Morgunblaðið - 29.07.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.07.1986, Qupperneq 32
i Fimmta Kanadatogaran- um breytt í Slippstöðinni Vonir standa til að samkomulag náist um breytingar á sex togurum til viðbótar NIJ HEFUR endanlega verið gengið frá samningum Slipp- stöðvarinnar og kanadíska fyrirtækisins National Sea Products um breytingar á 5. tog- aranum í Slippstöðinni. Hún hefur áður breytt 4 togurum fyrir Kanadamennina og vonir standa til að samningar náist um breytingar á fleiri togurum. Gunnar Ragnars, forstjóri Slipp- stöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Kanadamennimir hefðu verið mjög ánægðir með breytingamar á hinum togurunum fjómm, samningurinn um þann fímmta væri í raun staðfesting þess. Þá gat Gunnar þess að tii stæði að breyta 6 togurum annarrar gerð- ar í eigu sama fyrirtækis á næsta ári. Þó mikil andstaða væri gegn því í Kanada að flytja verk sem þetta úr landi, teldi hann góðar líkur á því að verkið yrði unnið í Slipp- stöðinni. Fimmti kanadíski togarinn kem- ur hingað til Akureyrar í september og á breytingunum á honum að vera lokið fyrir áramót. Gunnar sagði að meðal annars þess vegna hefði Slippstöðin næg verkefni til áramóta, en óljóst væri hver staðan yrði í upphafí næsta árs. Norskur „Drangur“ leigður til malarflutninga út í Grímsey Kiwanism enn setja upp klukkuturn í göngugötunni KIWANIS-menn á Akureyri hafa nú reist klukkuturn í göngugö- tunni, Hafnarstræti. Er þetta gert til að afla fjár með sölu auglýsinga til styrktar ýmsum líknarmálum á Akureyri. Klukkuturninn var reistur síðast- liðinn sunnudag, en klukkan á hann kemur upp í haust. Kiwanis-menn hafa til þessa að- allega aflað Qár með sölu páska- eggja, en þeir segja þá leið ekki ganga lengur eftir tilkomu stór- markaða og sölu páskaeggja þar. Klúbbfélagar reistu og smíðuðu klukkuna sjálfír og kostnaður við hana fólst því aðeins í efniskaupum. Þegar eru komnar auglýsingar á tuminn. Tólf augýsingareitir eru á tuminum og eru þeir allir seldir, sem stendur. Kiwanisklúbburinn á Akureyri hefur undanfarin ár styrkt ýmsa þætti líknarmála á staðnum. VEGABÆTUR eru nú að hefjast í Grímsey. Efni til vegagerðar er mjög af skornum skammti í eynni og því hefur verið fengið skip til að flytja það þangað. Það er norskt og er systurskip Drangs, sem leigður hefur verið til Suðurhafa, en eigandi Drangs, Jón Steindórsson, er með skipið á leigu. Norski „Drangur" var við Torfu- nefsbryggju á Akureyri í gær, en þar tók hann um borð tvo vörubíla, vélskóflu og veghefíl. Bílamir og hefíllinn verða notaðir við vegabæt- umar í Grímsey, en vélskóflan fylgir skipinu og mun moka af því möl- inni á bílana. Mölin verður tekin á Grenivík, um 2.500 lestir alls, og fer skipið 10 ferðir á milli lands og eyjar. Bjami Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að þetta væri hið besta skip og kæmi Grímseyingum vel að hafa aðgang að því eftir að Drangur hefði verið leigður burt. Skipið hentaði mjög vel til þessara flutninga og auk þess hefði það fyrr í sumar flutt byggingarefni út, en nú væru þar fískverkunar- skemmur í byggingu, en byggingar- efni í steinsteypu ekkert. „Fer ílla saman að vera lögbijótur og lögregluþj ónn ‘ ‘ Erlingur Pálmason, yfirlögregluþjónn á Akur- eyri, dæmdur fyrir að brjóta jafnréttislög „ÞAÐ fer vissulega illa saman að vera dæmdur lögbijótur og lögregluþjónn. Sérstaklega þar sem þetta er fyrsta brotið, sem sannast á mig. Annars er ég vist dæmdur fyrir að hafa sagt að ekki væri fyrirhugað að ráða kvenfólk í lögregluna á Akureyri þetta árið,“ sagði Erlingur Pálmason, yfiriögregluþjónn á Akureyri, í samtali við Morgun- blaðið. Jafnréttisráð hefur nú komist að þeirri niðurstöðu, að jafnréttislög hafí verið brotin við ráðningu lög- regluþjóna til sumarstarfa á Akureyri í apríl síðastliðnum. Ráða átti í níu stöður sumarmanna. í þijár þeirra fengust menn, sem höfðu verið í lögreglunni áður, en alls sóttu 21 karlmaður og fimm konur um sumarafleysingastörf hjá lögreglunni. Karlmenn voru ráðnir í allar stöðurnar og var það kært til Jafnréttisráðs. Erlingur Pálmason sagði að ástandið hjá lögreglunni væri þann- ig, að sex lögregluþjónar hættu störfum á árinu og þar af leiðandi væri um helmingur lögregluþjóna lítt vanir störfum. Hann teldi hætt við því að kvenkynslögregluþjónar gætu leitt huga nýliða af gagn- stæðu kyni frá skyldustörfunum, auk þess, sem það væri viðtekin staðreynd, að konur væru ekki eins vel til átaka fallnar og karlmenn. Það væri að minnsta kosti svo, að í íþróttum ynnu þær ekki sömu afrek og karlmenn og víst notuðu þær léttari spjót, kringlu og kúlu í íþróttunum. Hann teldi sig því hafa nokkuð til síns máls þó vissulega gætu konur sinnt sumum störfum jafnvel og karlmenn. „Þetta er nú ágreiningur minn við þjóðfélagið," sagði Erlingur Pálmason. Aðalheiður Alfreðsdóttir, for- maður jafnréttisnefndar Akureyrar, vildi ekki tjá sig um þetta mál, þar sem henni hafði ekki borist dómur Jafnréttisráðs. AF INNLENDUM VETTVANGI Fréttaskýring/Ómar Valdimarsson Tilfinningamálið hvalveiðar í vísindaskyni: Þráttað um túlkun áður en blekið hefur þornað „ÍSLENSKA sjávarútvegsráð- herranum hefur oft verið sagt að Japanir muni ekki kaupa hval- kjöt af íslendingum,“ sagði Craig Van Note, talsmaður bandarisku náttúruverndarsamtakanna Monitor, í samtali við blm. Morg- unblaðsins á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í Malmö í Svfþjóð í byrjun siðasta mánaðar. í frétt af fundinum, þar sem þetta var haft eftir Van Note, var einnig haft eftir Halldóri Asgrímssyni sjávarútvegsráð- herra, að japönsk síjómvöld hefðu aldrei sagt sér eitt eða neitt um kaup á íslenskum hvala- afurðum. Fullyrðing gegn fullyrðingu Þannig hefur fullyrðing gegn fullyrðingu einkennt mikið af um- ræðunni um hvalveiðar íslendinga og fleiri þjóða á undanfömum miss- erum. í þau fáu skipti sem sam- komulag hefur orðið um orðalag um einstök atriði er varða áfram- haldandi hvalveiðar, hefur blekið varla verið þomað þegar deilur hafa hafíst um hvemig beri að túlka orðin á pappímum. A fundi hvalveiðiráðsins í Malmö var miklum tíma varið til að kom- ast að samkomulagi um ályktun um hvalveiðar í vísindaskyni, sem Is- lendingar gætu sætt sig við. Fyrir fundinum lá í upphafí tillaga frá Svíum, Svisslendingum og fleiri þjóðum um að öll alþjóðleg verslun með afurðir hvala, sem veiddir væru í vísindaskyni, væri bönnuð. Sólarhrings þras um eitt orð Þessari tillögu lögðust íslensku fulltrúamir á fundinum, með Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, í broddi fylkingar, mjög gegn. Að minnsta kosti tveir sólar- hringar fóm í linnulítil fundahöld um ályktunartillöguna og þar af fór dijúgur hluti síðari sólarhringsins í að komast að samkomulagi um eitt orð. Þegar Halldóri og hans mönnum hafði tekist að fá menn til að falla frá ákvæði um alþjóðlega verslun var eftir að komast að niðurstöðu um hvort gera ætti tillögu um að afurðanna ætti „fyrst og fremst" (prirharily) að neyta á innanlands- markaði eða hvort neyslan ætti að vera bundin við heimalandið „að mestu leyti" (predominantly). í samtölum sem blm. Morgunblaðsins á fundinum átti við íslensku fulltrú- ana var að heyra á Halldóri Ás- grímssyni og Guðmundi Eiríkssyni, þjóðréttarfræðingi utanríkisráðu- neytisins, sem stóð í þessum slag með ráðherranum, að „fyrst og fremst" væri ásættanlegt fyrir ís- lendinga, því það veitti svigrúm til að selja úr landi þann hluta afurð- anna (alls á þriðja þúsund tonn af hvalkjöti, spiki og fleiru), sem ekki væru borðaðar hér heima. Þeir töldu að orðalagið „að mestu leyti“ veitti ekki þetta svigrúm. Japanir hætta við kaupin — ef ... Með yfírlýsingu talsmanns jap- önsku stjómarinnar, sem vitnað er til í frétt á forsíðu blaðsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.