Morgunblaðið - 29.07.1986, Síða 19

Morgunblaðið - 29.07.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚU 1986 19 vera svona fjarri fóstuijörðinni fyrst hún er svona mikill íslendingur? „Jú, ég sakna eins og annars, en aðallega fjallanna, tæra loftsins og hreina vatnsins. Þessa þrenns, sem ég býst við að fólk heima taki sem sjálfsögðum hlut. Fólksins sakna ég nú ekki jafn mikið J>ví ég haft svo mikið samband við Islend- inga hér.“ Danir gleymnir Hún ræðir um vináttuna. „Ég á engar danskar vinkonur eins og ég átti vinkonur heima. Nei, ég á kunningjakonur danskar, en ekki vinkonur. Þær verða mér aldrei það sama og íslensku konum- ar. Ég á íslenskar vinkonur sem ég hef kynnst hér og þarf ekki mörg ár til. Við íslendingar erum trygg- ari en Danir. Þú getur kynnst danskri manneskju mjög fljótt, en hún gleymir þér eins fljótt aftur. Danir em líka orðnir öðmvísi en þeir vom, það er eins og þeir reyni að halda manni dálítið frá sér. Maður getur ekki gengið inn til danskrar kunningjakonu eins og við gemm heima, bara líta inn snöggv- ast og fá máske kaffísopa við eldhúsborðið. Hér verður að bjóða manni. Það em fjölskyldur hér í nágrenninu sem ég hef haft mikið samband við, en það em aðeins þijár Qölskyldur þar sem mér dett- ur í hug að koma inn án þess að vera boðið." Stundum em íslendingar sakaðir um að vera allra manna lokaðastir, en Sesselía telur þá að minnsta kosti ekki lokaðri en Dani, þó þeir séu seinteknari. „Jú, Danir segja meira frá sínum einkamálum og það finnst mér dálítið leiðinlegt, því maður kærir sig ekkert um það. Ég get ósköp vel fellt mig við þá, en ég vel heldur íslendinga." Ónot eftir ’44 Sesselíu finnst Danir vita mjög lítið um íslendinga, þó það sé að lagast. „Almenningur hér hefur ekki haft nokkra einustu löngun til að vita nokkuð um okkur. Við vitum þó ýmislegt um dönsku þjóðina. Einu sinni þegar ég var héma fyrst (hún var bamapía hjá dönsku fólki 14-18 ára) var ég boðin út í sveit. Svo sitjum við þar og drekkum kaffi. Þá segir einn af veislugestun- um: Heyrðu, átti ekki að koma hingað íslensk stúlka? Jú, segja þá gestgjafamir, hún situr þama hjá þér, þú hefur verið að tala við hana. Já, en hún lítur út alveg eins og við! - Ég veit ekki hveiju hann hefiir átt von á, að ég hafi verið eskimói! Seinna, þegar ég kom hingað eftir stríðið, og það kom til tals að maður væri íslendingur, fékk mað- ur stundum ónot. Þið stunguð lýtingi í bakið á okkur með því að segja skilið við okkur þegar við áttum verst, vorum hemumin af Þjóðveijum. Meira að segja Margrét drottning sagði frá því á blaða- mannafundi að þetta hafi verið á óheppilegum tíma. Ég hef haldið heilmarga fyrir- lestra og sagt: Þetta er ekki af því að við höfum neitt á móti Dönum. Við vildum bara vera fijáls, við er- um sjálfstæð þjóð, forfeður okkar fóru burt frá Noregi af því þeir vildu ekki vera undir konungi. Þetta situr í okkur ennþá, segi ég. Og munduð þið vilja konung sem svo að segja aldrei kæmi í heimsókn? Það liðu held ég nokkur hundruð ár frá því við urðum þegnar Dana þangað til fyrsti konungurinn kom í heimsókn, það var Kristján níundi og hann kunni auðvitað ekkert íslensku, kærði sig ekkert um það. Munduð þið vilja konung af erlendum stofni, spyr ég Danina. Nei, en það var annað, segja þeir. Það er ekkert annað, segi ég. Af fúsum vilja hefð- um við aldrei gerst þegnar Dana- konungs, við vorum þegnar Hákonar gamla Noregskonungs og gerðum við hann sáttmála og hann var þannig að við ætluðum að vera þegnar hans og vera honum hollir á meðan hann væri okkur hollur. Þetta segi ég þeim. Og svo segi ég: Að við skildum við ykkur á stríðsárunum var út af því að þegar Eistland, Lettland og Litháen fengu frelsi eftir fyrra stríð og þið fenguð Suður-Jótland til baka frá 1864 og Finnland átti ekki að fara undir Svíþjóð, þá fannst okkur að við gætum líka fengið að vera fijáls. En þá báðuð þið okkur um að bíða í 25 ár og því svöruðu íslensku stjómmálamennimir þann- ig að þeir gætu vel beðið í 25 ár, því þeir væru búnir að bíða það lengi, en útkoman yrði nákvæmlega sú sama. Þegar við föram svo að búa okkur undir að vera alveg laus við ykkur, því það var nú ekki nema konungurinn sem við áttum sameig- inlegt, þá vissum við ekki hvemig stríðið mundi enda, það gátum við ekki vitað 1942— ’43, og við ætluð- um ekki að fylgja Dönum undir Þjóðveija. Nei, er þetta svona, þetta höfum við aldrei vitað, segja Dan- imir þá. Nei, segi ég, ykkur hefur aldrei verið sagt það, en þetta veit hvert mannsbam á Islandi. Og þessa ræðu er ég búin að halda mörgum sinnum,“ segir Sess- elía og hlær. Ottast ekki dauðann Sól er farin að lækka á lofti og skuggar að lengjast þegar hér er komið sögu. Samt er áfram hlýtt og notalegt í Edengarði Sesselíu. Gamla konan, sem virkar svo ung í anda, hefur frá mörgu að segja, en að endingu berst talið að ellinni og einsemdinni. Hún segist ekkert hrædd við að vera ein þótt hún sé hjartveik. Hún hafi sínar öryggis- ráðstafanir, m.a. sé kona í nágrenn- inu sem hún geti alltaf haft samband við ef eitthvað bjáti á. Hún hafi takkasíma með minni og eigi ekki í nokkram vandræðum með að hringja þótt nær blind sé. „Og ég er ekki hrædd við dauð- ann, við eigum jú öll að fara þá leiðina, og ég get ekki hugsað mér betri dauðadaga en af hjartaslagi. Ég vil heldur fara þannig en liggja hjálparlaus á elliheimili og geta kannski ekki einu sinni talað,“ seg- ir hún og hlær hjartanlega, en áður hafði hún skopast að sjálfri sér fyr- ir að vera málgefin. „Eftir að ég fékk stóra blóð- tappann fyrir 20 áram hef ég álitið hvem dag gjöf sem ég mátti alls ekki búast við. Ég gleðst yfir hveij- um degi og reyni að njóta hans sem best.“ - Og hvemig nýtur hún dagana? „Það koma margir að heimsækja mig og svo tala ég við marga í síma. Ég hlusta líka mikið á útvarp og bönd. Ég las mikið áður og sakna þess að geta ekki lesið lengur, því eitt það besta sem maður getur gert ef maður getur ekki sofið á nóttunni er að liggja og lesa. Það er svo miklu betra en að sitja og góna út í loftið. En nú tek ég segul- bandið mitt inn að rúmi.“ Svo læðir gamla konan því út úr sér að á meðan heimsmeistara- keppnin í knattspymu stóð yfir hafi hún fylgst með leikjum fram á nótt, hlustað á lýsingar sjón- varpsmanna. Enn eitt áhugasvið gömlu konunnar, sem er sprækari en margur sem yngri er. Þegar ég kveð kemur kisa mjálm- andi, greinilega að falast eftir klappi. Klukkan sem Sesselía smíðaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.