Morgunblaðið - 29.07.1986, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 29.07.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 51 Þessir hringdu .. Afleit þýðing’ Matthías Frímannsson hringdi: „Eg rakst á auglýsingabækling frá Söguleikunum um sýningu á Njálu um daginn og get ekki orða bundist yfir því hve þýski textinn er ilia unninn. Bæklingurinn er skrifaður á fjórum tungumálum og er þýski textinn 10 línur en samt eru um það bil 30 stafsetn- ingar-, mál- og málfræðivillur í honum. Það er þegar búið að prenta þennan bækling í 10.000 eintök- um og liggur hann frammi á hótelum en ég myndi ekki rétta þennan bækling nokkrum ferða- manni. Ég er viss um að Þjóðveij- ar sem lesa þennan bækling hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara á sýninguna. Löggilt þýðing á þetta litlum texta hefði kostað innan við 1000 kr. Burtséð frá þessu finnst mér ófagurt að sjá í auglýsingum frá þeim að sýningar fari fram undir opnum himni, betur færi á að nota undir berum himni." Uppdráttar- sýki í Lands- bankanum? H.J. hringdi: „Nýlega birtist í Morgunblað- inu grein eftir Eyjólf Konráð Jónsson, alþingismann. Þar full- yrðir hann að það sé á allra vitorði að SÍS eigi ekki til veð fyrir skuld- um sfnum í Landsbankanum. Ég hef hvergi séð svar frá Lands- bankanum við þessum upplýsing- um og er þögn þá líklegast það sama og samþykki? E.t.v. ættum við sem eigum fáeinar krónur á bók í Landsbankanum að flýta okkur að taka þær út. Það er engu líkara en það sé komin smit- andi uppdráttarsýki í bankana okkar." Óhæfa í útvarpinu Spakur hringdi: „Eg gerði þá reginskyssu um daginn að álpast inn í eina af þessum búðum sem selja föt fyrir táninga til að kaupa afmælisgjöf á ættingja minn sem er á gelgju- skeiðinu. Þá dundi í eyrum mér einhver óskipulegur hávaði. Við nánari athugun reyndist hann eiga rætur sínar að rekja til Ríkisútvarpsins sem greinilega má muna sinn fífil fegurri. Þetta hefði svo sem ekki verið í frásög- ur færandi ef ég hefði ekki neyðst til þess að doka í smástund eftir afgreiðslu og notaði ég tækifærið til að hlusta eftir texta lagsins sem kvaldi eyru mín þá stundina. Lagið hét að þvi er mér skildist Heilræðavísur og var flutt af ein- hveijum Haraldi. í stuttu máli sagt var texti lagsins einhver mesta óhæfa sem borist hefur eyrum mínum, bæði ruddafenginn og ómerkilegur fyrir utan það að samsetningin var hinn mesti Ieir- burður og hlýddi engum bragregl- um. Krefst ég þess að tekið verði í eitt skipti fyrir öll fyrir flutning á þessum ósóma eða ég sé mig neyddan til að hætta að hlusta á útvarpið. Það væri nú reyndar lítil fóm af minni hálfu." Leiðrétting á frétt Ólafs Sigurðssonar Vestarr Lúðvíksson hringdi: „Ég vil þakka Ólafí Sigurðssyni fréttamanni fyrir ágætan þátt um siðferði, en hann var á dagskrá sjónvarps 22. sl. Að auki vil ég þakka Ásgerði Jónsdóttur kenn- ara fyrir ágæta grein í Morgun- blaðinu sama dag. í þætti sínum lauk Ólafur um- ræðunni með þeim orðum að koma mætti í veg fyrir ýmiss konar makk, vandræði og hagsmuna- árekstra ef menn gerðu sér ávallt far um að segja sannleikann. Þetta minnti mig á pistil sem Ólaf- ur sjálfur flutti í sjónvarpinu 12. maí sl. en þar gerði hann hvalveið- ar Færeyinga að umtalsefni sínu. Hann lét þess getið að hugsanlega yrði aukin almenn andstaða við veiðamar til þess að Færeyingum reyndist erfiðara að selja hvalaaf- urðir sínar erlendis. Ég varð hissa, því mér vitanlega hafa þeir aldrei selt hvalaafurðir • sínar út fyrir Færeyjar. Ég tjáði Ólafí þetta. Hann var vantrúaður á þessa full- yrðingu mína en sagðist ætla að leiðrétta fréttina, hefði hann farið rangt með staðreyndir. Síðan hef ég fengið þær upplýsingar frá kunnugum mönnum í Færeyjum að ég hafí haft á réttu að standa, en enn bólar ekki á leiðréttingu Ólafs Sigurðssonar. Þar sem hann kvað réttilega svo dyggðugt að segja ávallt sannleikann datt mér í hug að hann gæti byijað á þess- ari leiðréttingu. Að öðm leyti þakka ég Ólafi enn fyrir góðan þátt.“ Lagfæring Sigurkarl Stefánsson hringdi: „Eg vil gera smálagfæringar á bréfí sem birtist frá mér í Velvak- anda fímmtudaginn 24. júlí. Betur hefði farið á að hafa niðurlagið svona: Önnur, þriðja og ijórða ljóðlína byija þá allar á sama orðinu og næsta lina á undan þeim endar á þó að ljót verði ljótt, beri að ber og snót að snótin." Týndi mánaðar- launumim Sigríður hringdi: „Sonur minn 11 ára varð fyrir því óláni um daginn að týna pen- ingaveski með mánaðarlaununum sínum. Þetta hefur líklega gerst annað hvort á Ásvallagötu eða Tómasarhaga. Ef einhver rekst á veskið er hann vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 10820.“ Vísa vikunnar Ég held ég bara segi svei við Sverris fúla gríni. In the mouth I make my way to mr. Paddy Feeney. Hákur Ljót bygging Kjósandi skrifar: Mikið lifandis ósköp er nýja Hag- kaupshúsið (Kringlan) hryllilega ljót bygging. Hún er eins og ferlíki, vægast sagt einn hryllingur. Það er eins og tröllahendur hafí kastað steypu á lóðina og hrúgað upp þessu líka afskræmi. Og mér er spum: Hver teiknaði þetta skrímsli? Var teikningin virkilega samþykkt í bygginganefnd og á tilskildum stöð- um í kerfínu? Hef ég sem kjósandi í Reykjavík ekki leyfi til að spyija og óska svars: Hvaða einstaklingar fjölluðu um leyfi til byggingarinnar? Hveijir vom meðmæltir þessari teikningu og hveijir voru á móti (ef einhveijir voru)? Ég fer þess vin- samlega á leit að svör verði birt hér á sfðum Velvakanda, svo að við íbúamir vitum hveijir það em sem bera ábyrgð á þessum hryllingi. Blaðburóarfólk óskast! 'Áos KÓPAVOGUR Holtagerði Hraunbraut Álfhólsvegur 65- Sunnubraut ÚTHVERFI Ofanleiti Kleppsvegur 8-38 Síðumúli Fellsmúli 5-19 Hverafold Blesugróf Í4* 3- Langholtsvegur 71- 108 og Sunnuvegur Alfheimar VESTURBÆR Skólabraut AUSTURBÆR Miðtún Samtún Stigahlíð 37-97 Drápuhlíð 1-24 Skúlagata fHtfgunfrliiMfe Og þá er það síðasta törnin á þessu sumri! Suðurver 5.—21. ágúst — 3ja vikna Hraunberg 5.-28. ágúst — 4ra vikna Kerfi I. Líkamsrækt og megrun fyrir kon- ur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. Kerfi II. Framhaldsflokkar, þyngri tímar aðeins fyrir vanar. Kerfi III. Rólegir tímar fyrir eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega með sig. Kerfi IV. Megrunarflokkur fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakílóin núna. Kerfi V. Eróbikk, okkar útfærsla af þrek- tímum með góðum teygjum. Hörkupúl og svitatímar fyrir ung- ar og hressar. Sturtur — Sauna — Ljós Glæsileg ný aðstaða Sæluvika 22.-28. ágúst í Suðurveri Síðasta „sæla" sumársins. Hörkupúl og svitatímar 7 daga í röð. 80min. tímar— 15.minljós. Heilsudrykkur í setustofu á eftir. Ath.: Aðeins fyrir vanar. Allir fínna flokk við sitt hæfí J.S.B. Innritun í símum: Suðurver 83730 Hraunberg 79988

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.