Morgunblaðið - 24.07.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
FuUtrúi íslands í keppninni um Ungfrú alheim:
„Við máttum ekki
fara á milli hæð-
anna á hótelinu“
Morgunbladið/Bjami
Nú er lögreglan að hefja mikla herferð til að sporna við of hröðum akstri og akstri undir áhrifum
áfengis. Þessar bifreiðir voru stöðvaðar á Hringbrautinni í Reykjavík i gær.
Umf erðarkönnun:
Tæpur þriðjungur öku-
manna notar bílbelti
Börnin eru oft illa varin
„ÞETTA hefur verið geysileg
iífsreynsla, mjög erfið, en líka
skemmtileg. Maður er reynslunni
rikari um skemmtiiðnaðinn, þvi
þetta snýst í rauninni ekki um ann-
að — sjónvarpsupptökur og stöðug-
ar œfingar i dansi og framkomu
frá morgni til kvölds,“ sagði Þóra
Þrastardóttir þátttakandi Islands i
keppninni um Miss Universe, eða
Ungfrú alheim, sem lauk nýlega í
Panama City. Keppninni var sjón-
varpað viða um lönd síðastliðinn
mánudag, en sjálf upptakan fór
fram 15. júli sfðastliðinn. Það var
stúlka frá Venezúela, Barbara
Palacios Teyde, sem hreppti hinn
eftirsótta titil, en bandarísk stúlka,
Christy Fichtner, varð f öðru sæti.
Alls tóku 77 stúlkur þátt i keppn-
inni og voru fyrst valdar þær 10
stigahæstu, en síðan var 5 úr þeim
hópi raðað i efstu sætin.
Þóra komst ekki í 10 stúlkna úr-
slit, en svo virðist sem hún hafi ekki
verið langt frá þvi; hún hlaut tæp átta
stig í heildina, en stúlkumar í efstu
tfu sætunum voru með rúm átta.
Keppninni var skipt í þijá hluta. Fyrst
komu stúlkumar fram í sundbol og
samkvæmiskjól þann 15. júlí, en síðan
ræddu dómarar við hveija stúlku um
sig á næstu dögum. Tölva samreikn-
aði svo stig dómaranna út úr þessum
þremur þáttum keppninnar og því lágu
niðurstöður ekki fyrir fyrr en þann
21. júlí.
Þóra sagði að úrslit keppninnar
hefðu ekki komið sér á óvart: „Ég er
mjög fegin að stúlkan frá Venezúela
skyldi hafa unnið. Hún átti það fylli-
lega skilið. Auk þess held ég að hún
sé ein af fáum stúlkum í keppninni
sem geta staðið undir því álagi og
þeirri vinnu sem titlinum Ungfrú al-
heimur fylgir," sagði Þóra.
Þóra sagði að mjög strangt eftirlit
hefði verið með keppendum og agi og
skipulag með ólíkindum mikill. „Það
var ekki litið af okkur allan sólar-
hringinn. Við bjuggum allar á fyrstu
þremur hæðum sama hótelsins, en
máttum þó ekki fara á milli hæða!
Það voru öryggisverðir á hveiju strái
og auk þess gættu okkar svokallaðar
fylgikonur. Hver slík kona hafði um-
sjón með tveimur stúlkum," sagði
Þóra. Þegar Morgunblaðið ræddi við
Þóru í síma í gærdag var hún einmitt
á heimili fylgikonu sinnar. „Þetta er
í fyrsta sinn í fjórar vikur sem maður
hefur getað um fijálst höfuð strokið.
Ég hef ekkert getað skoðað af þessu
fallega landi, en nú er ég ákveðin í
að vera hér í nokkra daga og ferðast
eitthvað um,“ sagði Þóra.
Ungfrú Reykjavík 1986 — Þóra
Þrastardóttir.
í KÖNNUN sem Umferðarráð
gerði í samvinnu við lögregluna
og Bifreiðaeftirlit ríkisins kom i
ljós, að börn eru illa varin i bif-
reiðum. Að visu var aukning frá
siðasta ári á notkun barnabíl-
stóla, en stálpaðri börn nota
sjaldan bílpúða og belti.
Niðurstöður könnunar þessarar
voru kynntar í gær. Kom fram að
2.451 bifreið hafði verið stöðvuð
og voru 381 bam í aftursæti. Af
þeim vora 107 í bamabflstól, en-16
sátu á barnapúða eða vora spennt
í belti. í könnun sem gerð var í
fyrra vora mun færri böm í bílstól
og vildi Óli H. Þórðarson, formaður
Umferðarráðs, þakka þessa aukn-
ingu miklum áróðri.
Af öðram atriðum sem fram
koma í könnuninni má nefna að
aðeins 32% ökumanna höfðu beltin
spennt, en í könnuninni í fyrra vora
þeir 30,5%. Vora vonbrigði Um-
ferðarráðsmanna og lögreglu mikil
yfir að aukning væri ekki meiri.
Þá var gerð könnun á ástandi öku-
tækja og búnaði þeirra. Athyglis-
vert er að aðeins vora slökkvitæki
í um 9% bifreiða, sjúkrataska í
tæpum 18% og viðvörunarþríhym-
ingur í 10% bifreiða. Ástand bif-
reiða var yfirleitt ágætt, enda
könnun gerð þegar ársskoðun bif-
reiða var að mestu lokið. Þó
reyndust hjólbarðar bifreiða ekki í
nógu góðu lagi og var ástand mjög
slæmt í um 3% tilfella.
Mikil herferð er nú að hefjast
af hálfu Umferðarráðs og lögreglu
og beinist hún fyrst og fremst að
því að draga úr hraða bifreiða og
koma í veg fyrir akstur undir áhrif-
um áfengis. Era lögreglumenn
þegar famir að láta til sín taka og
verður eftirlit hert mjög á næstunni
um alit land. Ætla lögreglumenn
einnig að afhenda fólki bæklinginn
„Ferðafélagann", þar sem er að
finna ýmis heilræði og fróðleik. Þá
verða böm hvött til að nota öryggis-
búnað í bifreiðum og í næstu viku
og um verslunarmannahelgina get-
ur fólk átt von á að lögreglan stöðvi
bifreiðar og athugi hvemig búið er
að bömunum. Ef böm sitja í bflbelt-
um eða bamastólum fá þau af-
hentan glaðning frá lögreglunni.
Það er því til nokkurs að vinna fyr-
ir yngstu meðlimi fjölskyldunnar,
þótt stærsti kosturinn sé auðvitað
sá að vera vel varinn í umferðinni.
Uppstokkun bankakerfisins
Steingrímur
Hermannsson:
Andstaða
stjómenda Bún-
aðarbankans
skipti ekki máli
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra er sömu skoðun-
ar og Þorsteinn Pálsson, að
ekki komi til greina að ríkis-
sjóður rétti við fjárhag Útvegs-
bankans. Hann telur fyllilega
koma til greina að Útvegs-
bankinn sameinist Búnaðar-
banka, einkabönkum og
sparísjóðum, og úr verði öflug-
ur banki. Hann segir andstöðu
stjórnenda Búnaðarbankans
við slikum samruna ekki skipta
neinu máli, þar sem Búnaðar-
bankinn sé ríkisbanki. Þe’tta
kom fram i samtali blaðamanns
Morgunblaðsins við forsætis-
ráðherra i gær.
„Framsóknarflokkurinn hefur
ekki tekið þá afstöðu að vera
andvígur því að ríkissjóður endur-
reisi §árhag Útvegsbankans, en
persónulega er ég þeirrar skoðun-
ar, að slíkt eigi ekki að gera,
heldur verði að koma til aðrar
eignir ríkisins, eins og Búnaðar-
bankinn til þess að endurreisa
Útvegsbankann," sagði forsætis-
ráðherra. Hann sagði að sér litist
ekki illa á þá hugmynd að einn
öflugur banki yrði stofnaður úr
Útvegsbanka, Búnaðarbanka og
einkabönkum og sparisjóðum, ef
þeir vildu.
Forsætisráðherra var spurður
hvort andstaða stjómenda Búnað-
arbankans við samrana við
Útvegsbankann gæti haft áhrif á
ákvörðun stjómvalda í þessum
efnum: „Mér er kunnugt um að
ýmsir Búnaðarbankamenn í báð-
um flokkum era mjög andsnúnir
þessu, en þetta er eign ríkisins,
þannig að andstaða þeirra skiptir
í sjálfu sér engu máli. Vitanlega
eigum við að gera það sem við
teljum skynsamlegast," sagði
Steingrímur.
Baldvin Tryggvason,
sparisjóðsstjóri:
Full alvara
varðandi þátt-
töku í kaupum á
Utvegsbankanum
„OKKAR afstaða er óbreytt frá
því sem áður var. Við erum
reiðubúnir til viðræðna, en þær
viðræður hafa fram til þessa
eingöngu verið hugsaðar um
þann möguleika að ríkið tæki
þá ákvörðun að selja Útvegs-
bankann," sagði Baldvin
Tryggvason, formaður Sam-
bands sparisjóða, i samtali við
Morgunblaðið.
Baldvin sagði að ekki hefði
verið rætt um þann möguleika að
einhverjir sparisjóðir, ásamt Bún-
aðarbanka og einum eða tveimur
einkabönkum, sameinuðust Út-
vegsbankanum, þannig að ekki
væri hægt að segja neitt um það
hver afstaða Sambands sparisjóða
eða stjómar þess væri til slíks
möguleika.
„Af okkar hálfu hefur verið
full alvara á bak við þessar við-
ræður, og það að vera hugsanlega
þátttakendur í því að kaupa Út-
vegsbankann af ríkinu. Við höfum
viljað kanna þennan kost til hlítar,
en til þess að geta gert upp hug
okkar, þurfum við að fá ærið mikl-
ar upplýsingar í hendur, svo sem
þær hvort eigandi Útvegsbank-
ans, ríkið, vill selja bankann, svo
og það hvers virði er það sem við
hugsanlega kaupum," sagði Bald-
vin.
Stefán Pálsson
Búnaðarbanka:
Alls ekki tilbún-
ir að ræða sam-
eininguvið
Útvegsbankann
STEFÁN PÁLSSON banka-
stjórí Búnaðarbankans telur
það rangt, að tala um að Búnað-
arbankinn eigi einn að koma
Útvegsbankanum til bjargar,
en hann segir umræðuna um
uppstokkun bankakerfisins ein-
kennast nokkuð af slíku. Hann
segir að ef endurreisa eigi fjár-
hag Útvegsbankans, verði að
koma til víðtækur stuðningur
bankakerfisins í heiid, en ekki
einungis Búnaðarbankans.
„Við höfum haft þá skoðun
hér, að Búnaðarbankinn væri af
mjög heppilegri stærð og við telj-
um líka að Búnaðarbankinn standi
sig vel innan bankakerfisins, og
því teljum við í raun og vera að
það sé engin ástæða til þess að
draga Búnaðarbankann sérstak-
lega inn í þessa mynd,“ sagði
Stefán í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Stefán sagði stjómendur Bún-
aðarbankans ekki vera andvíga
þeirri skoðun að eðlilegt sé að
fækka ríkisbönkum, þannig að
þeir yrðu tveir. „Við eram þeirri
skoðun ekki andstæðir, ef það er
talið heppilegra, og við teljum að
Landsbankinn og Búnaðarbank-
inn standi mjög vel,“ sagði Stefán.
„Við eram alfarið á móti því
að draga Búnaðarbankann inn í
þessa umræðu með þeim hætti
sem gert hefur verið, að tala um
að það sé eitthvað sjálfgefið að
Búnaðarbankinn eigi að bjarga
Útvegsbankanum, með því að
taka á sig tap hans,“ sagði Stefán.
Stefán sagðist telja að það
þyrfti að leysa þau vandamál sem
Útvegsbankinn hefði ratað í, en
hann kvaðst ekki telja að slíkt
ætti að verða verkefni eins banka.
„Ég held að það gæti komið til
víðtæk lausn, þar sem allt banka-
kerfið tæki þátt í Iausninni. Við
eram ekki á móti þeirri hugsun,"
sagði Baldvin, „við viljum bara
ekki vera dregnir inn í þessa
mynd sem aðalhjálparaðilar, þótt
við séum vissulega tilbúnir til
samstarfs við allt bankakerfið og
ríkisstjóm, en alls ekki tilbúnir til
þess að tala um sameiningu Út-
vegsbankans og Búnaðarbank-
ans. Við teljum að það sé enginn
grundvöllur til þess.“
Sljórnendur
einkabankanna:
Bíðum eftir
stefnumótun
stjórnvalda
BANKASTJÓRAR Iðnaðar-
bankans og Verzlunarbankans,
þeir Valur Valsson og Höskuld-
ur Ólafsson, segjast ekkert
hafa um hugsanleg sameining-
aráform banka að segja nú, á
meðan stjórnarflokkarnir eru
enn með uppstokkun banka-
kerfisins til umfjöllunar hjá
sér. Segjast þeir biða eftir nið-
urstöðu stjórnvalda í þessum
efnum.
„Málið er til umfjöllunar hjá
stjómarflokkunum núna, og við
eram því alveg utangarðs í þessu
máli, eins og stendur," sagði Val-
ur Valsson, bankastjóri Iðnaðar-
bankans, í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Valur sagði að það
hefði verið í desember sl. sem
stjómendur einkabankanna
greindu stjómvöldum frá því, að
þeir væra reiðubúnir til þess að
fara út í viðræður, sem miðuðu
að því að sameina Iðnaðarbank-
ann, Verzlunarbankann og
Útvegsbankann. Þær hugmyndir
hefðu verið byggðar á tillögum
bankamálanefndar sem fram
hefðu komið í byrjun desember.
„Við lýstum því þá yfir, að við
teldum þetta vera mjög áhuga-
verðan kost, og vildum láta reyna
á það til hlítar, hvort menn væru
reiðubúnir til þess að fara út í
slíka sameiningu," sagði Valur,
„þannig að stjómvöldum hefur
verið kunnugt um þessa afstöðu
okkar frá því í desember í fyrra,
en þau eiga enn eftir að móta
sína stefnu í þessu máli. Við
bíðum einfaldlega eftir því að
stjómvöld geri það, áður en við
tökum ákvörðun um næsta skref
okkar.“
Höskuldur Ólafsson bankastjóri
Verzlunarbankans tók í sama
streng og Valur, og sagði að
málið væri í þannig stöðu nú, að
ekkert væri um það að segja.