Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
7
Eru
þeir að
fá 'ann
~>
Glímt við fjörugan lax á Breiðunni í Elliðaánum. Geysimikil laxa-
gengd hefur verið i Elliðaáraar, en laxinn hefur oft tekið illa,
enda er veiðiálagið á ánum með ólikindum og ekki að undra þó
meðalafli á stöng yfir snmarið sé ekki sérlega mikill þó áin gefi
yfirleitt yfir 1.000 laxa afla.
Hrútaflarðará. Strax á eftir met-
hollinu kom Sverrir Hermannsson
í „sína á“ og fékk hans fólk 35
físka, þar af hann sjálfur 25 og
alla að sjálfsögðu á flugu. Með
afla Sverris og félaga voru komn-
ir 155 laxar á land sem er stórgott
í Hrútafjarðará miðað við tíma.
Mokveiði í Laxá
Það hefur verið tíðrætt um
Laxá í Aðaldal ekki síður en nöftiu
hennar á Ásunum, enda hefur
veiði þar verið með eindæmum
góð og laxinn óvenju vænn að
meðaltali. Um helgina var mok-
veiði í Laxá á Laxárvísu og í gær
voru komnir rúmlega 1.600 laxar
á land úr ánni í heild. Ævintýrin
gejast enn, Helgi Bjamason frá
Húsavík var að veiða þessa dag-
ana og fékk þrjá 20 punda laxa,
í Hrúthólma, á Hólmavaðsstífiu
og Jarlstöðum. Þar með hefur
Helgi veitt sjö 20—22 punda laxa
í ánni í sumar og geri aðrir bet-
ur. Helgi fékk einn á flugu og tvo
á spón. Mjög mikið er af stórlaxi
í ánni og að sögn kunnugra að-
eins tímaspursmál hvenær 30
punda múrinn verði rofínn.
Leiðrétting
í veiðiþætti í Morgunblaðinu á
laugardaginn var sagt frá stór-
veiði ýmissa veiðimanna, þar á
meðal 59 fluguteknum löxum sem
Gunnar Sveinn Jónsson og Garðar
H. Svavarsson veiddu eitt sinn.
Var ranglega sagt að sú_ veiði
hafí verið tekin í Laxá á Ásum,
hið rétta er að þeir félagar voru
að veiða á efra svæði Laxár f
Leirársveit. Er þetta hér með leið-
rétt.
stöngina, þannig að dagsveiðin
var 75 laxar.
Það hjálpar stórveiðimönnum í
Ásunum að snara á land fjölda
laxa, að meðalþunginn er ekki
hár, laxamir flestir 4—8 pund.
Vænni fískar eru þó ævinlega til
og þegar hrúgan stækkar fer ekki
hjá því að eitthvað slæðist með
af stómm físki. Stærsta lax sum-
arsins til þessa veiddi Garðar H.
Svavarsson fyrir skömmu og var
það 20 punda hængur dreginn úr
Sauðaneskvöm á Green But nr. 6.
Stórveiði í Hrútunni
Fregnir um metveiði berast
víðar að en úr Laxá á Ásum. Eigi
ýkja Iangt frá henni rennur Hrúta-
fjarðará til sjávar, en þar hefur
verið hörkumikil veiði síðustu
daga. Pyrir skömmu veiddust þar
64 laxar á tveimur dögum, tvær
stangir, og er það mesta veiði í
Met í Ásunum
Mikið hefur verið um Laxá á
Ásum rætt í sumar og ekki að
ástæðulausu, því þar hefur verið
gegndarlaus veiði og gæti allt eins
orðið um metveiði að ræða þar
sem geysilega mikið er af laxi á
vissum svæðum, veiði góð auk
þess sem menn reikna með meiri
göngum áður en yfír lýkur. Um
helgina gerðist það, að Baldur
Bergsteinsson múrarameistari og
veiðifélagi hans veiddu 42 laxa á
hálfum degi og það sem meira
er, hver einasti lax var dreginn á
flugu. Flestir voru laxamir smáir,
en 11 laxar þó 10—12 punda.
Baldur og hans fylgimaður fengu
þessa veiði á efri svæðunum en
fengu svo aðeins fjóra laxa morg-
uninn eftir, því alls 46 laxa yfír
daginn. Hálfsdagsveiðin stóra er
hins vegar met í Laxá. Þess má
geta, að 29 laxar komu á hina
Morgunblaðið/ÓIaflir
Önnur Piper Navajo-vél Flug-
félags Austurlands sem notuð
verður til mannflutninga milli
Hellu og Vestmannaeyja um
verslunarmannahelgina.
Flugfélag
Austurlands:
Loftbrú
milli lands
og Eyja
Flugfélag Austurlands
mun halda uppi áætlunar-
ferðum milli Hellu á
Rangárvöllum og Vest-
mannaeyja nú um verslun-
armannahelgina — eins og
raunar í fyrra. Að sögn
Rúnars Pálssonar flutti fé-
lagið hartnær 100 manns á
þessari flugleið í fyrra og
gert er ráð fyrir að far-
þegar verði öllu fleiri nú.
Að sögn Rúnars er gert ráð
fyrir því að famar verði 8-10
ferðir á dag milli þessara staða
frá föstudegi til mánudags —
en til flutninganna verða notað-
ar Piper Navajo-vélar flugfé-
lagsins — sem taka 7 farþega.
Flugferðin milli Hellu og Vest-
mannaeyja tekur um 15 mínút-
ur. Umboðsaðili Flugfélags
Austurlands á Hellu er Umboðs-
skrifstofan.
INNLENT
Alfa Romeo 33QV. Vél 105 DIN Hö. O-IOO km. 9,5 sek. Hámarkshraði 190 km/klst.
DRAUMUR
OkkarAllra
Nú getum viö loksins boöiö þér upp
á allar geröir Alfa Romeo Alfa 33 á
ótrúlegu veröi:
Alfa 33 SL________________kr. 409.200.-
Alfa 33 QV________________kr. 504.400.-
Alfa 334x4
kr. 514.500.-
Innifalið í veröi er m.a.: Rafdrifnar rúöur,
miðstýrðar huröalæsingar (nema í Alfa
33 SL), veltistýri, litaö gler, fjarstilltir úti-
speglar, upphituð framsæti, hreinsibún-
aður á framljósum, bílbelti í fram- og aftur-
sætum, 5 gíra gírkassi, „digital * klukka,
snúningshraöamælir, niöurfellanlegt aftur-
sæti (tvískipt), læst bensínlok, þurrka og
sprauta á afturrúðu (nema í Alfa 33 SL),og
margt fleira.
JOFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600