bretlandi vegna þess, að það verk var ekki hægt að framkvæma hér heima. Sjálf viðgerðin kostaði sam- kvæmt reikningi 12,75 sterlings- pund eða 792 krónur á gengi þess dags er kostnaður var greiddur í tolli. Á reikningi frá þeim, sem verkið framkvæmdi var jafnframt tilgreindur kostnaður upp á tvö sterlingspund vegna flutnings o.fl. Á tollskýrslu hafði innflytj- andi tilgreint þessa upphæð, sem 124 krónur. Hins vegar kom í ljós, að fjármálaráðherra hefur svo samvizkusama starfsmenn í sinni þjónustu, að þeir höfðu hækkað þennan kostnaðarlið í 211 krónur. Ástæðan? Jú, þeii^höfðu talið sam- an kostnað við frímerkin á umslaginu, sem hluturinn kom í aftur til landsins! Loks var vá- tryggingarkostnaður sem nam 12 krónum. Heildarkostnaður við við- gerð, vátryggingu og flutning var því 1.015 krónur, þegar frímerkin höfðu verið talin með. Tollur af þessum viðgerða og endurbyggða hlut var síðan reikn- aður 761 króna. Þá var annað gjald, sem ekki var tilgreint hvað er upp á 533 krónur og enn ann- að nafnlaust gjald að upphæð 10 krónur. Þá er reiknað sölugjald upp á 27,5% sem nam 638 krónum og loks kostnaður við tollmeðferð 21 króna. Samtals nema þau gjöld, sem greidd eru í ríkissjóðs af þessum hlut 1.963 krónum, eða nálægt tvöföld sú upphæð, sem viðgerð og flutningur til iandsins kostaði. Heildarkostnaður við að senda hlutinn til viðgerðar var því 2.978 krónur þótt sjálf viðgerðin kostaði ekki nema 792 krónur., XXX * Iþessu tilviki er ekki um nokkra álagningu að ræða hjá innflytj- anda vegna þess, að hann er eigandi sjónvarpstækisins. Engu að síður margfaldast viðgerðar- kostnaður þegar upp er staðið og hver króna, sem er umfram við- gerðarkostnað og flutningsgjöld fer til íslenzka ríkisins. Hér skal auðvitað engum getum að því leitt, að hve miklu leyti hægt er að rekja mismun á matvælaverði í Reykjavík og Glasgow til þessar- ar innlendu skattheimtu en óneit- anlega bregður fólki í brún, þegar það sér hvað ríkið tekur mikið í sinn hlut af því, sem flutt er til landsins a.m.k. í sumum tilvikum. XXX Hitt er svo annað mál, sem við megum heldur ekki gleyma, að öll gerum við miklar kröfur á hendur ríkinu um marg- víslega þjónustu og hún kostar peninga. Þeir verða hvergi teknir nema úr vösum fólksins í landinu með einum eða öðrum hætti. Þeg- ar tiltölulega fámenn þjóð heldur uppi byggð í stóru landi eins og við gerum, fer ekki hjá því, að það kosti sitt. En auðvitað er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir því, að kröfur okkar sjálfra á hendur samfélaginu eiga sinn þátt í því, hvað verðlag á sumum vörum og þjónustu er hátt hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.