Morgunblaðið - 24.07.1986, Page 20

Morgunblaðið - 24.07.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Þijú barnanna, Vanessa, Enelda og Gilberto litli, en hann er aðeins tveggja ára og eini strákurinn á heimilinu, vegna þess að húsrými er of lítið til að halda kynjunum aðskildum. L BarnaheimiUð í Sabanitas í Panama. Myndin var tekin í júní í sumar, en þá var búið að gera talsvert við húsið, mála það og setja gler í glugga á jarðhæð. Fósturmóðir fimm- tán barna í Panama Miriam Óskarsdóttir, kafteinn í hjálp- ræðishernum, segir frá reynslu sinni Miriam Óskarsdóttir heitir kona, rúmlega hálfþrítug að aldri, fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjónanna Óskars Jónssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Það óvenjulega við hennar lífshlaup er að hún hefur ekki aðeins verið virk frá barnæsku i Hjálpræðishemum, heldur hefur hún varið síðustu tveimur árunum í að sjá um barna- heimili á vegum hersins í Panama í Mið-Ameríku. Hún féUst á að segja blm. Morgunblaðsins frá reynslu sinni. „Það má eiginlega segja að ég sé fædd inn í þetta," sagði Miriam. „Ég var fyrst yngri liðsmaður en varð fullgildur liðsmaður, hermað- ur, 1974. Nú er ég kafteinn. Ég var í Noregi í nokkur ár, fyrst 1981- 82, svo heima 1982-83 og svo aftur í Noregi 1983-84. Þar vann ég m.a. á upptökuheimili fyrir böm. Ég fór svo til Panama haustið 1984. Þar átti ég fyrst að starfa í flokki eða söfnuði, en ég var strax send, til að reka bamaheimili, vegna þess að forstöðukonan hafði veikst. Það er á stað sem Sabanitas heitir, skammt frá Colon sem er næst- stærsta borgin í Panama, á eftir Panama-borg sjálfri. Þetta er hálf- gert dreifbýlissvæði. Það er skógur öðmm megin en sveitabyggð hinum megin við okkur. I Sabanitaz er stórmarkaður, lögreglustöð, lyfja- búð, heilsugæslustöð og bankaútibú. Skólar em svo í ná- grenninu og strætisvagnar ganga til Colon. Þeir em ekki mjög ábyggi- legir. Þeir em reknir af einkaaðila og ganga stundum og stundum ekki. Börnin og heimilið Bamaheimilið er í einu húsi þama sem er tvflyft steinhús. Held- ur var það hrörlegt þegar ég kom en töluvert hefur verið gert við það síðan. Það var málað og okkur var gefíð gler í gluggana á jarðhæð- inni, en trégluggar em á efri hæðinni. Hjálpræðisherinn erlendis og Lionsmenn stóðu að þessu. Samt vantar okkur tilfínnanlega nýtt hús. Við höfum orðið að taka bara stúlk- ur á heimilið af því að húsplássið hefur ekki leyft annað. Við höfum ekki aðstöðu til að halda kynjunum aðskildum. Það er að vísu einn tveggja ára strákur hjá okkur núna, en framtíðardraumurinn er hús þar sem hægt er að hafa bæði stráka og stelpur. Eins og er höfum við bara tvö svefnherbergi fyrir bömin. í öðm sofa yngri bömin í kojum en hitt hafa alltaf tvær elstu stelp- umar. Núna em 10 böm, en í vetur vom þau 15, á aldrinum tveggja til átján ára. Við emm tvær með heimilið, ég og Elsy Mosquera kafteinn. Hún er svört, _ 28 ára gömul frá Kólombíu. Ég hef kennt bömunum handavinnu og ensku og einnig nokkmm utanaðkomandi ensku gegn gjaldi. Það hefur hjálpað dá- lítið til með fjárhaginn. Bömin ganga í skóla í nágrenn- inu, þau yngri í bamaskóla en þau eldri í gagnfræðaskóla. Þau hafa nóg að gera við skólann, heimanám- ið og að hjálpa til við heimilisstörfin. Það er einn helsti kosturinn við bamaheimilið í Panama umfram norska bamaheimilið, það er of margt starfsfólk _þar að stjana í kringum bömin. I Panama hjálpa þau til. Þau fá hvert sitt verk að vinna og þau skiptast á verkum á fjögurra til sex vikna fresti. Þau eldri þurfa að leggja af stað í skólann eldsnemma á morgnana. Þau em í skólanum frá kl. sjö á morgnana til kl. eitt eftir hádegi. Hin yngri em í skólanum frá há- degi til kl. sex. Bekkimir em of stórir og hver nemandi fær litla athygli hjá kennaranum. Þá er heimanámið mikið og bömin þurfa mikla hjálp. Kennaramir kvarta undan því að margir foreldrar hjálpi bömunum ekki nóg. Það er skólaskylda í Panama, frá 6 ára til 15 ára aldurs, en samt er töluvert ólæsi í landinu. Það er dýrara að hafa böm í skóla þar en hér. Fólk þarf að kaupa skólabún- inga, bækur og hvaðeina sem til skólagöngunnar þarf. Því em marg- ir mun seinna á ferðinni í skólunum en þeir ættu að vera. Margir hafa ekki efni á þessu og margir indján- ar koma bömunum sínum til okkar til að tryggja þeim einhveija mennt- un. Annars em skólamir ágætir og kennaramir þokkalega inenntaðir, en ríka fólkið sendir böm sín í einkaskóla. Bömin koma til okkar af ýmsum ástæðum. Sumum er komið til okk- ar af yfirvöldum, nk. bamavemd þeirra, vegna slæmra heimilisað- stæðna. Onnur koma til okkar vegna fátæktar, sum hafa misst annað foreldrið og hitt getur ekki séð um það, enn önnur hafa misst báða foreldra sína, og nokkur, aðal- lega indjánaböm, koma vegna þess að foreldramir geta ekki framfleytt bamahópnum. Við reynum að láta þau halda sem mestu sambandi við foreldrana, og sum hverfa heim ef heimilisaðstæður skána. Annars fara þau við 18 ára aldur, en við rekum engan frá okkur. Óskemmtilegur bókaormur Bamabólusetningar eru ókeypis. Heilsugæsla er að öðm leyti þokka- leg ef maður hefur peninga. Það eru bæði til læknar með einkastofur og læknar á vegum hins opinbera. Þeir opinberu em ókeypis en það er mjög erfítt að komast að og þess vegna talið ráðlegt að mæta snemma ef menn vilja komast að þann daginn. Það er til almanna- tryggingakerfí, seguro social, en aðeins hluti íbúanna á aðild að því, þ.e. þeir sem geta borgað til þess, en ef menn eiga aðild fá menn t.d. öll lyf ókeypis. Heilsufar er að öðm leyti misjafnt eins og við er að búast. Malaría hafur gert vart við sig í seinni tíð. Moskítóflugur em nátt- úmlega út um allt, en maður venst þeim fljótt. Þetta er í hitabeltinu og regntíminn er talinn standa í níu mánuði á ári, en ekki er rigning alla dagana. En ef rignir getur hann rignt svo um munar. Það hafa orðið mannskaðar vegna flóða nýlega. Annars hefur mér líkað vel við Iandið, þrátt fyrir að hafa fengið eiturslöngu í heimsókn. Við getum ekki skilið hvemig hún komst inn því að herbergið mitt er á annarri hæð. Ég er fegnust því að vart varð við hana áður en hún náði að fela sig. Ein af stúlkunum var send upp að ná í eitthvað, og hún varð vör við hana og æpti upp yfír sig. Hún hentist niður og sagði frá. Við kölluðum til hjálp og menn komu að úr nágrenninu og leituðu í her- berginu. Ifyrst fundu þeir ekki neitt og héldu menn að það hefði ekki verið neitt þama, en svo fundu þeir hana í felum bak við bækumar mínar, og unnu á henni. Síðan þá hef ég haft flestallar bækurnar mínar pakkaðar niður í kassa. Miriam Óskarsdóttir og Elsy Mosquera (lengst til hægri) ásamt flest- um böraunum í sjónvarpsstofunni á barnaheimilinu. Börain era alls staðar að úr Panama og af flestum kynþáttum og blöndum. Fátækt og glæpir Fólkið í nágrenninu við okkur hefur svona í sig og á en ekki miklu meira. Það er gífurlegt atvinnuleysi í Panama og töluverð eymd. Bæði hafa myndast fátækrahverfí í Col- on-borg og einnig eru sumir indján- amir til fjalla alveg bláfátækir. Ríka fólkið í landinu býr aftur á móti margt í Panama-borg. Víða til sveita er allt mjög vanþróað, en í borgum og bæjum eru lifnaðar- hættir eins og á Vesturlöndum. Hjálpræðisherinn er með margvíslega starfsemi í landinu, þótt ekki sé hann mjög ljölmennur. Flokkamir eða söfnuðimir eru með matargjafír. Súpueldhús eru tvisvar í viku, og getur fólkið tekið mat með sér heim. Þá eru fatagjafír auk jólaúthlutunar, og einnig em reknir forskólar og blindraskóli og elli- heimili. Önnur samtök sem eru með hjálparstarf eru m.a. Rauði kross- inn, Lionsmenn og SOS, samtök sem m.a. reka svokallaða barnabæi, sem em ágæt upptökuheimili fyrir böm. Fátæktin er mikil og það sést greinilega í Colon. Þar hefur fólk sest að í heimildarleysi í yfírgefnum húsum í eigu borgarinnar, sem á að rífa. Þetta fólk greiðir ekkert fyrir þetta og fær enga þjónustu. Þessum húsum er ekkert haldið við og em sum orðin hættuleg. Nýlega létust þijú böm þegar svalir hmndu af húsunum. Hjálpræðisherinn hef- ur aðsetur í samskonar húsi, sem er haldið við og það er auðséður munurinn þar sem þessi hús standa hlið við hlið. Fátæktin kyndir undir allskyns glæpastarfsemi. Maður sér t.d. vopnaða herlögreglumenn á verði í stórmörkuðunum og á öðmm stöð- um þar sem eitthvað fémætt er að hafa. Aftur á móti em færri vopnað- ir verðir á útimörkuðunum, þar sem fólk kaupir ferskt grænmeti o.þ.h. Við urðum fyrir barðinu á þjóf- um. Þeir bmtust inn í skrifstofuna hjá okkur og stálu öllu fémætu, þ. á m. vasareiknivél, saumavél, litlu sjónvarpi, ritvél með íslenska stafrófínu og öðm sem þeir gátu selt. Ég er því fegnust að enginn skuli hafa vaknað og farið niður, því þá er aldrei að vita hvað hefði getað gerst. Það vom rimlar fyrir öllum gluggum, en þeir höfðu verið með stórar klippur og klippt þá í sundur. Af þessu ályktaði lögreglan að hér hafí atvinnumenn verið að verki. Þá vomm við með hunda, en þeir geltu ekki. Panamahundur sem við áttum var nýbúinn að eignast hvolpa, og var mikið hjá þeim. Þetta hafa þeir líklega vitað og því höld- um við að þama hafí einhveijir hjálpað til sem þekktu til staðhátta. Kynþáttunum kemur ágætlega saman íbúar Panama em mjög blandað- ir. Þeir tala um hvíta, svarta, gula og indjána, en flestir em blandaðir. Fáir em alhvítir, þeir em flestir einhverskonar blendingar, mest við

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.