Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
41
Valgeir horfir út á sjáinn fránum augum úr brúnni á Stuðrúnu.
Þessi grímseyski snáði þurfti að fara beint i háttinn eftir tónleikana
og hefur liklega þótt það heldur súrt að fá ekki að vera á ballinu.
Dansiball
Tónleikunum lauk um kl. ellefu
og hálftíma síðar hófst ballið. Um
120 manns höfðu á miðnætti keypt
sig inn á ballið, en skráðir íbúar í
Grímsey munu vera 114. Stuðmenn
notuðu þetta tækifæri til þess að
rifja upp gömul lög, sem þeir höfðu
ekki spilað lengi og einnig voru sum
Iög leikin í nýstárlegum útsetning-
um; Búkalú í valstakti og Banka-
ræninginn í polka. Ballinu átti að
ljúka kl. eitt, en Grímseyingar tóku
ekki í mál að hljómsveitin hætti svo
snemma og endaði dansleikurinn
ekki fyrr en rúmlega tvö.
Stuðmenn skoða sig um í Grímsey.
Stuðmenn er einstök hljómsveit
að mörgu leyti; tónlist þeirra verður
trauðla skipað í einhvem ákveðinn
tónlistarstefnubás; segja má að þeir
leiki fyrst og fremst íslenska stuð-
tónlist með spaugilegum textum,
en það sem skapar þeim sérstöðu
meðal íslenskra ballhljómsveita, er
að þeir leika aðeins eigin tónlist.
Ballið í Grímsey var engin undan-
tekning á hinni nánast undantekn-
ingarlausu reglu, sem gildir um
dansleiki Stuðmanna; hrikalegt
stuð þar sem fólk á öllum aldri
skemmti sér konunglega.
Þrátt fyrir hávær mótmæli
Grímseyinga lauk dansiballinu rétt
eftir kl. tvö og bauð besti vinur
Stuðmanna í Grímsey, kvenfélags-
formaðurinn, liðinu í kaffí. Ekkert
gistiheimili er í Grímsey, þ.a, Stuð-
menn og félagar þeirra sváfu við
misjöfn skilyrði í báðum kennslu-
stofunum í félagsheimilinu.
Marhnútar og búklaus-
ir þorskar
Á nýjum degi brosti sólin við
Grímseyingum, og vöknuðu Stuð-
menn með heimsskautsbauga undir
augum. Rótaramir ómissandi
gengu frá „græjunum“ og enn á
ný nutu Stuðmenn gestrisni Krist-
jönu, en hún og systir hennar voru
óþreytandi við að dæla „kaffí og
með því“ í mannskapinn. Á meðan
hjálparkokkarnir lestuðu farangur-
inn í Stuðrúnu notuðu sumir
Stuðmanna tækifærið og skoðuðu
eyna, en hinir fóru niður á bryggju
að dorga. Ekki fór miklum sögum
af veiðiskapnum, enda höfðu þeir
lítinn frið til veiða fyrir grímseysk-
um eiginhandaráritasöfnurum.
Ragnhildur veiddi marhnút en
aumkaði sig síðan yfír aflann og
henti honum aftur í sjóinn. Þórði
gítarleikara þótti það heldur ógeð-
fellt, þegar drengimir á bryggju-
sporðanum köstuðu þorskhausum í
sjóinn til að laða að fiskinn. „Hvem-
ig verður þeim við að sjá frændur
sína búklausa?" spurði Þórður. „Nú,
þeir éta þá,“ sögðu strákamir og
þótti spumingin fáránleg. „Þetta
em nú meiri barbaramir," sagði
Jakob og átti þá við fískana. Reynd-
ar vann Jakob það afrek að „veiða"
einn slíkan búklausan þorsk.
Ævintýrið skal
endurtekið
Grímseyjarför Stuðmanna verður
lengi í minnum höfð, bæði hjá eyja-
skeggjum og Stuðmönnum, og
munu böm þeirra, er atburðinn
lifðu, segja bamabömum sínum frá
því er Stuðmenn sóttu heim
Grímsey. Reyndar riðu Stuðmenn
fjárhagslega ekki feitum hesti frá
Grímsey, en hins vegar vom þeir
svo hrærðir af viðtökum Grímsey-
inga, að þeir lýstu því yfír, að hér
eftir yrði Grímseyjarævintýri árleg-
ur viðburður.
Grein og myndir:
Sveinn Andri Sveinsson
Ragnhildur „fríkar út“.
Þegar þú velur trimmgalla frá World Apart velur þú sjálf(ur)
saman buxur og peysur. Fjölmargar geröir - nýjustu
tiskulitirnir. Stæröir: Small - Medium - Large.
SKÓLAVORÐUSTlG 42