Morgunblaðið - 11.07.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986
45
Af dönskum ambög-
um og öðrum fjólum
Þórunn Guðmundsdóttir skrif-
ar: „Blaðamenn og aðrir fjölmiðl-
arar!
Ég skora á ykkur að lesa þessa
grein mína og taka hana til eftir-
breytni. Nýlega hlustaði ég á
sjónvarpsviðtal við Hannes Péturs-
son skáld. Auðvitað gáfu slíkar
samræður ekki tækifæri til að beita
þeirri skáldlegu kynngi sem birtist
í ljóðum hans. Skömmu síðar minnt-
ist blaðamaður á þetta viðtal og
komst svo að orði að Hannes hefði
talað „akademíska" islensku. Ég
varð hugsi. Mér fannst Hannes tala
það mál, sem mér og öðru alþýðu-
fólki er tamt. Ég hugleiddi hvað
þessi umsögn í rauninni merkti. Eru
þeir sem tala og rita fyrir almenn-
ing svo illa mæltir á móðurmálið
að orð sé á gerandi ef maður tálar
lýtalaust mál? Síst er fyrir að synja
að margir, sem tala í útvarp og rita
í blöð, hafi gott vaid á málinu. Hin-
ir eru þá of margir sem komast
klaufalega að orði og nota gnægð
af slettum og ambögum og virðast
fljótir að taka hver eftir öðrum það
sem síst skyldi. Nú ætla ég að
tíunda syrpu af málleysum sem ég
sé og heyri daglega.
Gömlu dönskuslettumar em
lífseigar. Nokkur dæmi: „Að gefa
sig“ í stað þess að láta sig eða láta
undan. Fyrir ári „síðan", þar sem
„síðan“ er þegið úr dönsku. „Að
ganga fyrir sig“. Hlutir hafa geng-
ið vel eða illa. Þetta „fyrir sig“ er
óþarft. í útvarpsviðtali heyrðist „að
gera sig gildandi", sem er komið
úr dönsku; „at gare sig gældende".
Mér dettur í hug orð sem lögð vom
manni nokkmm í munn fyrir nokkr-
um ámm: „Under disse
mndtomstæder drikker jeg ikke pá
penge, thi jeg er i bindende“. Þetta
var gamanmál en sá sem gerði sig
gildandi notaði sömu aðferð. Sagt
var í útvarp að eitthvað væri „yfír-
staðið". Já, danskan lætur ekki að
sér hæða. Sá sami talaði um
„brögð“ af mat. Mörg orð íslensk
taka ekki fleirtölu. Til dæmis verð.
Samt er algengt að tala um mörg
verð. En matarbrögð em nýjung.
Nýlega var rætt við útgefendur
tímarita. Einn þeirra kunni ekki að
telja. Hann sagði: „Tvær og hálf
milljónir" og „hundmðir“.
Fyrmrn var vatni veitt á gróður-
lönd. Vatnið var í þágufalli. Þetta
nefndust áveitur. Menn veittu gest-
um mat og drykk, veittu fé til
þarfra hluta og óþarfra og veittu
stöður. Þama var notað þolfall og
hétu þessar aðgerðir veitingar. Nú
er milljónum veitt í stríðum straum-
um, en ekki veit ég hvort um er
að ræða áveitur eða veitingar. Ný-
lega las ég í blaði klausu um
fatabreytingar og að tekið hefði
verið neðan af buxum. Ekki var
þetta neitt skrýtið. En þá fór ég
að hugsa um þessar mannabreyt-
ingar sem oft bar á góma í
Morgunblaðinu og Tímanum. Hvað
er gert við blessaða mennina? Er
tekið neðan af þeim eða ofan eða
er þeim umhverft? Hingað til hafa
það heitið mannaskipti, þegar mað-
ur kemur í manns stað. Þá ætla
ég að minnast á bakið, stakkinn
og myndina. Að styðja við bakið,
vera í stakk búinn og koma inn í
myndina. Þetta stimaða myndmál
veður svo uppi að menn virðast
búnir að týna áður algengum orð-
um. Menn eru ekki lengur færir um
að gefa, kunna ekki að hjálpa,
styðjja eða aðstoða. Ömurleg málfá-
tækt að nota alltaf sama staglið.
Myndin kom hingað frá Danmörku.
Þangað til gátu menn tengt einn
hlut við annan án hennar. Hún er
nothæf til tilbreytni en slæmt er
að hún skuli vera svo frek að sparka
öllum öðrum talsmáta út úr málinu.
Allt þetta má orða á ýmsa vegu,
en til þess þurfa menn að kunna
íslenskt mál.
Til skamms tíma voru menn
ýmist ánægðir, óánægðir eða leiðir.
Allt í einu urðu allir ýmist hressir
eða óhressir og hin orðin hunsuð,
rétt eins og þau væru hvergi til.
Sagt er að ýmsir þjóðflokkar hafi
haft til siðs að taka upp ný orð í
stað gamalla, þegar höfðingi dó.
Ekki veit ég hvaða höfðingja er
verið að heiðra með slíku. Oft er
talað um að mál hljóti að breytast,
eins og þetta sé jafnóumflýjanlegt
og dauðinn sjálfur. Ég er á annarri
skoðun. Hver maður getur ráðið því
hvaða orð hann notar og spomað
við málbreytingum, ef hann kærir
sig um. Málið er ekki hæfara til
tjáningar þó sleppt sé orðum og
önnur komi í staðinn eða ruglað
forsetningum eða sagt „sem slíkur"
í annarri hverri setningu til einskis
gagns. íslenskan er velbyggt og
þjált mál. Þar á lýsingarháttur
sagna mikinn þátt en hann virðist
því miður á undanhaldi. íslenskan
stendur sfst að baki þeim málum
er ég hefi haft kynni af, hvorki í
skáldskap né skynsamlegri um-
ræðu. Mikil stund hefir verið lögð
á að auka orðaforðann. Hefur þar
verið unnið gott og mikið starf sem
ber að lofa. Hvorttveggja er að út-
lend orð fara málinu illa og eins
er það mála best fallið til að mynda
nýyrði. íslendingar hafa löngum
stært sig af samhengi bókmennta
sinna. Þeir hafa hingað til getað
lesið með lítilli fyrirhöfn sögu og
kvæði sem fomir snillingar sköp-
uðu. Norðurlandabúar og aðrir hafa
með margra ára námi lært að lesa
þessi rit og talið góðan kost. Góðir
blaðamenn og útvarpsmenn. Eg
hefí verið nokkuð hvöss í orðum,
en það er vegna áhuga á tungunni
en ekki af því að ég vilji ykkur
ekki allt hið besta. Eina ráðið til
að ná orðalagi og Qölbreytni í máli
er auðvitað að iðka lestur góðra
bóka. Tel ég ykkur það skylt, ef
þið viljið fara með hnitmiðað og
fjölbreytt mál. Farið gæti svo, ef
ekki er tekið í taumana, að næstu
kynslóðir eigi verra með að lesa
t.d. rit Halldórs Laxness en ég átti
með að lesa íslendingasögur í
bemsku. Það er ekki síst á ykkar
ábyrgð hvemig til tekst.
„Youngblood“ rangnefni
Helga og Vigdís skrifa:
„Kæri Velvakandi.
Við viljum vekja athygli á þýð-
ingu á heiti nýrrar unglingakvik-
myndar, nýju myndinni þar sem
Rob Lowe fer með aðalhlutverkið.
Forráðamenn kvikmyndahússins
sem sýnir þessa mynd kalla hana
„Youngblood". Við tókum eftir að
í auglýsingu á myndinni stendur
hins vegar að Rob Lowe sé „Young-
blood". Bíóhallarmenn gera þama
hláleg mistök, því það er ekki hið
rétta nafn myndarinnar, hún heitir
„Bodyeheck" á frummálinu."
Auglýsingar 22480
Afgreiðsla 83033
Hart barist í 100 metra hlaupinu.
Moi^unblaðið/ÓB.
Skagaströnd:
Unglingamót USAH
Skagaströnd.
UNGLINGAMÓT USAH í frjáls-
um íþróttum fór fram um sl.
helgi á Skagastrandarvelli i
kalsaveðri. Keppendur voru á
aldrinum 9-18 ára og keppt var
í mörgum greinum í öllum ald-
ursflokkum.
Mikill áhugi var fyrir mótinu og
mættu um 70 krakkar til leiks frá
ungmennafélögunum innan USAH.
Keppni var geysihörð í flest öllum
greinum eins og alltaf er á ungl-
ingamótum.
Stigahæsta félagið eftir mótið
var ungmennafélagið Hvöt frá
Blönduósi með 465 stig. í öðru
sæti var ungmennafélagið Fram frá
Skagaströnd með 243 stig og ung-
mennafélag Bólstaðarhlíðarhrepps
í þriðja sæti með 108 stig.
Búnaðarbankinn á Blönduósi gaf
öll verðlaun til mótsins, en veitt
voru þrenn verðlaun í hverri keppn-
isgrein í hveijum aldursflokki.
Mótsstjóri var Ingibergur Guð-
mundsson.
- ÓB
Vinnuskólahlaup
gegn vímuefnum *
Vinnuskólahlaup kallast uppá-
tæki unglinganna í vinnuskóla
Kópavogs, en þau hlaupa i dag
hring um miðbæ Kópavogs. Með
þessu vilja þau sýna i verki stuðn-
ing sinn við Krýsuvíkursamtökinn.
Krýsuvíkursamtökin hafa það
markmið að hjálpa ungum vímueftia-
neytendum, stuðla að fyrirbyggjandi
starfi í landinu og að veita aðstand-
endum stuðning og fræðslu. Ungi-
ingamir vildu í kjölfar þeirrar
umræðu sem hefur verið um vímu-
efnavanda unglinga, styrkja ein
samtök sem gegn því vinna. Urðu
Krýsuvíkursamtökin fyrir valinu.
Með hlaupinu sem hefst við Hamra-
borg kl. 14 vilja unglingamir vekja
athygli á hlutaveltu sem hefst að
hlaupinu loknu. Fýrirtæki í Kópavogi
hafa gefið muni á hlutaveltuna. Einn-
ig verður tekið við ftjálsum framlög-
um til styrktar góðum málstað.
ASEA CYLINDA
Þvottavélar og þurrkarar
...eins og hlutirnir gerast bestir:
Árangur náinnar samvinnu sœnsku neytendastofnunarinnar KONSUMENTVERKET,
textilrannsóknastofnunarinnar TEFO og tæknirisans ASEA. Nýsköpun sem fær hæstu
einkunnir á upplýstasta og kröfuharðasta markaði heims fyrir árangur, taumeðferð
og rekstrarhagkvæmni.
ASEA CYUNDA tauþurrkari
Skynjar sjálfur hvenær tauið er þurrt, en
þú getur líka stillt á tíma.
114 lítra tromla, sú stærsta á markaðin-
um. Það þarf nefnilega 2,5 sinnum stærri
tromlu til að þurrka i en til að þvo i.
Tekur því úr þvottavélinni í einu lagi.
Mikið tromlurými og kröftugt útsog í
stað innblásturs stytta þurrktíma, spara
rafmagn og leyfa allt að 8m barka.
Neytendarannsóknir sýna að tauið slitnar
ekki né hleypur í þurrkaranum, heldur
losnar aðeins um lóna af notkunarslitinu.
Það er kostur, ekki síst fyrir ofnæmisfólk.
Sparar tíma, snúrupláss og strauningu.
Tauið verður mjúkt, þjált og slétt, og æ
fleiri efni eru gerð fyrir þurrkara.
Getur staðið á gólfi eða ofan á þvottavél-
ASEA CYLINDA þvottavélar
Þvo best, skola best, vinda best, fara best
með tauið, nota minnst rafmagn.
Vottorð upp á það.
Gerðar til að endast, og i búðinni bjóðum
við þér að skyggnast undir glæsilegt
yfirborðið, þvi þar er ekki siður að finna
muninn sem máli skiptir: trausta og
stöðuga undirstöðu, vöggu á dempurum
í stað gormaupphengju, ekta sænskt
ryðfrítt krómnikkelstál, SKF-kúlulegur á
35 mm öxli, jafnvægisklossa úr járni í
stað sandpoka eða brothætts steins o.fl.
Athyglisverð er líka 5-laga ryð-og rispu-
vörn, hosulaus taulúga, hreinsilúga,
grófsia, sápusparnaðarkerfi með lyktar-
og hljóðgildru, stjórnkerfi með framtíð-
arsýn og fjölhraða lotuvinding upp í
1100 snúninga.
ASEA CYLINDA er nú eini framleiðandi heimilisþvottavéla á Norðurlöndum.
Með stóraukinni framleiðslu og tollalækkun er verðið hagstætt. Og víst er,
að gæðin borga sig, STRAX vegna betri og ódýrari þvottar, SlÐAR vegna
betri endingar.
/ponix
HÁTÚNI6A SlMI (91)24420