Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 46
V 46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 V fr fclk í fréttum Hann verður sennilega seint talinn til mont- hananna. „Ég er afbrýðisam- ur, eigingjarn og skapstirð- ur,“ segir leikarinn. Full eftirvæntingar biða þau bæði nóvembermánaðar — hjónin Bette Midler og Martin von Has- elberg. Hópur sjálfstæðismanna á Suðurlandi fór i helgarferð i Þórsmörk fyrir skömmu, en þessi mynd var tekin af hluta leiðangursmanna í einni af göngu- ferðum helgarinnar. Þórsmerkurferð sjálf stæðisfélaga Suðurlands Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi efndu til Þórsmerkurferðar um miðbik þessa mánaðar. Um það bil 50 manns lögðu upp í hópferðina, og fjölgaði fólki ennfrekar er líða tók að kvöldi, enda margir sem komu á eigin bílum, ýmist til að gista eða staldra stutt við og kom- ast í snertingu við hina margrómuðu Þessar þrjár stúlkur í hópferð sjálf- stæðismanna í Þórsmörk fyrir framan Kirkjuna í Mörkinni, en þar er afar sérstæð náttúrusmíð og turn- inn gnæf ir yfir. Morgunblaðið/Ámi Johnsen Markarstemmningu." Förin var í alla staði afskaplega vel heppnuð, hafði allt það til að bera, sem prýða má alvöru útilegur — gönguferðir og grill, gítar- spil og söng. Gengið var á Valahnjúk í Húsadai en gist í Langadal. Um kvöldið var síðan varðeldurinn tendraður og raddböndin þanin, svona eins og vera ber. Skyndilega tók þó að rigna all- hressilega og gripu menn því til þess ráðs að reisa skýli við eitt tjaldið og þar inni var feikifjör, fólk safnaðist saman, gestir jafnt sem gangandi, spjallaði, spil- aði og söng. Sunnlendingasveitin við Árbæjarsafn. Talið frá vinstri: Andrés Valdimarsson, sýslumaður Árnes- sýslu, séra Halldór Gunnarsson í Holti, Sigríður Þorsteinsdóttir, sem reið alla leið og hluta leiðar- innar í söðli, séra Úlfar Guðmundsson á Eyrarbakka, Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Rangárvallasýslu, Fjóla Runólfsdóttir, Skarði, Guðrún Sveinsdóttir, Varmalæk, sem reið í söðli að gömlum sið, Árni Johnsen alþingismaður, Eggert Haukdal alþingismaður, Jóhanna Ingólfsdóttir, Hrafnkelsstöðum og Sigrún Haraldsdóttir, Lýtingsstöðum. LIÐ SUNNLENDIN G A VIÐ ÁRBÆ JARSAFN Þegar hestareiðin, sem var eins konar upphitun fyrir landsmót hestamanna á Hellu Bette Midler bíður nú bara eftir barninu Hin sérkennilega söngkona, Bette Midler, er þekkt fyrir ýmislegt annað en rólegheit og hóg- værð. Einstaklega glysgjöm og fyrirferðarmikil hefur hún ávallt þótt, furðuleg í fatavali og fjörkálf- ur að eðlisfari. Nú er hinsvegar annað uppi á teningnum. Bette hef- ur nefnilega að mestu leyti dregið sig í hlé, hávær og hvellur hláturinn hefur lækkað um nokkur desibel og hreyfíngamar em allar mun hægari og yfírvegaðri. En hver er svo ástæðan að baki þessari breytingu? Jú, söngkonan og maður hennar, Martin von Has- elberg eiga von á erfíngja í nóvember næstkomandi. „Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að af- leiðingamar yrðu svona svakaleg- ar“ segir Bette. „Ég einfaldlega hef ekki minnsta áhuga á því nú að láta ljós mitt skína, lifí fyrir það eitt, að búa sem best að baminu, sem ég bíð nú eftir." — Já svo bregðast krosstré sem önnur tré. fyrir skömmu, kom til höfuð- borgarinnar, voru ýmsir foiystu- menn Sunnlendinga þar í fararbroddi, sunnlenskar konur, alþingismenn, sýslumenn og prestar. Forseti borgarstjómar Reykjavíkur, Magnús L. Sveins- son, reið hinsvegar, sem kunn- ugt er, á móti lestinni. Mörg hundruð manns voru saman- komnir í Árbæ, þegar reiðin kom þar í hlað og var ferðalöngunum boðið upp á útigrillað lambakjöt, kaffí og lummur, að íslenskum sið. „Það er vonlaust *' verk að reyna að gera öllum til geðs“ — segir leikarinn góðkunni, Richard Chamberlairj, Mitt stærsta vandamál, minn helsti veikleiki, hefur í gegn- um tíðina verið óttinn við að verða hafnað segir leikarinn góðkunni, Richard Chamberlain í nýlegu við- tali. „Allt mitt líf hef ég reynt eftir fremsta megni að geðjast öllum þeim, sem á vegi mínum hafa orð- ið, vera í góðu skapi, vingjamlegur og örðvar. Ég hef stöðugt verið á varðbergi, reynt að kaupa mér ást og aðdáun og því leikið þau hlut- verk í daglega lífinu, sem líklegust eru til að falla í kramið, hveiju sinni. Þetta dulargervi hefur einnig verið mér nokkurs konar brynja. Ef einhver hefur lýst yfír van- þóknun sinni á mér, sem mann- eskju, hef ég huggað mig við sá hinn sami þekkti mig í rauninni ekkert — hann hafí því hafnað dul- argervinu, en ekki mér“ bætir hann við. „Það er fyrst núna, þegar ég stend á fimmtugu, sem ég er áð læra að sætta mig við sjálfan mig.“ En hvemig hefur manni með svona mikla minnimáttarkend gengið að lifa með frægð sinni? „Éf ég mætti byija upp á nýtt,“ svarár Chamberlain, „þá myndi ég aldréi leggja út á þessa hálu braut. Ég sakna þess ákaflega að geta ekki fallið í fjöldann, farið allra minna ferða óáreittur. Ferðafrelsið og frið- urinn er svo ótrúlega mikils virði" fullyrðir hann. Richard segist vera afskaplega feiminn og óframfær- inn. „Skap mitt er mjög sveiflú- kennt" upplýsir hann. „Ýmist er ég í hæstum hæðum hamingjunnar eða sokkinn upp að hnjám í skugga- legri svartsýni. Sennilega er ég bara enn að leita að sjálfum mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.