Morgunblaðið - 24.07.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.07.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 19 hefur nákvæmlega sömu skoðun og ég að þessu leyti, en leggja mig í einelti," spurði hann einnig. Gártner sagði frá því er hann kom fram í vinsælum viðtalsþætti þar sem ekkert var minnst á kven- presta, heldur ýmis önnur áhuga- mál hans svo sem íþróttir og réttindabaráttu fólksins í Suður- Ameriku. Eftir þann þátt fékk hann fjöldann allan af bréfum og upp- hringingum þar sem fólk tjáði honum undrun sína og sagði sem svo: „Þú ert þá bara ósköp geð- þekkur og eðlilegur náungi eftir allt saman." Hann tók þetta sem talandi dæmi um mátt fjölmiðla. Afstaðan til tengslanna milli ríkis og kirkju voru annað dæmi sem hann tók um áhrifavald flölmiðla þegar um er að ræða skoðanamynd- un. Nú eru fjölmiðlar jákvæðari í garð aðgreiningar þessara stofnana en áður og taldi hann að í náinni framtíð yrði þetta mál tekið aftur upp og mundi þá komast eitthvað lengra áleiðis en þegar það var síðast á dagskrá. Finnska kirkjan framarlega Ýmislegt fleira kom fram á þess- ari ráðstefnu sem ástæða er til að gera grein fyrir. Má þar t.d. nefna greinargerð um þær tilraunir og áætlanir sem Finnar eru að gera um aukinn þátt fjölmiðlunar í safn- aðarstarfi lúthersku þjóðkirkjunn- ar. Finnska kirkjan hefur frá upphafí sjálf séð um trúarlegt efni í útvarpi og sjónvarpi og hefur hún því yfír að ráða þekkingu og reynslu á þessu sviði sem kemur systur- kirkjunum á hinum Norðurlöndun- um að gagni. Það er einkum athyglisvert hvernig kirkjan styður við bakið á söfnuðunum sem taka þátt í sendingum svæðisútvarpsins og gera sjálfstæða þætti í samvinnu við önnur kristin trúfélög og sam- tök. í Finnlandi hefur hvert próf- astsdæmi sérstakan fréttafulltrúa sem sinnir þessum málum. Sr. Bemharður Guðmundsson sagði í stuttu viðtali við tíðinda- mann Morgunblaðsins að þetta væri í sjötta skiptið sem fréttastjór- ar kirknanna hittust á slíkum ráðstefnum og þær væru haldnar á tveggja ára fresti. Þessar ráðstefn- ur eru mjög lærdómsríkar þótt við íslendingar getum vart borið okkur saman við hinar Norðurlandaþjóð- imar. Upplýsingamiðstöð sænsku kirkjunnar hefur t.d. yfír að ráða um 20 manns auk þess sem hópar fólks vinna að þessum málum í hveiju biskupsdæmi og stærstu söfnuðunum. Finnar em sérstak- lega langt á veg komnir í því að nýta sér Ijölmiðlatæknina í þágu kirkjunnar, sagði Bernharður að lokum. MAMMA OG PABBI -HER ER DRAUMUR ALLRA KRAKKA! á IMrfttÍJi. í BEAUMONT SUMARBIÍDUNUM Á BRETLANDI KYNNAST KRAKKAR GÓDUM FÉLÖGUM.LÆRA ENSKU OG Höfundur starfar við háskólann i Lundi í Svíþjóð og er fréttaritari Mbl. OG ÓTAL MARGT FLEIRA Urval kynnir skemmtilega nýbreytni í terðalögum barna og unglinga; glæsilegar sumarbúðir á Bretlandi þar sem sameinuð er vönduð kennsla í ensku og heilbrigð iðkun margvíslegra tómstunda tii gagns og gamans. Við bjóðum upp á sumar- búðir víðs vegar um Bretland allan júlí og ágúst fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 7-17 ára. Sérstök athygli skal vakin á búðunum í GRESHAM fram til 16. ágúst og eftir það í LIME HOUSE. Mögulegt er að dvelja í búðunum í allt að 4 vikur og við mælum hiklaust með að dvölin verði ekki styttri en 2 vikur svo fullt gagn verði af ferðinni. Starfsfólk sumarbúðanna sækir börnin á Heathrow flugvöllinn í London alla föstudaga og laugardaga og koma þeim aftur á flug við heimför. i búðunum fá börnin mjög alúðlega aðhlynningu og þess vandlega gætt að þau séu aldrei án umsjónar starfs- manna. Hægt er að velja sér áhugamál og raða saman dagskrá að óskum hvers og eins. Fullt fæði fylgir. Innifalið f verði: Flugfar Keflavík - London - Keflavík. Akstur milli flugvallar og sumarbúða við komu og brottför. Dvöl í sumarbúðunum Í1,2,3 eða 4 vikur með fullu fæði. Kennsla í ensku og margvísleg tómstundastörf. Hafið samband við okkur sem fyrst og fáið vandaðan bækling á íslensku með öllum frekari upplýsingum. Einnig eigum við myndbands- spólu frá stöðunum. Verðskrá: 7-11 ára 12-17 ára 1 vika 15.605,- 19.835,- 2 vikur 24.980,- 29.710,- 3 vikur 32.980,- 37.710,- aukavika 8.200,- 8.700,- Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900. FBNMSKRlPSTOfíiN ÚRVAL G0TT FÓLK / SÍA Caltalækjarskógiet%r»ei9in
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.