Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 60

Morgunblaðið - 24.07.1986, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 Svíar nenna ekki að æfa eins mikið og við - - segir Þorbergur Aðalsteinsson fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi þjálfari hjá Saab FLESTIR handknattleiksunnendur þekkja eflaust Þorberg Aðalsteins- son, hann hefur leikið 148 landsleiki fyrir íslands hönd en hefur nú ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handknattleik sem er að hefja undirbúning fyrir Ólympíuleikana f Seoul árið 1988. Þorbergur var fyrirliði fslenska liðsins sem keppti á dögunum á Friðar- leikunum í Sovétrfkjunum og hér á eftir segir hann frá þeirri ferð, hvernig honum Ifkar f Svíþjóð og fleiru skemmtilegu f sambandi við langan handknattleiksferil sinn. „Þessi ferð til Sovétríkjanna var allsöguleg. Hún á örugglega eftir að skila sínu því í þessari keppni fengu ungu leikmennirnir að reyna sig og það er mjög mikilvægt fyrir framtíðina. Strákarnir stóðu sig mjög vel í leikjunum og ég treysti þeim til að standa fyrir Hverju sem er í landsleikjum framtíðarinnar. Sérstaklega er vert að geta mjög góðrar frammistöðu Geirs Sveins- sonar sem ég tel að sé einn efnilegasti leikmaður á íslandi. Einnig kom Héðinn Gilsson mér skemmtilega á óvart því ég vissi varla hver maðurinn var en þar er á ferðinni sterkur leikmaður sem á alla framtíðina fyrir sér. Þessi ferð var liður í undirbún- ingi fyrir keppnina í Seoul og ég er sannfærður um að hún skilar sér þó svo það hafi vantað marga af lykilieikmönnum liðsins sem keppti á HM. Mér líst vel á þá áætlun sem búið er að gera fyrir næstu tvö árin eða fram að Ólympíuleikunum og ég held að slíkur undirbúningur sé hvergi í Evrópu nema auðvitað í Austur- Evrópu. Ef strákarnir eru tilbúnir að gefa sig alla í þennan undir- búning þá er ég viss um að íslenska liðið á eftir að standa sig vel. MIKIL BREIDD í ÍS- LENSKUM HAND- KNATTLEIK Það verða að vísu fimm eða sex leikmenn sem kepptu á HM í Sviss sem verða ekki með í Seoul en það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Breiddin er orðin það mikil í íslenskum handknattleik að ef þjálfari nær ekki árangri með slíkan mannskap og jafn langan undir- búningstíma þá er eitthvað meira en lítið að. íslendingar nota mun meiri tíma og fé til undirbúnings landsliðsins en til dæmis Danir og Svíar." Þorbergur gefur ekki kost á sér í þann undirbúning sem hann ræð- ir hér um og fleiri eru hættir að leika með landsliðinu og má þar nefna Þorbjörn Jensson, Steinar Birgisson, Kristján Sigmundsson og fleiri. En Þorbergur virðist ekki hafa áhyggjur af því þó nýir menn komi í staöinn. • Saab er komið f Alsvenskan og hér fagna leikmenn og forráðamenn liðsins góðum árangri og langþráðum. Þorbergur er auðvitað með f fögnuðinum en honum er þakkað fyrir gott gengi liðsins f fyrra. FÁBROTINN MORGUNVERÐUR Það var auövitað ekki hægt að fá neinn morgunmat fyrir morgun- æfinguna því hún var svo snemma en engú að síður fengu menn sér smá næringu. Það var ein plata af „After eight“ súkkulaði og ein plata af amerisku tyggjói. Þetta var morgunmaturinn. Hádegismatur- inn var lítið skárri því hann samanstóð af misjafnlega mikið soðnum kartöflum. Menn léttust geysilega í þessari ferð eins og gefur að skilja. Þetta var ömurleg ferð! Eftirminnilegasti landsleikur sem ég hef leikið held ég að sé leikurinn við Austur-Þjóðverja sem við unnum 18:15 hér heima árið 1981. Annars er rosalega erfitt að gera upp á milli þessara leikja, það eru svo margir minnisstæðir. Þó gleymir maður aldrei 32:21 sigrin- um yfir Dönum uppi á Akranesi þetta sama ár. Það er alltaf gaman að vinna stórt og ekki sakar ef það eru Danir." Þorbergur þjálfaöi og lék með 1. deildarllðinu Saab í Svíþjóð FÉLÖGIN ERU HSÍ „Ég er bjartsýnn á framtíð íslensks handknattleiks. Hand- i knattleikssambandið, með Jón Hjaltalín Magnússon í fararbroddi, hefur gert stórkostlega hluti fyrir handboltann hér á landi en engu aö síður má segja að þeir séu komnir út á hálan ís gagnvart fé- lögunum. Hinsvegar er rótt að benda á að félögin eru HSÍ og það þarf að koma eitthvert frumkvæði frá félögunum; þau eiga ekki bara að fylgjast með og vera óánægð. Ef félögin segðu til dæmis afdrátt- arlaust að þau vildu spila íslands- mótið svona eða svona þá yrði það gert þannig. Ég held að menn verði að muna að félögin eru HSÍ. Það er að vísu auðveldara að setja út á en að benda á hina réttu leið. Þetta er margflókiö mál og það þarf að reyna að stilla streng- ina einhvern veginn saman og finna hinn gullna meðalveg. ENGIN KLÓSETT — Nú varst þú fyrirliði íslenska landsliðsins á Friðarleikunum í Sovétrfkjunum. Gerðist ekkert spaugilegt í þeirri ferð sem þú getur sagt okkur frá? „Jú, jú. Það gerist alltaf eitthvað spaugilegt í svona ferðum. í sam- bandi viö þessa ferð til Sovétríkj- ana má segja frá því að flestir leikmenn fengu heiftarlega í mag- • Þorbergur er matreiðslumaður að mennt og hefur starfað sem slíkur. Á myndinni til vinstri færir hann svið upp á fat en hér til hægri er hann í bagheera-búningi en hann er á samnfngi hjá fyrirtækinu. ann og þurftu því að fara nokkuð oft á salerniö. I höllinni sem við lékum í voru ekki klósett eins og við eigum að venjast heldur bara göt í gólfinu. Það kom fyrir að menn fengu skiptingu til að bregða sér að þessum götum og komu síðan inná aftur og þá fór ekkert á milli mála hvar menn höfðu verið því þeir voru blettóttir á lærunum. Annars var aðbúnaðurlnn í Sov- étríkjunum þokkalegur þó svo hann sé ekkert í líkingu við það sem við eigum að venjast hér heima. Það er eins og þeir hrúgi bara upp hótelum og geri síðan ekkert meira við þau. Annars man ég eftir einni hroðalegri ferð sem ég gleymi aldrei. Það var árið 1977 sem við fórum til Póllands í undirbúningsferö fyrir heimsmeistarakeppnina árið eftir. Við dvöldum í sumarbúðum skammt fyrir utan Gdansk og þar vorum við í þrjár vikur. Janus, póiski þjálfarinn okkar, mátti eigin- lega ekki vera að því að æfa okkur og því voru æfingarnar á hryllileg- um tíma. Fyrri æfingin var klukkan 6 um morguninn og sú siðari klukk- an átta á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.