Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Sólarstrendur Búlgaríu við Svarta hafið: Mikil og ótrúlega vestræn uppbygging ferðamannastaða Mest áhersla lögð á að laða heilu fjölskyld- urnar til Svarta hafsins, en minna lagt upp úr næturlífi og glaumi GREIN OG MYNDIR: AGNES BRAGADÓTTIR BÚLGARÍA er íslendingum ekki kunn, nema að takmörkuðu leyti, og sjálfsagt dettur fæstum í hug þróað ferðamannaland, þegar Búlg- aría kemur upp í hugann heldur miklu fremur tæknilega vanþróað bændasamfélag, undir járnhæl Sovétveldisins. Það síðara er sjálf- sagt rétt í meginatriðum, en það verður að segjast alveg eins og er að nútímaleg og afar vestræn uppbygging ferðamannastaða kom blaðamanni Morgunblaðsins á óvart, er hann lagði leið sína til Búlg- aríu nú fyrir skömmu, ásamt þremur öðrum íslenskum blaðamönnum í boði Balkan Tourist, sem er alstærsta ferðaskrifstofa Búlgariu reyndar að Balkan sögn sú áttunda stærsta í heimi. Hér á eftir verð- ur greint frá því helsta í máli og myndum sem fyrir augu og eyru bar, þegar sumardvalarstaðir Búlgaríu við strendur Svarta hafsins voru heimsóttir. Um tveggja tíma akstur í suður- átt frá Varaa, þriðju stærstu borg Búlgaríu, sem telur 350 þúsund íbúa er Elenite, en það var fyrsti viðkomustaður ferðalanga í þessari for. Ferðaskrifstofan Ferðaval skipuleggur ferðir til Elenite nú í sumar. Elenite er nýjasti sumar- dvalarstaðurinn við Svarta hafíð, má reyndar segja að framkvæmd- um sé ekki að fullu lokið, a.m.k. ekki í nágrenni staðarins, hvað varðar frágang á jarðvegi og gróðri. Engu að síður er Elenite mjög heppilegur Qölskyldudvalarstaður, alveg niður við strönd Svarta hafs- ins og á ugglaust eftir að verða enn skemmtilegri á næstu árum. Þar, eins og raunar á öllum þeim stöðum sem heimsóttir voru, er mikið lagt upp úr huggulegum vistarverum og öllum hugsanlegum möguleikum hvað varðar íþróttaiðkun, hvort sem um er að ræða sérstakar sjávarí- þróttir, eða aðrar. Húsin eru skemmtilega innréttuð raðhús, með góðri verönd og litlum garði og útsýni yfir hafið. Það má segja að blærinn á innréttingum húsanna sé mjög norrænn, og er það kannski ekki að furða, þar sem Búlgarir fengu Finna til þess að byggja stað- inn upp fyrir sig. Teikningar og hönnun hans eru þó búlgarskar, en öll verkfræðivinna og allar fram- kvæmdir voru unnar af Finnum, auk þess sem innréttingamar eru finnskar. auga og hún kærir sig um, eða þannig! Þetta er einstaklega skemmtileg- ur ferðamáti, og algjörlega hættu- laus. Þegar förinni er lokið hægir báturinn einfaldlega á sér, og hetjan svífur hægt og rólega niður á við, og lendir mjúklega í Svarta hafínu og flýtur þar einfaldlega í björgun- arvestinu, þar til bátsstjómendur koma og físka hana upp í bátinn. Mæli með því að allir prófí fallhlífar- svif, því varla er nú hægt að gera gggm:e^rnmr Ferðalangarnir ráðgast við búlg- arska fararstjórann í Elenite. í baksýn sjást raðhúsin sem boðið er upp á sem gististaði. Að svífa í fallhlíf yfir Svarta hafinu í Elenite, sem er ekki eiginlegur byggðakjami Búlgara, heldur ein- ungis ferðamannastaður, er hægt að stunda sjóböð, liggja í sólbaði á ströndinni (betra að hafa sólstóla eða góðar mottur, þvf ströndin er talsvert steinótt) fara á sjóskíðum, fara í hraðbátasiglingu, spreyta sig á seglbrettum og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Ég má til með að greina frá einni „íþrótt" sem ég spreytti mig á í fyrsta skipti, og fannst vægast sagt stórskemmtileg reynsla en það var að svífa yfír Svarta hafínu í fallhlíf. Nú skyldi enginn láta sér detta í hug að hér ritaði einhver ofurhugi, nei, síður en svo. Eins og íþróttin er fram- kvæmd þama í Elenite, er hún á smábamafæri, hvað þá fullorðinna. Leikurinn er í því fólginn að elsku- legir og kennslufúsir Búlgaramir, sem stjóma þessu „apparati" spenna fallhlíf á viðkomandi, á ströndinni, en strengur úr ólum fallhlífarfestingarinnar liggur síðan út í hraðbát sem bíður nokkra tugi metra frá landi. Galdurinn er síðan fólginn í því, að hraðbáturinn gefur hraustlega í, og þá hleypur fall- hlífarhetjan þijú, fjögur skref á eftir bátnum, en tekst að því loknu á loft, og er dregin svffandi yfír Svarta hafínu eins langt út á hafs- Þessi mynd sem tekin er af efstu hæð eins hótelsins við Gullna sand sýnir vel hvemig skógurinn teygir sig alveg niður í flæðarmálið — reyndar er það aðeins 100 metra breið ströndin sem skilur á milli. Sunny Beach stærsti f erðamannastaðurinn við Svarta haf Skammt frá Elenite, eða í um 10 kílómetra fjarlægð, er annar baðstrandarstaður, Sunny Beach (Sólarströndin), sem er jafnframt búlgörsk smáborg. Þar er mikið um hótelbyggingar, ásamt búlgörskum íbúðarhúsum. Hótelin standa í röð- um niður við ströndina, og mannlíf er þar allt mun blómlegra en í Elen- ite, enda um mun stærri stað að ræða — Sunny Beach er reyndar stærsti sumardvalarstaðurinn við Svarta hafíð. Að sögn talsmanna Balkan Tourists sækja um 600 þús- und ferðamenn Sunny Beach heim á ári hverju, sem hlýtur að teljast gott þegar litið er til þess að um 6 milljónir manna sækja Búlgaríu heim árlega, og þar af eru 2 milljón- ir „transit-farþegar". Búlgaramir sjálfír skipta ferðamönnum sínum í tvo hópa frá löndum sósíalismans og frá öðrum löndum. Þeir á Sunny Beach fá mikið af breskum ferða- mönnum ti) sín á ári hveiju, en síðasta ár voru Bretar þar 32 þús- und. Jafnframt þessu fá þeir fjölda Norðurlandabúa til sín árlega, og segja að Norðurlandaþjóðimar sæ- kist mikið eftir sólarströndum og hitanum við Svarta hafíð. Ferða- mannaiðnaðurinn er mjög mikilvæg atvinnugrein í Búlgaríu og verður stöðugt mikilvægari, þar sem Búlg- arar eru að reyna að byggja upp nútímalegar atvinnugreinar, sem krefjast ekki alit of mikils mann- afla. Á síðastliðnu ári var ferða- mannaiðnaðurinn í 6. sæti í Búlgaríu, hvað varðar öflun erlends gjaldeyris. Búlgarar segja það enga tilviljun að Sunny Beach sé gjaman nefnd „Bamaparadísin", og að líkindum er það alveg hárrétt fullyrðing hjá þeim, þar sem boðið er upp á hvers konar afþreyingar-, íþrótta- og leik- aðstöðu fyrir bömin, en þeir full- orðnu ættu einnig að fínna ýmislegt við sitt hæfí, þegar drolli á strönd- Nessebur eru rústir yfir 40 kirkna frá miðöldum, og er áhersla lögð á varðveislu þeirra. Skemmtileg andstæða við lífið í þessum líflega fiskimannabæ. alvörufallhlífarstökkvumm þá skömm til að kalla þetta stökk. Elenite hefur þjónustumiðstöð, þar sem eru sundlaug, allskonar íþróttaaðstaða, þrekþjálfunarstöð, veitingastaður, diskótek, verslun, móttaka og fleira. Það sem kom venjulegum íslendingi einna mest á óvart í Elenite að kvöldi til, var kyrrðin sem var yfír staðnum strax uppúr kl. 22. Það mátti næstum heyra saumnál detta úti fyrir, en þegar inn í diskótekið var komið, var annað uppi á teningnum. Að mínu mati heldur rólegt, en sjálf- sagt af mörgum mjög eftirsóknar- verður kostur í sumarfríinu. Fyrir utan þjónustumiðstöðina í Elenite.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.