Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 .33 Hafísinn hindrar komu skemmti- ferðaskipa til Akureyrar Milljónatap fyrir bæinn, segir Gísli Jónsson, forsljóri Ferðaskrifstofu Akureyrar ÞÓ HAFÍS sé ekki úti fyrir Eyja- firði, hefur landsins forni fjandi þó valdið Akureyringum nokkr- um búsifjum. Hafísinn hefur komið í veg’ fyrir komu fjögurra skemmtiferðaskipa til Akur- eyrar og telja Akureyringar sig hafa orðið fyrir milljóna króna tekjumissi vegna þessa. Gísli Jónsson, forstjóri Ferða- skrifstofu Akureyrar, sagði í samtali við Morgunblaðið að með þessum skipum hefðu verið 1.300 farþegar og það munaði um minna að fá ekki slíkan fjölda ferðamanna í bæinn. Það væri tekjumissir fyrir verslanir á Akureyri, áætlunarferðir ferðaskrifstofunnar, en flest af þessu fólki færi til Mývatnssveitar. Þá væri þetta auðvitað tap líka fyr- ir Mývetninga. Loks mætti nefna, að fyrir skip, sem ekki kæmu á staðinn fengjust engin hafnargjöld. Tekjumissir vegna þessa hlypi því á milljónum króna. „Viö verðum að gera okkur grein fyrir því að við búum nánast á hjara veraldar," sagði Gísli, en það er hart að geta ekki treyst á samgöng- ur í júlí. Hingað áttu að koma 13 skip í sumar, tvö eru ókomin og vonandi verður haflsinn ekki í vegi fyrir þeim. Þetta er mjög alvarlegt fyrir framtíðina, því ísinn hefur áður hindrað ferðir skemmtiferða- skipa hingað og verði frekari óþægindi af þessum sökum, er hætt við að skipin hætti að koma hingað," sagði Gísli Jónsson. 1NNLEN*T virðast líkumar hafa minnkað mjög á að Japanir kaupi hvalkjöt af Hval hf., og að hægt verði að fjármagna hvalarannsóknaráætlun Hafrann- sóknarstofnunarinnar með ágóðan- um af þeirri sölu, eins og ætlunin var. Það mun væntanlega hafa í för með sér, að verulega verður dregið úr rannsóknunum. Samkvæmt veiðisamningi Hvals hf. og Haf- rannsóknarstofnunarinnar átti sala afurðanna alfarið að vera á ábyrgð Hvals hf. og íslensk stjómvöld áttu hvergi að koma nærri þeim þætti. Það verður því Hvalur hf., sem ber tekjutapið hefjist hvalveiðar ekki aftur eftir 20. ágúst næstkom- andi, þegar lokið er næstu lotu í viðræðum íslenskra og bandarískra ráðamanna, að sögn Kjartans Júlí- ussonar, deildarstjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu, sem verið hefur varaformaður íslensku sendinefnd- arinnar á fundum AJþjóða hvalveið- iráðsins. „Veiðamar og salan em alfarið á ábyrgð Hvals hf., sagði Kjartan, „en í samningnum er einn- ig ákvæði um að fyrirtækinu sé ekki skylt að veiða öll þau dýr, sem hann tekur til, verði það ómögulegt einhverra hluta vegna.“ I G/obusP LAGMULA 5 SÍMI 681555 CITROEN ER ALLTAF Á UNDAN SINNI SAMTÍÐ ÁRGERÐ 1987 ER Á LEIDINNI TIL LANDSINS £ ifþú ert að hugsa um að kaupa nýjan bíl ættirðu hiklaust að hinkra örlítið við, því Citroén árgerð 1987er á leiðinni - fyrsta sendingin kemur tll landsins í byrjun ágúst. Við fáum allargerðirnarafCitroén bílunum - allt frá ódýrum smábílum uppíeðalbornarlúxuskerrur, og verðið ersem fyrr afar hagstætt. Einnig bjóðum við mjög góð greiðslukjör. Hjá Citroén ersífellt unnið að vöruþróun og fullkomnun einstakra þátta, t.d. hefurmælaborðinuí'87 árgerðunum verið breytt til batnaðar-en hjá Citroén eraldrei breytt breytinganna vegna. Citroén- lúxusinn og Citroén-gæðin eru sem fyrrásínumstað: Frábærhönnun, einstakir aksturseiginleikarnir, framhjóladrifið, vökvafjöðrunin, hæðarstillingin, dúnmjúksætin, olnbogarýmið, víðáttumikið farangursrýmið, krafturinn, þrautseigjan, tæknifullkomnunin og öll öryggisatriðin, aðógleymdri formfegurðinni og frönsku línunum sem löngum hafa skipað Citroén í sérflokk. Líttu inn í Lágmúlann eða sláðu á þráðinn-Citroén ’87ereinmittrétti bíllinn fyrirþig. GOTT TÓLK / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.