Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚU 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Að standa á rétti sínum Sú ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að beita sér fyrir frestun hvalveiða til 20. ágúst gegn því, að bandaríska viðskiptaráðu- neytið láti ekki verða af því að leggja fyrir forseta Banda- ríkjanna beiðni um efnahagsleg- ar þvinganir gagnvart Islending- um er hæpin, svo að vægt sé til orða tekið. Hér er ekki til um- ræðu spumingin um það, hvort hvalveiðar yfírleitt séu réttlætan- legar eða ekki. Hér er um að ræða háttsemi í samskiptum milli stórveldis og smáríkis, sem hafa átt mikil og góð samskipti sín á milli í áratugi, sem útilokað er fyrir okkur Islendinga að sætta okkur við, ef við viljum halda reisn okkar og virðingu. Þegar fyrstu fréttir bárust um það, að viðskiptaráðuneytið í Washington hefði uppi áform um að óska eftir því við Bandaríkja- forseta, að ísland yrði beitt efnahagslegum þvingunum vegna hvalveiða hér við land, þótti líklegt, að hér væri um að ræða hugmyndir skrifstofu- manna í ráðuneytinu, sem fljót- lega yrðu kveðnar niður. Síðan hefur komið í ljós, að Bandaríkja- stjóm virðist vera fyllsta alvara, a.m.k. verður ekki séð að utan- ríkisráðuneytið þar í landi hafí gert ráðstafanir til að stöðva þessi áform, eins og búast hefði mátt við. Það skal ítrekað, sem sagt var í forystugrein Morgun- blaðsins sl. föstudag, að sam- skipti íslands og Bandaríkjanna í öiyggis- og vamarmálum og á sviði viðskipta hafa verið svo náin síðustu áratugi, að það er nánast ótrúlegt, að stjómvöldum þar í landi skuli koma til hugar að taka sér í munn orðin efna- hagslegar þvinganir gagnvart íslendingum. Nú liggur það hins vegar ljóst fyrir að full alvara hefur verið á bak við hótanir viðskiptaráðu- neytis Bandarílganna um að leggja til við Reagan, forseta Bandarílganna, að Island verði beitt efnahagslegum þvingunum. Þá bregður svo við, að ríkis- stjómin í samráði við utanríkis- málanefnd og aðra stjómmála- flokka tekur ákvörðun um að fresta hvalveiðum gegn því, að bandaríska viðskiptaráðuneytið haldi að sér höndum. Hvers vegna? Hvers vegna var svo brýnt að stöðva þessa orðsend- ingu til Hvíta hússins? Það væri óneitanlega fróðlegt fyrir okkur íslendinga að iáta á það reyna, hvort forseti Bandaríkjanna er tiibúinn til að beita bar.dalags- þjóð í Atlantshafsbandalaginu efnahagslegum þvingunum vegna hvalveiða! Þetta mál er ekki þess konar vandamál fyrir okkur Islendinga, að við þurfum að beygja okkur fyrir vilja bandarísku ríkisstjóm- arinnar. Vel má vera, að við gætum staðið frammi fyrir því, að fiskkaupendur og neytendur í Bandaríkjunum hættu að kaupa af okkur físk vegna hvalveiða okkar. Þá kynni það að vera veruleiki, sem við kæmumst ekki hjá að viðurkenna og horfast í augu við. Það kann líka að vera að Bandaríkjamenn geti fengið því framgengt við Japani, af þeir kaupi ekki af okkur hvalkjö4 og þá em það staðreyndir, sern við yrðum einnig að horfas' í augu við. Raunar virðist það liggja fyrir eins og fram kemur í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag. En það er ekki höfuðatnðið á þessu stigi málsins, heldur að- gerðir bandarískra stjómvalda. Og þá er eins gott, að þau 'iorf- ist í augu við þann pólitíska vemleika, sem að þeim snýr í samskiptum við íslendinga og að þeir meti, hvort þeir em til- búnir að grípa til jafn féheyrðra ráðstafana og e/nahagslegar þvinganir gagnvart íslardi væm. Það er skoðun mai gra þeirra þjóða, sem eig? samskipti við Bandaríkin um p.ör a' mundir, að þar gæti nú meiri I örku í við- skiptum o g sar.ii kiptum við aðrar þjóðir en áður. Bandaríkjamenn standi fast á þröngum sérhags- munum og eigingjö -num sjónar- miðum sínun ga /nvart öðmm. Vera má, að j uð v .ðmót, sem að okkur íslendingum snýr í hvala- málinu r.ú og Rainbow-málinu undanfarin misseri, sé angi af þessari almennu stefnu Banda- ríkjamanna gagnvart öðmm þjóðum. Þá fer bezt á því, að það komi í Ijós, hvort breyting er að verða af hálfu Bandaríkjastjóm- ar á þeim vinsamlegu samskipt- um, sem ríkt hafa milli okkar og þeirra í áratugi. En hvaðan temur Bandaríkjastjóm heimild , ú að taka sér æðsta úrskurðar- vald um túlkun á alþjóðlegum samþykktum? Lög sett ' Banda- ríkjaþingi gilda ekki á Islandi. Ríkisstjómin hefur tekið ákvörðun, sem sýnir ákveðinn veikleika í samskiptum við Bandaríkjamenn út af hvalamál- inu. Það breytir engu, þótt full samstaða hafí verið um þessa afgreiðslu málsins í utanríkis- málanefnd og meðal stjómmála- flokkanna. Oft eru það vitlaus- ustu ákvarðanir, sem teknar em, sem allir em sammála um. Við íslendingar hljótum að standa á rétti okkar gagnvart Bandaríkja- stjóm sem öðmm. Akvörðun ríkisstjómarinnar á lítið skylt við það. Hvalveiðar og sala hvalaaf- urða er svo önnur hlið þessa máls sem skiptar skoðanir em um meðal þjóðarinnar. Um þá hlið er óþarfi að deila nú þegar snúa þarf einu andliti í vestur. 29 „Ég er smiður, þó ég eigi ekki hamar“ Samtal við Hans Jóhannsson fiðlusmið í Lúxemborg um leið tóngæði, en fara ef til vill á mis við fegurðina sem góður fiðlu- smiður hefúr lagt svo mikla vinnu í. Þá fegurð sjá nær eingöngu sér- fræðingar og svo auðvitað aðrir fíðlusmiðir." - Eru hljóðfæri gömlu meistaranna fegurri og betri en nútima hljóðfæri? „Nei, en verk sumra 16., 17. og 18. aldar meistaranna em hreint og beint ótrúlega góð. Þar með er ekki sagt að útilokað sé að endur- taka þau gæði. En það sem skapaði þjóðsöguna um hin óforbetranlegu gæði gamalla hljóðfæra var, að um miðja 19. öld varð mikill skortur á góðum hljóðfæmm, vegna hnignun- ar í smíðalistinni eftir miðja 18. öld. Bmgðu þá hljóðfærasölumenn fyrir sig betri fætinum og sköpuðu goðsögn þá, sem enn í dag er erfítt að hrekja úr hugum fólks. Það má heldur ekki gleyma því, að þau gömlu góðu hljóðfæri, sem em til í heiminum í dag, hafa frá byijun fengið bestu umönnun, við- hald og stillingu sem kostur er á, af fæmstu mönnum. Þær hafa líka verið spilaðar til af fæmstu fíðlu- snillingum síns tíma, sem er mjög mikið atriði. Auk þess verða hljóð- færin ótrúlega falleg af sliti og hnjaski áranna. Margoft hafa verið gerðar til- raunir til þess að athuga hvort mismunur sé á tóngæðum gamalla og nýrra hljóðfæra. Spilað hefur verið á bak við tjald og algjörir sérfræðingar verið látnir dæma, en ennþá hefur ekki verið hægt að sanna betri hljóm í þeim gömlu. Sem betur fer er mikil hugarfars- breyting hjá hljóðfæraleikumm í dag gagnvart nýsmíði." - Hefur þú nóg að gera? „Já, ég er með góðan biðlista, það er mikill kippur í þessum málum hér í Evrópu. Eg hef samt alltaf smíðað töluvert fyrir íslendinga. Annars var ég mjög heppinn, því Vassil Ivanov, konsertmeistari RTL-sinfóníunnar fékk hjá mér hljóðfæri og spilar í dag nær ein- í Lúxemborg er lítið þorp sem nefnist Bourglinster, u.þ.b. 20 km frá höfuðborginni. Þorpið er sér- staklega fallegt, vegna skógi vaxinna hlíða og klettahamra sem umkringja það. Efst á klettabrúninni var á 12. öld hafist handa við byggingu kast- alans Chateau de Bourglinster. í gegnum aldimar hefur verið byggt við hann, og er hann því í dag eins- konar samansafn af ólíkum formum byggingarlistarinnar. Efst á klettabrúninni var á 12. öld hafíst handa við byggingu kast- alans Chateau de Bourglinster. í gegnum aldimar hefur verið byggt við hann, og er hann því í dag eins- konar samansafn af ólíkum formum byggingarlistarinnar. Kastalinn er nú í eigu lúxem- borgíska ríkisins og er hann notaður til tónleikahalds og ýmissa listsýn- inga. Útihúsin hafa verið gerð upp, til þess að skapa aðstöðu fyrir lista- menn, s.s. málara, myndhöggvara og leirkerasmiði. Sá fyrsti sem fluttur er inn í þessi verkstæði er Hans Jóhannsson fíðlusmíðameist- ari. Fiðlan (hér er átt við fíðlu, lág- fiðlu og selló) er einna merkilegust hljóðfæra, vegna þess, að þar hefur hljóðfærasmíði risið hvað hæst, hvað varðar einfaldleika og fegurð tóns og útlits. Hún sameinar sveigj- anleika mannsraddarinnar og tjáningu tilfinninga, með sínum sér- staka blæ. Það er þess vegna sem fíðlan á svo miklum vinsældum að fagna, ekki bara hjá tónlistarmönn- um, heldur hefur hún einnig dáleitt vísindamenn, sagnfræðinga, fagur- kera og snobb með töframætti sínum. Einfaldleiki útlits fíðlunnar er samt mjög villandi, því fiðlan er samansett úr 70 mismunandi hlut- um sem þarf mikla lagni við að smíða. Einnig er fiðlan hljómfræði- lega mjög flókin. Fiðlan varð til á miðri 16. öld, þ.e.a.s. sem fjögurra strengja hljóð- færi sem leikið var á á öxlinni með boga, og stillt í fímmundum upp frá g. Fyrstu fíðlumar bera vott um skyldleika við nokkra fyrirrennara sína sem vinsælir vom á 15. öld og fyrr. Þar á meðal er Rebec, end- urreisnarfíðlan, og Lira da Braccio. Þegar márar komu til Spánar fluttu þeir með sér hljóðfærið Vihu- ela, sem síðar þróaðist í tvö afbrigði; annarsvegar Vihuela da Mano (hönd) sem er fyrirrennari hins klassíska gítars og hinsvegar Cihu- ela D’Arco (bogi) sem er fyrirrenn- ari Viola da Gama, sem átti svo miklum vinsældum að fagna í tón- list barokktímabilsins. Segja má að fiðlan hafí náð vinsældum á kostnað gömbunnar. Fiðlan var alþýðuhljóð- færi en gamban hljóðfæri heldri- manna. Kontrabassinn er kominn inn í fiðlufjölskylduna eftir króka- leiðum, en hann er upphaflega af gömbuætt. A Italíu, nánar tiltekið í Cremona og Brescia, náði fíðlusmíði nær full- komnun á ótrúlega skömmum tíma, eftir miðja 16. öld þegarendurreisn- arandinn var í algleymingi. Meðal áhrifamestu meistara þess tíma má nefna Paolo Maggini, Amati- og Guameri-fjölskyldumar, Giovanni Guadagini og að síðustu Antonio Stradivari. Ég brá mér á dögunum til Bourg- linster í heims til Hans Jóhannsson- ar. Þegar ég kom á verkstæðið til Hansa ómaði tónlist Tartinis um hina vistlegu vinnustofu. Sjálfur stóð hann við vinnuborðið og minnti mig óneitanlega á verslunarmenn- ina sem voru á kontómum innaf verslun Geirs Zoéga þegar ég var lítil. Hansi fræðir mig um það, að ef menn beri einhveija virðingu fyrir bakinu á sér, eigi þeir að hafa vinnuborð sín í nafla hæð. Fyrsta spumingin sem ég spyr Hansa en — Var erfitt að komast í þetta óvenjulega nám? „Já, ég var búinn að vera með þetta í maganum lengi og missti eiginlega áhugann á akademísku Chateau de Bourglister-kastalinn. námi þegar ég fékk fíðlu-fluguna. Ég var búinn að reyna lengi að komast að á einhveiju fiðlu-verk- stæði á meginlandinu, þegar allt í einu opnaðist glufa hjá Merling í Kaupmannahöfn. Ég þaut út með fyrstu flugvél, en kom samt of seint, því Merling hafði dáið nóttina áður. Þetta var kannski heppni í óheppni, því að staðreyndin er sú, að það þýðir ekkert í dag að læra hjá meistara, áherslan er öll á skóla- námi. Ekki reyndist auðvelt að komast í skóla, því skólamir em fáir og erfítt að komast að. Þegar ég sótti um í Newark, sóttu um 150 manns en 12 fengu inngöngu, þar af aðeins 4 útlendingar, en það tókst." - Hvað ertu búinn að smíða mörg hljóðfæri? „Eg er búinn að smíða 25 til 30 fíðlur, auk selló, barokkhljóðfæra og gítara." - Hvenær byijaðir þú á þessu? „Ég hef verið að dútla við þetta í 10 ár eða um það bil, ég útskrifað- ist úr „Newark School of Violin Making" árið 1980. Fyrir tveimur ámm tók ég þá stóm ákvörðun að Nákvæmni þarf að vera mikil. „Fiðlur em allar eins í meginat- riðum, þó þær séu eins ólíkar og augu fólks. Fyrir leikmenn em allar fíðlur eins og Kínveijar fyrir vestur- landabúa. En þegar maður veltir stöðugt fyrir sér hljóðfærinu, bæði frá fagurfræðilegu sjónarmiði og hlutföllum útlfnanna, kemur í ljós óendanleg fjölbreytni. Hið optiska (fagurfræðilega) form fíðlunnar er á vissan hátt aðskilið hinni hlutlægu vinnu, sem felst í tónmyndun hljóð- færisins. Flestir fiðluleikarar skynja Hans Jóhannsson við fiðlusmfðina. Hér er spoijárninu beitt. vinna eingöngu við að smfða, en áður hafði ég unnið við viðgerðir og sett hár í boga o.s.frv. og frá þeirri vinnu gafst lítill tfmi til smíða." - Varstu ekki hræddur um að hafa ekki nóg að gera þegar þú tókst þessa ákvörðun? „Jú, ég var skíthræddur, því ef maður lítur ekki út eins og afí hans Gosa, getur maður átt erfitt upp- dráttar, vegna hins mikla trausts, sem kaupandinn verður að hafa á fiðlusmiðnum." k - Er timafrekt að smíða fiðlu? „Fiðlur em smíðaðar alveg eins í dag og fyrir 250 ámm. Ég nota sömu verkfæri og kallarnir þá, nema Stradivari átti ekki bandsög, þó hún hefði ömgglega glatt hann mikið. Það tekur um 6 til 8 vikur að fullgera fíðlu og er mikið nudd, eins og einn iðnaðarmaður, sem fylgdist með mér vinna, orðaði það.“ - Eru allar fiðlur eins? göngu á þá fiðlu, þótt hann eigi gömul og verðmæt hljóðfæri fyrir. Þetta hefur verið mjög gott fyrir mig, þar sem hann hefur líka kom- ið mér í sambönd við þekkta einleik- ara og jafnvel kynnt sitt hljóðfæri í sjónvarpi." - Ertu góður smiður? „Ég er ákveðinn í að verða best- ur,“ segir Hansi og hlær. - Spilarðu sjálfur? „Ég spila tvær sellósvítur eftir Bach í „swing“-takti í anda Stuff Smith. Nei, ég er sko enginn snill- ingur á því sviði, en fyrir fiðlusmið er nauðsynlegt að geta myndað tón og eitthvað spilað." - Hver er þín uppáhalds tón- list? „Allt frá Albinioni til Sex Pist- ols.“ - Hefurðu nákvæma tón- heyrn? „Ég hef góða „relatíva" heym, sem er algjört skilyrði til þess að geta stemmt hina ýmsu hluta fíðl- unnar saman á meðan á smíðinni stendur. Þannig er mál með vexti, að engar tvær spýtur eru eins, og til að ná sömu eiginleikum í hvom hluta hljóðfærisins í hvert sinn, stemmi ég bakið og hljómbotninn (dekkið) eftir þyngd og sveigjan- leika, og síðan en ekki síst, gmnn- tíðni hvers hluta hljóðfærisins, auk tveggja yfirtóna og tónanna hlut- fallslega innbyrðis. Og til þess að gera þetta þarf heymin að vera í góðu lagi.“ - Hvað ertu að gera í Lúxem- borg? „Ég bý í Lúxemborg vegna þess hvað það er erfitt að búa á íslandi út af einangruninni." - En af hveiju Lúxemborg? „Lúxemborg er mjög miðsvæðis og það er auðvelt að vera til héma.“ - Ertu ánægður í vinnunni? „Ég hugsa að þetta sé eitt af þeim störfum sem gefa manni einna mesta ánægju, en er um leið harður húsbóndi. Einn daginn svífur maður um á sæluskýi, en hinn daginn er vonleysi og þunglyndi. Ég hugsa að þetta sé svipað og hjá listamönn- um.“ - Telur þú þig ekki vera lista- mann? „Nei, ekki í þess orðs fyllstu merkingu, því að sá hluti vinnunnar sem gæti talist listrænn er sjaldan skapandi, alltaf túlkandi, en ekki í eins beinni huglægri snertingu við fólk eins og til dæmis hjá túlkandi tónjistarmanni. Ég er smiður, þó ég eigi ekki harnar." Höfundur er fréttaritari Morgun- blaðsins íLúxemborg. Texti og myndir: Elín Hansdóttir Hamrahlíðarkórinn: Álistahátíð æskuf ólksí Aberdeen og söngferðalag um Orkneyjar HAMRAHLÍÐARKÓRINN er fuUtrúi íslands á alþjóðlegri listahátíð æskufólks sem haldin er í Aberdeen 30. júlí til 9. ágúst. Hátíðin er á hveiju sumri vettvangur hljómsveita, kóra, listdansara og myndlistar- manna af ýmsu þjóðemi. í ár koma bar 22 hópar, frá 14 löndum, alls rúmlega 1.000 manns. Að henni lokinni er einum hópi boðið til Orkn- eyja, og varð Hamrahlfðarkórinn fyrir valinu að þessu sinni. „Ég held mér sé óhætt að fullyrða að þetta er í fyrsta sinn sem islensk list er kynnt á Orkneyjum síðan á tímum fornra kappa og skálda," sagði Þorgerður Ingólfsdóttir f samtali við blaðamann. Hátíðin hefst að morgni 30. júlí með mikilli skrúðgöngu eftir stræt-, unum upp að tónlistarhöll Aberdeen. Við opnunina syngja gestimir saman þjóðsöngva þátttökulandanna. Einn hópur flytur sinn eigin þjóðsöng og verður það Hamrahlíðarkórinn sem syngur Ó Guð vors lands. Um sama leiti hefst myndlistarsýning, en und- anfarinn mánuð hafa myndhöggvar- ar frá hveiju landanna 14 starfað að verkum sínum í boði borgarinn- ar. Dómnefnd mun velja eitt þeirra og er því valinn staður í Aberdeen- höfn. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Hafíð". Listamenn- imir á hátíðinni taka mið af þvf og flytja verk sem tengjast hafinu. Nýtt hús að rísa á grunni þess hrunda Að sögn Þorgerðar hefur það ver- ið nær árlegur viðburður í seinni tíð að Hamrahlíðarkómum sé boðið að ferðast og syngja erlendis. „En það er oft erfítt að útskýra fyrir ókunn- ugum að kórinn er í sífelldri end- umýjun, og sjaldnast þeir sömu sem koma fram undir merki hans. Maður er alltaf í byggingarvinnu, húsið sem reis í fyrra er hmnið nú og komið nýtt í staðinn. Að þessu sinni telur hópurinn 46 manns, þar af vom 39 meðlimir í skólakómum, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, í vet- ur og 19 þeirra byijuðu að syngja á liðnu skólaári. Þetta unga fólk hefur að undanfömu æft sleitulaust til að geta tekist á við þá tónlist sem við ætlum að flytja. Hér kemur fólk beint úr vinnu og æfir á hveiju kvöldi, auk þess að safna peningum með ýmsum hætti til fararinnar. Tímakaupið er ekki hátt, en andinn er frábær og smitar ömgglega frá sér í söngnum." Flutt nýtt verk Hafliða Hallgrímssonar Fyrsta kórfólkið sem fór erlendis í nafni Menntaskólans við Hamrahlíð söng á listahátíð í Wales árið 1971. Þá var rektor, Guðmundur Am- laugsson, með í ferðum og fór hann í öll ferðalög kórsins meðan hann var skólameistari. Guðmundur lætur sig ekki vanta að þessu sinni. Þor- gerður sagði að kómum hefði nokkmm sinnum verið boðið að koma á hátfðina í Aberdeen allt frá því hún hóf göngu sína árið 1973. Af ýmsum ástæðum hefði ekki verið hægt að þiggja það. Nú væri kær- komið tilefni því á hátfðinni flytur kórinn nýtt verk Hafliða Hallgríms- sonar, sem búsettur er í Skotlandi. í dagskrá hátíðarinnar segir orðrétt um þetta kvöld: „Kórtónlist allt frá Bach til Bartok er að finna í efnis- skrá þessa frábæra norræna kórs, sem leggur sérstaka áherslu á íslenska nútímatónlist og þjóðlög. Hápunktur kvöldsins er fmmflutn- Morgunblaðið/Börkur „Maður er alltaf í byggingarvinnu, húsið sem reis i fyrra er hrunið og komið nýtt { staðinn,“ sagði Þorgerður Ingólfsdóttir. í Hamrahlíð- arkómum em nú 39 sem sungu I skólakómum í vetur, og 14 þeirra byijuðu að syngja á skólaárinu. ingur í Bretlandi á verki eftir Hafliða Hallgrímsson." Verkið heitir „Triptych“, Þrískipt altaristafla, og var frumflutt að beiðni tónskáldsins í Skálholti 12. júlí síðastliðinn. Öll kvöld meðan hátíðin stendur verða haldnir tónleikar, dansýning- ar, og uppákomur með söng og spili. Fjölmargir ferðalangar leggja leið sína til Aberdeen þessa daga. Sagði Þorgerður að ef marka mætti þau gögn sem kómum hafa verið send væri skipulag og aðbúnaður á hátíðinni til fyrirmjmdar. Hamrahlíðarkórinn flytur sex sjálf- stæða tónleika á hátíðinni. Auk þess tekur hann þátt í guðsþjónustu Sánkti-Maríu kirkju sem er í mið- borg Aberdeen. Sungið á þjóðhátíð í Orkneyjum Ferðin til Orkneyja hefst 12. ágúst. Tónleikar verða f Dómkirkju heilags Magnúsar og Listamiðstöð Orkneyja. ^íðan stíga kórfélagar á bátsfjöl og halda til Island of Hoy. „Við vomm einnig beðin um að syngja við opnun þjóðhátíðar Orkn- eyinga," sagði Þorgerður. „Mér er sagt að henni svipi til þjóðhátíðarinn- ar f Vestmannaeyjum, þar koma gamlir eyjarskeggjar í heimsókn og mikið er um glaum og gleði." Það verður endapunktur ferðarinnar, og 15. ágúst snýr bróðurpartur Hamra- hlíðarkórsins heim. Nú fer kórinn í söngferð erlendis í áttunda sinn. Síðasta sumar tók hann þátt í Europa-Cantat í Strass- borg, þar áður var hann fulltrúi Evrópu á Asia-Cantat kóramótinu í Japan svo eitthvað sé nefnt. Að þessu sinni hefur menntamálaráðu- neytið styrkt kórinn. „Fjárveitingin er kölluð: „Til kynningar á íslenskri list erlendis." Ég vona að þessi hóp- ur leysi það verkefni vel af hendi,“ sagði Þorgerður Ingólfsdóttir stjóm- andi að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.