Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 Kveðjuorð: Kristrún Finn- bogadóttir Nelson Fædd 29. desember 1917 Dáin 20. júll 1986 í dag er kvödd hinstu kvedju hjartkær systir og mágkona okkar hjóna, Kristrún Finnbogadóttir Nel- son. Dúa, eins og hún var ævinlega kölluð, var fædd á Rauðsstöðum við Amarflörð þ. 29. desember 1917. Foreldrar hennar voru Finn- bogi Rútur Ólafsson frá Múla í Gufudal og eiginkona hans Jóhanna Kristjánsdóttir frá Argilsstöðum í Hvolshreppi. Þegar Dúa var 3ja ára fluttist fjölskyldan búferlum til Reykjavíkur. Finnbogi lést árið 1947, 56 ára að aldri, og átti þá fjölskyldan um sárt að binda. Böm- in voru 8, 7 komust upp, 3 systur og 5 bræður, og em tvær systur og þrír bræður eftirlifandi. Var Finnbogi dugmikil fyrirvinna og þau hjón einlægir og ástkærir vinir bamahópsins. Árið 1950 verða þáttaskil í lífi Dúu, en þá flyst hún ásamt Guð- rúnu systur sinni búferlum til Bandarílq'anna, þar sem þær hafa átt heimili æ síðan. Áður höfðu systumar dvalist eitt ár hjá föður- systur þeirra, Salóme, sem af miklum myndarbrag starfiækti þá og síðan um áratuga skeið hótel og gistiheimili í borginni Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Árið 1953 giftist Dúa eftirlifandi eiginmanni, Dale K. Nelson. Fyrstu 15 árin bjuggu þau í Califomíu, en síðan í útborg Seattle, Bremington. Þar settu þau saman mjög fallegt heimili í fögm umhverfi. Áttum við hjónin því láni að fagna að njóta gestrisni þeirra, svo og Guðrúnar og manns hennar sem einnig búa í Bremington, í þrem heimsóknum. Minnumst við þessara heimsókna og ferðalaga um fögur hémð vest- urstrandar Bandaríkjanna með óblandinni ánægju. En ekki er of- sagt, að þau bönd sem bundu systumar Kristrúnu og Guðrúnu við fóstuijörðina, og þá sérstaklega við Jóhönnu, móður þeirra vom óvenju sterk. Oftlega var slegið á þráðinn um óravegu til íslands, og hingað komu systumar og eiginmenn þeirra ótal sinnum og dvöldust þá hér að jafnaði um mánaðar skeið. Það sem okkur hjónum er sér- staklega minnisstætt í fari og skaphöfn Dúu er hennar lífsgleði, dugnaður og ósérplægni, sem kom hvað berlegast í ljós við þá um- hyggju, nærgætni og alúð er hún auðsýndi þeim, sem hún taldi að- stoðar vant í daglegu lífi. Einatt var hún, jafnt um nætur sem daga, þess búin að rétta slíku fólki hjálp- arhönd. Og glaðværðin fylgdi henni jafnan sem sólargeisli. Hún var aufúsugestur, hvar sem leiðir henn- ar lágu. Til marks um starfshæfni hennar og mannkosti má nefna, að þau fyrirtæki eða aðilar sem nutu þjónustu hennar í Bandaríkjunum, færðu henni ósjaldan góðar gjafir sem þakkarvott fyrir vel unnin störf. Fyrir um það bil ári síðan kenndi Dúa þess sjúkdóms, sem síðar bar hana ofurliði. Böndin við gömlu fóstuijörðina voru svo sterk, að Dúa taldi það bersýnilega einsætt, að þar bæri hún sín bein. Fyrir röskum mánuði kom hún til landsins. Og þótt sársjúk væri, stafaði af henni sama glaðværa viðmótið, sem var hennar aðall allt lífíð. Við hjónin kveðjum Dúu hinstu kveðju með hjartans þökkum og vottum eftirlif- andi eiginmanni, Dale, innilega samúðarkveðju. Kristrún Magnúsdóttir Kristrún fæddist á Rauðsstöðum í A-Barðastrandarsýslu. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Krist- jánsdóttir og Finnbogi Rútur Ólafsson, rafvirki. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1920 og ólst Kristrún þar upp ásamt sex systkin- um. Eftir almenna skólagöngu fór hún fljótlega að vinna, m.a. verslun- arstörf og vann um nokkurt skeið í Rammagerðinni í Hafnarstræti. Árið 1948 fór hún til Seattle í Bandaríkjunum ásamt eldri systur sinni og föðursystur. Eftir ársdvöl sneri hún heim til íslands en strax árið 1950 fór hún aftur til Banda- ríkjanna og þá til Iengri dvalar. 1952 fór hún til Kalifomíu og kynntist þar eftirlifandi manni sínum, Dale K. Nelson, sem hún gekk að eiga 11. mars 1953. Þau hjónin bjuggu í Kalifomfu í 15 ár, þar af um nokkurt skeið hjá tengda- foreldrum hennar sem báðir voru sjúkiingar. Dúa, eins og ættingjar og vinir kölluðu Kristrúnu, var sístarfandi og sígefandi. Ef hún ekki gaf ver- aldlega hluti þá gaf hún af sjálfri sér, vinnu sem einkenndist af ósér- hlífni og mannkærleika. Mannkostir hennar komu einmitt hvað best í ljós þegar einhver þurfti á hjálp að halda. Hún hjúkraði tengdaforeldr- um sínum í 12 ár og fluttist til þeirra til að geta létt þeim lífið uns yfir lauk. Frá Kalifomíu fluttist Dúa með manni sínum tii Bremerton í Wash- ingtonríki þar sem hann vann skrifstofustörf en hún við verslun. Á miðju síðastliðnu ári kenndi hún sér meins og fór á spítala í heima- borg sinni til rannsóknar. Eftir uppskurð og tveggja vikna dvöl yfírgaf hún spítalann með þá vitn- eskju að hún ætti aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða, að áliti lækna í mesta lagi tvo til þijá. Þann 18. júní sl. kom hún til íslands til að eiga sína síðustu daga meðal ástvina í landinu sem hún unni mest. Héðan vildi hún leggja upp í sína hinstu för. Dúa var trúuð kona og frá trúnni fékk hún yfímáttúrulegan styrk og æðruleysi sem hún hélt til síðustu stundar. Alltaf mætti okkur bros hennar og blíða er við, ættingjar hennar og vinir, heimsóttum hana á heimili Geirþrúðar systur hennar og á Landakotsspítala þar sem sjúk- dómur hennar lagði hana loks að velli 20. júlí. Áður en ég lýk þessum orðum vil ég þakka Geirþrúði alla þá kær- leiksríku umönnun sem hún veitti systur sinni á heimili sínu frá því hún kom frá Bandaríkjunum og þar til yfir lauk. Með orðum Hallgríms Pétursson- ar, sem Dúa þekkti sjálf af lestri Passíusálmanna í gegnum árin, kveðjum við í dag kærleiksríka konu sem ávallt var reiðubúin að rétta meðbræðmm sínum og systmm hjálparhönd. Fýrir blóð lambsins blíða búinn er nú að stríða og sælan sigur vann. P.S. 25.12. Ó Blómastofa Friðfinns Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opi^ öll kvöld tll kl. 22,- éínnig um heigar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + HELGI BIRGIR MAGNÚSSON loftskeytamaður andaðist 25. júlí. Guðrún Sveinsdóttir, Sigurður Helgason, Sveinn Sævar Helgason, Reynir Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson. t Hjartkær dóttir okkar og systir, SIGRÍÐUR ÞÓRA, lést sunnudaginn 27. júlí á heimili okkar, Kolgerði 3, Akureyri. Hörður Þórleifsson, Svanfríður Larsen, Hólmfrfður.Högni og Ákl Harðarfoöm. + PÉTUR HOLM, Síðumúla 21, andaðist í Landakotsspítala 27. júlf. Vandamenn. + Móöir mín, tengdamóðir og amma, JÓHANNA SVANA ÓLADÓTTIR, lést í Landspítalanum 21. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, þriöjudaginn 29. júlí, kl. 10.30. Jón Helgason, Eygló Normann, Helgi Jónsson, Mike Fftzgerald, Ronnie Fitzgerald, Patricia Bailey, Vikle Shankin. + Útför sonar míns, SVAVARS MAGNÚSSONAR, bifreiðastjóra, Fellsmúla 20, fer fram frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 13.30. Jarðsett veröur í Gufuneskirkjugarði. Jóhanna Jónsdóttir. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR J. ARADÓTTIR frá Seljalandi, Brekkuhvammi 2, Búðardal, verður jarösungin frá Hjarðarholtskirkju fimmtudaginn 31. júlí kl. 14. Jón E. Hallsson, Hallur Jónsson, Áslaug Bragadóttir og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, CHRISTIAN CHRISTENSEN kaupmanns, Álftamýri 54, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. júlí kl. 13.30. Anna Kragh Chrlstensen, Sveinn Christensen, Unnur Birglsdóttir, Björn Christensen, Slgfrfður Friöþjófsdóttir og barnabörn. + Útför konunnar minnar og systur okkar, KRISTRÚNAR FINNBOGADÓTTUR NELSON, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 29. júlí kl. 13.30. Dale K. Nelson, Geirþrúður Finnbogadóttir, Guðrún Finnbogadóttir, Sigurður Finnbogason, Kristján Finnbogason, Ólafur Finnbogason, Armand J. Beaubien, Camilla Svelnsdóttir, Kristrún Magnúsdóttir, Kristjana Jónsdóttir. + Útför eiginmanns míns og föður okkar, INGÞÓRS ÞÓRÐARSONAR, Sólvöllum, Mosfellssveft, verður gerð frá Lágafellskirkju miðvikudaginn 30. júlí kl. 15.00. Aðalheiður Finnbogadóttir, Guðrún Ingþórsdóttir, Ingunn Ingþórsdóttir, Þórður Ingþórsson, Ómar Ingþórsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJARNFRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Meðalbraut 4, Kópavogl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 30. júlí kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Vilhjálmur Guðlaugsson, Sjöfn Guðlaugsdóttir Pent, Dagmar Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Felli, Hjaltabakka 6, lést þann 27. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.