Morgunblaðið - 23.07.1986, Side 3

Morgunblaðið - 23.07.1986, Side 3
)flOM öBei UuL ss HuoAauxivam .aiaAja MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 3 Kvartsefni til íslenska járnblendifélagsins: Unnið að rannsóknum á sýn- um frá Narsaq í Grænlandi Leiga á borgar- húsnæði hækkar BORGARRÁÐ hefur ákveðið að hækka leigu á íbúðarhúsnæði í eigu Reykjavíkurborgar. Félags- málastjóri gerði tillögu um 5% hækkun og var hún samþykkt. Borgin leigir nú á níunda hundr- að íbúða, ef húsnæði aldraðra er talið með. Heimilt er að hækka leig- una flórum sinnum á ári, miðað við breytingar á vísitölu byggingar- kostnaðar. Nýja flugstöðin: Opnuð tilboð í lóðarfrá- gang, vogir og færibönd TILBOÐ í frágang lóðar við nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli voru opnuð. Sjö aðilar buðu í verkið. Kostnaðaráætlun hljóð- ar upp á kr. 103.688.634. Hlað- bær hf. átti lægsta tilboðið, kr. 85.727.260, 837. af áætlun. Bygg- ingarnefnd flugstöðvarinnar stefnir að því að semja við verk- taka í þessari viku. Fjögur tilboðanna voru yfir kostnaðaráætlun, og átti Amardal- ur sf. það hæsta, 125 milljónir króna. Nú er unnið að því að bjóða út einstök kerfí inn í flugstöðinni. í síðustu viku voru opnuð tilboð í færibönd og vogir fyrir farangur. Sex fyrirtæki buðu í verkið sam- kvæmt útboðsgögnum, auk fjölda frávikstilboða. Lægsta verðið býður Siemag Rosenkaimer í Þýskalandi, kr. 18.361.824. Verkið nær tií hönnunar, smíði, uppsetningar, prófunar og viðhalds. EKKI er enn ljóst hvort unnt verður að vinna kvartsefni úr jörðu við Narsaq á Grænlandi fyrir íslenska járnblendifélagið hf. Verið er að vinna úr sýnum, sem safnað var í leiðangri íslenskra og danskra vísinda- manna fyrr í sumar, en endanleg- ar niðurstöður liggja ekki fyrir fyrr en að afloknum bortilraun- um, sem væntanlega verða gerðar nú í ágúst. Leiðangursmenn dvöldu í fjórar vikur við rannsóknir í Narsaq, sem er utarlega í Eiríksfirði. í hópnum voru þrír íslendingar, Þorsteinn Hannesson og Ásgeir Kristjánsson frá jámblendifélaginu á Grundar- tanga og Hreinn Haraldsson, jarðfræðingur. Tilgangur leiðang- ursins var að kanna hvort unnt er að vinna kvartsefni úr jörðu á þessu svæði, til vinnslu í jámblendiverk- smiðjunni á Grundartanga. Myndi það hafa í för með sér mikinn spam- að fyrir verksmiðjuna, vegna stytt- ingar á aðflutningsleið. Ekki var unnt að taka fullnægj- andi borsýni vegna bilunar í tækjabúnaði og verða þvl borsýnin væntanlega tekin nú í ágúst, eins og áður segir. Það er því ekki fyrr en niðurstöður af rannsóknum þeirra sýna liggja fyrir, sem unnt verður að skera úr um hvort af vinnslu efnisins getur orðið á þessu svæði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.