Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 32

Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Sitthvað af Picasso Vegið Guðrún Helgadóttir, þing- maður Alþýðubandalags, fer hörðum orðum um forystu og starfshætti Alþýðusambands ís- lands — og aðildarfélaga þess — í grein í Þjóðviljanum 20. júlí sl. Staðsetning og umgjörð greinar- innar í blaðinu ber þess glöggan vottinn, að ritstjórum Þjóðviljans hefur verið einkar kært að koma innihaldi hennar sem bezt til skila. Þingmaðurinn er að fjalla um „mál“ Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns VMSÍ og Dagsbrúnar, og notar tækifærið til að hnýta í launþegafélög, sem standa að ASÍ, með þessum orð- um: „Hafa þeir [félagsmenn í launþegahreyfíngu] verið kailaðir tif fundar um mál foringja síns? Ó, nei, þess gerist ekki þörf í þeim herbúðum. Þar ríkir sú fá- mennisstjóm, sem allar ákvarðan- ir tekur á toppnum eftir formúlu samtryggingarinnar, sem hingað til hefur haldið Alþýðusambandi Islands saman. Þar skipta menn með sér völdum eftir einfaldri flokkspólitískri uppskrift . . .“. Félög verkafólks og heildar- samtök þess, Alþýðusamband íslands, eru ekki hafín yfír gagn- rýni frerrtur en önnur mannanna verk. Þessi samtök, sem önnur, verða að þróast í skóla reynslunn- ar og laga sig að þeim breytingum sem umhverfi þeirra, þjóðfélagið, tekur, í framvindu tímans, til að sinna skyldum við umbjóðendur sína og þjóðarhagsmuni sem bezt. A þetta hefur oft verið bent hér í Morgunblaðinu, bæði í ritstjóm- argreinum og aðsendum hugleið- ingum fólks úr hinum ýmsu starfsstéttum. Spjótalög Guð- rúnar Helgadóttur, þingmanns Alþýðubandalagsins, að forystu- mönnum og starfsháttum ASÍ, em annarrar tegundar og þjóna öðmm tilgangi. Þau em angi af innanflokksátökum í Alþýðu- bandalaginu. Þau þjóna þeim eina tilgangi, að því er virðist, að koma höggi á flokksbræður, sem heyra til annarri „trúardeild" í „söfnuð- inum“, ef svo má að orði komast. I þeim efnum virðist tilgangurinn helga meðalið, svo réttlætanlegt telst, að beija á Dagsbrún, VMSÍ og ASÍ. Árás Guðrúnar Helgadóttur á starfshætti í verkalýðsfélögum og ASÍ er fyrst og fremst árás á flokksbræður hennar innan þess- arar sömu verkalýðshreyfíngar. Þeir em helztu mótendur þeirra starfshátta er þar viðgangast. Ekki skal það í efa dregið að starfshættir þessara samtaka geta breytzt til hins betra, og aðASÍ standa efalítið til bóta, en hvers- vegna hefur þingmaðurinn þagað svo lengi þunnu hljóði yfír þeim annmörkum, sem hún telur vera á starfsháttum þeirra? Þögn er sama og samþykki, segir máls- hátturinn. Hversvegna setur hún gagnrýni sína þá fyrst fram er hatrömm innanflokksátök í Al- þýðubandalaginu ná hámarki? Er grein hennar, sem ritstjórar Þjóð- viljans gera svo vel við, aðeins spegilmynd þeirra átaka, út í þjóðfélagið, er standa nú sem hæst milli svokallaðs „verkalýðs- arms“ og svokallaðs „mennta- mannaarms“ Alþýðubandalags- ins? Á einum stað í grein Guðrúnar Helgadóttur bryddir á viðleitni til að bijóta til mergjar, hversvegna kjör og kaupmáttur eru ekki burð- ugri hér á landi en raun ber vitni um. Það er þegar hún gerir því skóna, að við séum að „dragast aftur úr öðrum þjóðum í atvinnu- málum, menntamálum, tækniþró- un og á flestum öðrum sviðum“, eins og hún kemst að orði. Fyrir þessu er flugufótur, þó skoðanir séu skiptar um ástæður. Tvennt er það sem öðru fremur hefur háð framfarasókn þjóðar- innar til betri lífskjara. Hið fyrra er erlend skuldasöfnun, sem að hluta hefur gengið til eyðslu og óarðbærrar fjárfestingar, og tek- ur til sín í greiðslubyrði rúmlega fímmtung útflutningstekna, sem ekki koma til skipta á innlendum kjaravettvangi. Það síðara er verðbólgan, 1971- 1983, sem braut niður innlendan spamað, brenndi kjarabætur jafnharðan og þær unnust, skekkti stórlega samkeppnisstöðu útflutnings- framleiðslu okkar og — það sem verst var — kom í veg fyrir þá atvinnuuppbyggingu, framleiðni- aukningu og hagvöxt, sem ella hefði orðið. Lífskjör felast ekki í kröfugerð og slagorðum, heldur verðmætum sem verða til í þjóðar- búskapum. Þessvegna skilar jákvæð kjarabarátta betri árangri en sú neikvæða til lengri tíma lit- ið. Átökin í Alþýðubandalaginu eru ekki ný af nálinni og naum- ast frásagnarefni lengur. Þegar þau snúast hinsvegar upp í spjóta- lög að Dagsbrún, Verkamanna- sambandinu og ASÍ færist skörin upp í bekkinn. Og þegar atgeirinn í hendi aðfararliðsins er „málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verka- lýðshreyfíngar" er sú sjálfsmynd, sem vinstri sósíalistar hafa verið að mála á striga samtímans, full- búin. Myndlist Bragi Ásgeirsson Um næstu helgi lýkur hinni „óvæntu“ sýningu á málverkum Picassos á Kjarvalsstöðum. Aðsókn- in, sem var lengi vel jöfn og góð hefur minnkað og mun varla mikið meiri en á almennar sýningar. Það hefur spurst út, að fátt sé af úrvals- verkum á ferðinni, myndimar séu ómerktar og jafnvel hafa sumir tek- ið svo djúpt í árinni að nefna þetta afganga eða jafnvel rusl. Hvort tveggja er rangt, því að í sumum myndanna eru snilldartakt- ar og myndin „Madame Z“ er víðfræg og hana er að fínna í mörg- um mikilvægum uppsláttarbókum um líf og iist Picassos. Þá má ugglaust telja ýmsar myndanna forverk og skissur að veigameiri verkum og þann þátt í starfi listamanna skal ekki van- meta, því að hann er mjög áhuga- verður í kynningu og bregður iðulega upp nýju ljósi á starfshætti viðkomandi. Þá eru sem fyrr segir snilldar- taktar í ýmsum myndum og hér kemur ljóslega fram, að ekki geng- ur allt í fyrstu tilraun og að jafnvel meistaramir þurfa að þreifa fyrir sér og erfíða til að ná árangri. Annað mál er, að hið mikla aug- lýsingaskrum og hávaði í fjölmiðl- um kringum sýninguna er hvorki Listahátíð né Qölmiðlum til mikils sóma og enginn heimsviðburður er hér á ferð. Nema að það eitt sé heimsviðburður, að sýningin skuli sett upp svo norðarlega — hér hafa útlendingar orðið hissa og að- streymi þeirra á Kjarvalsstaði er óvenju mikið. Svo menn skilji mig betur þá skal vísað til þess, að svo til allt var dregið fram í lífí Picassos, ann- að en það sem verið er að sýna og það þótti aðallega fréttnæmt hve verðmætar myndimar voru taldar. Auðvitað eru öll skrif um meist- arann vel þegin og sýningin var vissulega tilefni margvíslegraupp- rifjana úr lífí hans en hefði betur mátt vera meira í samhengi við sýninguna sjálfa. Þá er sýningin ótvírætt dijúgur listviðburður hér uppi á íslandi og ég veit að fjöl- margir hafa verið mjög ánægðir að eiga þess kost að kynnast þessari hlið á list Picassos, og sjá þann mikla kraft, sem var í pentskúf hans fram til hins síðasta. Fyrir margar sakir er þessi sýn- ing þannig mjög merkileg og ekki skulu menn spá of mikið í það, að myndimar em fæstar ántaðar. Pic- asso var svo umbúðalaus og afkastamikill listamaður, að það var óhjákvæmilegt að stundum gleymd- ist að árita listaverkin enda er slíkt ekki aðalatriðið og til var t.d. röð frábærra teikninga í eigu fyrmrn sambýliskonu hans, Mariu Theresu Walter, sem allar vom ómerktar. En hann mun hafa merkt allar þær myndir, er hann lét frá sér fara á sýningar eða seldi eftir öðmm leið- um. Þá má geta þess, að ýmsir snill- ingar á sviði myndlistar árituðu (og árita) ekki verk sín, og sumir gera það á bakhlið mynda sinna, því að þeir kæra sig ekki um hina meintu tmflandi og fáfengilegu áhrif slíks krots á framhliðina. Mætti hér nefna allnokkra frægustu meistara listsögunnar — hins vegar gleyma metnaðarfullir viðvaningar þessu atriði miklu síður... Sýningin „Exposition Inatt- endue" kynnir sannarlega enn eina og fyrir suma óvænta hlið á meist- aranum og er því réttnefni, en hann var fjölþættur persónuleiki og hvergi einhamur. Andi Picassos var líkastur ryk- sugu, er sogaði til sín áhrif úr öllum áttum og skildi ekki neinar smá- eindir eftir — og melti svo dustið, svo fram spmttu hinar merkileg- ustu formanir. Líkt og aðrir snill- ingar myndlistarsögunnar þá nærðist hann á hugmyndum ann- arra og jók svo við sínum eigin persónuleika í formi óþijótandi hug- kvæmni. Hér má og koma fram, að Pic- asso var með sanni ein þeirra, er fann hjá sér þörf til að sanka að sér hvers konar dóti, er á vegi hans varð, og venjulegt fólk nefnir msl og drasl. Þetta kemur fram í bók hins nafnkennda menningarmálaráð- herra de Gaulles, André Malraux, sem ber hið margræða nafn „Le tete d’ obsedienne", sem útleggst „Hrafntinnusvarta höfuðið". Þetta höfuð er fomkólumbísk höggmynd, tákn einshvers yfirskilvitslegs, líkast andríkum skeggræðum á milli núlifandi og framliðinna. I gegnum þetta fornsögulegahöfuð í dimmum kjallara Borgarsafnsins í Mexíkó (Mexico Cytis Mueseum) fær lesandinn engan veginn sann- verðugar upplýsingar um lífið hinumegin. Nei, Malraux særir fram hluta af talandi tónlist fram fyrir dauðann sem gegnir lykil- hlutverki í bókinni. Hinn aðdáunarverði Malraux er hér djúpur og torráður og erfítt að fóta sig í þankaveröld hans. Mun skiljanlegri er kafli í bók- inni, sem segir frá heimsókn í vinnustofu Picassos í Rue des Grands- Augustin árið 1944, þar sem Malraux og Picasso skiptust á skoðunum líkast boxurum, er gert hafa samblástur. Bókin flallar mestmegnis um Pic- asso og er einstök í sinni röð. Því að listasagan á engin dæmi um hliðstæð samtöl milli ritsnillinga og myndlistarmanna, t.d. Artentinos og Tizians, milli Victors Hugo og Daumers, milli Emile Zola og Céz- anne. Og Baudelaire talar einungis um Delacroix. En hér höfum við skáldið Malraux og myndlistar- manninn Picasso, og þeir ræða saman sem jafningjar. Frá þessum fundi, eða árekstri, gýs og gneistar af sannindum um tvö grundvallar- lögmál: listin er tjáning hins óþekkjanlega um leyndarmál hlut- anna, sem er ekki hið ytra, og hitt lögmálið er, að list okkar er óað- skiljanleg frá litasafni ímyndunar- innar, sem er draumur hinna tveggja stóru anda. Það er mun auðveldara að lesa samtal Ecker- manns við Goethe og Boswells við Samuel Johnson og svo við lítum okkar nær Matthíasar Johannessen við hvern sem er... Ekki eins háspekilegt, en þó jafn- þýðingarmikil, er heimsókn Mal- raux til ekkjunnar Jaqueline stuttu eftir dauða Picassos. Saman reika þau milli eigin verka Picassos, skúlptúra, uppkasta og rissa. Og leikföng, greinar, furðulegir stein- ar, vogrek, sem ber merki um fangbrögð hafsins og Picasso nefndi „ósjálfráðar höggmyndir" og Jo- hannes V. Jensen kallaði „duttl- ungalit náttúrunnar“. Hið fræga „ég“ Picassos, leitar ekki heldur fínnur, var ef til vill minna gort og meiri undrun. Jaqueline segir, að seglgamsspotti hefði ekki einu sinni fengið að liggja í friði á gólfínu án þess að Picasso tæki hann upp og mótaði eitthvað úr honum. „Skúlp- túr hefur margar sálir,“ sagði hann . .. Jaqueline varð litið yfír þetta forvitnilega dót, óformuðu og um- komuiausu hluti og mælir: „Þið verðið aldrei að skúlptúmm." Þessi yfirþyrmandi krambúð af skrani og drasli, eigin verkum Picassos, og André Malraux í strikum Saul Steinberg (The New Yorker).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.