Morgunblaðið - 24.07.1986, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
LANDSMÓT skáta verður haldið i Viðey dagana 27. júlí
til 3. ágúst nk. Landsmótin eru haldin á fjögurra ára
fresti og hafa verið mjög fjölsótt, bæði af innlendum og
erlendum skátum. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði
að venju og verður hér á síðunni getið hins markverðasta.
Borgar-
dagur-
mn
í TILEFNI af 200 ára afmæli
Reykjavíkur verður á mótinu sér-
stakur Borg-ardagur. Þá fara allir
mótsgestir í opinbera heimsókn yfir
sundin til höfuðborgarinnar í leit
að ævintýrum.
Sundlaugamar verða heimsóttar
og þau söfn sem kunna að vekja
áhuga skátanna. Deginum lýkur
svo með varðeldi í Laugardalshöll.
Að vísu verður enginn eldur, það
gæti valdið vandræðum, en engu
að síður verður varðeldastemmn-
ingin í hávegum höfð. „Varðeldur-
inn“ er opinn öllum borgarbúum
sem vilja skemmta sér á þann sér-
staka hátt sem skátakvöldvökur
bjóða uppá.
Borgardagurinn verður 28. júlí
og þá ætti enginn að láta sér bregða
þótt einkennisbúningar sjáist á göt-
unum. Það verður ekki innrás
heldur kurteisisheimsáokn átta
hundruð skáta úr Viðeyjarlýðveld-
Flokka-
keppni
í LÝÐVELDINU í Viðey verður
eins og á flestum öðrum skátamót-
um háð flokkakeppni. I henni reynir
á samheldni og samstarfsvilja allra
sem í flokknum eru því enginn vinn-
ur flokkakeppni á eigin spýtur.
Flokkamir þurfa að leysa af
hendi mörg krefj'andi verk sem em
auk þess skemmtileg viðureignar
og allir kunna að meta. Til dæmis
eru trönubyggingar, heimsókn á
Metasvæði, þátttaka í Lýðveldis-
leikunum svo eitthvað sé nefnt. Má
búast við að flokkakeppnin verði
einn vinsælasti liður dagskrárinnar
enda skátar miklar félagsverur.
Þjóð-
hátíð
ÞANN 1. ágúst verður þjóðhátíð-
ardagur í Nýja lýðveldinu í Viðey.
Þann dag mun fáni þess blakta við
hún frá Noregi til Nígeríu og um
allan heim leggja skátar hönd á
bijóst sér og hugsa háleitar hugsan-
ir og...
Nei, nei, þjóðhátíðin verður mun
líflegri en þetta. Sett verður upp
skátatívolí og þar verður allt gert
til að skemmta gestum. Boðið verð-
ur uppá bátsferðir, seglbretta-
kennslu og fleira skemmtilegt á
ströndinni en uppi á eynni verða
tjaldbúðimar almenningi til sýnis.
Að kvöldi þjóðhátfðardagsins verður
svo varðeldur með tilheyrandi söng,
glensi og kakódrykkju. Lýkur deg-
Tr- s
j j
.4. ■tJ®
Togast á á metasvæði á skátamóti í Kanada. Slíkt svæði verður á skátamótinu i Viðey.
Margt er til gamans gert á skátamóti. Hér er dansað á línu.
inum með flugeldasýningu sem á
hvorki að gefa eftir þeirri á afmæli
frelsisstyttunnar né þeirri á afmæli
Reykjavíkur.
Þjóðhátíðardagurinn er skipu-
lagður þannig að hann er heppileg-
asti heimsóknardagurinn fyrir þá
sem aðeins ætla að dvelja einn dag
í Lýðveldinu. Þann dag verður einna
mest að gerast á mótinu, mest að
sjá og því skemmtilegast að koma
í heimsókn. Ætti fólk að hafa það
í huga þegar dagskrá sumarleyfis-
ins er skipulögð.
Sveita-
ball
FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 31. júlí,
sem er aðfarakvöld Verslunar-
mannahelgarinnar verður haldið
sveitaball í Lýðveldinu.
Þá verður öllum mótsgestum
smalað saman fram fyrir hljómsveit
sem með stórgóðum leik sínum fær
alla til að dilla sér. Tjúttað verður
og tvistað í lopapeysunum fram á
rauða nótt eða þar til svefninn fer
að síga á dansarana. Allir eru vel-
komnir á ballið; þetta verður
eldhresst, vímulaust skáta-sveita-
ball þar sem allir geta „fríkað út“
eins og það heitir víst núorðið.
Meta-
svæði
Á SÍÐASTA Alheimsmóti skáta
sem haldið var í Alberta í Kanada
var dagskrárliður sem nefndur var
Metasvæði. Þar gafst kostur á að
reyna að setja met í ýmsum furðu-
legum uppátækjum.
Til dæmis tróðu sér tuttugu og
fjórir Indónesíumenn inní símaklefa
og yfir þijátíu Þjóðverjar stóðu
samtímis á palli sem var aðeins einn
metri í þvermál. Þessi dagskrá þótti
takast svo vel að ákveðið hefur
verið að hafa Metasvæði með svip-
uðu sniði á Landsmótinu í Viðey.
Þar verður keppt í ýmsum greinum
svo sem þriggja kaðla reiptogi,
stauraklifri, jafnvægislistum og
koddaslag. Og hver veit nema reynt
verði að hnekkja meti Indónesíu-
manna í að fjölmenna í símaklefa.
Fullvíst er að á þessu svæði verður
alltaf eitthvað áhugavert að gerast
og verður spennandi að fylgjast
með því hvort eitthvert heimsmetið
fær að fjúka.
Lýðveld-
isleik-
arnir
SKATAlR hafa lengi haft orð á sér
fyrir að leggja rækt við heilsu sína
og líkama. Á Landsmótinu verður
frekar aukið við þennan orðróm held-
ur en hitt því að allan tímann verða
í gangi Lýðveldisleikar í íþróttum.
Ekki verður þó keppt í hefðbundn-
um greinum heldur breyttum og
endurbættum skátaútgáfum af fom-
um keppnisíþróttum. Þar á meðal eru
stígvélakast, þeytiskífukast, boð-
hlaup, bogfimi, handbolti og safarí-
blak. Auk þess verður keppt í
spjótkasti með nýju spjóti. Það er
þó ekki venjulegt nýtt spjót sem hér
um ræðir; skátaspjótið hefur verið
stækkað og þyngt svo ótæpilega að
réttast væri að kalla spjótkastið
drumbakast. Sigurvegaramir í því
ættu þess vegna að eiga góða sigur-
möguleika á skosku Hálandaleikun-
um. Allir, hvort sem þeir dvelja
lengur eða skemur á mótinu, geta
tekið þátt í leikunum, og er tilvalið
fyrir gamlar íþróttakempur og
áhugamenn að skella sér í eyna og
liðka sig.
Ferðir
í Viðey
FYRIR ÞÁ sem vilja heimsækja
skátamótið í Viðey upplýsist hér með
að þangað verða svo til stanslausar
bátsferðir meðan á mótinu stendur.
Þær hefjast klukkan tíu á moign-
ana og er lagt upp frá Sundahöfti á
um það bil hálftíma fresti. Fargjaldið
er tvö hundrað krónur fyrir fullorðna
og eitt hundrað fyrir böm og gildir
það báðar leiðir.
Skáta-
vinur
VINÁTTA ,er eitt af lykilorðum
skátastarfs. Að eignast nýja vini og
leggja rækt við gamla vináttu er
göfugt og skemmtilegt áhugamál og
fyrir þá sem það stunda verður sér-
stakur kynningarleikur á mótinu,
strax að lokinni setningu.
Þá verður hveijum mótsgesti út-
hlutað spjaldi með einum bókstaf úr
orðinu „skátavinur". Svo eiga að
hópa sig saman skátar sem fengið
hafa mismunandi bókstafi og mynda
með þeim lykilorðið, skátavinur.
Saman mynda skátavinimir nýjan
flokk sem kynnast innbyrðis og tekur
þátt í Borgardeginum sem ein heild.
Þessi leikur ætti að gera það að verk-
um að allir, sama hversu óframfæmir
þeir era, eignast níu góða vini og
hefur margur lagt meira á sig fyrir
Umsjón:
Guðmundur K. Birgisson
Guðmundur F. Sigurjónsson
Kristján Maack
Landsmót
skáta í
Viðey