Morgunblaðið - 29.07.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 1986
45
Jóhanna Svanhvít
*
Oladóttir — Minning
Fædd 8. október 1903
Dáin 21. júlí 1986
í dag, þriðjudaginn 29. júlí 1986,
er til moldar borin frú Jóhanna
Svanhvít Óladóttir, oftast kennd við
Skálanes í Seyðisfjarðarhreppi. Hún
lést í Landspítalanum mánudaginn
21. júlí eftir langa og erfiða sjúk-
dómslegu.
Svana, eins og hún var oftast
kölluð, var Austfirðingur að upp-
runa, fædd á Seyðisfirði 8. október
1903, dóttir hjónanna Steinunnar
Jónsdóttur og Óla Hallgrímssonar.
Bæði voru þau Austfirðingar en þó
mun ætt Ola eitthvað hafa legið
norður í Þingeyjarsýslur. Þau Stein-
unn og Óli bjuggu framan af á
svonefndu Úthéraði og þar munu
flest bömin hafa fæðst, en Svana
var yngst af þeim níu systkinum
sem upp komust, en þau voru:
Hallgrímur, Þórdís, Jónína Margrét,
Jón, Aðalbjörg, Þorsteinn, Guðrún,
Anton og Svana og eru þau nú öll
látin.
Foreldrar Svönu fluttu niður á
Seyðisfjörð upp úr aldamótum, en
1916 flytja þau að Bæjarstæði í
Seyðisfjarðarhreppi og fjórum árum
síðar eða 1920 að Skálanesi. Svana
mun hafa verið í fóstri um tíma hjá
sr. Einari Jónssyni prófasti á Hofi
í Vopnafírði og minntist hún oft
þess tíma með þakklæti og virðingu.
Svana giftist um tvítugt Davíð
Þorlákssyni bryta sem lengi var á
Lagarfossi, skipi Eimskipafélags
Islands. Þau bjuggu fyrst á Seyðis-
firði en fluttu svo til Reykjavíkur
en þaðan var Davíð ættaður. Þau
slitu samvistir eftir nokkurra ára
sambúð. Þau Svana og Davíð eign-
uðust eina dóttur, Guðnýju, oftast
nefnd Stella, og fylgdi hún móður
sinni. Svana giftist aftur árið 1934
Helga Guðmundssyni prentmynda-
smíðameistara, en hann átti prent-
myndastofu sem hann rak um
árabil, allt til dánardægurs en hann
lést árið 1969. Þeim Svönu og
Helga varð ekki bama auðið en ólu
upp og ættleiddu son Stellu, dóttur
Svönu, Jón Helgason. Jón er nú
búsettur í Keflavík, kvæntur hinni
ágætustu konu, Eygló Normann.
Stella dóttir Svönu giftist til Banda-
ríkjanna og eignaðist þar ijögur
böm: Michael, Patricia, Vickie og
Ronnie og komu þrjú þau fyrst
nefndu um langan veg hingað til
lands að kveðja ömmu sína hinstu
kveðju. Stella móðir þeirra er látin
fyrir nokkrum árum.
Ég sem þessar fátæklegu línur
skrifa og kona mín vorum tíðir
gestir á heimili þeirra Helga og
Svönu föðursystur minnar, sem
lengst af var á Óðinsgötu 4 hér f
borg. Þar áttu þau fallegt heimili
og áttum við þar margar ánægju-
stundir, þvf þau voru bæði höfðingj-
ar heim að sækja. Eins eru
ógleymanleg hin mörgu ferðalög
sem við fórum öll saman, bæði til
veiða og útilegu því Helgi var mik-
ill sport- og veiðimaður og hinn
ágætasti félagi í hvívetna.
Fyrir allt þetta viljum við nú
þakka og margt, margt fleira og
biðjum góðan Guð að varðveita
hana nú þegar hún hverfur yfír
móðuna miklu.
Við kveðjum Svönu, hafí hún
þökk fyrir allt og allt.
Guðún og Óii S. Hallgrímsson
Hún Svana dó í gær. Þessi setn-
ing hljómaði í eyrum mínum fyrir
andartaki. Ég fylltist gleði — gleði
yfír tilhugsuninni um þessa ljúfu
konu og gleði fyrir hennar hönd að
vera laus úr viðjum veikinda og
komin á fund ástvina sinna sem hún
saknaði sárt.
Já, hún Svana var engin venjuleg
kona, hún geislaði af gleði og hlýju
svo öllum leið vel í návist hennar.
Myndir úr lífínu þjóta hjá á kveðju-
stund.
Fyrst Óðinsgatan og yndislega
eldhúsið hennar Svönu var fullt af
spennandi hlutum frá Ameríkunni
þar sem einkadóttir hennar bjó í
mörg ár. En mest spennandi var
að vera kringum húsmóðurina sjálfa
að laga eitthvað gómsætt handa
Helga eiginmanninum sem hún
elskaði svo heitt og okkur öllum
hinum sem komum ótal oft á Óðins-
götuna og vorum alltaf jafn velkom-
in. Fleiri myndir birtast. Bílferð um
landið og árið var 1958, ekki svo
algengt þá. Svana og Helgi buðu
móður minni og mér í þessa ferð
sem var hreint ævintýri.
Seyðisfjörður, heimabær Svönu,
fagnaði henni með glampandi sól,
góðum bróður og kærum vinum.
Akureyri með Hótel KEA var engu
lík fyrir ungling á þessum tíma og
þau Svana og Helgi sáu til þess að
dagamir urðu móður minni ógleym-
anlegir. Allir tjaldstaðimir sömu-
leiðis, alltaf sami góði andinn, hvar
sem dvalið var. Já, margar fleiri
myndir sækja á, en þessar standa
upp úr. Síðustu fundir okkar Svönu
vom þögulir, en augun hennar og
blíða brosið sögðu alit sem segja
þurfti.
Hún Svana kvartaði aldrei, hún
þakkaði Guði fyrir allt það góða í
hennar lífí og hún kunni að horfa
á það jákvæða í fari hvers og eins.
Ég minntist á einkadóttur hennar
Stellu en Svana átti líka dreng, Jón
Helgason, son Stellu sem þau Helgi
ættleiddu og ólu upp sem sitt bam.
Jón var Svönu líf, hvemig sem
vindar blésu. Ég kveð Svönu vin-
konu mína og þakka henni fyrir
allt það góða sem hún var mér og
minni fjölskyldu. Og veit að hún
dvelur nú í því logni og þeirri blíðu
sem hún á best skilið.
Helga Mattina Björnsdóttír
Oddgeir Krisljáns-
- Minning
son
Fæddur 3. september 1913
Dáinn 18. júlí 1986
Þann 18. júlí andaðist vinur minn
og mágur. Vil ég minnast hans og
þakka honum alla hlýjuna og vel-
vildina er hann ætíð sýndi okkur
öll þau ár er leiðir okkar lágu sam-
an. Hann fæddist 3. september
1913 að Spjör í Eyrarsveit. Foreldr-
ar hans vom hjónin Steinunn
Jónsdóttir og Kristján Skúlason, en
fluttu síðar áð Naustum í sömu
sveit. Þau eignuðust 9 böm og em
þijú á lífí, Kristín, Asthildur og
Sesselía. Oddgeir var tvígiftur,
eignaðist fímm böm í fyrra hjóna-
Franska stúlku
langar til Islands
FRANSKA stúlku 27 ára gamla
langar til að dveljast á íslandi í
nokkra mánuði og vill þar af leið-
andi komast í samband við
islenzka fjölskyldu.
Kveðst sú franska geta tekið
að sér barnapössun og kennt
frönsku gegn fríu uppihaldi. Hún
talar ágætis ensku:
Francoise Ringwald
12 rue Nenpenti,
13006 Marseille,
France.
Sími (91) 789301.
bandi en ekkert með síðari konu
sinni. Þau ólu upp dreng frá tíu ára
aldri sem fermdist í vor.
Ég vil minnast Skúla, yngsta
bróður Oddgeirs er í febrúar sl.
fórst með báti sínum Ása á Breiða-
fjarðareyjum. Það er og verður
okkur mikil sorgarsaga er til þekkj-
um. Blessuð veri minning þeirra
beggja. Minningarathöfn fór fram
um Skúla í Laugameskirkju með
miklu ijölmenni.
Þorsteinn Halldórsson
\
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreiufur til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins
á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í
Hafnarstræti 85, Akureyri.
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki era
tekin til birtingar framort ljóð um
hinn látna. Leyfílegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Eg fer ekki reglulega í guðshús, en eg er góðmenni og tek
þátt i ýmiss konar starfsemi í samfélaginu. Heldur þú ekki að
breytni okkar sé það sem mestu máli skiptir í augum Guðs?
Eg er þakklátur að þú skyldir spyija þessarar spurningar því
að hér er um það að ræða, sem líf og dauði veltur á, eilíf sálu-
hjálp þín. Það væri hörmulegt ef þú létir ævina líða án þess að
hugsa í alvöra um sáluhjálp þína — margir láta sér þar fátt um
fínnast, því miður — og án þess að spyija Biblíuna um þau mál.
Eg ætla að svara spumingunni með því að víkja að atviki úr
lífi Jesú. Einu sinni kom til hans maður mjög trúhneigður og
hugsandi um eilífa sálarheill sína. Hann spurði Jesúm: „Hvað á
eg að gjöra til þess að eg erfí eilíft líf?“ (Lúk. 18,18.)
Jesús svaraði með því að spyija hann hvort hann hefði haldið
boðorðin (þar átti hann fyrst og fremst við boðorðin tíu). Maður-
inn kvað já við því, en þá bauð Jesús honum að selja allt sem
hann ætti og gefa fátækum. Maðurinn var mjög ríkur. Hann vildi
ekki gera þetta og fór leiðar sinnar.
Hvað var Jesús að leiða honum fyrir sjónir? Það, að hann
væri sekur um að bijóta boðorðin, en þar segir: „Þú skalt ekki
gimast" (2. Mós. 20,17).
Mergurinn málsins er þessi: Mælikvarði Guðs er fullkomnun.
Guð er heilagur og algjörlega hreinn og hann þolir ekki synd í
lífí okkar. Hefur þú nokkum tíma drýgt synd, þó ekki sé nema
eina? Að sjálfsögðu hefur þú gert það, og margoft! Biblían segir:
„Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“ (Róm. 3,23). Þú getur
verið góður maður í samanburði við aðra, en í samanburði við
Guð og mælikvarða hans ertu eins og allir aðrir — sekur og átt
skilið dóm hans.
Hér sjáum við hvers vegna Kristur kom. Hann kom til þess
að gera það fyrir okkur sem við getum aldrei gert sjálfír. Hann
tók syndir okkar á sig þegar hann dó á krossinum, og fyrir trú
á hann getum við frelsast.
Þú getur aldrei frelsað þig sjálfur með góðverkum þínum, því
að þau era aldrei nógu góð, aldrei! En Guð elskar þig, og hann
hefur komið því til vegar að þú getur orðið hólpinn fyrir trú á Krist.
Gefðu honum hjarta þitt á þessari stundu. Snúðu þér til hans
ítrú!
+
Móöursystir mín,
EYVEIG BJÖRNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Búðareyrarkirkju miðvikudaginn 30. júlí kl.
14.00. Fyrir hönd systkina hennar og minna,
Þorkell Bergsson.
t
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför sonar
míns og bróður okkar,
HREINS BERGÞÓRSSONAR,
Nökkvavogi 1.
Bergþór Magnússon,
Hulda Bergþórsdóttlr, Magnús Bergþórsson,
Björn Bergþórsson, Ragnhildur Bergþórsdóttir,
Konráð Bergþórsson, Gunnar Bergþórsson.
Legsteinar
ýmsar gerdir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
i