Morgunblaðið - 29.07.1986, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
Hestamót Blakks og Kinnskæs:
Gott samstarf félag-
anna til fyrirmyndar
Hestar
Valdimar Kristinsson
Ekki er því að neita að hesta-
mót smærri félaga hafa orðið
útundan í umfjöllun Morgun-
blaðsins um hestamót á liðnum
árum. Til að bæta úr þessu brá
umsjónarmaður „Hesta“ sér vest-
ur á Sólheimamela sem er
mótssvæði hestamannafélagsins
Kinnskæs í Austur Barðastrand-
arsýslu. Fyrir skömmu hélt
félagið sitt árlega mót ásamt
hestamannafélaginu Blakk í
Strandasýslu. Hafa þessi félög
haldið félagsmót sín sameigin-
lega undanfarin ár og skiptast á
um að halda mótið en bæði félög-
in hafa sitt eigið mótssvæði. Er
tilhögun þessi tilkomin vegna til-
mæla frá Landssambandi hesta-
mannafélaga um að félög
sameinuðu mót sín þar sem
möguleikar eru til þess. Hefur
þetta samstarf gengið vel hjá
þessum félögum og munu báðir
aðilar ánægðir með þetta fyrir-
komulag.
Góð þátttaka var á mótinu að
þessu sinni og var hluti gæðinga
dæmdur á föstudagskvöld svo dag-
skráin drægist ekki á langinn á
laugardag. Félögin hafa hvort verð-
laun í gæðinga- og unglingakeppn-
inni en kappreiðamar eru opnar
öllum. Það mun ekki langt síðan
að hestamannafélagið Kinnskær
var endurvakið en starfsemin hafði
legið niðri um árabil. Hestamenn-
skan var lítt stunduð á þessum
árum en síðan félagið var vakið til
lífsins á nýjan leik hafa verið hald-
in reiðnámskeið árlega og var
Erling Sigurðsson með eitt slíkt í
vikunni fyrir mótið og má segja að
hestamennskan sé í vexti þama.
Hestakostur þeirra Stranda-
manna og Austur-Barðstrendinga
virðist all þokkalegur og mátti sjá
þama góða hesta innan um.
Strandamenn virtust betur ríðandi
í A-flokki og var þar í keppni einn
kunnur gæðingur frá fjórðungsmót-
inu á Kaldármelum ’84, Randver
frá Smáhömrum, og bar hann sigur
úr býtum. Þeir hjá Kinnskæ voru
hinsvegar með betri B-flokkshesta
þegar á heildina er litið en þar sigr-
aði Ylur frá Skeljabrekku í jafnri
keppni. Hjá Blakki sigraði aftur
Skjóni frá Sauðárkróki en ekki gat
undirritaður betur séð en þetta
væri sami Skjóni og var sýndur hjá
Fáki nú í vor. Samkvæmt reglum
LH um keppni gæðinga segir að
óheimilt sé að sýna sama hestinn
hjá fleiri en einu félagi ár hvert.
Ef þetta er ekki einn og sami hest-
urinn þá verður að segjast að þeir
séu ótrúlega líkir og hlýtur að vera
námn skyldleiki þar á milli.
í flokki unglinga var góð þátt-
taka hjá Kinnskæ en engin ungl-
ingakeppni var hjá Strandamönnum
þar sem aðeins einn keppandi skráði
sig en mætti ekki til leiks. Móts-
svæði þeirra Kinnskæsmanna er
sennilega eitt það fallegasta sem
um getur. Er það í landi jarðarinn-
ar Borgar í Reykhólasveit sem er
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Bjarni Jónasson var valinn knapi mótsins og tekur hann hér við
viðurkenningu úr hendi formanns Kinnskæs, Halldórs Gunnarsson-
ar, og Lilja húsfreyja á Grund færir honum brosandi hamingjuóskir.
'íf ' ' ;' ’ ■ . <*. . - „k - "i. - •
Efstir hjá Blakk i B-flokki gæðinga frá vinstri talið Hjördísar- Rauður frá Leysingjastöðum, knapi Hann er dillandi mjúkur og geðprúður hann Ylur frá Skeljabrekku
Rósmundur Númason, Nökkvi frá Heydalsá, knapi Guðjón H. Sigurgeirsson og sigurvegarinn, Skjóni sem sigraði i B-flokki gæðinga hjá Kinnskæ, knapi er Ingi Garðar
frá Sauðárkróki, sem þykir likur einum nafna sinum hér fyrir sunnan, knapi er Þóra Gisladóttir. Sigurðsson.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Barón frá Brautarholti sigraði í A-flokki gæðinga hjá Kinnskæ, eig-
andi og knapi Bjarni Jónasson.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Þátttakendur í yngri flokki unglinga stilla fákum sínum upp til ljósmyndunar, lengst til vinstri er sigur-
vegarinn Elisabet Þórðardóttir á Blakk, annar varð Ólafur B. Halldórsson á Flugari og í þriðja sæti
Dómhildur Reynisdóttir á Sindra.