Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 14
íbúð í Kópavogi óskast
Höfum kaupanda að 3ja-4ra herb. íb. með rúmgóðri
stofu og bílskúr í Kópavogi. Góðar greiðslur í boði.
Upplýsingar gefur:
Agnar Gústafsson hrl.,
Eiríksgötu 4, símar 12600 — 21750.
TERELYNEBUXUR
Kr. 1.095, 1.195, 1.495 og 1.595. Gallabuxur,
karl- og kvensnið, lágt veró.
Nýkomnar gráar og svartar bómullarbuxur á kr.
790. Flauelsbuxur kr. 745. Skyrtur kr. 434, 485,
495, 510, 513 og kr. 690 langar og stuttar ermar.
Nærfot sokkar o.fl. ódýrt.
Andrós Skólavörðustíg 22,
Sími 18250.
Þakkarávarp
Hjartanlega þakka ég öllum þeim er glöddu
mig meö orÖum og gjöröum á afmœli mínu.
YrÖi of langt alla aÖ telja. Þessara aÖila verÖ
ég þó aÖ geta eigenda Bókaútgáfunnar Skjald-
borg, sem gáfu út bókina mína, Jóns Sigur-
geirssonar er bauÖ mér hlé í sínum einstaka
friöargaröi aÖ Varmalandi og skipshafna á 20
togurum á HalamiÖum er sendu mér fallega
kveÖju. ÞaÖ voru góÖ skáldalaun. GuÖirnir
launa fyrir hrafninn.
Kristján frá Djúpalæk.
EINSTAKLINGAR
Minni heimili
Þetta er örbylgjuofninn fyrir ykkur
Verð aðeins 12.900 stgr. útb. 5.000.- eft-
irstöðvar á 6 mánuðum.
íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir fylgja
og kvöldnámskeið án endurgjalds.
— Kynntu þér ofninn strax í dag —
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995
N’ART’68:
Borgarskáli
Myndllst
Bragi Ásgeirsson
Stórsýning — Norræn lista-
sveifla, er inntak viðamikils
samsafns hvers konar myndlistar-
tilrauna ungs fólks frá Norðurlönd-
um. Innan um þetta unga fólk er
svo einnig slangur af fólki, sem er
ekki alveg ungt, strangt til tekið,
en hugmyndimar eiga að vera ung-
ar, — nýjar og ferskar.
Gjömingurinn mikli fer fram í
Borgarskála og ber að geta þess
strax, að inngangurinn er frá lok-
uðu götunni, sem er í beinni línu
við Sigtún. Láðst hefur að upplýsa
ókunnuga um þetta litla en mikil-
væga atriði, því að staðurinn er,
vægast sagt, ekki mjög þekktur
fyrir listrænar uppákomur.
Engin sérstök sýningarskrá hef-
ur verið gefin út vegna myndlistar-
viðburðanna, en hins vegar ein
vegleg fyrir alla listhátíðina í heild,
sem nauðsynlegt er fyrir áhuga-
sama að festa sér svo þeir séu ekki
fullkomlega úti að aka um sjálf-
sagðar upplýsingar. Svo sem fram
hefur komið í ijölmiðlum, þá er
þetta 10 daga hátíð sem ber nafnið
„Kulturprojekt Island ’86 og voru
stofnuð samtök sérstaklega í þessu
skyni. Ýmsir norrænir listamenn og
skemmtikraftar heimsækja landið í
tilefni hátíðarinnar, sem er einnig
hugsuð sem afmæliskveðja vegna
200 ára afmælisins.
Stefnuyfirlýsing framkvæmdar-
innar í Borgarskála er vel tíunduð
á bls. 10 í heildarskránni og hljóðar
svo: „Um völundarhús handa öll-
taugavegi 27 • Sími 19660
um____Draumurinn um að • geta
gengið inn í málverk, póstkort,
kvikmyndir eða einfaldlega huga
annarra. Draumurinn um að vera
umvafinn draumnum. Lykt, ilmur,
litir, skuggar, form, áferð, raddir,
tónar, hljóð úr runnaþykkninu og
hreyfing. Allt sem setur saman
heiminn er tilbúið að taka við þér.
Þú átt von á öllu og það á von á
þér. Þú ert lykt, hreyfíng, litir,
skuggar, form ... Þú ert allt...
Leyfðu þér að renna saman við allt,
leyfðu öllu að renna saman við þig.
Saman myndið þið völundarhúsið
og eruð á rölti um það um leið. Þið
skoðið myndirnar, hlutina og þeir
ykkur. Þið eruð á sýningu, myndir
á sýningu, á hreyfingu. Þið eruð
til sýnis, göngulag ykkar er dans!
Raddir ykkar eru ekki til nema
aðrir heyri þær! Látið heyra í ykk-
ur, dansið, skoðið og skoðist. ..
Draumurinn um að geta gengið
inn í hús í Reykjavík og út úr því
í Reykjavík og vakna svo í mál-
verki, póstkorti og ganga svo í
svefni út úr húsi og svo framvegis
mun það ganga . . .“
Þessi yfírlýsing eða „manifest"
eins og það heitir í útlandinu, er
góð og gild, en naumast fersk, —
hvorki að hugmyndafræðilegu inn-
taki né framkvæmd. Þetta eru
einföld sannindi, sem kennd eru í
einhverri mynd í hveijum einasta
listaskóla, sem stendur undir nafni
— þetta, að taka eftir umhverfmu
og vera virkur og opinn í því, —
láta dauða hluti tala og bregða
nýju ljósi yfír gömul sannindi.
Þegar gengið er um þetta völund-
arhús, sem í raun á fátt sammerkt
með skilningi, sem menn leggja í
slík hús, hefur maður öllu meira á
tilfinningunni, að maður sé staddur
í risavaxinni ruslakompu, sem verið
sé að innrétta, — og að menn séu
hér rétt byrjaðir.
Myndir á gólfí, veggjum og í
tjöldum eru í óskipulegum hræri-
graut og mun þó ekki með öllu
vera að sakast við það fámenna lið,
er kom sýningunni upp.
Flestir sýnendur voru víðs fjarri
og sýndu engan metnaðarfullan
áhuga á því, að hér væri vel staðið
að verki, stóð eiginlega alveg á
sama um framkvæmdina, að mér
hefur verið sagt.
Hér er ef til vill rétt einu sinni
á ferð ákveðinn hópur fólks, sem
hefur það að meginatriði að koma
saman undir merkjum listrænna
athafna og leika sér — listrænasta
athöfnin er þá vísast hve frábær-
lega útsjónarsamt þetta fólk er að
kría út stuðning og styrki til at-
hafnasemi sinnar.
Tek hér fram, að hér á ég einung-
is við myndlistina, sem er það svið,
er ég þekki best til.
REYKJAVÍK
18.-27. JÚLÍ
HÁTlÐ MEO NORRÆNUM
LISTAMÖNNUM OG SKEMMTIKRÓFTUM
Á 200 ÁRA AFMÆLI BORGARINNAR
Vafalítið er það ótrúlega gaman
að taka sjálfur þátt í slíkum gjöm-
ingum og ekki sé ég eftir styrkjum
til ungs fólks. En til sýningarhalds
eru gerðar nokkrar kröfur af þeim,
er sækja þær — þær eru eitthvað
annað og meira en að vera einung-
is til málamynda.
Hafi menn svo ætlað annað í
upphafí, þá virðist það hafa mistek-
ist í þetta sinn.
Margt er orðið svo útþvælt og
margtuggið, sem getur að líta á
þessari sýningu, að það líkist einna
helst klisjukenndri íhaldssemi, —
og það forhertri íhaldssemi.
Þá hafa sum verkin á sýningunni
verið sýnd áður, og raunar virðist
flest á sýningunni hafa verið sýnt
margoft áður, og hið grófasta og
klúrasta vekur fremur vorkunn um
sálarástand viðkomandi en hneyksl-
an — þá er stutt í það, að botninum
sé náð.
Af þeim mörgu hrúgum, sem ég
sá á gólfinu, þóttu mér ruslhrúgum-
ar í engu gefa eftir alvörulistaverk-
unum og hér er falinn viss
sannleikur. í öllum úrgangi, eða
„moyens pauvres" líkt og það nefn-
ist í listasögunni, er falin viss
fegurð, t.d. er litur brauðmyglunnar
mjög fagur og kúamykjuna ber fag-
urlega við grængresið. Brotajám
og bíll keyrður í klessu getur haft
yfír sér mikla sjónræna fegurð.
Ósjálfráðar höggmyndir náttúmnn-
ar og öll hin svonefnda duttlunga-
list, sem víða kemur fram í
formunum náttúmnnar, era og
hrífandi staðreyndir og allt þetta
er hluti allífsins. En það þýðir lítt
fyrir fólk, sem hefur ekki tilfmningu
fyrir þessu og hefur heldur ekki
þroskað með sér tilfinninguna fyrir
því að hrífast með sköpunarverkinu,
að búa til slíkar formanir eftir ein-
hveijum kenningum magaveikra og
fúlla listsagnfræðinga. Menn verða
einfaldlega að upplifa og meðtaka
sköpunarverkið sjálfír.
Auðvitað má finna ágæt verk
innan um á sýningunni, ef vel er
leitað, en þau njóta sín ekki — líður
einfaldlega illa.
En þá er það von mín, að höfund-
unum hafi liðið þeim mun betur.
Bragi Ásgeirsson
NÝTT SlMANÚMER
9-11-00
oj Gabriel
1gHÍ HÖGGDEYFAR
í MIKLU
ÚRVALI
G ”
SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 -8 47 88