Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 23
23
arkonu sinni. Var flúið inn í hús
og skellt aftur hurðinni og henni
læst og munu þau viðbrögð hafa
bjargað nefinu, því svanurinn gerði
sig líklegan til að fylgja eftir. Vor-
um við ekki vingjamleg við svani
eftir þetta.
Ekki vorum við alltaf kyrr á sama
stað. Við fórum til Antwerpen og
skoðuðum þar dýragarð. Ekki leist
öllum á slöngumar, en fllamir vom
kosnir vinsælustu skepnur dagsins,
enda sníktu þeir óspart sælgæti af
gestunum og sýndu listilega tilburði
við að kasta því upp í sig með ranan-
um. Farið var í lestarferð til
Amsterdam, og var þetta í fyrsta
skipti sem margir svo mikið sem
sáu alvöru jámbrautarlest. Ekki lék
veðrið við okkur þann daginn, úr-
hellisrigning var allan tímann sem
við vomm í Amsterdam, þannig að
þegar við fómm í bátsferð um kan-
alana sást rétt móta fyrir einhverju
í gegnum regnið, sem fararstjórinn
síðan kynnti á 4 tungumálum sem
hin og þessi hús sem einkenna borg-
ina. Verðum við bara að fá að skoða
þetta betur af myndum seinna —
eða þá bara fara aftur til Amster-
dam. Ekki skemmdi veðrið þó fyrir
okkur söfnin, og þótti öllum mikið
til Van Gogh koma, og var ekki
verra að vita að hann hafði verið
stimplaður geðveikur. Þá fór allur
hópurinn í skemmtigarðinn Eftel-
ing. Þar fengum við sól, og
skemmtum okkur konunglega í
leiktækjunum — rússibaninn í Eftel-
ing er algert æði, maður þeytist
ýmist í réttstöðu eða á hvolfi þann-
ig að öllum áttum er tapað og
maður nær ekki andanum fyrir
hlátri — eða skelfíngarópum. En
allir sluppu lifandi — og sumir með
mynd af skelfingarsvipnum á sér í
vasanum. Þarna er líka Þymirósar-
höllin og ýmsar þekktar fígúrur úr
Grimms-ævintýrum, sem við heils-
uðum upp á. Þeir sem vildu taka
því rólega gátu bara sest upp í bát
sem sigldi um undurfögur vötn og
síki þar sem bakkamir vom þaktir
blómum í öllu litrófinu, mnnum og
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Hér heima erum við, a.m.k. sum okkar, vön þvi að fleygja rusli þar
sem við stöndum enda óviða ruslafötu að finna. Svo getur ruslið
okkar fokið um með öðru rusli á götunni. í Hollandi er alls staðar
ruslafata nálæg enda hvergi rusl að sjá. í skemmtigarðinum Efterl-
ing voru ruslakörfurnar beinlínis til prýði eins og sjá má á þessari
mynd. Þetta voru gamlar síldarkörfur, búnar að missa upprunalegt
hlutverk sitt en undu sér vel í skemmtigarðinum og það var ekkert
verið að fela þær.
trjám, og flskar og endur svömluðu
á vatninu og sníktu brauð — flsk-
amir sníktu líka. (Þama vom sem
betur fer engir svanir . ..) Sumir
fóm í 3ja daga Rínarferð, aðrir
fóm í Grand-Holland-ferð og enn
aðrir lágu heima í sólbaði — allt
eftir því hvað hver vildi.
Allt tekur enda — og það gerði
þessi Hollandsferð líka. Þó við hefð-
um gjarnan viljað vera lengur —
sumir þeirra sem hræddastir vom
fyrirfram, töluðu um að ferðin hefði
verið viku of stutt — og hugmyndir
komu upp um að flytja bara deild-
ina út til Kempervennen — þá
snemm við aftur til baka til föður-
landsins. Þó við kveddum staðinn
íslandssýning í
V estur—Þýskalandi
UM þessar mundir stendur
yfir í Frieiburg im Breisgau, yfir-
gripsmikil íslandssýning. Sýn-
ingin, sem er í Náttúrufræðisafn-
inu (Das Museum fur
Naturkunde) var opnuð þann 5.
júlí sl. og eru þar til sýnis íslensk-
ir náttúrugripir, ljósmyndir,
veggspjöld og kvikmyndir. Einn-
ig eru tvær myndlistarsýningar
og fjöldi fyrirlestra.
Myndlistarmennimir sem sýna í
Freiburg era þeir Þorlákur Kristins-
son myndlistarmaður sem sýnir
landslagsmyndir og Helgi Gíslason
myndhöggvari, sem sýnir brons-
myndir. Einnig verða á sýningunni
munir tengdir minningu Jóns
Sveinssonar úr eigu Herder-for-
lagsins í Freiburg.
í tengslum við sýninguna em sem
fyrr segir fyrirhugaðir fyrirlestrar
um ísland og íslensk málefni. Þann
11. júlí sl. hélt dr. Ewald GlÁsser,
prófessor frá Köln, fyririestur með
skýringarmyndum, sem nefndist
„Landschaftsökologische Probleme
Islands in vegetationsgeographisc-
her Sicht“. Hinn 30.júlí nk. mun
Jón Laxdal fjalla um og lesa úr
verkum Halldórs Laxness. 13.'ágúst
heldur Franz-Karl Freiherr von
Linden fyrirlestur með skýringar-
myndum sem nefnist „Island aus
der Vogelschau" og 27. ágúst mun
frú Marita Bergsson flyja fyrirlest-
ur um íslenska ljóðlist á 20. öld sem
hún nefnir „Zeit und Wasser".
Síðasti fyrirlesturinn verður svo
hinn 5. september en þá fjallar hr.
Dieter Wendler Jóhannsson frá
ferðamálaráði Frankfurt um íslensk
ferðamál í dag og þá þýðingu sem
þau hafa fyrir íslenskt viðskiptalíf.
Sýningunni í Náttúmfræðisafn-
inu er einkum ætlað að gefa yfírlit
yflr náttúm landsins, menningu og
sögu þjóðarinnar og hafa starfs-
menn íslenska sendiráðsins í Bonn,
reynt eftir fongum að aðstoða for-
stjóra safnsins, dr. P. Lögler, við
skipulagningu sýningarinnar.
með söknuði, þá kveið enginn fyrir
ferðinni heim — við vomm búin að
prófa þetta allt áður, og það hafði
gengið vel, bæði biðin á flugvellin-
um og flugið sjálft. Þetta var allt
annar og hressari hópur nú en sá
sem lagði af stað að heiman fyrir
tveimur vikum, orðinn heimsvanur
og reynslunni ríkari. Pétur bílstjóri
tók á móti okkur í Keflavík, og nú
er bara að byija aftur að safna
fyrir næstu ferð.
Gunnhildur Fannberg og Ingólfur
Sveinsson tóku saman með aðstoð
Geðdeildar 11.
Laugarásbíó sýn-
ir „Smá bita“
Laugarásbíó hefur hafið sýn-
ingar á kvikmyndinni Smá biti.
(„Once bitten“) en hún er frá
Samuel Goldwyn-fyrirtækinu.
Með aðalhlutverk fara þau Laur-
en Hutton, Cleavon Little, Jim
Carrey og Karen Kopins. Leik-
stjóri er Howard Storm.
Aðalsöguhetjan er 400 ára gömul
greifynja. Hún heldur sér unglegri
með því að sjúga blóð úr hrekk-
lausu fólki, og þá helst ungum og
föngulegum sveinum. Nú er svo
komið að henni hafa verið settir
úrslitakostir. Nái hún ekki að bíta
hreinan svein fyrir allra heilagra
messu mun hún þurfa að lúta sömu
Greifynjan blóðþyrsta læsir klón-
um í væntanlegt fórnarlamb.
örlögum og aðrir dauðlegir menn;
eldast og hröma. Myndin fjallar um
leit greifynjunnar og þjóns hennar
að ungum sveini af réttu tagi; kjm-
þroska og óspjölluðum, en slíkir
piltar vaxa víst ekki á tijánum í
vestrænu nútímasamfélagi.
(Fréttatilkynning)
/MIKLIG4RDUR
MIKIÐ FYRIR LlTIÐ