Morgunblaðið - 24.07.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
27
Hestamennirnlr þrír: (frá vinstri) Þór Guðmundsson, Ólafur B. Schram og Vigfús Magnússon.
Morgunblaðið/Einar Falur
í Jökuldal. Frá Brú var riðið yfir
Jökuldalsheiði að Möðrudal. Frá
Möðrudal var fylgt þjóðleiðinni að
Mývatni, en frá Skútustöðum við
Mývatn var farið yfir Mývatns-
heiði að Lundarbrekku og þaðan
yfír Vallnadal yfír í Timburvallad-
al og að Illugastöðum í Fnjóskad-
al. Frá Illugastöðum var riðið yfír
Vaðlaheiði að Kaupangi. Frá
Kaupangi var fylgt þjóðleiðinni
að Silfrastöðum við Héraðsvötn,
en þaðan var riðið beina leið vest-
ur að Mælifelli, inn Mælifellsdal
og í gegnum Kiðaskarð og norður
Blöndudal að Svínavatni. Frá
Svínavatni var riðið suður
Sauðadal, yfír Marhnúpsfjall, suð-
ur Haukagilsheiði og yfír Amar-
vatnsheiði og Hallmundarhraun
að Húsafelli, en þangað komu
hestamennimir síðastliðið mánu-
dagskvöld. Frá Húsafelli var síðan
riðið á þriðjudeginum að Skógar-
hólum að Þingvöllum, þar sem
hringnum lauk.
Leiðangursmenn kváðust á leið
sinni hafa hitt norðlenskan ha-
gyrðing og hefði hann varpað
fram eftirfarandi vísu, og lýsti
hún ferðinni mjög vel.
„Engin skeifa ennþá laus“
Ekki bærist hár á haus,
en höpp af ýmsu tagi.
Engin skeifa ennþá laus
og allt í besta lagi.
Þrír hestamenn á hrmgferð um landið
ÞRÍR hestamenn eru nú um þessar mundir að ljúka
hringferð um landið á hestbaki. Leiðangurinn lagði af
stað í byijun mánaðarins frá Selfossi og síðastliðið
þriðjudagskvöld komu ferðalangarnir að Þingvöllum,
og verður næst áð að Skógarhólum. Blaðamaður hitti
leiðangursmenn að máli, þar sem þeir voru staddir I
Kaldadal, nánar tiltekið við
sýslu og Kjósarsýslu.
Ferðalangarnir þrír eru Vigfús
Magnússon, Þór Guðmundsson og
Ólafur B. Schram og hafa þeir
14 hesta í förinni. Að sögn Þórs
Guðmundssonar fyrirliða hópsins
vaknaði hugmyndin að ferðinni í
fyrra, þegar Reynir Pétur fór
hringferð sína. Að sögn Þórs hef-
ur ferðin gengið mjög vel; veður
hefír leikið við þá nær alla leiðina
og gestrisni og greiðvikni mætt
þeim alls staðar. Hestar eru og
allir ómeiddir.
Að jafnaði hafa hestamennimir
farið 60 km á dag, stundum 80
og síðastliðinn mánudag riðu fé-
lagamir um 115—120 km þegar
þeir riðu eftir svokölluðum Bisk-
sýslumörk Borgarfjarðar-
upsgötum, sem liggja á Amar-
vatnsheiði.
Á ferð sinni í kringum landið
hafa hringfaramir að mestu leyti
riðið meðfram þjóðveginum, en
sums staðar hafa þeir farið aðra
leið en þjóðvegurinn. Á Mýrdals-
sandi var riðið beina leið milli
Hafurseyjar og Skaftártungu og
í stað þess að fylgja þjóðveginum
við Hvalnes, var riðið jrfír Lóns-
heiði. Úr Bemfírði var riðið yfír
Öxi, norður Suðurdal og Skriðud-
al og yfír Hallormsstaðaháls að
Hallormsstað. Frá Hallormsstað
var riðið að Skriðuklaustri og
þaðan yfír Fljótsdalsheiði að Brú
í dag lækkar verð á lambakjöti um 20% í öllum verslun-
um. Því er tilvalið að kíkja inn hjá kaupmanninum og
krækja sér í bita af ljúffengu Qallalambi — eða kaupa
það í heilum og hálfum skrokkum á ótrúlega hagstæðu
verði.
Verölœkkunln gildtr I takmarkaðan tíma.