Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FXMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Jakobína Þórðar-
dóttir — Minning
Fædd4. maí 1907
Dáín 16. júlí 1986
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem)
Hinstu kveðju sendum við ömmu
okkar, Jakobínu Þórðardóttur, er
fæddist í Héðinsvík á Tjömesi þann
4. maí 1907.
Hún var dóttir hjónanna Þórðar
Vilhelms Egilssonar og Guðbjargar
Sigurðardóttur.
Sex ára fluttist hún að Narfa-
staðarseli í Reykjadal og ólst þar
upp hjá þrem systkinum, þeim
Hólmfríði, Magnúsi og Tryggva.
Hún kynntist afa okkar, Benjamín
Jónssyni, um 1946, en hann lést
1981. Þau eignuðust aðeins eina
dóttur, móður okkar, Guðbjörgu að
nafni. Amma átti tvö böm fyrir,
þau Þórð og Öldu.
Amma reyndist okkur alltaf vel,
hún var alltaf boðin og búin til að
passa okkur.
t
Móðursystir mín,
EYVEIG BJÖRNSDÓTTIR,
lést í Fjóröungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 22. júlf.
Fyrir hönd systkina minna og annara ættingja
Þorkell Bergsson.
t
Eiginkona mín og systir okkar,
INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR
lyfjafræðingur,
er látin.
Útförin hefur farið fram.
Sverrir Magnússon og
systkini hinnar látnu.
t
Sonur minn. SVAVAR MAGNÚSSON bifreiðastjóri, Fellsmúla 26,
lést í Borgarspítalanum 22. júlí.
Jóhanna Jónsdóttir.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
SVAVA M. RÖNNING,
lést í Borgarspítalanum föstudaginn 11. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ásta Sylvia Rönning, Nils H. Zimsen,
Jóhann Tómas, Jón Pétur, Óli Björn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ÁSBJÖRN JÓNSSON
frá Deildará,
Nýlendugötu 29,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 25. júlí kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd.
Kristrún Jónsdóttir,
Jón Ásbjörnsson, Fríða Ásbjörnsdóttir,
Halla Daníelsdóttir, Steingrímur Baldursson.
t
Jarðarför móður minnar og tengdamóður,
SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR,
Ártúni 17,
Selfossi,
fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 26. júlí kl. 15.00.
Karl Eirfksson,
Guðfinna Sigurdórsdóttir.
t
Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug viö
andlát og útför litlu dóttur okkar og systur,
BERGLINDAR ASPAR ÁSMUNDSDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Birna Kristrún Kjartansdóttir,
Ásmundur Þór Kristinsson,
Bryndfs Eva Ásmundsdóttir.
Minning:
Kristfán Hinrik
Guðmundsson
Með þessari kveðju sendum við
systkinin elskulegri ömmu bless-
unaróskir yfír móðuna miklu og
minnumst hennar ætíð með virð-
ingu og þökk.
Einnig vottum við systur hennar,
móður okkar og systkinum innilega
samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Stefán, Benjamín, Matt-
hildur Ósk, Jakobína Ólöf.
Fæddur 23. nóvember 1901
Dáinn 16. júlí 1986
í dag er til moldar borinn Krist-
ján H. Guðmundsson, bakarameist-
ari og verslunarmaður. Kristján
fæddist á Snæfjallaströnd 1901,
sonur hjónanna Guðmundar Jóns-
sonar, kennara, sem ættaður var
úr Skagafírði og Bjameyjar Guð-
rúnar Bjamadóttur. Kristján var
aðeins 10 ára gamall er faðir hans
lést og eftir það fluttist ekkjan með
sex bömum sfnum til föðurfólks
þeirra á Sauðárkróki. í Skagafírði
var Kristján fram yfír tvítugt og á
Sauðárkróki lærði hann bakaraiðn
hjá Snæbimi bakara. Þar kynntist
hann einnig Jósefínu Jóhannsdóttur
frá Karlsá í Svarfaðardal og gekk
að eiga hana árið 1925. Nokkm
síðar flytjast þau hjón til Akur-
eyrar, þar sem Kristján starfaði sem
bakari um hríð. Árið 1930 kaupir
Kristján bakaríið á Ólafsfírði af
Schiöt bakarameistara og rak hann
það til 1946. Á Ólafsfjarðarárunum
eignast þau hjón fyorar dætur, Aðal-
heiði, Önnu, Bjameyju og Jónínu,
en áður höfðu þau eignast soninn
Alfreð sem fæddist á Sauðárkróki.
Árið 1946 flyst fyölskyldan suður.
Starfaði Kristján sem bakari bæði
á Akranesi og Eyrarbakka, en 1950
setjast þau að í Reykjavík, þar sem
Kristján reisti sér hús í Steina-
gerði. í Reykjavík starfaði hann um
árabil hjá Kaupfélagi Reykjavíkur
og nágrennis. Kristján missti konu
sína síðla árs 1980.
Ég kynntist hjónum þeim Krist-
jáni og Jósefínu, síðar tengdafor-
eldmm mínum, 1959. Það var ætíð
notalegt að koma á heimili þeirra.
Þau vom afar gestrisin og áhuga-
söm um gengi okkar sem og
annarra bama og bamabama. Allt-
af vom þau fús að rétta hjálparhönd
og var það gert á þann hátt sem
gott var að þiggja. Þau hjón vom
í ýmsu nokkuð ólík. Jósefína var
hæglát og frekar hlédræg. En hún
var skarpgreind og mjög athugul.
Ástúð hennar og umönnun risti
djúpt og nutu þess böm og bama-
böm hennar í ríkum mæli. Kristján
var mannblendinn og naut mann-
fagnaðar, ekki síst þegar sungið
var. Hann sagði vel frá og var minn-
ugur. Hann hafði frá mörgu að
segja, enda af þeirri kynslóð sem
upplifði mikla byltingu í nær öllum
þjóðháttum. Kristján var skap-
maður og vandur að virðingu sinni
og hann þoldi enga málamiðlun,
þegar hún var annars vegar.
Um ár þeirra Kristjáns og Jós-
efínu á Ólafsfírði fannst mér ætíð
stafa nokkmm ljóma. Þar vom þau
í blóma lífsins og bömin að vaxa
úr grasi. Þrátt fyrir krepputíma
byggði Kristján þar myndarbakarí.
Hann tók virkan þátt í bæjarmálum
og gamall Ólafsfírðingur sagði mér
fyrir nokkmm áram að bakaríið
hefði þjónað svipuðu hlutverki og
heitu pottamir nú til dags, þar var
Minning:
Ólafur
*
Olafsson
vélsijóri
Fæddur 28. október 1917
Dáinn 14. júní 1986
t
Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar og bróðir
HALLDÓR ALEXANDER ALEXANDERSSON,
Bugðulæk 14,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 25. júlí kl.
15.00.
Eygló Guðjónsdóttir,
Grétar Örn Magnússon,
Sigrfður Halldórsdóttir,
Jóna Kristjana Halldórsdóttir,
Hrafnhildur Halldórsdóttlr,
Sólveig Halldórsdóttir,
Kristjana Alexandersdóttir,
Gróa Alexandersdóttir,
Magnús Alexandersson.
t
Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
HELGA BJÖRGVINS BJÖRNSSONAR,
fv. yfirdeildarstjóra hjá Pósti og síma.
Hanna Helgadóttir, Ásmundur J. Ásmundsson.
t
Við þökkum öllum sem sýnt hafa vináttu og samúð vegna fráfalls
NÍELSAR NfELSSONAR,
Reynlmel 76.
Vfðir H. Kristinsson,
og fjölskylda.
t
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug við andlát og jarðarför
ÞORSTEINS GEORGS JÓNASSONAR,
Ljósalandi,
Hveragerði.
Ennfremur þakkir til lækna og starfsfólks Öldrunardeildar
Borgarspítalans.
Ögn Slgfúsdóttir,
börn og barnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrein-
ar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast
í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni
ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning-
arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar
birtist undir fullu höfundarnafni.
Þegar menn hverfa snögglega
af sjónarsviðinu tekur það oft æði-
langan tíma að átta sig á því.
Þannig var því farið er ég frétti að
Óli vélstjóri eins og við kölluðum
hann einatt væri allur.
Ég kynntist Óla fyrst er ég hóf
starf mitt á Hafrannsóknastofnun
og var í leiðöngrum á „gamla Haf-
þór“ eins og við kölluðum það skip
síðar. Óli vann þar við vélgæslu og
tókum við oft tal saman, enda var
maðurinn mjög vel lesinn og svo
var hann mjög áhugasamur um það
sem þessir fískifræðingar vom að
bjástra við. Þegar svo Hafþór var
tekinn úr þjónustu Hafr. og Dröfn-
in kom í staðinn réðst Óli sem
vélstjóri um borð og var þar nær
allan þann tíma er Hafr. rak það
skip.
Þar sem ég var oft leiðangurs-
stjóri um borð í þvi skipi urðu góð
kynni með okkur Óla og jukust þau
þegar fram í sótti þar sem báðum
þótti gaman að stunda hverskonar
útilíf og leita til fagurra óbyggða
þessa stórbrotna lands. Ófáar urðu
ferðimar til ýmiskonar veiða þó
árangurinn væri ekki alltaf sem
erfíðið. Það var gott að vera með
Óla því hann kunni skil á mörgu