Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 5

Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 5 Seyðisfjörður: Töluvert tekið af ólögleg- um matvælum í hverri viku Á HVERJU ári er gert upptækt töluvert magn af ólöglegum matvæl- um á Seyðisfirði, að sögn Sigurðar Helgasonar sýslumanns í N-Múlasýslu. Það er aðallega ósoðinn matur sem ferðamenn með Norrænu flytja með sér til landsins. Nýlega var greint frá því í Morg- unblaðinu að Tollgæslan í Reykjavík hefði lagt hald á tvo böggla frá Færeyjum sem innihéldu hvalspik og fengust bögglamir ekki afhentir eiganda sínum. Sigurður var spurður hvort mikið væri um að fólk sem kæmi til Seyðisfjarðar með feijunni Norrönu hefði slík matvæli meðferðis. Hann sagði að á árunum 1983 og 1984 hefðu mikl- ar deilur verið um þennan færeyska mat sem gengu svo langt að ákveðnir aðilar hefðu hótað emb- ættismönnum lögsókn, en þau ár hefði verulegt magn af skerpukjöti og hvalspiki verið gert upptækt. Síðan hefði það farið minnkandi þar sem Færeyingar og aðrir sem flyttu þessi matvæli með sér þekktu nú betur hverjar reglur um það giltu. „í lögunum eru skýr ákvæði um að einungis megi flytja inn í landið soðinn mat og á meðan lögunum er ekki breytt verður þessi matur eins og annar ósoðinn ádfram tekinn af fólki. í hverri viku er tekið tals- vert af smjöri, eggjum og fleiru og það allt brennt," sagði Sigurður Helgason sýslumaður á Seyðisfirði. Tíminn stendur ekki í stað hjá PANASONIC. Þeir vinna stöðugt að framförum og fullkomleika sem endur- speglast í þessu nýja, stórglæsilega og háþróaða myndbandstæki NV-G7. VHS-HQ. Fullkomið myndgæðakerfi. Quarts-stýrðir mótorar. Hraðanákvæmni 99,999%. Rafeindastýrðir snertitakkar. 99 rásir. 32 stöðva minni. Læsanlegur hraðleitari með mynd. Leitari með mynd áfram. Leitari með mynd afturábak. 14 daga upptökuminni með 4 prógrömmum. 24 tíma skynditímataka. Daglegt 14 daga upptökuminni. 43 liða þráðlaus fjarstýring. Stafrænn teljari (digital). Myndskerpustilling. Kyrrmynd. Sjálfvirk bakspólun. Sjálfvirk gangsetning við innsetningu spólu. Hæð tækisins aðeins 9,9 cm. Tækið byggt á steyptri álgrind. Og margt, margt fleira. Um áreiðanleika PANASONIC tækjanna er ekki deilt. PANASONIC hefur lang minnstu bilanatíðni allra myndbands- tækja, og eru þar af leiðandi öruggustu og áreiðanlegustu tækin á markaðnum. Verð aðeins 39.850,- stgr. <9 ftjAPIS BRAUTARHOLT 2 SlMI 27133 EKKI KASTA KRÓNUNNI OG SPARA EYRINN. PANASONIC - VARANLEG FJÁRFESTING í GÆBUM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.