Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 Hestamót Blakks og Kinnskæs: Gott samstarf félag- anna til fyrirmyndar Hestar Valdimar Kristinsson Ekki er því að neita að hesta- mót smærri félaga hafa orðið útundan í umfjöllun Morgun- blaðsins um hestamót á liðnum árum. Til að bæta úr þessu brá umsjónarmaður „Hesta“ sér vest- ur á Sólheimamela sem er mótssvæði hestamannafélagsins Kinnskæs í Austur Barðastrand- arsýslu. Fyrir skömmu hélt félagið sitt árlega mót ásamt hestamannafélaginu Blakk í Strandasýslu. Hafa þessi félög haldið félagsmót sín sameigin- lega undanfarin ár og skiptast á um að halda mótið en bæði félög- in hafa sitt eigið mótssvæði. Er tilhögun þessi tilkomin vegna til- mæla frá Landssambandi hesta- mannafélaga um að félög sameinuðu mót sín þar sem möguleikar eru til þess. Hefur þetta samstarf gengið vel hjá þessum félögum og munu báðir aðilar ánægðir með þetta fyrir- komulag. Góð þátttaka var á mótinu að þessu sinni og var hluti gæðinga dæmdur á föstudagskvöld svo dag- skráin drægist ekki á langinn á laugardag. Félögin hafa hvort verð- laun í gæðinga- og unglingakeppn- inni en kappreiðamar eru opnar öllum. Það mun ekki langt síðan að hestamannafélagið Kinnskær var endurvakið en starfsemin hafði legið niðri um árabil. Hestamenn- skan var lítt stunduð á þessum árum en síðan félagið var vakið til lífsins á nýjan leik hafa verið hald- in reiðnámskeið árlega og var Erling Sigurðsson með eitt slíkt í vikunni fyrir mótið og má segja að hestamennskan sé í vexti þama. Hestakostur þeirra Stranda- manna og Austur-Barðstrendinga virðist all þokkalegur og mátti sjá þama góða hesta innan um. Strandamenn virtust betur ríðandi í A-flokki og var þar í keppni einn kunnur gæðingur frá fjórðungsmót- inu á Kaldármelum ’84, Randver frá Smáhömrum, og bar hann sigur úr býtum. Þeir hjá Kinnskæ voru hinsvegar með betri B-flokkshesta þegar á heildina er litið en þar sigr- aði Ylur frá Skeljabrekku í jafnri keppni. Hjá Blakki sigraði aftur Skjóni frá Sauðárkróki en ekki gat undirritaður betur séð en þetta væri sami Skjóni og var sýndur hjá Fáki nú í vor. Samkvæmt reglum LH um keppni gæðinga segir að óheimilt sé að sýna sama hestinn hjá fleiri en einu félagi ár hvert. Ef þetta er ekki einn og sami hest- urinn þá verður að segjast að þeir séu ótrúlega líkir og hlýtur að vera námn skyldleiki þar á milli. í flokki unglinga var góð þátt- taka hjá Kinnskæ en engin ungl- ingakeppni var hjá Strandamönnum þar sem aðeins einn keppandi skráði sig en mætti ekki til leiks. Móts- svæði þeirra Kinnskæsmanna er sennilega eitt það fallegasta sem um getur. Er það í landi jarðarinn- ar Borgar í Reykhólasveit sem er Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Bjarni Jónasson var valinn knapi mótsins og tekur hann hér við viðurkenningu úr hendi formanns Kinnskæs, Halldórs Gunnarsson- ar, og Lilja húsfreyja á Grund færir honum brosandi hamingjuóskir. 'íf ' ' ;' ’ ■ . <*. . - „k - "i. - • Efstir hjá Blakk i B-flokki gæðinga frá vinstri talið Hjördísar- Rauður frá Leysingjastöðum, knapi Hann er dillandi mjúkur og geðprúður hann Ylur frá Skeljabrekku Rósmundur Númason, Nökkvi frá Heydalsá, knapi Guðjón H. Sigurgeirsson og sigurvegarinn, Skjóni sem sigraði i B-flokki gæðinga hjá Kinnskæ, knapi er Ingi Garðar frá Sauðárkróki, sem þykir likur einum nafna sinum hér fyrir sunnan, knapi er Þóra Gisladóttir. Sigurðsson. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Barón frá Brautarholti sigraði í A-flokki gæðinga hjá Kinnskæ, eig- andi og knapi Bjarni Jónasson. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Þátttakendur í yngri flokki unglinga stilla fákum sínum upp til ljósmyndunar, lengst til vinstri er sigur- vegarinn Elisabet Þórðardóttir á Blakk, annar varð Ólafur B. Halldórsson á Flugari og í þriðja sæti Dómhildur Reynisdóttir á Sindra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.