Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Bílamir voru beinlínis hallærislegir Frá ferð Geðdeildar 11 til Hollands Þó kl. 4 að morgni sé óguðlegur tími til að vakna á, þá gekk það framar öllum vonum, jafnvel fyrir syfjaðasta fólk: nú var ævintýrið loks að hefjast. Við vorum búin að safna fyrir því í allan vetur, með öllum tiltækum ráðum. Höfðum bakað pizzur í hundraðavís, tertur og smákökur, og selt, m.a. fyrir jólin. Við bjuggum til fallegustu áramótahattana í bænum, máluðum þá allavega lita og skreyttum með borðum og heimatilbúnum pappírs- blómum þannig að þeir runnu út eins og heitar lummur. Við seldum hrossatað og keyrðum í garða, héld- um flóamarkaði, m.a. einn i úrheliis- rigningu í miðju Austurstræti, héldum vísnakvöld og fleira og fleira. Og nú vorum við loksins að uppskera árangur erfiðisins: 30. maí var runninn upp og endur- hæfingardeildin, Geðdeild 11, að að vera að vaxa vængir undir farar- stjórajökkunum. Takk strákar, þið vonið frábærir. I Hollandi bjuggum við á sumar- húsasvæðinu Kempervennen. Við vorum 6 í hveiju húsi; 4 vistmenn og 2 starfsmenn. Eftir að hafa kom- ið sér fyrir fór fólk að kynna sér svæðið, ná áttum, kaupa í matinn o.þ.h. Bara það að kaupa í matinn var æði. Maður gat fengið allskonar grænmeti og ávexti fyrir lítinn pen- ing — hvað segiði t.d. um 1 kfló af glænýjum jarðarbeijum fyrir 80 krónur? Að ekki sé nú minnst á pylsumar og ostana. Enda áttum við eftir að sjá það á skoðunarferð- um okkar um Holland, að þar eru beljur út um allt. Svo til allir leigðu sér hjól í Hol- landi (restin fékk að prófa hjá hinum). Sumir höfðu greinilega æft sig í laumi áður en lagt var af stað skóglendi, þá er þama t.d. sú æðis- legasta sundlaug sem við höfum kynnst. Á sundlaugarbakkanum eru Ijósabekkir, gufubað, renni- brautir (ein 70 metrar að hæð), leggja af stað í hálfsmánaðar Hol- landsferð. Með fóm allir vistmenn á deildinni og nokkrir fyrrverandi vistmenn, auk nokkurra starfs- manna, og var aldursdreifíng á bilinu 18—60 (að auki fylgdu 2 makar með böm, þannig að aldur- inn fór niður í 4 ár). Þó deildin hafi ætíð ferðast mikið innanlands, þá var þetta í fyrsta skipti sem hún réðst í utanlandsferð. Margir í hópnum vom að fara út í fyrsta skipti — jafnvel vom sumir að fljúga í fyrsta skipti á ævinni. Skal því engan undra þó tilhlökkunin væri oft blandin kvíða. En — nú var of seint að hætta við, ljósmyndari frá DV beið eftir okkur til að taka mynd, og síðan staflaði Pétur bflstjóri okkur og farangrinum upp í rútuna og tryllti af stað til Kefla- víkur með hópinn. Allt gekk vel, og öll náðum við að smakka á bjóm- um forboðna, áður en við klifmðum upp í vélina og síðan í loftið. Fyrir utan tollinn í Schiphol (flugvellinum við Amsterdam — nafnið þýðir ekki Skiphóll, eins og Hafnfirðingamir í hópnum héldu, heldur skipahola, skv. upplýsingum fararstjóranna) biðu Kjartan, Karl og Einar, fararstjórar Samvinnu- ferða — Landsýnar, en á þeirra vegum ferðuðumst við. Er eins gott að taka það fram strax hér, að þeir tóku vel á móti okkur, og studdu okkur með ráðum og dáð allan tímann, svo vel, að þeim hljóta að heiman, gátu m.a.s. sleppt hönd- um og fótum án þess að detta. Aðrir höfðu aldrei sest á reiðhjól áður, a.m.k. ekki síðan í fyrstu bekkjum barnaskóla, og vom fyrstu dagamir allglæfralegir, margar ferðir enduðu inni í mnna (hjól og knapi kannski sitthvomm megin við mnnann) og ekki hægt að kenna blómaáhuga um, og a.m.k. einn lenti í því að steypast niður í skurð og fá svo hjólið á eftir sér. Af ein- tómri illgimi verðum við að taka fram, að þetta var læknirinn ... Hann lærði þó fljótt eins og hinir, og fyrr en varði, var orðið minnsta mál í heimi að hjóla niður til næsta þorps, Valkenward, til að kíkja á útimarkaðinn, krá eða diskótek, eða bara til að versla. Kempervennen-svæðið fannst okkur algjör paradís. Fyrir utan ótal fallegar hjólaleiðir gegnum „Knapinn á hestbaki er kóngur um stund. Kórónulaus á hann ríki og álfur“ kvað Einar Benediktsson í kvæðinu Fákar. f Hollandi getur þetta vel átt við venjulegt gíralaust reiðhjól. Reið- hjólið er hið fullkomna farartæki, félagi, vinur og sjálfstæðistákn. í Kemperfellen fengu bílar aðeins að aka með 15 km hraða. Þar voru það bíiarnir sem voru fyrir hjólandi eða gangandi fólki en ekki öfugt. Bílarnir voru beinlínis hallærislegir. heitir nuddpottar, barnalaug með alls kyns tækjum, plöntur og bar. Já, alvöm bar, þar sem hægt var t.d. að fá bjór, ís eða franskar. Sundlaugin er yfirbyggð með sveig- um úr timbri og gleri. í henni em ótal gosbmnnar og öðm hvom „öldugangur“, en ef fólk vill frekar busla undir bem lofti getur það bara synt út í gegnum smá loku, og þá tekur við útilaug og grænar grandir. Okkur hafði að sjálfsögðu verið sagt frá dásemdum laugarinnar. Og í laugina var bmnað. — En þama er enginn smá munur frá íslensku laugunum, sem við rákum okkur óþyrmilega á. Þarna vom merktir karla-skiptiklefar og kvenna-skiptiklefar og skiptum við okkur að sjálfsögðu í þá eftir kyni. Skyldum við ekkert í rápi fólks af gagnstæðu kyni í gegnum klefana, og fannst það hálf óþægilegt. Það var þó ekkert hjá því, þegar maður tók handklæði, sápu og sundföt undir arminn og þrammaði i sturt- umar. Þar vom bara 4 sturtur, opnar út í laug, og stóðu þar saman karlar og konur í SUNDFÓTUNUM og eftir fyrsta furðusvipinn glottu margir að fáti mörlandans. Kempervennen hefur upp á ótal margt að bjóða — það sem kannski var vinsælast (fyrir utan hjólin og laugina) var keiluspil, eða bowling. Kúlunni var ekki alltaf kastað eftir kúnstarinnar reglum, og minnti þetta stundum frekar á kúluvarp en keiluspil, en það var ótrúlegt hvað tókst oft að hitta margar keil- ur. Þá vom bátarnir vinsælir, bæði árabátarnir og „hjólabátamir". Vom famar kappsiglingar, þar sem fólk beitti öllum ráðum til að vinna. Sumir gerðust meira að segja svo hugaðir að prófa seglbretti — en eyddu meiri tíma undir þeim en ofan á — þó montið vantaði ekki eftir á___ Á kvöldin var farið á krá eða diskótek, nú eða bara setið heima, kveikt upp í aminum og rabbað eða horft á sjónvarpið. Stundum feng- um við heilar andaijölskyldur í heimsókn, en af öndum var krökkt á síkjunum þama allt í kring. Átu þær brauð úr höndum okkar og dmkku vatn úr bolla, væri þeim boðið. Áttum við því ekki von á neinu, þegar risastór svanur (skv. fyrstu lýsingum var hann að um- fangi sem meðal rolla, en síðustu sagnir herma að hann hafi verið á stærð við kvígu) gerði sig heima- kominn og lét ófriðlega. Eftir að hann hafði rekið liðið úr fyrstu húsunum á flótta var reynt að blíðka hann með brauði í einu hú- sanna, og síðan var honum færður vatnsbolli að auki. Æstist hann þá allur, hvæsti rosalega og gerði sig líklegan til að bíta nefið af velgerð- Endumar gerðu sig heimakomnar — og voru kurteisari en svanurinn. Dæmisaga úr endurhæfingu Við getum hugsað okkur tæp- lega þrítugan karlmann sem ólst upp við óstöðugleika og öryggis- leysi. Hann verður sjálfur óömgg- ur, einrænn. Hann verður fyrir andlegu áfalli sautján ára. Ná- kominn ættingi deyr og hann lokar sig þá af þar til hann er orðinn einangraður og mglaður. Lagður inn á geðdeild vegna und- arlegheita átján ára. Næstu ár dvelur hann meira eða minna á geðdeildum þar sem hann fær fyrst og fremst lyfja- meðferð sem miðar að því að lækna „sjúkdóm". Á milli útskrif- ast hann heim til fjölskyldu þar sem hann er vemlega vemdaður. Hann hefur týnt vinum sínum, liggur fyrir, snýr sér til veggjar. Aðrir sjá um hann og öll hans mál hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Hann hefur leyfi til að vera ósjálfbjarga og smám saman verður ósjálfstæði hans algjört. Þegar Qölskyldan kemst í vand- ræði leggst hann aftur á geðdeild í enn vemdaðra umhverfi en heima. Og sagan endurtekur sig. Meðan á þessu stendur missir þessi ungi maður þá hæfni til daglegrar tilvem sem hann kann að hafa öðlast áður en hann veikt- ist, hæfni sem þarf til að geta lifað venjulegu lífi. Tími í óvirku ástandi getur unnið óbætanlegar skemmdir á hæfni þeirra sem sitja ofvemdaðir á stofnunum eða heima. Endurhæfing miðar að því að ijúfa þetta ferli sem stefnir á hjálparleysi. Forsenda fyrir end- urhæfingu er að sjúklingur hafi þó ekki sé nema vott af vilja til að breyta til. Á endurhæfíngar- deild kemur maður sem kallast geðveikur. í nafni þessa hræðilega „ólæknandi sjúkdóms" hefur hann fengið leyfi samfélags okkar til að aðhafast ekkert sjálfum sér og öðmm til gagns. Hann er maður sem þarf að læra og þjálfast í að gera að eigin fmmkvæði hluti sem flestum þykja svo sjálfsagðir að ekki þarf að minnast á þá. Þar má nefna tannburstun, almennan þrifnað, að hirða fötin sín, að umgangast tóbak, þvo upp, skúra gólf, hirða herbergi sitt o.s.frv. Flóknari hlutir svo sem að læra að kaupa í matinn, stjóma fjár- málum sínum, mæta á vinnustað og þjálfa upp vinnugetu koma síðar, jafnvel eftir útskrift af sjúkradeild yfir á áfangastað. Þegar sjúklingurinn fyrrver- andi hefur náð því stigi að vera orðinn vinnandi maður, sem býr á áfangastað eða í íbúð í bænum og telst ekki veikur lengur, kann líf hans engu að síður að vera innantómt og leiðinlegt þar sem hann hefur týnt félögum sínum og aldrei lært að skemmta sér, fara í ferðalög, sumarfrí eða neitt þess háttar. Slíkt býður upp á nýja uppgjöf. Lífið er ekki bara saltfiskur. Við þurfum hreyfingu, leik og skemmtun þegar við emm ekki að vinna og við þurfum einnig að kunna að njóta félagsskapar. Flestir átta sig á því að þeir lærðu þetta í uppvexti sínum. Þessi hæfni er ekki meðfædd. Sá sem hefur dvalið ungdómsár sín á geðsjúkrahúsi eða snúið sér til veggjar á heimili sínu kann ekki þessa hluti lengur. Ferðin til Hol- lands var einmitt ætluð til að bæta þessum þáttum inn í lífið hjá þeim sem þegar hafði orðið vel ágengt í endurhæfingu að öðm leyti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.