Morgunblaðið - 24.07.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986
Borðað
úti und-
ir beru
lofti
Fátt kemur manni í meira sum-
arsrkap en einmitt það að
borða úti undir beru iofti. Flestir
láta sér nægja að smyija nokkrar
samlokur, bregða sér burt úr
bænum og njóta þess að næra sig
úti í náttúrunni. Sumir hafa þó
sýnt þá forsjálni að fjárfesta f
útigrillum ýmiss konar og grípa
hvert tækifæri sem til þess gefst
að glóða kótilettur og kjötpinna
úti í garði. Kaffíhúsin reyna að
nýta þessa fáeinu sólardaga og
bjóða gestum fara út á stétt með
vínarbrauðin sín og slá þannig
tvær flugur í einu höggi, seðja
sárasta hungrið og sleikja sólskin-
ið um leið. Fáir eru þó jafnstór-
tækir og kokkamir í Veitingahöll-
inni. Á sunnudaginn var drifu
þeir sig nefnilega út á veröndina
og settu þar upp nokkurs konar
eidhús. Þeir létu sér þó ekki nægja
að smyrja bara samlokur eða
grilla kótilettur og pylsur heldur
matreiddu þama fínustu steikur
og flókna rétti. Eins og nærri má
geta vakti þetta mikla ánægju
meðal matargesta þeirra og vom
flestir á einu máli um að ferska
loftið hefði eiinhver undraverð
áhrif á bragðgæði matarins.
Skorið, saxað og steikt — atvinnumenn að störfum. Kokkar Veit-
ingahallarinnar notuðu sumarblíðuna á sunnudag til að elda ofan
í mannskapinn úti á stétt.
Engill í mannsmynd
— móðir Teresa
Móðir Teresa er miklu meira
en goðsögn í lifanda lífí. Hún
er dáð og virt um víða veröld fyrir
sérlega óeigingjamt starf sitt í þágu
þeirra sem minna mega sín. Hún
er hugsjónakona af Guðs náð, fylg-
ir trú sinni og sannfæringu stíft
eftir en vinnur þó öll sín verk þegj-
andi og hljóðalaust. Hún hefur
bjargað hundmðum bama frá
dauða, hefur helgað líf sitt barátt-
unni við hungurvofuna, ein þeirra
fáu sem manni fínnst eiginlega of
góð fyrir þennan heim. Nú mætti
ætla að kona sem kynnst hefur allri
þessari eymd myndi oft og tíðum
missa stjóm á skapi sínu, þegar hún
þarf svo einnig að horfa upp á flott-
ræfílsskapinn og sóunina sem fram
fer víða á Vesturlöndum. En það
er sko langt frá því. Ef eitthvað er,
þá furðar hún sig aðeins á sinnu-
leysi stjómvalda veraldar, skilur
ekki alveg þankaganginn á bak við
hið eilífa lífsgæðakapphlaup.
Bitmstu ummæli sem hún hefur
látið falla vom á blaðamannafundi
einum sem haldinn var fyrir nokkr-
um ámm. Þá stóð upp einn blaða-
maðurinn og spurði þennan dýrling
hvemig í ósköpunum hún gæti fóm-
að sér svona gersamlega, hvemig
hún gæti horft upp á allt þetta
volæði. Móðir Teresa svaraði með
annarri spumingu sem snart sam-
viskustrenginn í hverju hjarta, er
hún spurði: „Hvemig í ósköpunum
getur þú setið aðgerðarlaus, þegar
þú veist af allri þessari eymd?"
Ekki alls fyrir löngu sótti Sophia
Spánardrottning Teresu heim og
skoðaði m.a. bamaheimilið sem hún
hefur reist í Kalkútta. „Afrek henn-
ar em ótrúleg og þolinmæðin
óþijótandi," sagði Sophia. „Þessi
kona er útsendari Drottins. Á því
leikur enginn vafi.“
Móðir Teresa leiðir Sophiu Spán-
ardrottningu um ganga bama-
heimilisins i Kalkútta.
Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00
Frá Brjánslæk kl. 14.00
Til Stykkishólms kl. 18.00
fyrir brottför rútu til Rvk.
Fimmtudaga: Samatimataflaog
mánudaga.
Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00,
eftir komu rútu.
Viðkoma í inneyjum.
Frá Brjánslæk kl. 19.30
Til Stykkishólms kl. 23.00
Þriðjudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00
eftir komu rútu.
Frá Brjánslæk kl. 18.00
Til Stykkishólms kl. 21.30
Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00
Sigling um suðureyjar.
Frá Brjánslæk kl. 15.00
Til Stykkishólms kl. 19.00
Á tímabilinu 1. jújl til 31. ágúst
Miðvikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00
Frá Brjánslæk kl. 14.00
Til Stykkishólms kl. 18.00,
fyrir brottför rútu.
Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum.
Bílaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrlrvara.
Frá Stykkishólmi: Frá Brjánslæk:
Hjá afgreiðslu Baldurs Hjá Ragnari Guðmundssyni
Stykkishólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020.
Á tímabilinu 1. maí til 30. sept.
Á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst
Auglýsing um styrki úr
Minningarsjóði
Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánssonar
Stjóm Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, aug-
lýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum
í verkfræði- og raunvísindanámi.
Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu
Háskóla íslands og ber jafnframt að
skila umsóknum þangað. Umsóknar-
frestur er til 10. september nk. og er
fyrirhugað að tilkynna úthlutun fyrir 25.
sama mánaðar. Lágmarksupphæð hvers
styrks mun væntanlega nema kr. 75
þúsund.
O Husqvarna j
VERÐLÆKKUN
VEGNA NYRRA SAMNINGA
VERKSMIÐJURNAR, TÓKST OKKUR'
AÐ LÆKKA VERÐIÐ Á HEIMILIST/EKJUM.'
DÆMIUMVERD:
KERAMIK ELDAVÉL
SEM KOSTAÐI AÐUR stgr.kr. 57632-
KOSTAR NU stgr.kr. 44.384,-
Æ LlKa Gunnar Ásgeirsson hf.
~ BHHH StxJurlandsbmut lé StmT9Í 3520Ö