Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 s Hinn nýi golfskáli á Svarfhólavelli. Nýr golfskáli í byggingu á Svarfhólavelli á Selfossi Selfossi. Kylfingar á Selfossi hafa á þessu sumri unnið hörðum höndum við að koma sér upp aðstöðu fyrir golfíþróttina á nýjum velli sem er í Laugar- dælalandi við svonefnda Svarf- hóla og dregur völlurinn nafn sitt af þeim. Níu holu golfvelli hefur verið komið upp, ásamt því að reistur hefur verið fok- heldur nýr 200 fermetra golf- skáli. Þrátt fyrir að fenginn hafi verið verktaki til að reisa skálann hafa kylfingar lagt fram um 1.000 vinnustundir við byggingu skálans auk þess sem þeir hafa verið verulega iðnir við að koma upp vellinum og gera hann vel úr garði. Nú þegar hafa verið haldin á vellinum nokkur mót, það síðasta 25. júlí sl., svonefnt Bæjarstióm- armót. Að þessu sinni tóku einnig þátt fulltrúar frá stjóm Kaup- félags Amesinga, sem lét í té land undir hinn nýja golfvöll. Nýi golfvöllurinn er í næsta nágrenni við Selfoss og hefur nú þegar aukið áhuga til mikilla muna á golfíþróttinni og gerir alla starfsemi golfklúbbsins auð- veldari, ekki síst unglingastarfíð. Sig. Jóns. Greifarnir senda frá sér „Blátt blóð“ HLJÓMSVEITIN Greifarnir frá Húsavík hefur sent frá sér fjög- urra laga hijómplötu sem ber heitið „Blátt blóð“. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar, en hún vakti verulega athygli sl. vetur er hún sigraði í Músíktilraunum ’86 á vegum Tónabæjar og rásar 2. Þeir sem skipa hljómsveitina eru: Kristján Viðar Haraldsson (hljóm- borð), Felix Bergsson (söngur), Sveinbjöm Grétarsson (gítar), Gunnar H. Gunnarsson (trommur) og Jón Ingi Valdimarsson (bassi). Auk þeirra komu Þorsteinn Jóns- son, Ólöf Sigurðardóttir og Edda Borg Ólafsdóttir nokkuð við sögu við gerð plötunnar. Upptökumenn vom Sigurður Bjóla, Ólafur Halldórsson og Tryggvi Herbertsson sem jafnframt annaðist upptökustjóm. Hljóðritun fór fram í Mjöt og Hljóðrita, Alfa sá um pressun og Prisma annaðist fílmuvinnu og prentunina. Sveinbjöm Gunnarsson hannaði umslagið og Bjami Jónsson sá um ljósmyndun. Útgefandi er Steinar hf. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Meiraprófsbflstjórar óskast. Upplýsingar í símum 32563 og 685833. Óskum eftir að ráða vana smurbrauðsdömu til starfa. Uppl. gefur veitingastjóri á staðnum í dag og næstu daga milli kl. 14-17. Þórscafé, Brautarholti 20. Verkamenn óskast Verkamenn óskast — mikil vinna. Uppl. í síma 50877. Loftorka. Húsmóðir óskast til að hugsa um heimili í Vestur- bænum og gæta þriggja barna, 1 árs, 2 ára og 11 ára, fyrir útivinnandi hjón í ábyrgðar- stöðum. Upplýsingar í síma 19055 frá kl. 10-18. Góð laun í boði. Kennarar Grunnskólann í Grindavík vantar kennara fyrir yngstu nemendurna næsta vetur. Einnig vantar 7.-9. bekki kennara í íslensku, eðlis- og stærðfræði. Að lokum vantar svo mynd- menntakennara. Áhugasamir fá nánari upplýsingar hjá skóla- stjóra í síma 92-8504 eða 92-8555. Skólanefnd Bókhald og sími Traust iðnfyrirtæki í Ártúnsholti í Reykjavík óskar að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: 1. Almennt skrifstofustarf. Starfið felst að mestu í innslætti á tölvu, meðhöndlun sölunóta og leiðréttingu daglegra lista. Bókhaldskunnátta nauðsynleg. 2. Símavarsla ásamt aðstoð við önnur störf á skrifstofunni. Vinnutími 8.30-12.15. Viðkomandi þarf að geta unnið allan dag- inn í forföllum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og reynslu sendist augldeild Mbl. fyrir 5. ágúst merktar: „Bókhald — 2631“. Vélasalur Þekkt iðnfyrirtæki á Ártúnshöfða í Reykjavík óskar að ráða stundvísan og reglusaman mann til starfa í vélasal sem fyrst. Ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar gefur Lárus Berg á staðnum frá kl. 10.00-15.00 (ekki í síma). H.F. ÖLGERDIN EGILL SKALLAGRfMSSON íþróttakennarar athugið! íþróttakennara vantar að Grunnskóla Eski- fjarðar. Góð íbúð fyrir hendi á góðum kjörum. Flutningsstyrkur kemur til greina. Nánari uppl. gefur Jón Ingi Einarsson, skóla- stjóri í síma 97-6182. Vélstjóra vantar á landróðrabáta. Stakkholt hf., Ólafsbraut2, Ólafsvík. Deildarþroskaþjálfi óskast á sambýli félagsins í tæplega 50% kvöld- og helgarvinnu frá 1. ágúst nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins, Háteigsvegi 6. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 12552 frá kl. 13.00-15.00. Vanan starfsmann vantar til ræstinga. Nánari upplýsingar gefnar í síma 611212 kl. 10-12. Frá Gagnfræða- skólanum á Selfossi Kennara vantar í almenna kennslu 7. og 8. bekkjar, einkum raungreinar. Uppl. gefur skólastjóri í síma 99-1178. Rafeindavirki Verslun og verkstæði í rafeindaþjónustu óskar eftir duglegum einstaklingi í fjölbreitt og líflegt starf. Æskilegt er að umsækjandi gerist eignaraðili að rekstrinum. Góð laun og starfsaðstaða í boði. Nafn og heimilisfang leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 1. ágúst merkt: „R-3125“. Öllum umsóknum svarað og farið með um- sóknir sem trúnaðarmál. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.