Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
J> >'
t
l
r
i
!
t
i
í
t
l
Jt
!
i
í
■>
*
!
1
'I
„ HÚn er oub losrxcL. "
Hún er búin að ganga
kringum hnattlíkanið í 5
daga!
Með
morgunkaffinu
Nokkrir erfiðleikar voru á
þessu hjá okkur hér á skot-
palli stöðvarinnar, en við
gerum nánari grein fyrir
því síðar!
HÖGNI HREKKVÍSI
Karateþjálfarar spyija
Atli Erlendsson og Arni Ein-
arsson karate-þjálfarar skrifa:
„Þann 23. júlí birtist svar frá
Friðriki Páli Agústssyni Kung Fu
„meistara" við grein sem „áhuga-
menn um sjálfsvamarlistir" skrif-
uðu í Velvakanda.
í svari Friðriks kemur raunveru-
lega ekkert fram varðandi það sem
um var skrifað í fyrri greininni.
Hann fer eins og köttur í kringum
heitan graut, nefnir aðra menn en
svarar í engu því sem að var spurt.
Því spyijum við undirritaðir og
væntum svara:
1. Hvar og hvenær fékkst þú
þjálfun þína í Kung Fu og hvaða
þjálfara hefur þú haft?
2. Hvaða tegund (afbrigði) Kung
Fu þjálfar og æfir þú? Eins og þú
vonandi veist þá eru bara til. tvö
stig í sígildu kínversku Kung Fu
þ.e. nemandi og meistari (silfur).
Hvaða tegund Kung Fu gerir ungl-
ing að meistara?
3. Hvar og af hveijum er Sjálfs-
vamarfélag Islands viðurkennt?
Ekki er þetta félag í neinum við-
urkenndum sérsamböndum eða
landssamböndum t.d. ÍSÍ eins og
öll karate- og judófélög í landinu.
Sjálfsvamarfélag íslands er nefni-
lega bara nafn á félagi sem þú
sjálfur rekur.
4. Þú hefur látið í það skína að
þú hafír kunnáttu í ninjutsu (ninja
eins og þú ranglega kallar það).
Hvaða skóla (afbrigði) tilheyrir þitt
ninjutsu, hvaða gráðu hefur þú
þar, hvaðan er gráðuskírteini þitt
ef til er og hveijir voru þjálfarar
þínir?
Þú segir að fólk eigi að kynna
sér málin áður en það hleypur í
blöðin. Auðvitað vilt þú ekki um-
ræðu um þessi mál, því upp gæti
komist hvað þú ert raunverulega
að gera og kenna. Þú segist hafa
æft í 5 ár? Þú telur það nægilega
reynslu til að kenna öðrum en það
breytir engu þótt þú æfír vitleysu
í 5, 20 eða 100, ár það verður allt-
af sama vitleysan. Þú nafngreinir
mann í svari þínu, segir hann einn
af bestu karatemönnum íslands.
Þú segir hann hafa æft í 5 ár eins
og þú. Þú virðist áætla að fyrst
hann hafí náð góðum árangri á
þessum tíma þá hljótir þú að hafa
náð góðum árangri á sama tíma.
Rangt, umræddur maður hefur æft
undir stjóm margra hátt gráðaðra
kennara og auk þess notið leiðsagn-
ar landsliðsþjálfara N-írlands sem
reyndar er einn af núverandi heims-
meistumm í karate. Hvaða þjálfun-
ar hefur þú notið á móts við hann?
Að lokum: í Karatefélagi
Reykjavíkur hangir uppi skírteini
frá IKGA (Intemational Karate do
Goju-Kai Assc.), alþjóðasambandi
Goju-Kai karate, útgefíð af aðal-
stöðvunum í Japan. Skírteini þetta
er viðurkenning þess efnis að við
séum löglegir fulltrúar þessa til-
tekna karateafbrigðis á íslandi.
Einnig liggja frammi gráðuskírteini
okkar útgefín af meistara okkar í
Japan, seiko shihan (yfírmeistari)
Gogen Yamaguchi 10. dan hæst
gráðaða núlifandi karatemanni í
heimi. Kennari okkar er shihan
(meistari) Ingo de Jong 5. dan, yfír-
maður Goju-Kai karate í Evrópu.
Við höfum ekkert að fela, en þú?“
Víkverji skrifar
Víkveija hefur borizt eftirfar-
andi bréf frá Þóri S. Gröndal,
ræðismanni í Flórída í Bandaríkjun-
um: „Kæri Víkveiji: Nýlega sá ég
í dálki þínum, að þú veittir ákúrur
þeim, sem skrifa eða tala um „ríki"
Bandaríkjanna sem „fylki". Þú
sagðir, að ef það væri rétt, ætti
landið að heita Bandafylki Ameríku.
Héma hefur þú mikið til þíns máls,
og ætla ég hér með að hætta að
kalla t.d. Flórída fylki og gera það
nú að ríki. Þetta geri ég með því
eina skilyrði, að Morgunblaðið hætti
að nota orðið „alríki", þegar það
fjallar um stofnanir í Washington,
sem Ameríkaninn notar um orðið
„federal". Iðulega má sjá á síðum
blaðsins talað um „alríkislögreglu",
„alríkisdómstól" o.s.frv. Nægja ætti
að kalla t.d. FBI lögregluna rann-
sóknarlögreglu Bandaríkjanna eða
sambandsrannsóknarlögregluna, en
þar sem ég veit, að þið eruð ekki
alveg sáttir við sambands, nafnið,
væri hið fyrra líklega betra. Að
nota orðið „alríki" minnir alltaf á
eitthvað ákaflega háleitt, jafnvel
heilagt, skylt himnaríki. Bandaríkin
eru góð, en þau eru ekki himnaríki-
held ég. Með beztu kveðjum, Þórir
S. Gröndal, Flórídaríki í Banda-
ríkjum Norður Ameríku."
Svo mörg voru þau orð. Víkveiji
bíður spenntur eftir því að sjá
hvemig hið „innra kerfí“ Morgun-
blaðsins tekur þessum „úrslitakost-
um“ Þóris S. Gröndals. Það er
nefnilega ekki alveg víst, að erlend
fréttadeild Morgunblaðsins hafí
verið sammála þessum athuga-
semdum Víkveija og spuming,
hvort hún er til viðtals um ein-
hveijar breytingar í þessum efnum!
En það kemur í ljós.
XXX
Ekki þarf að hafa mörg orð um
þá byltingu, sem orðið hefur í
vegagerð hér á nokkrum árum.
Varanlegt slitlag á þjóðvegi lands-
manna hefur stytt vegalengdir,
aukið samskipti milli byggða, dreg-
ið úr viðhaldskostnaði bifreiða og
haft margvísleg önnur jákvæð
áhrif. Fyrir skömmu átti Víkveiji
hins vegar leið um Vestur-Skafta-
fellssýslu og ók þá m.a. um Eld-
hraunið. Þar og raunar víðar á þeim
slóðum hefur verið lagt slitlag á
vegi en það er hins vegar mjórra
en gengur og gerist. Afleiðingin er
sú, að þegar bílar mætast þurfa
þeir að aka út af slitlaginu út í
malarkanta. Þetta líkar ökumönn-
um afar illa, eru sennilega hræddir
við að fara út af veginum og er sá
ótti ekki alveg ástæðulaus. Yfírleitt
er ekið hraðar á vegi með slitlagi
en malarvegi og hættan verður
þeim mun meiri þegar ekið er að
hluta til út í malarkantinn á tölu-
verðum hraða.
Víkvetji veitti því eftirtekt að
ökumenn reyndu að komast hjá því
að fara út af þessari mjóu ræmu
og gáfu ekki sinn hlut eftir fyrr en
í fulla hnefana. Rökin fyrir því að
leggja svo mjóar ræmur eru vafa-
laust þau, að með því sé hægt að
Ieggja slitlag á meiri vegalengdir
og þar sem umferð sé ekki mikil
nema hluta úr ári sé hagræðið
meira en óhagræðið. Það má vel
vera, en breytir ekki því, að slysa-
hætta á þessum vegum er veruleg
að sumarlagi þegar umferð er mikil.
XXX
egar farið er um landið að
sumri til má sjá töluvert af vel
útbúnum langferðabifreiðum frá
útlöndum, sem koma með feijunni
frá Evrópu og Færeyjum. Einn af
viðmælendum Víkveija hafði orð á
því, að þessir bílar væru svo vel
búnir, að þeir kæmu ekki aðeins
með ferðafólk, heldur einnig elds-
neytisbirgðir, þannig að ekki þyrfti
að kaupa þær hér, svo og matar-
birgðir og raunar allt, sem þyrfti
til ferðalaga um ísland. Afleiðingin
væri sú, að hingað til lands kæmu
stórir hópar af ferðamönnum, sem
eyddu nánast engu í landinu og við
hefðum því engar tekjur af þeim.
Þessi viðmælandi Víkveija sagði,
að þetta væri fáránlegt og að það
ætti að banna ferðir slíkra bifreiða
og ferðamannahópa um landið.
Þetta sjónarmið hefur heyrzt víðar
og því er hér með komið á framfæri.