Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
OHHar framlag í
verdbólgubaráttuni
erstórlækhun
áPEPSI
ínýjum 1,5 lítra
umbúðum
Sanitashf. IsJ
Tónverk Jóns Nordal
Fyrir stuttu, reyndar á Lista-
hátið, var fluttur sá hluti
tónlistar Jóns Nordals, sem að-
allega flokkast undir að vera
kammertónlist, en á seinni tón-
leikunum í Skálholti sl. helgi
voru flutt nokkur kórverk og
tvö orgelverk. Síðasta verkið á
efnisskránni var frumflutning-
ur á nýju kórverki Jóns, er
hann hefur nýlega samið um
þijú kvæði, Aldasöng eftir
Bjarna Jónsson Skálda,
Maríuvísur eftir Jón Helgason
oir latneskt Maríukvæði frá 15.
öld.
Vera má að nokkru hafi valdið
um lausgerðan flutning fyrri hluta
verksins, hversu stuttan tíma kór-
inn hafði til æfinga en ljóst er að
hér er á ferðinni verk, sem býr
yfir sérlega fallegum tóntiltektum
og er í gerð eins konar aldasöng-
ur, þar sem heyra má stefgerðir
er bera merki hins foma latínu-
söngs aftan úr kaþólsku og svo
nútíma tónskipan. Allt myndar
þetta eina samfelldu, eins og þeg-
ar liðinn tími margra alda hefúr
safnað sér ljóman í einni minn-
ingu. Hljómeyki söng þetta
sérkennilega samsetta verk oft
mjög fallega og snart til innri
ómunar ýmsa strengi. Tónleikam-
ir hófust á orgelleik Marteins H.
Friðrikssonar. Forspil að sálmi
sem aldrei var sunginn er nútíma-
legt og fallega spunnið verk sem
Marteinn lék af nærfæmi. Annað
verk fyrir orgel var á efnisskránni
síðar, en það var Toccata, nýlegt
verk, sem samið er 1985. Þrátt
fyrir að verkið væri vel leikið og
sannfærandi í flutningi Marteins
H. Friðrikssonar, dómorganista,
er undirritaður ekki frá því að
leika megi verkið á köflum mun
hraðar, án þess að form þess
gliðni eða tapi svip.
Þijú önnur kórlög vom sungin
af Hljómeyki, „Vér treystum því“
við texta eftir Tómas Guðmunds-
son og bamagælan úr Silfurtungl-
inu, eftir Laxness, en nú með
texta, eftir Jakob Jóhannesson
Smára. Þriðja lagið er raddsetn-
ing á íslensku þjóðlagi við texta
eftir meistara Haligrím Péturs-
son. Bamagælan er feikna vinsælt
lag, og varla svo snert á því að
halda söngkonsert, að þetta ljúfa
lag sé ekki flutt. Líkt er lífí
mannsins og aldasöng Bjama
skálda, það hefst með þeirri
óþreyju, sem býr með hveijum
þeim sem ungur er, en endar með
söknuði og minningum um það
liðna. Og þó ekki tjái að trega
það liðna og sérhver hafi valið sér
áfangastað þegar í upphafi ferðar
sinnar, verður flestum það á að
staldra ögn við, þegar tóm gefst
til að kasta maeðinni. Þá koma
gjama upp hendingar svipaðar
þeim sem Jón Helgason leggur
með sér á fótstall Maríu meyjar.
„fireriat þu mier fræded skiert
fagnadar blomstred junga,
einge ljod sem vm sie vert
yreker dauðlig tunga."
Mahler, Strauss og Shosta-
kovits spurðu sig þess hins sama,
því efinn kallar spyrjandi um svar
en Bach og Palestrína spurðu
einskis, því þeir vissu að tími
guðs var annar én mannanna og
svar hans verður ekki veruleiki
fyrr en sérhver sál hefur skilað
sér á áfangastað. Þá mun ef til
vill skiljast hvað býr í þeim átta
töktum, er Mozart tókst að setja
á blað í sálumessu sinni, við text-
ann Lacrimosa og það hvers
vegna hann fékk ekki að Ijúka
máli sínu. Var hann að gráta yfir
sjálfri lífsgátunni, hafði hann þá
þegar verið snortinn af hendi
guðs, með þeirri bergmálan er
heyra má í óskilgreindri fegurð
þessa litla stefs? Við, sem dauð-
legir eigum enn ferð fyrir höndum
og höfum lengra gengið en eftir
er, spyijum ekki, því svarið þegir
við. Þó er gaman að hafa áð um
stund og hlýtt á söngva, sem bera
í fegurð þá er gerir framvindu
lífsins heillandi, þó enn um sinn
glími þeir menn sér til skaða við
vindinn, sem ekki kunna að njóta
fegurðarinnar.
Swedenborg’arkvartettinn
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Nú er lokið all sérkennilegri
listahátíð, sem gekk undir
ensku nafni, skammstafað
N-’art er fyrir þá sem aðeins
tala íslensku útleggst sem
Norræn list. Það er sérkenni-
legt við skipulag hátíðarinnar
að hún er hér á landi fram-
kvæmd án þess að listafélögin
íslensku séu þátttakendur og
þaðan af síður sú yfirstjóm
menningarmála er tengist
íslenskri stjómsýslu. Tilefni
hennar er þó af mæli Reykjavík-
urborgar.
Hvað svo sem segja má um
einstök atriði hátíðarinnar og
tímasetningu, sem er erfiðasti tími
til tónleikahalds vegna þorsta Is-
lendinga eftir sumri og sól, hafa
þó nokkrir hlustaðog séð það sem
á boðstólum var. Á sviði tónlistar
hefur nokkuð mikið rými verið
gefið til flutnings á „vinsælli"
skemmtitónlist, sem þó virðist
ekki að öllu leyti hafa orkað hvetj-
andi á hlustendur til að mæta.
Allt um það, þá var þessi lista-
hátíð skemmtileg tílbreytni og
hvað snertir alvarlegan tónlistar-
flutning, var þar býsna margt
gott að heyra. Síðustu tónleikar
af alvarlegu gerðinni voru tónleik-
ar Swedenborgar-kvartettsins og
fiuttu þeir að þessu sinni kvartett
eftir Haydn, Bartok og Beet-
hoven. Það verður að segjast eins
og er, að eftir að hafa heyrt kvart-
ettinn fyrr, þá voru þessir tónleik-
ar með ailt öðrum og betri
formerkjum. Haydn var leikinn
mjög ijörlega, feikna kraftur i
Bartok og kvartett Beethovens
var á köflum mjög vel leikinn, þó
enn megi finna að því að lágfiðlan
og cellóið eru oft nokkuð gróf,
einkum þegar til meiri átaka kem-
ur. Á einum stað í kvartett
Beethovens lék kvartettinn frá-
bærlega vel og það er ekki svo
lítið mál, að ná einu gullnu
augnabliki, en það var í hæga
þættinum í fertugasta og §órða
takti er brot úr miðhluta aðal-
stefsins heyrist í des-moll. Hins
vegar var aukastefíð, er hefst í
áttugasta og sjöunda takti, ekki
í jafnvægi því bæði lágfiðlan og
cellóið voru of sterk og þegar
cellóið tekur upp laglínuna átta
töktum síðar, var önnur fíðla og
lágfiðlan of frek á tónstyrk. Hægi
kaflinn er yndislega fallegt tóna-
ljóð, þar sem hver ögn þess hefur
gildi fyrir heildarstemmninguna.
Þriðji kaflinn, sem var mikil
formnýlunda á tímum Beetho-
vens, var helst til of garralega
leikinn og er þá hætta á að ýmis-
legt týnist í hlustun. í heild voru
tónleikamir mjög skemmtilegir.
Þessum ungu tónlistarmönnum
lætur vel að leika Qörlega og
kraftmikla tónlist, en þar sem
einnig brá fyrir „perluleik“ í hæga
þættinum í Beethoven, má ætla
að þar búi sá fræfill, er blómstrað
geti ef hljóðfæraleikurunum
auðnast að rækta garð sinn af
lítíllæti og alúð.
Swedenborgarkvartettinn