Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 13 Frá opnun sýningarínnar. Páll Guðmundsson (t.v.) og Theo Hauber bankastjóri ræðast við. Páll Guðmundsson frá Húsa- felli sýnir í Þýskalandi Páll Guðmundsson frá Húsa- felli hefur stundað nám í vetur í myndlistarháskólanum í Köln. Nýlega var honum boðið að halda sýningu í stórum banka í ná- grenni Kölnar og voru þar sýnd 20 verk eftir Pál. Þessi sýning vakti töluverða athygli. Hún var opnuð hátíðlega að viðstöddu fjölmenni. Bankastjórinn hélt ræðu, bauð gesti velkomna, rakti feril Páls á Islandi og bauð gest- um veitingar. Að því loknu hélt Haukur Ólafsson sendiráðsritari opnunarræðu í fjarveru Hannes- ar sendiherra. Ljósmyndari og listgagnrýnandi voru við opnunina og 15. júlí birtist grein í Rhein — Sieg Rundschau, en það er stórt dagblað og þar sagði meðal annars: „Búlduleit böm, órakaðir kjama- karlar, kræklótt tré í drungalegu landslagi em í gegnheilli samstill- ingu. Þannig koma fyrir myndir Páls Guðmundssonar sem sýnir í Troisdorfer Raiffeisenbanka og miðlar áhrifum frá heimkynnum sínum. Sýningin á vatnslitamyndum, olíumálverkum og pastellmyndum er ekki stór en einstök í sinni röð. Það er ekki á hveijum degi sem list frá íslandi er sýnd og af tilvilj- un hefur Raiffeisenbankinn fært hana hingað. Listamaðurinn 27 ára gamall lærir höggmyndagerð við listaháskólann í Köln, en hann er nú þegar þekktur í heimalandi sínu. Um list hans var sagt í íslensku dagblaði: „Þama er að verki sterk skapgerð". Stíll hans ber einkenni hans sjálfs: „kraftmikill og eðlileg- ur“ þetta á líka við um heimkynni hans, andlitin mótast af víðáttunni, einmanaleikanum, frelsinu og æðruleysi. ísland er ekki lengur háð Dönum og fyrsti sendiráðsritari íslendinga í Bonn opnar sýninguna og íslend- ingar eiga sína eigin list og Páll Guðmundsson er fulltrúi hennar". Sex eininga Salix hillusamstæða frá VIÐJU á kr. 23.800,- Hvít með bláum eða rauðum skúffum og skápahurðum. 20% UTBORQUM 12 MÁMAÐA QREIÐ5LUKJÖR HUSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 Þar sem góðu kaupin gerast Um hval- friðun og mannfriðun eftir Hafstein Blandon Vegna þeirrar deilu, sem upp er komin milli Islendinga og Banda- ríkjamanna um hvalfriðunarmál vil ég koma á framfæri eftirfarandi tillögu, sem ætti að geta leyst deilu þessa þannig, að allir sem raun- verulegan áhuga hafa á friðunar- málum geti vel við unað. Tillagan er sú að íslendingar gangi að kröfu Bandaríkjamanna um að allar afurðir hvala skuli nýtt- ar af íslendingum sjálfum en ekki fluttar út í ágóðaskyni. Á móti komi frá Bandaríkjamönnum að þeir gangi að kröfu okkar í mannfriðun- armálum, sem sé sú að öll vopn framleidd í Bandaríkjunum verði einungis notuð af Bandaríkjamönn- um sjálfum en ekki flutt út í ágóðaskyni. Rökin fyrir hvoru tveggja eru þau sömu, þ.e. að skera á hagsmuna- tengslin milli dráps og ágóða í því skyni að draga úr útrýmingarhættu stofnanna. Ekki eru allir sammála um hve útrýmingarhætta hvalstofn- anna sé mikil. Flestir virðast hins vegar sammála um að útrýmingar- hætta mannstofnsins sé veruleg vegna óhóflegrar vopnaframleiðslu, og ætti það atriði því ekki að verða ágreiningsefni. Tökum því höndum saman við Bandaríkjamenn, setjum niður deilur, og vinnum sameigin- lega að friðunarmálum til heilla fyrir alla jarðarbúa, jafnt hvali sem menn. HERJÓLFSFERÐ ER GÓÐ FERÐ HERJÓLFSFERÐ ER ÖRUGG FERÐ HERJÓLFSFERÐ ER ÓDÝR FERÐ FARMIÐASALA: Reykjavík: Umferðarmiðstöðin, sími 22300. Afgreiðsla Herjólfs v. Köllunarklettsveg, sími 686464. Selfoss: Árnesi f Ársölum, simi 99-1599. Auk þess um borð f Herjólfi. FERÐIST ÓDÝRT FERÐIST MEÐ HERJÓLFI. HERJÓLFUR Símar: 98-1792, 98-1433. Vestmannaeyjum. Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.