Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 1
64SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
167. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins
JAFNTEFLI í FYRSTU SKÁKINNI
Jafntefli varð í fyrstu skákinni í heimsmeistaraeinvigi þeirra Ana-
tolys Karpov og Garris Kasparov, sem hófst í London í gær.
Karpov, sem tefldi með hvítu, lék fram drottningarpeði í fyrsta
leik, en Kasparov svaraði með Griinfeldsvörn. Það kom nokkuð á
óvart þar sem slíkt hefur ekki gerzt í fyrri viðureignum þeirra.
Svo fór að keppendumir tókust i hendur og sömdu um jafntefli í
21. leik. Sjá nánar á bls. 25, þar sem skákin er skýrð og birt í heild.
Gorbachev
kallar sex
herfylki frá
Afganistan
Vestrænir hernaðar-
sérf ræðingar láta
sér fátt um finnast
Moskvu, AP.
MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi
So vétríkjanna, sagði í gær að hann
hefði aldrei heitið því að annar
leiðtogafundur yrði haldinn og
ítrekaði að næsta skref Sovét-
manna í afvopnunarmálum ylti á
þvi hversu viljugur Ronald Reag-
an, Bandaríkjaforseti, væri til
miðla málnm varðandi geim-
varaaáætlunina.
Gorbachev tilkynnti einnig í ræð-
unni, sem haldin var í Vladivostok
og sjónvarpað um Sovétríkin, að með
tímanum yrði hafnarborgin opnuð
fyrir útlendingum og gerð að al-
þjóðlegri hafnarborg. Um hálf milljón
manna býr í Vladivostok og er borg-
in oft og tíðum kölluð höfuðborg
austursins í Sovétríkjunum.
Gorbachev sagði í ræðunni að sex
sovéskar hersveitir yrðu kvaddar
brott frá Afganistan í lok þessa árs.
Talsmaður japönsku stjórnarinnar:
Kaupum ekkí hval-
kjöt af Islendingum
— ef Bandaríkjasljórn álítur veiðarnar stríða gegn alþjóðareglum
Tókýó, AP.
JAPANIR munu hætta að kaupa
hvalkjöt af íslendingum ef það
verður niðurstaða Bandaríkja-
manna, að hvalveiðar á íslandi
striði gegn hertum alþjóðaregl-
um um hvalveiðar, að því er haft
var eftir embættismanni jap-
önsku ríkisstjóraarinnar á
mánudag. „Ef Bandaríkjamenn
era þeirrar skoðunar, að hval-
veiðar íslendinga bijóti í bága
við reglur Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins, munu Japanir ekki kaupa
kjötið,“ sagði Amohiro Mae, full-
trúi i japönsku Fiskveiðistofnun-
Japanir, sem eru stærstu inn-
flytjendur hvalkjöts í heiminum,
fluttu inn meira en 3.000 tonn af
hvalkjöti frá íslandi á síðasta ári.
Þeir flutt þá inn um 13.000 tonn
frá öðrum þjóðum, aðallega Sov-
étríkjunum og Suður-Kóreu.
Viðskiptaráðherra Banda-
ríkjanna, Malcolm Baldridge, hefur
sagt að hann muni í þessari viku
taka afstöðu til þess hvort íslend-
ingar hafa farið nægilega eftir
viðmiðunarreglum Alþjóða hval-
veiðiráðsins. Bandaríkjastjóm
fylgist með hvalveiðum hvarvetna
í heiminum og ef hún kemst að
þeirri niðurstöðu að alþjóðareglum
hafi ekki verið fylgt er viðskipta-
ráðuneytinu, samkvæmt lögum,
skylt að leggja til að forsetinn ann-
að hvort stöðvi innflutning á fisk-
afurðum viðkomandi lands eða
skerði rétt þess til að veiða innan
bandarískrar efnahagslögsögu.
í fréttaskeyti AP er minnt á að
íslendingar hafi á föstudag ákveðið
stöðva hvalveiðar í þijár og hálfa
viku, vegna hótana Bandaríkja-
manna um viðskiptabann, á meðan
reynt verði að koma aftur á viðræð-
um við Bandaríkjastjóm vegna
þessa máls.
Talsmaður Hafrannsóknarstofn-
unar Bandaríkjanna í Washington
sagði, að ákvörðun íslendinga um
að stöðva hvalveiðamar, gæti haft
áhrif á ákvörðun Bandaríkjamanna
í þessu máli.
Sjá fréttaskýringu á bls. 32 og
samtöl við starfsmenn Hvals
hf. á bls. 4-5.
Hann sagði ekki um hversu marga
hermenn væri hér að ræða, en haft
er eftir vestrænum heimildarmönn-
um að um sex þúsund hermenn séu
í þessum herdeildum. Talið er að um
hundrað þúsund sovéskir hermenn
séu nú í Afganistan. Gorbachev sagði
að hersveitimar yrðu sendar þangað,
sem þær voru staðsettar áður og hér
væri um að ræða eina vélahersveit,
tvær stórskotaliðssveitir og þtjár
loftvamarsveitir. Vestrænir hemað-
arsérfræðingar láta sér fátt um þessa
yfírlýsingu sovéska leiðtogans
fínnast og segja að hér sé einfaldlega
um áróðursbragð að ræða.
Gorbachev kvaðst einnig reiðubú-
inn til að semja um að fækka
hermönnum í Austuriöndum §ær til
að bæta samskipti við Kínveija.
Hann sagðist vera að fara yfír
bréf frá Reagan um afvopnunarmál,
sem barst til Moskvu á laugardag,
og hann bætti við að svar sitt yrði
að hluta reist á afstöðu Reagans til
geimvamaáætlunarinnar.
í bréfínu er svar Bandaríkjaforseta
við tillögum Sovétmanna um af-
vopnun, sem lagðar voru fram í júní.
Líbanon:
32 látast og 140 sær-
ast í sprensnutilræði
Beirút, AP.
OFLUG bílsprengja sprakk í fjölmennu íbúahverfi í hinum kristna
hluta Beirút með þeim afleiðingum að 32 menn létust og 140 særð-
ust. Sprengjunni var komið fyrir í hvítri Mercedes-bifreið og er
þetta öflugasta bUsprengja sem sprangið hefur i Beirút á þessu
ári. Enn hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér.
Sprengjan sprakk að morgni til
á mesta annatímanum í Ein Rum-
maneh-hverfínu. Að sögn lögreglu
var sprengjan að minnsta kosti 250
kíló að þyngd. Eldur kviknaði í §ór-
um íbúðarhúsum í nágrenninu og
tókst slökkviliðsmönnunum að
bjarga 50 manns sem hrópuðu á
hjálp ofan af þökum húsanna. Út-
varpsstöðvar skoruðu hvað eftir
annað á fólk að gefa blóð.
Talsmaður kristinna manna sak-
aði Sýrlendinga um sprengjutilræð-
ið og sagði það lið í herferð þeirra
gegn Gemayel forseta Líbanons.
Sýrlendingar hafa neitað allri aðild
að verknaðinum.
Þetta er í annað skiptið á fímm
mánuðum sem bflsprengja springur
í Ein Rummaneh-hverfínu. 12. febr-
úar sprakk sprengja í nágrenni
skrifstofu falangista-flokksins og
létu tveir llfíð. Alls hafa sjö
bflsprengjur sprungið í Líbanon á
þessu ári og hafa 98 menn látið
lífið í þeim.