Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 20

Morgunblaðið - 29.07.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR'29. JÚLÍ 1986 4 Vinnubrögð ósamboð- in Verðlagsstofnun eftir Árna * Arnason „Á sjötta og sjöunda áratugnum tíðkaðist það mjög hjá hagsýnum húsmæðrum að bregða sér til Glas- gow í svokallaðar innkaupaferðir. Stöldruðu þær stutt við, eina helgi eða svo, en komu aftur hlaðnar pinklum og pökkum fyir nærliggj- andi ijölskyldur sínar í þriðja og fjórða lið.“ Þannig hófst grein Dag- fara í DV þann 7. júlí sl. og taldi höfundur, að þetta hefði verið „um sama leyti og fatagerð og klæð- skeraiðnaður lagðist að mestu af hér á landi. Innlend fataframleiðsla stóðst ekki samkeppni við Glasgow- ferðirnar." Þessi stutta tilvitnun er gott dæmi um það, að ekki er allt satt sem stendur í blöðunum. Upp- hafíð er rétt en niðurlagið og niðurstaðan kolröng. Tollastefnan Innkaupaferðir til Glasgow hóf- ust vegna þess að ódýrara var að kaupa fatnað þar en hér. Ástæðan var ofur einföld. Hér var fatnaður hátollavara. Með aðild íslands að EFTA lækkuðu hins vegar tollar á fatnaði stig af stigi, uns þeir féllu að fullu niður. Með sama hraða lögðust Glasgow-ferðimar af. Hins vegar óx hér úr grasi öflugur fata- iðnaður, og fjöldi ptjóna- og saumastofa tók til starfa. I þessari grein hafa fyrirtæki hins vegar komið og farið einsog reynar tísku- verslanir, enda áhættusamur at- vinnurekstur og sveiflum undirorpið að gera út á duttlunga tískunnar, en svo gjörsamlega hefur þessi mynd snúist við vegna afnáms toll- anna, að nú sækja útlendingar hingað til að kaupa vandaðar tísku- vörur, sem þó kunna að vera framleiddar í heimalandi þeirra — og það þrátt fyrir einn hæsta sölu- skatt í heimi. Þeim sem stunda verslun er vel ljós sá mikli fjöldi gjalda sem leggj- ast á innfluttar vömr — þau em um 17 talsins — og hversu há þau em oft af daglegum neysluvömm. Hér var t.d. þar til í vor 70% tollur af nýju grænmeti og nýlega var 50% tollur lagður á nýjar kartöflur. Allur almenningur gleymir þessu hins vegar iðulega eins og eðlilegt er og kennir kaupmönnum um þann óeðli- lega mun, sem stundum kemur fram á verði hér og erlendis. „Mig langar til að spyijast fyrir um hvemig stendur á því að það er svo há álagning á rakvélablöðum hér á landi?" spyr t.d. neytandi á lesendasíðu DV þann 14. júlí sl. eftir að hafa keypt rakvélablöð í Glasgow á 124 kr. þegar þau kosta 330 kr. hér. En hér gleymast allar álögumar til ríkisins, 80% tollur, 30% vömgjald, 1% tollafgreiðslu- gjald og 25% sölugjald, sem nær þrefaldar verðið. Ef virðisauka- skatturinn í Bretlandi er dreginn frá, sem mun vera lagður á þessa vöm, en hann er 15%, skýrist mun- urinn af álögum ríkisins. Könnun Verðlags- stofnunar En það hafa fleiri farið til Glas- gow. í nóvember sl. fóra starfsmenn Verðlagsstofnunar í könnunarleið- angur þangað og birtu okkur niðurstöður sínar fyrr í þessum mánuði. Allt er hey í harðindum segir máltækið og margt verður að stórfréttum í gúrkutíð blaðamennskunnar, enda varð hér afar óvönduð fréttatilkynning í þessu tilviki svo sannarlega til þess að menn töpuðu áttum. Jafnvel svo uppiýstur maður sem_ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, birti strax daginn eftir blaðagrein í a.m.k. þremur blöðum með úthrópunarfyr- irsögn. Og aðrir létu heldur ekki á sér standa, enda vom ýmis óþægi- leg mál til umræðu, sem gott var að dreifa athygli almennings frá. Viðbrögðin koma þó alls ekki á óvart, þegar fréttatilkynning Verð- lagsstofnunar er skoðuð, og hún borin saman við það sem fylgdi henni, 11. tölublað Verðkönnunar, sem greinir frá niðurstöðum könn- unarinnar. Fréttatilkynningin er mjög fljótfæmislega unnin, og svo mjög, að algjört undantekningartil- vik verður að aðalatriði og lýsandi um niðurstöður. í tilkynningunni er fátt skýrt, en fleira sett fram þannig að veldur misskilningi, jafn- vel þannig að vekur gmnsemdir. Þegar borið er saman smásöluverð hér og í Glasgow em áhrif tolla, vömgjalds ofl. einungis lauslega nefnd, og gætir ekki einu sinni sam- ræmis, hvort hæsti tollur er 70% eða 80%. Lækkunar á tollum frá því að könnunin var gerð er ekki getið. í 22% tilvika, segir í fréttatil- kynningunni, var útflutningsverð til íslenskra innflytjenda jafnhátt eða hærra en verð út úr búð í Glasgow. Við þessar upplýsingar rekur menn að sjálfsögðu í rogastans. Þess er hins vegar hvergi getið, að einn- ig i 17,5% tilvika var heildsölu- verð í Glasgow jafnhátt eða hærra en verð út úr búð í sömu borg, Glasgow. í þessu samhengi fer öll könnunin að verða hin dular- fyllsta og vekja fleiri spumingar en hún svarar. Erf iðleikar í samanburði Samanburður milli landa er alltaf ýmsum vandkvæðum bundinn. Hér er gerð könnun á vömm framleidd- um í Bretlandi, á heimamarkaði þar, en innfluttum hingað. Slíkur samanburður getur sýnt hinar und- arlegustu niðurstöður eins og við þekkjum af útflutningsvömm okk- ar. í samanburðinum er lagður að jöfnu 60 milljón manna markaður og 240 þúsund manna markaður, breskar neysluvenjur og íslenskar. Það þarf einnig ekki mikla skoðun til að sjá, að flestar vömmar em miklu fremur einkennandi fyrir breskar neysluvenjur en íslenskar. Inn í könnunina koma t.d. vömr sem algengt er að selja í Bretlandi und- ir kostnaðarverði til áð hæna að viðskiptavini. Þá em þjóðartekjur á mann í Bretlandi 25% lægri en hér, sem hefur almennt þau áhrif, að matvöruverðlag verður lægra. Þar að auki er Glasgow ein ódýrasta borg Bretlands, enda laun þar nokkm lægri og atvinnuleysi um- talsvert. Alagning í Bretlandi er yfírleitt einnig lægri í þessari teg- und verslunar en annars staðar í Evrópu. vinnslan í Frakklandi kaupir yfír búðarborðið í Reykjavík." „Það verður að fara fram tafarlaus rann- sókn.“ „Er þetta frelsi til fjárdrátt- ar?“ „Taka verður verslunarleyfín af þessum mönnum." „Blettur á verslunarfrelsinu." „Mun dýrara að versla í Boulogne heldur en Reykjavík." „Okur.“ „Allir til Reykjavíkur." „Taka þeir umboðs- laun erlendis?“ „Hækkun í hafí.“ Arni Árnason „Samanburður milli landa er alltaf ýmsum vandkvæðum bundinn. Hér er gerð könnun á vörum framleiddum í Bretlandi á heima- markaði þar en inn- fluttum hingað. Slíkur samanburður getur sýnt hinar undarleg- ustu niðurstöður eins og við þekkjum af út- flutningsvörum okkar.1 ir frá Grindavík hafí selt afla sinn í Boulogne í Frakklandi og var verð- ið þannig: fyrir kíló af grálúðu fengust tæpar 43 krónur en verð fískvinnslu hér á landi er kr. 15,70. Fyrir fyrsta flokks steinbít fékkst kr. 61 króna en verð á honum til fískvinnslunnar hér á landi er kr. 17,70. Þá fékkst einnig 61 króna fyrir kílóið af þorski en verð til fisk- vinnslunnar hér á landi er kr. 27,20. Kunnugir segja mér að smásöluverð í Reykjavík yrði ekki langt frá sölu- verði í Frakklandi, ef þessi fískur væri á annað borð seldur þannig verkaður hér. Nú vantar ekki annað en Frakk- ar geri hér könnun og birti síðan stórfrétt í öllum fjölmiðlum þar með upphrópunum: „Innflytjendur í Frakklandi kaupa físk á þremur og hálfum sinnum hærra verði en hann fæst til fískvinnslu í Reykjavík" og aðrir myndu taka undir: „Fisk- Lærdómurinn og dómarasætið leita skýringa erlendis og fá fram lækkun, þegar innkaupsverð virðist hátt. Með þessu er ekki þar með sagt að innkaupum til landsins sé vel borgið um alla framtíð. Innkaup til landsins eru sífelldir samningar um verð, leit að betri vöru og ódýr- ari. í þeim tilraunum tekst stundum vel, stundum illa, enda er ekki öllum jafnlagið að kaupa hagstætt inn. Hér er það samkeppninnar að velja þá hæfustu úr. Þeir sem ekki standa Fyrri kannanir Þótt framsetning á könnun Verð- lagsstofnunar hafí ekki verið stofnuninni samboðin, má einnig geta þess, sem vel er gert. I mars- mánuði 1984 framkvæmdu verð- lagsyfírvöld á Norðurlöndum könnun á verði og verðmyndun nokkurra tegunda mat- og diykkj- arvöra. Þar vora allar skýringar til fyrirmyndar og auðvelt að átta sig á niðurstöðum. í samanburðinum komu innfluttar vörur almennt vel út og virtust íslenskir innflytjendur standa sig yfirleitt betur en starfs- félagar þeirra á Norðurlöndum. Árið áður, eða í júní 1983, var gerður verðsamanburður á bygg- ingarvörum hér og í Svíþjóð. Sú könnun var einnig mjög vel fram sett. Niðurstaðan sýndi, að verð á þeim 33 vörategundum, sem bomar voru saman, var í 26 tilvikum hærra hér en í 7 tilvikum hærra í Svíþjóð. Þegar tekið er tillit til tolla, vöra- gjalda og flutningskostnaðar breyttist myndin og niðurstaða Verðlagsstofnunnar verður þessi: „Þrátt fyrir háan flutningskostnað og aðflutningsgjöld til íslands var verðmunur hins vegar í mörgum tilvikum minni en ætla hefði mátt á þeim vörum sem fluttar eru inn.“ Þessi niðurstaða er rökrétt enda gaf könnunin tilefni til athuga- semda sem þessarar: „Virðist því ljóst að innkaupsverð til Islands sé lægra en innkaupsverð seljenda í Svíþjóð," og það á vörum framleidd- um í Svíþjóð. Bæði Verðlagsstofnun og inn- flytjendur geta lært af þessari könnun. Verðlagsstofnun má ekki láta óvandaða framsetningu sem þessa endurtaka sig. Nauðsynlegar skýringar eiga að koma fram, þann- ig að versluninni sé ekki kennt um þrefaldan mun á smásöluverði, sem er að öllu leyti sök ríkisins. Þá munu innflytjendur að sjálfsögðu sig, heltast úr lestinni. I þessu máli er auðvelt að dæma og sumir hafa verið fljótir til. Leið- arahöfundur DV talar um „skálka“ og Alþýðublaðið heimtar „tafar- lausa rannsókn á matvörainnflutn- ingi“. En við sjáum oft betur það sem úrskeiðis fer hjá öðram. Sann- leikurinn er sá, að það er lítill vandi að búa til dæmi um samanburð á verði, sem vekja spumingar við fyrstu sýn. Ef borið er saman verð á dagblöðum í Glasgow og Reykjavík kemur t.d. í ljós, að blöð í Glasgow eins og Times, Guardian og Daily Telegraph kosta hvert um sig kr. 15,90 en Daily Mail kostar kr. 12,70. Dagblöð í Reykjavík kosta hmsvegar ýmist 40 eða 50 krónur. íslensk dagblöð era í þessu ljósi 2,5 til 3,5 sinnum dýrari en dagblöð í Skotlandi. Dagblöðin sjálf geta því ekkert síður komið illa út í slíkum samanburði milli landanna. Blað eins og Alþýðublaðið er t.d. ríflega þrefalt dýrara en stærstu blöð Bretlands og er þá ekki tekið tillit til efnis, stærðar eða út- breiðslu. Það má því segja að menn geti fundið sér rannsóknarefni hér á landi þessa dagana. Það er ábyrgðarhluti, þegar opin- ber stofnun eins og Verðlagsstofn- un gerist sek um óvönduð vinnubrögð eins og í þessu máli. Þegar nauðsynlegar skýringar fást um síðir er dómur almennings þeg- ar fallinn og áhugi fjölmiðla á málinu horfínn. í þessu tilviki er könnunin einnig rúmlega sjö mán- aða gömul og því afar erfitt um vik að kanna staðreyndir málsins. Öll sönnunargögn eru löngu spillt. Lokaorð Samanburður við verðlag hér og erlendis er engu að síður af hinu góða á réttum forsendum. Hann skerpir samkeppnina, leiðbeinir versluninni og hvetur hana til dáða. Á endanum beinir samkeppnin við- skiptunum til þeirra sem standa sig best. Það skiptir hins vegar öllu, að sá samanburður sé gerður af sann- gimi og nauðsynlegar skýringar fylgi. Með því móti geta neytendur fylgst réttilega með vöruverði, eflt verslunarsamkeppni og verið það eina eftirlit með verðlagi, sem máli skiptir. Höfundur er framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands ogá sæti / Verðlagsráði. Þegar Bretar selja til útflutnings hefur það ýmsan aukakostnað í för með sér umfram sölu á innlendan markað. Útflutningsvörur þurfa umbúðir, sem þola flutning sjóleið milli landa, sé ekki selt í heilum gámum. Útflutningur er flóknari og pappírsvinnan og flutningamiðl- unin kostar sitt. Útflutningsverð hefur því sýnt sig að vera stundum nokkru hærra en verð til stórra kaupenda í Bretlandi, sem einnig eru í betri aðstöðu til að nýta ýmis sértilboð sem kunna að bjóðast af og til. Engu að síður munu íslensk fyrirtæki oftast ná góðum samning- um, og veit ég að Island er iðulega meðal þeirra 10 landa sem fá lægsta verð af yfír 100 löndum sem selt er til. Þessi staða sést hins vegar ekki nema t.d. á samanburði við innflutningsverð tii annarra Norð- urlanda, eða Færeyja, sem væri sennilega sambærilegri markaður. í útvarpinu þann 21. þ.m. var lesin sú frétt að fískiskipið Hrungn- HINN MANNLEGI ÞÁTTUR/ Ásgeir Hvítaskáld Berbriósta stelpur o g sólstingur Við voram komnir á vestur- strönd Sjálands og teymdum hjólin á sandinum á baðströnd- inni. Þetta var einn kafli af paradís; sólskin, hvítur sandur og heiðblár sjór. Ungar stúlkur gengu um berbijósta, ófeimnar og stoltar af fegurð sinni. Litlir strákar voru í boltaieik, kerlingar flatmöguðu í sólstólum með kaffí- brúsa sér við hlið. Trébryggjur lágu út í sjóinn. Gústi lagðist í sandinn með handklæði yfír and- litinu. Ég tíndi af mér fötin, hljóp í sandinum og kastaði mér svo í sjóinn. Sjórinn var volgur og ég stakk höfðinu í gegnum öldumar. Seglbátar krussuðu fram og aft- ur. Sólin glampaði á sjónum og skar mann í augun. Þama urðu allir vöðvar mjúkir. Er við höfðum legið í sólinni um tíma urðum við órólegir. Og tókum við þá undarlegu ákvörðun að fara með ferjunni yfír á Fjón, þrátt fyrir allt. Við nenntum þessu hangsi ekki lengur; orðnir ruglað- ir af sólsting greinilega. í feijunni fengum við heita máltíð; kjötboll- ur með kartöflusalati, plús klukkutíma pásu. Gústi dottaði við borðið, seig alltaf út á aðra hliðina. Fullt af litlum og sætum skátastelpum vora á næstu borð- um í kring og flissuðu. því skipið virtist fullt af hjólreiða- fólki. Og þegar búið var að toga lestarvagnana út um stefni skips- ins blasti Fjón við. Nú voru aðeins 30 kflómetrar eftir til Óðinsvéa. Þegar við fórum frá borði urð- um við að bíða í langri halarófu, Ég var eldhress og hjólaði ólmur áfram. Heita máltíðin, kaffíð, hvfldin og sólstingurinn hafði hjálpað. Þetta með hjartað líka. Við hjóluðum upp langar brekkur og runnum svo niður. Ég settist með annað lærið á stöngina til að hvfla auman afturendann. Við þræddum sveitavegi. Ég sá maís- akra þar sem grösin voru næstum mannhæðarhá. Hitinn var ógur- legur. Við tókum pásu í skugga undir tré. Þá sá ég rauða háværa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.